Alþýðublaðið - 26.09.1973, Blaðsíða 12
alþýðu
Mestur hiti í Reykjavík
í gær mældist 7 stig,
en vindhraðinn náði 4
stigum. Urkoman
mæidist 9 mm og
loftvog 994,2 mb. Lægð
er nú yfir Grænlandshafi.
I Reykjavík er spáð
suðvestan eða sunnan
kalda eða stinningskalda
og skúrum. Gert er ráð
fyrir 6-9 stiga hita.
KRILIÐ
FoSt tfept '/ RFrr nRbfn. Ql. '//(•//? ftroRxu S//V/V/ * ErD'NCi
i 5 3
unun
^f/SS/ HjaqK CrfíUH 8 V
' TON/Y L£/K
Vub LEGUR Z
FÚK Ðrykk /TlfELlR
ÖL/R/R. SjftNft 9
FRO 7
KOttft / mvw
STflFNft SRTTj ftR
/0 6 //
TfíÉ
íyK/LOKD* RÍHHvoTUR
INNLÁNSVIÐSKIPTILEIÐ
JIL LÁNSVIÐSKIPTA
JIbijnaðarban^
lim ÍSLANDS
KOPAVOGS APÚTEK
Opiö öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Sunnudaga milli kl. 1 og 3
Ekki eins mikil loðnugengd
en fleiri skip og betri
móttökuskilyrði í landi
„Þaö er mln skoðun, að loðnu-
gengdin veröi ekki eins mikil
næst og á siðustu vertið, en auk-
inn skipafjöldi og bætt móttöku-
aðstaða geta gert það að verk-
um, að veiöi verði eins mikil”,
sagði Jakob Jakobsson fiski-
fræðingur við Alþ.bí.
Siðasta vertið var algjör met-
vertið eins og menn muna ef-
laust, rúmlega 430 þúsund lest-
ir. Þar áður var veiðin 278 þús-
und lestir.
„Vertiðin stendur svo stutt yf-
ir, að þaö eru margir þættir,
sem hafa áhrif á það, hvort veí
veiðist eða ekki. Veður hefur
mikiö aö segja, móttökuaöstaða
i landi og fjöldi veiðiskipa. Það
er min skoðun, að eftir þvi sem
loðnustofninn er sterkari,
þvi lengur sé hægt að veiða loön-
una”, sagði Jakob.
í lok nóvember fer fyrsti leið-
angurinn af stað til loönuathug-
ana. Þá er loðnan enn fyrir
norðan land, en stuttu siðar fer
hún af stað suður fyrir land, og
gengur svo upp að Suður-
ströndinni einhvern timan eftir
áramót. Er loönan svo veidd á
meðan hún gengur suður- og
vesturfyrir, allt vestur fyrir
Snæfellsnes.
7900 TONN
í FYRIR-
FRAMSÖLU
Fleiri á loðnu
en nokkru sinni
Enda þótt enn séu tæpir fjórir
mánuðir þar til loðnuvertið
Búið er að selja fyrirfram
7.900 tonn af loðnumjöli næstu
vertiðar, að þvi er Sveinn
Björnsson hjá viðskiptaráðu-
neytinu tjáði blaðinu. Fram-
leiðsla siðustu vertiðar var rúm
60 þúsund tonn. Þessa stundina
er mikil tregða á hinum alþjóð-
lega mjölmarkaði, og kaupend-
urhalda að sér höndum, en
Sveinn sagði, aö við gætum ver-
ið bjartsýnir, þvi við myndum
örugglega losna við allt okkar
mjöl á hagstæðu verði.
Ekkert hefur verið selt af
loðnu nú um langan tima, þvi
kaupendur loönumjöls halda
mjög að sér höndum, að sögn
Sveins. Eru þeir að biða eftir
sojabaunauppskeru Bandarikj-
amanna, en margt bendir til
þess að hún verði góð i ár. Þá
mun einnig ráðast á næstu dög-
um hvað Perúmenn hyggjast
gera, en þeir hafa verið ráðandi
á markaðnum með ansjósumjöl
sitt, sem þeir hafa selt i geysi-
legu magni ár hvert, allt þar til
aflabrestur gerði vart við sig á
allra siðustu árum, meö þeim
afleiðingum, að heimsmarkaðs-
verð á mjöli hækkaði mjög mik-
ið. Almennt er þó búist við þvi,
að Perúmenn leyfi ekki ansjósu-
veiðar að nýju fyrr en 1. mars,
og svo lengi geta mjölkaupmenn
ekki beðið meö kaup sin.
Það m jöl, sem selt hefur verið
fyrirfram, hefur farið á 4 sterl-
ingspund hver próteineining.
