Alþýðublaðið - 26.09.1973, Blaðsíða 6
STAÐGENC
Sjöwall og Wahlöö:
DftUBINN TEKIIR
SÉR FAR
Norra Stationsgatan 119.
Fékk skot i öxlina og annaö
gegnum hálsinn. Hún á
gifta dóttur i Vastmanna-
gatan. Haföi veriö hjá
börnum hennar og var á
heimleiö þaðan.
Rönn braut saman
skjaliö og stakk þvi i jakka-
vasann. — betta er þá allt,
sagöi hann.
Gunvald Larsson varp
öndinni þungt og raöaöi
myndunum saman i niu
snyrtilega stokka.
Melander lagöi frá sér
pipuna, umlaði eitthvaö og
gekk fram á snyrtiherberg-
ið.
Kollberg sat og ruggaöi
sér á stólnum. Hann sagöi:
— Og hvað er það svo, sem
við höfum uppúr þessu? Jú,
á ósköp venjulegu kvöldi i
Stokkhólmi eru niu ósköp
venjulegar manneskjur
skotnar niður i ósköp
venjulegum strætisvagni,
án nokkurrar frambæri-
legrar ástæðu. Að frá-
töldum þessum, sem viö
vitum ekkert um, get ég
ekki séö neitt markvert viö
neitt af þessu fólki.
— Jú, þú gleymir Sten-
ström, sagöi Martin Beck,
— hvaö var hann aö gera i
þessum strætisvagni?
Enginn svaraði.
Klukkustund siðar lagði
Hammar sömu spurning-
una fyrir Martin Beck.
Hammar hafði stefnt
saman rannsóknarliöinu,
sem framvegis átti ein-
göngu að fást viö strætis-
vagns-morðmáliö. bað var
skipað sautján þaulreynd-
um mönnum úr rannsókn-
arlögreglunni undir forystu
Hammars. Martin Beck og
Kollberg áttu einnig að
stjórna rannsókninni.
Farið hafði verið ræki-
lega yfir allar tiltækar
staðreyndir, þeir höfðu
reynt að gera sér heildar-
mynd af málinu og höfðu
skipt með sér verkum.
begar fundinum var lokið
og allir nema Martin Beck
og Kollberg voru farnir út
úr skrifstofunni, sagði
Hammar:
— Hvað var Stenström
að gera i þessum strætis-
vagni?
— Hef ekki hugmynd um
það, svaraði Martin Beck.
— bað virðist enginn
vita hvað hann hefur haft
fyrir stafni undanfarið.
Vitið þið nokkuð um það?
Kollberg baðaði út hönd-
unum og yppti öxlum. —
Ekki hið allra minnsta,
sagði hann, — umfram það
venjulega. Ekkert, gæti ég
trúað.
— bað hefur ekki verið
mikið að gera hjá okkur
undanfarið, sagði Martin
Beck. — Og þess vegna
hefur hann átt töluvert fri,
sem ekki var nema sann-
gjarnt, eins og hann hefur
lagt á sig af eftirvinnu.
Hammar barði með fing-
urgómunum í borðbrúnina
og sat hugsi stundarkorn.
Sfðan sagði hann: — Hver
var það sem lét unnustu
hans vita?
— Melander, svaraði
Kollberg.
— Eg held að þið ættuö
að hafa tal af henni svo
fljótt sem unnt er, sagði
Hammar. Hún hlýturþó að
hafa vitað hvað hann var
aö fást við.
Fyrir utan aðalstöðina i
Kungsholmsgatan stóðu
tveir menn, sem hefðu kos-
ið sér að vera þvi nær hvar
annars staðar sem væri.
beir voru með einkennis-
húfur, i leðurjökkum, með
gyllta hnappa og axlaólar,
skammbyssu og kylfu i
beltinu. baö voru þeir
Kristiansson og Kvant.
