Alþýðublaðið - 26.09.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.09.1973, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmála- ritstjóri Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggs- son. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur rit- stjórnar, Skipholti 19. Sími 86666. Af- greiðsla: Hverfisgötu8-10. Sími 14900. Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10. Sími 86660. Blaðaprent hf. EIN TILRAUNIN ENN Þrátt fyrir mjög alvarlegar aðvaranir íslend- inga halda Bretar enn áfram tilraunum sinum til þess að sigla á islensku varðskipin og virðast þeir vera staðráðnir i þvi' að láta óhæfuverkum sinum hvergi lokið. Jafnvel sú staðreynd, að á- siglingarnar hafa beinlinis valdið þvi, að ungur varðskipsmaður lét lifið, þá ætla Bretar ekki að láta sér segjast. Mannslifið er ekki mikils virði i augum hermálayfirvalda þess rikis, sem flestar styrjaldir hefur háð af öllum rikjum heims. Togaraauðvaldinu i Bretlandi, sem stendur á bak við allar aðgerðir breskra á íslandsmiðum og virðist geta sagt ihaldsstjórn Heaths fyrir verkum, virðist liggja það i léttu rúmi, þótt her- skip hennar hátignar stefni lifi og limum is- lenskra löggæslumanna við skyldustörf sin á hafinu i stórhættu. Að sjálfsögðu hljótum við íslendingar að, svara þessum siðustu óhæfuverkum Breta á is- landsmiðum á eftirminnilegan hátt. Við höfum þegar gefið Bretum harðorðaðar viðvaranir og þau orð okkar voru sögð i fullri meiningu. En Bretar sjálfir hafa sýnt það, að þeir láta öll varnaðarorð sem vind um eyrun þjóta. Þeir vilja sjálfir, að striðsásand riki á íslandsmið- um. Við höfum ekki óskað þess. Þeir hafa átt upptökin og að sjálfsögðu hljótum við íslending- ar að hegða okkur samkvæmt þeim staðreynd- um málsins sem fyrir liggja. BRESKA , JILBOÐIÐ" Breska rikisstjórnin hefur gert íslendingum það „tilboð” að láta þriðja aðila dæma um ásigl- ingarmálin á miðunum. Þetta svokallaða „til- boð” felur það i sér, að íslendingar afsali sér rétti til þess að dæma i málum, sem verða á is- lensku löggæslusvæði. Að sjálfsögðu geta ts- lendingar ekki fallist á slika málsmeðferð. í til- boðinu felst gróf vanvirðing á islensku réttar- fari, sem íslendingar geta auðvitað ekki skrifað undir. t hvert skipti, sem ásiglingar eiga sér stað á miðunum við ísland, er hafin hér opinber réttar- rannsókn á málinu. íslenskur sjóréttur er settur og hann kallar fyrir sig málsaðila og krefst eiðs- varins framburðar af öllum vitnum. Jafnframt krefst rétturinn þess, að öll tiltæk sönnunargögn verði lögð fram og gætir fyllstu réttarreglna um meðferð málsins. Þessi sjóréttarhöld eru öllum opin. í hvert skipti, sem slik réttarhöld hafa verið haldin vegna ásiglinganna hefur Bretum verið boðið að senda fulltrúa til þess að flytja sinn málstað fyr- ir réttinum, en þeir hafa aldrei þegið það boð. Það bendir ekki til þess, að Bretar telji málstað sinn sterkan. Auðvitað er hverjum sem er — þar á meðal hugsanlegum þriðja aðila — heimilt að fylgjast með slikum sjóréttarhöldum hér uppi á íslandi og tjá skoðanir sinar á niðurstöðum réttarhald- anna. Við íslendingar höfum ekkert á móti þvi, vegna þess að við vitum, að islenskt réttarfar er réttlátt og við trúum að sjálfsögðu eiðsvörnum framburði varðskipsmanna okkar i öllum atrið- um. En harla litlar likur eru á þvi, að Bretar, sem sjálfir hafa ekki treyst sér til þess að senda málsvara i þessi sjóréttarhöld kæri sig mikið um, að einhver þriðji aðili sé þar viðstaddur. Hið svonefnda „tilboð” Breta er þvi einber fyr- irsláttur og lævisleg tilraun til þess að reyna að niðurlægja íslendinga og islenskt réttarfar. FRAMSÓKNARMAÐU R SKRIFAR i TILEFNI AF SJÚNVARPSÞÆTTI Alþýðublaðinu hefur borist eftirfarandi bréf frá Framsóknarmanni: i tilefni af sjónvarps- þætti. t umræðuþætti i sjónvarpi á dögunum sagði Gylfi Þ. Gislason, formaður Alþýðuflokksins, frá þvi, að hann hefði heyrt frá Framsóknarmanni, meðal ann- arra, rödd um, að þetta stjórnar- samstarf væri orðið ófært um að leysa nokkurt það vandamál, sem að steðjar, og ekki sist mál mál- anna, landhelgismálið. Þetta var rétt — þessar raddir eru sifellt að veröa háværari i Framsóknar- flokknum — og ekki sist meðal þeirra manna sem studdu og hafa stutt við bakið á Ölafi Jóhannes- syni og kannski fremur Einari Ágústssyni. Mönnum er farið að blöskra algert lánleysi þessara manna i samskiptum þeirra við kommúnista. Þess vegna hriktir nú i stoðum Framsóknarflokks- ins. Magnús Kjartansson hefur haft vit á þvi undanfarið að fara sér hægt, þegar hann er ekki i Sviss þá snæðir hann hér