Það er allmiklu hærra verð en
fékkst i fyrirframsölum siöustu
vertiðar, en þá var mest af
mjölinu selt á 2.20 punt prótein-
eining.Arið 1971 var verðið ekki
nema 1.10 pund próteineiningin,
svo að verðið i ár er allt að fjór-
fallt hærra en þá. Undanfarið
hefur veröið heldur lækkað á
markaðnum, en Sveinn Björns-
son bjóst viö að það ætti eftir að
hækka aftur.
Langmest verðmæti er i
loðnumjölinu af þeim afurðum
sem loðnan gefur af sér. Auk
mjölsins seljum við einnig lýsi,
frysta loðnu og niðursoðna.
Samanlagt verðmæti loðnu-
afurðanna nemur milljörðum
króna.
Japanir sólgnir
í loðnuna okkar
Japanir hafa sýnt áhuga á
þvi að kaupa niðursoðna
loðnu I milljónavis á næstu
vertið. Gæti söluverðmæti
loðnuafurða til Japans
numið milljarði strax á
næsta vetri, bæði frystra og
niðursoðinna .
Mikael Jónsson hjá K.
Jónsson á Akureyri
sagðiAlþ.bl., að þeir hjá K.
Jónsson hefðu I vor sent til-
raunasendingu af niöur-
soöinni k>ðnu til Japans,
samtals 150 þúsund dósir.
Likuðu dósirnar það vel, að
strax voru pantaðar 400þús-
und dósir til viðbótar, og er
búið að senda það magn til
Japans. Mikal sagöi, að á
næstu vertið yrðu liklega
sendar þrjár milljónir dósa
á Japansmarkað frá verk-
smiðju sinni, og miðað við
núverandi verðlag væri
verömætið 90 milljónir
króna. Fleiri niðursuðu-
verksmiðjur hafa hug á
Japansmarkaði. Japanir
vilja einungis hrygnur, þvi
þeir eru sólgnastir I hrognin.
hefst fyrir alvöru hér við land,
eru menn viöast farnir að gera
sig klára fyrir loðnuna. Vegna
stórhækkaðs verðs loðnuafurða
á erlendum mörkuðum, eru
menn farnir að lita þessa smá-
vöxnu fisktegund hýru auga og
sjá I henni þaö silfur, sem eitt
sinn var kennt við síldina. Má
búast við umsvifum, sem helst
er að likja við sildarævintýrið
mikla.
Margir vildu meina, að afla-
magn siðustu vertiðar hefði tak-
markast af móttökumöguleik-
um i landi. Samkvæmt þeim
upplýsingum sem Alþ.bl. hefur
aflað sér, er viða verið að bæta
um betur i þessum efnum hjá
verksmiðjum, bæði með aukn-
um vinnsluafköstum og auknu
þróarrými.
Þá fengust þær upplýsingar
hjá Kristjáni Ragnarssyni for-
manni Llú, að fleiri útgerðar-
menn hygðust nú gera út á loðnu
en nokkru sinni fyrr. í fyrra
voru bátarnir flestir 82 talsins.
Þá er vart við það, að menn ætli
að láta stærri skip en áður á
loðnuveiöarnar, eins og t.d. tog-
arann Sigurð, eins og Alþ.bl.
hefur áður skýrt frá.
Allar likur eru áþvi, aö lands-
menn þéni vel á loðnunni i vet-
ur. Fiskifræðingar hafa lofað
mikilli loðnu, þó ekki eins mik-
illi og i fyrra, markaðir lofuðu
góðu, bæði fyrir loðnumjöl, lýsi,
frysta og niðursoðna loðnu.
PIMM á förnum vegí
NOTARÐU GÍRÓKERFIÐ TIL AÐ GREIÐA REIKNINGA?
Pált Friðbert Njálsson, sölu-
maður: Nei fJg hef nógan tima
til að sinna þessum málum á
annan hátt. Svo hef ég heldur
ekki kynnt mér þetta gírókerfi
nægilega vel.
Baldur Þorsteinsson,
verslunarmaður: Nei, ég nota
það ekki. Þetta er nú ekki svo
umfangsmikiö hjá mér. Ég er
lika orðinn svo gamall, að ég vil
hafa þetta áfram á minn hátt.
Sigurbur Ingimarsson, kaup-
maður: Nei, ég nota ekki giró-
kerfið sjálfur. Ég er ekki með
það stórt umleikis, að það taki
þvi.
Pálmi Sigurðsson, flugstjórí:
Nei , ég hef aldrei notaö það
sjálfur, en aftur á móti hef ég
borgað inn á giróreikninga fyrir
aðra. Ég hef ekki kynnt mér
þetta til botns til að ég geti notað
það sjálfur.
Pétur Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri: Ég borga ein-
stöku sinnum inn á giró-
reikninga, aðallega hjá Pósti og
sima, en sjálfur hef ég ekki
giróreikning, — ég hef ekki það
marga viöskiptavini, að það
borgi sig.
✓