Vel klædd eldri kona vék
sér að þeim og spurði: —
Afsakið, en hvert á ég að
fara til að komast til
Hjarnegatan?
— bað veit ég ekki, sagði
Kvant. — bér verðið að
spyrja lögregiuþjón. bað
stendur einn þarna.
Konan horfði undrandi á
hann.
— Við eigum ekki heima
hér, skiljið þér, sagði
Kristiansson og ætlaði að
gera bragarbót.
Konan stóð kyrr i sömu
sporum og starði á eftir
þeim, þegar þeir lögðu af
stað upp tröppurnar og inn.
— Hvað heldurðu að þeir
vilji okkur, spurði Kristi-
ansson með spekt.
— Láta okkur gefa
skýrslu vitanlega, sagði
Kvant. — bað vorum nú
við, sem fundum hann.
— Já, sagði Kristians-
son, — að visu. En....
— Nú er ekkert en, Kalli,
inn i lyftuna með þig.
A þriðju hæð mættu þeir
Kollberg. Hann kinkaði
kolli til þeirra, þurrlega og
eins og annars hugar. Svo
opnaði hann dyr og sagði:
— Gunvald, mennirnir frá
Solna eru komnir.
— beir verða að biða um
stund, heyrðist sagt að inn-
an.
— Biðið hér, sagði Koll-
berg og hélt leiðar sinnar.
Er þeir höfðu beðið i
tuttugu minútur, rétti
Kvant úr sér i sætinu ó-
þreyjufullur og sagði: —
Andskoti er að vita þetta.
Við eigum að vera komnir i
fri núna. Og ég sem var bú-
inn að lofa Siv að gæta að
börnunum á meðan hún fer
til læknisins.
— Já, þú hefur þegar
haft orð á þvi, sagði Kristi-
ansson daufur i dálkinn.
— Hún segist vera svo
einkennileg i ma....
— Já, þú varst lfka búinn
að segja það.
— bá er þetta liklega
komið af stað aftur, sagði
Kvant. Ég er annars alveg
hættur að botna i henni. Og
þaö er orðið ferlegt að sjá
hana. Er Kerstin lika farin
að verða digur að aftan?
Kristiansson svaraði
ekki. Kerstin var eiginkona
hans og hann vildi ekki tala
um hans. En það var eins
og Kvant gæti aldrei skilið
það.
Fimm minútum siðar
opnaði Gunvald Larsson
dyrnar og sagði ólundar-
lega: — Jæja, komið þið
inn.
beir gengu innfyrir og
settust. Gunvald Larsson
leit á þá súr á svip. — Já,
þiö megið til að fá ykkur
sæti.
— bað höfum við gert,
sagði Kristiansson og uggði
ekki að sér. Kvant gaf hon-
um gremjulega bendingu
og stöðvaði hann i tima.
betta blés ekki byrlega.
Gunvald Larsson stóð
nokkra stund án þess að
segja orð. Að lokum fór
hann og settist bak við
skrifborð sitt, andvarpaði
þungan og sagði: — Hve
lengi hafið þið verið i lög-
reglunni?
— Atta ár, svaraði
Kvant.
Gunvald Larsson tók
pappirsörk upp af borðinu
og leit á hana.
— Ég geri ráð fyrir að
þið kunnið að lesa, sagði
hann.
— Já, já, sagði Kristi-
ansson, áður en Kvant
tókst að gefa honum merki
um að þegja.
— Lesið þá þetta, sagði
Gunvald Larsson og ýtti til
þeirra pappirsörkinni.
— Skiljið þið það sem
stendur þarna? hélt hann
áfram. — Eða þarf ég að
skýra það nánar fyrir ykk-
ur?
Kristiansson hristi höf-
uðið.
— En ég skal með
ánægju skýra það, sagði
Larsson. — betta eru frum-
drög að skýrslu frá morð-
staðnum. í henni stendur
að tvær mannverur i skóm
númer fjörutiu og sex, hafi
skilið eftir sig um það bil
hundrað fótspor um allt i
bannsettum strætisvagnin-
um, uppi og niðri. Hverjir
haldið þið að þetta geti hafa
verið?