með Joseph Luns — og lætur litið yfir sér. En það er vinur hans Lúðvik, sem meira ber á. Lúðvik Jósepsson er siðlaus stjórnmálamaður. í þessari sömu viku hafði þessi maður orðið sér á þann hátt til skammar i umræð- um um Seðlabankahúsið, að varla voru fordæmi fyrir sliku. Þarna sat þessi sjálfumglaði raupari, og reyndi að telja fólki trú um að hann hefði EKKI vitað um að til stóð að byggja þrjú hundruð milljóna króna Seðlabankahús — að allt væri þetta gert án hans vit- undar —■ og að raunar kæmi hon- um — bankamálaráðherranum — málið ekki við. Með öðrum orðum að Jóhannes Nordal einn bæri ábyrgðina. Drengileg framkoma það við undirmann sinn. En Lúð- vik Jósepsson sagði ósatt. Þeir vita það austur á Neskaupstað að Lúðvik Jósepsson hefur verið með nefið ofan i hvers manns koppi þótt minni upphæðir en þrjú hundruð milljónir væru i veði. En i sjónvarpsþættinum seinni kom enn skýrar i ljós hvers vegna ekki er hægt að vinna með þess- um manni, hvers vegna hann er siðlaus stjórnmálamaður. A miðunum hefur gerst atburð- ur svo ægilegur að engum tárum tekur. Dauðaslys hefur orðið. Fjölskylda hefur misst fyrirvinnu sina, ástvinir hafa misst ástvin sinn, vinir vin sinn. 1 öllu mannlili er slik staðreynd með þeim hætti að mönnum verður orðfátt, en velta fyrir sér dapurlegum stað- reyndum þessa lifs. En einn maður — og það ráðherra — vill ræða þetta i pólitiskum karp- þætti. Karpþætti vegna þess aö gagnvart slikum örlögum verða stjórnmál karp. Fyrir þetta á Lúðvik Jósepsson ekki nema eitt að gera. Hann á að skammast sin. Á miðunum hefur breskur sjó- maður veikst á sinni. Tónn Lúð- viks Jósepssonar gagnvart þess- um veika breska manni var með þeim hætti, að ógeðfellt var á að hlýða. Þegar slik veikindi ber að hendi skiptir ekki máli hvort hinn sjúki er breskur, griskur, rússn- eskur eða eitthvað annað. En það virðist skipta Lúðvik Jósepsson einhverju máli. Og að þvi er landhelgismálið sjálft varðar virðist svo sem Lúð- vik Jósepsson skipti meira mali hans eigin pólitisku stundarhags- munir og flokks hans heldur en þjóðarhagsmunir og þjóðarsam- staða. öðru visi verður ekki skilið þið sifellda gjamm hans á opin- berum vettvangi um viðkvæm fnál — mál sem á eltir að ræða á lokuðum lundum til þess að ná fullkominni samstöðu áður en stefnan er mótuð og til þess að móta ekki stelnuna fyrr en öll tengd gögn hafa verið grandskoð- uð. Það að biðja um samstöðu i öðru orðinu en vcra sifellt með ó- timabærl gjamm um viðkvæm mál i hinu fær ekki staðist — og menn eru larnir að gera sér grein fyrir þvi i rikari mæli en áður. En upp á slikt horfðu menn og hlýddu i umræddum sjónvarpsþætti — og menn sáu einnig að Einari Agústssyni var brugðið, þó að kurteis maður sem hann kysi að þegja. En þetta er sifellt að áger- ast og er að verða illþolandi. Það er ekki aðeins, að Lúðvik Jóseps- son leggi annan skilning á land- helgismálið en allur þorri þjóðar- innar með þvi að vera stöðugt aö reyna að tengja það málefnum Atlantshafsbandalagsins, heldur er framkoma hans með slikum mannlevsishætti að hann er stöð- ugt að einangrast. En þar tengist þetta málefnum Framsóknarflokksins, að flokkurinn verður að gera annað af tvennu — eins og reyndar hafa heyrst raddir um á fundum llokksins að undanlörnu: Taka upp ákveðnari og afdráttarlaus- ari stefnu gagnvarl þessari teg- und af mönnum eða hreinlega slita stjórnarsamstarfinu. Svona getur þetta ekki gengið — þvi miður. F ra m sók na rm a ðu r. FLOKKSSTARFIÐ F.U.J. j REYKJAVÍK FULLTRÚAFUNDUR Fulltrúar Félags ungra jafnaðarmanna i Reykjavik, sem kjörnir hafa verið til setu á 27. þingi Sambands ungra jafnaðar- manna á Akureyri, eru boðaðir á undir- búningsfund á Hótel Esju i kvöld — mið- vikudagskvöld — kl. 20,30. Rætt verður um væntanlegt þinghald og þá málaflokka, sem fyrir þinginu liggja. Stjórnin. F.U.J. í HAFNARFIRDI Aðalfundur Aðalfundur Félags Ungra jafnaðar- manna i Hafnarfirði verður haldinn i kvöld —miðvikudagskvöld —kl. 21.00 i Al- þýðuhúsinu i Hafnarfirði. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosning fulltrúa á 27. þing S.U.J. Stjórnin 27. ÞING S.U.J. Tuttugasta og sjöunda þing Sambands ungra jafnaðar- . manna verður haldið á Akureyri um næstu helgi. Þingið hefst laugardaginn 29. september n.k. og er áætlað að þvi ljúki siðla sunnudags 30. september. Dagskrá þingsins verður nánar auglýst i Alþýðublaðinu siðar. F.U. J. félögin um land allt eru minnt á að hafa með sér til- skilin gögn til þingsins. Stjórn S.U.J. Miðvikudagur 26. september 1973 e

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.