Ekkert svar.
— Til frekari skýringar
get ég bætt við, að fyrir
skömmu talaði ég við sér-
fræðing uppi i tæknideild-
inni og hann sagði að svo
virtist sem vatnahestastóð
hefði traðkað þarna um
klukkustundum saman. Og
þessi sérfræðingur getur
ekki skilið hvernig nokkur
flokkur manna, og þvi siöur
aðeins tveir menn, hafa
getað eyðilagt nánast öll
spor svo gersamlega á svo
stuttum tima.
bolinmæði Kvants var
senn á þrotum. Hann ein-
blindi ólmur á manninn
bak við skrifborðið.
— En svo er hitt, að
vatnahestar og þvilikar
skepnur eru yfirleitt ekki
vopnaðar, sagði Gunvald
Larsson með espandi vin-
gjarnleik. — Engu að siður
hefur verið hleypt af Walt-
er 7.65 inni i vagninum,
nánar tiltekið upp um
framtröppurnar. Kúlan
skall i þakinu, en fannst svo
i stólsæti á efri hæðinni.
Hver haldið þið að hafi get-
að hleypt af þessu skoti?
— Við, sagði Kristans-
son.... það er að segja, ég.
— Nei, sjáum til, og á
hvað voruð þér að skjóta?
Kristiansson klóraði sér i
hnakkanum. Hann var
vansæll á svip.
— Ekkert, svaraði hann.
— baö var aðvörunar-
skot, sagði Kvant.
— Og hverjum var það
ætlað?
— Við héldum aö morð-
inginn væri ennþá inni i
vagninum og feldi sig á efri
hæðinni, sagði Kristians-
son.
— Og var það svo?
— Nei, sagði Kvant.
— Hvernig vitið þið það?
Hvað gerðuð þið eftir stór-
skotahriðina?
— Við fórum upp og gáð-
um, sagði Kristiansson.
— Og þar var engan að
sjá, sagði Kvant.
Gunvald Larsson ein-
biindi á þá i hálfa minútu.
Svo barði hann bylmings-
högg I borðplötuna með
hægri hendi og öskraði:
— bið fóruð báðir upp,
já! Hvernig I fjandanum er
hægt að vera svo gersam-
lega skyni skroppinn?
— Við fórum upp sinn
hvorum megin, sagði
Kvant i varnarskyni. — Ég
fór upp að aftan og Kalli
læddist upp framtröppurn-
ar.
— bað var til að sá sem
væri uppi gæti ekki komist
undan, sagði Kristiansson
til að bæta um betur.
— En það var enginn
uppi, fari það i helviti! bað
eina sem ykkur tókst
óaðfinnanlega var að eyði-
leggja hvert einasta fót-
spor, sem fyrirfannst i öll-
um bölvuðum vagninum!
Já, svo ekki sé minnst á
fyrir utan hann! Hvers
vegna voruð þið að trað-
jarka um á milli likanna?
Var það til að klina blóðinu
ennþá betur út um allt, eða
hvað?
— Nei, til að gæta að
hvort nokkur væri á lifi,
sagði Kristiansson. Hann
var orðinn fölur og kyngdi
munnvatni I sifellu.
— Reyndu að halda þvi
niðri, Kalli, sagði Kvant,
sem hélt að Kristiansson
ætlaði að fara að selja upp.
t sama bili opnuðust
dyrnar og Martin Beck
kom inn. Kristiansson
spratt strax á fætur og
Kvant fylgdi dæmi hans.
Martin Beck kinkaði til
þeirra kolli og leit spurnar-
augum á Larsson.
— Ert það þú, sem öskr-
ar svona? bað er varla
mikið gagn i þvi að vera að
skamma þessa menn.
— Jú, sagði Gunvald
Larsson, — það er upp-
byggjandi.
— Uppbyggjandi, seg-
irðu?
— Einmitt, þessi fifl
hérna.... Hann hætti snögg-
lega og ákvað að breyta um
talsmáta. — bessir starfs-
bræður okkar hér eru
nefnilega einu vitnin, sem
við höfum. Heyrið mig nú,
hvenær var það sem þið
komuð á morðstaðinn?
— Klukkan þrettán min-
útur yfir ellefu, sagði
Kvant. — Nákvæmlega. Ég
er með skeiðklukku á arm-
bandsúrinu.
GÚMTL
Arum saman haföi Lona Lund-
gren reykt fimmtán til tuttugu
sigarettur daglega. Ný reykir
hún mest eina til tvær sigarettur
á mánuði. begar hún finnur til
löngunar i sigarettu, tekur hún
gúmtuggu i stað hennar mcð
nikótini — og þá hverfur löngun-
in i sigarettuna.
Lona Lundgren er eiginkona
prófessorsins, sem fann upp
nikótíngúmtugguna, Claes
Lundgrcn. Og hún var ein af
þeirn fyrstu, scm prófaði hina
nýju uppfinningu — og vandist
af reykingum.
Frasögn hennar fer hér á eft-
ir:
— Ég hafði reykt sigarettur i
samfleytt átta ár, og hvað eftir
annað gert tilraun til að hætta.
En mcr tókst það ekki, þvi að ég
varð eirðarlaus og viðskotaill,
þcgar ég reyndi að berjast gegn
lönguninni i sigarettuna. A
hverjum morgni þjáðist ég af
þeirri vanliðan, sem allir siga-
rettureykjendur kannast vist
við — höfuðverk, flökurleika og
hósta. Eigi að siður hélt ég
áfram að reykja. bað var orðinn
ávani, sem ég gat ekki staðið
gegn. Ég sótti kennaranám-
skeið, og varð að fá mér siga-
rettu i hverju hléi á milli
kennslustundanna.
En svo gerðist það, að eigin-
maður hennar skýrði henni frá
hinni nýju uppfinningu sinni —
gúmtuggunni ineð nikótfni.
— í fullt misseri jóðlaði ég
gúmtugguna i stað þess að
reykja. Smám saman <
ekki eins háð sigaretti
liðan min varð mun be
bvrjaði á gúintuggum
liöfðu inni að halda 4
nikótini. jóðlaði 15-20 á <
það reyndist of r
skammtur af nikótini, i
vegna dró ég úr honu
gúmtuggum, sem ekki
inni að haida nema 2 m
enn, nokkrum vikum sii
ég látið mér nægja l mg
af nikótini. i fyrstu þreyt
kjálkaliðunum af öllu jói
jórtrinu, og saknaði þ
hafa ekki sigarettuna
fingranna, en mér tóks
fljótt að losna við þá tilfi
Og ónotakenndin, sem
vart við sig i hvert skip
mig langaði i sigarettu
um leiö og ég hafðijórtra
nikótinið i nokkrar minú
eru bráðum þrjú ár siðai
til við afvensluna; mig
ekki að ráði i sigaretti
endrum og eins, og
kannskicina eða tvær á i
Löngunin í nikótinið er
sterkust að afloknum
miðdegisverði, en þá
gúmtuggan hæglega ley
rcttuna af hólmi. Það
varla fyrir að ég eigi ek
tuggu i töskunni minni, i
hef gleymt að byrgja m
kemur mér ekki til hr
fara og kaupa mér pa
sigarettum. Ég er ekk
þeirra lengur. Ég er lik
aðdraga úrgúmtuggune;
Nicorette — gúmtuggan fæst einun
samkvæmt lyfseðli, því að lækniseftirlit á
vera með afvenslunni.
Ný sænsk uppfinning,
áorkað, að 40 af hver
hætti við sígarettuna.
o
Miðvikudagur 26. september 1973