Alþýðublaðið - 02.10.1973, Síða 1

Alþýðublaðið - 02.10.1973, Síða 1
Sölumet hjá Guðmundi RE 6,3 milljónir ettir nóttina Þriðjudagur 2. okt. 1973 I ÞORIB ER HIHIH ÞWI Síldveiðiskipið Guðmundur RE seldi í byrjun síðustu viku síldarfarm í Danmörku fyrir hærra verð en þekkst hefur. Skipið seldi einnar nætur afla, samtals 168,8 lestir af 1. flokks síld fyrir 6,3 milliónir. Þessi sala er á við góða togarasölu, eftir hálfs mánaðar út- hald! Guðmundur RE kom nýr til landsins í byrjun árs, og hefur á þessu ári aflað fyrir um 75 milljónir króna. Eig- endur og skipstjórar á Guðmundi RE eru Hrólfur Gunnarsson og Páll Guðmunds- son. Guömundur RE var aflahæstur á loönuvertlö- inni I ár, aflaöi um 20 þús- und lesta og fékk fyrir aflann um 40 milljónir. I sumar hefur skipiö veriö á sfldveiöum i Noröursjó, og afiaö samtals 1422 lesta sem skipjö hefur selt fyrir 34,3 milljónir. Há- setahluturinn i umrædd- um veiöitúr i fyrri viku hefur veriö nálægt 150 þúsundum króna, og hlut- ur skipstjórans er helm- ingi hærri. Siöasta vika var af- bragðsgóö söluvika hjá islensku bátunum i Norö- ursjó, og meðalverðið hærra en nokkru sinni fyrr, 33,57 krónur. Sölur i gærmorgun bentu til þess að þetta verö ætlaöi aö haldast eitthvaö áfram, þvi þá seldu þrir bátar i Hirthals i Danmörku, og var meðalveröið ailt upp i 37 krónur hjá Gisla Arna. Hann seldi 60 lestir fyrir 2,4 milljónir, Keflviking- ur og Fifill seldu minna magn. Sölurnar i siöustu viku voru 28 talsins, samtals 1929 lestir sem seldust fyrir 64,7 milljónir sem er afbragös£ott verö. Mest- an afla haföi Guömundur RE, en hæsta meöalverð fékk Heimir SU, 39,23 krónur. Frá þvi I mai hafa is- lensku bátarnir selt 30.500 lestir i Danmörku fyrir 715 mill.. á móti 24,786 lestum i fyrra fyrir 316,6 milljónir. Loftur Bald- vinsson EA hefur selt mestan afla og fengið hæst verö, samtals 1908 lestir og fengið fyrir þær 48,5 milljónir. 1 öðru sæti er Súlan EA með 1506 lestir fyrir 35,8 milljónir og Guðmundur RE er i þriöja sæti meö 1422 lestir sem hann hefur selt fyrir 34,3 milljónir. BEBBRJÓSTA BARDAMA HlA JUNIORUNUM Þeir eru hug- myndaríkir forystu- menn Junior Chamber hreyfing- arinnar á (slandi. Til að lífga upp á kok- teilboð sem þeir héldu á föstudaginn, fengu þeir unga stúlku í hlutverk barþjóns. Var stúlk- an berbrjósta sam- kvæmt topplausu tískunni, og aðeins í stuttuog þröngu pilsi einu klæða. Þetta tiltæki, sem mun vera það fyrsta sinnar tegundar á ís- landi, vakti geysi- lega lukku, og hafa þeir hjá Junior Chamber i hug að hafa þennan hátt á framvegis. Að sögn félagsmanns, sem hafði samband við Alþ.bl. í gær, mun enginn hörgull vera á stúlkum til bar- starfa hjá samtök- unum. Jónas fyrir Alþ.bl. Jónas Jónasson, hinn góðkunni út- varpsmaður, hefur tekið að sér að fara i leikhús fyrir Alþýðublaðið og segja lesendum okkar hug sinn til þess, sem gerist á leiksviðinu hverju sinni. Við birtum í dag, í opnu, fyrstu skrif Jónasar og fjallar hann þar um verk Þjóðleik- hússins: „Hafið, bláa hafið". SLITIN VERÐA f FOREIGN OFFICE Ef til slita kemur á stjórnmálasambandi við Breta, verða þau trúlega tilkynnt meö þeim hætti, að Eirikur Bendikz, séndiráðu- nautur i London, af- hendir orðsendingu I breska utanrikisráðu- neytinu, Foreign Office, aö sögn Péturs Thor- steinson, ráðuneytis- stjóra. Ennfremur verður sendiherra Breta hér tilkynnt um þessa afhendingu. Enda þótt i svarbréfi forsætisráðherra Ölafs Jóhannessonar viö Mr. Heath, varöandi fisk- veiðideiluna, sé miöaö viö aö Bretar fari út fyr- ir 50 milna fiskveiöi- mörkin fyrir 3. október, þ.e. miðnætti aöfaranótt miövikudagsins næst- komandi, verður aö sjálfsögöu beöiö venju- legs vinnutima meö formiegar tilkynningar, ef til þeirra kemur. Timasetning á lokun sendiráöa beggja land- anna mun haldast I hendur, og þeir starfs- menn, sem flytjist landa á milli, gera þaö meö einhverjum eöli- legum fyrirvara. VIO MEGUM BOAST VIO FLEIRI FELLI- BYLJUM NÆSTU ARIN Reikna má með, að fleiri fellibyljir gangi yfir norður- slóðir í ár, og á næstu þremur árum verði þeir f leiri hvert ár en verið hefur undan- farna tvo áratugi, að því er Borgþór Jóns- son, veðurfræðingur sagði i viðtali við Al- þýðublaðið í gær. Ástæðan er sú, að Bandaríkjamenn hafa ákveðið að hætta að eyða felli- byljum þeim, sem stefna á Bandaríkin, með því að sáldra í þá silfurjóðíði, eins og gert hefur verið frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Vitað er, að felli- byljir flytja hlýtt loft á heimskauta- svæðin, og sú kenn- ing hefur komið upp meðal vísinda- manna, að eyðing byljanna hafi þessa tvo áratugi haft kólnandi áhrif á veðurfarið á heim- skautasvæðunum, og um leið haft þau áhrif, að veðurf arið í hitabeltislöndunum hefur hlýnað og þornað. Því hefur sú ákvörðun verið tekin að fellibyljum skuli ekki eytt næstu þrjú árin, eða þar til í fyrsta lagi sumarið 1976. Á þessum árum ætti veðurfar að hlýna á heimskauta- svæðunum, og þar á meðal á fslandi, reynist tilgáta vís- indamannanna rétt. Að sögn Borgþórs hef ur veðráttan á ís- landi einmitt farið kólnandi síðan á ár- unum 1950—1955, og út af fyrir sig bendir það til þess, að með þessu móti megi betrumbæta veður- farið hér á skömm- um tíma. Hins vegar verða menn að vera viðbúnir mun fleiri fellibyljum á næstu árum en verið hefur, þótt fáir þeirra verði eins miklir og Ellen, sem gekk hér yfir fyrir skemmstu. Hlýrra veður á fslandi SKIPIN LENGD FYRIR LOÐNUNA Aflaskipið mikla, Gisli Árni, verður á næstunni lengt um fimm metra, og auk þess byggt yfir það. Lengingin verður gerð í Nor- egi. Eftir lengingu verður Gisli Arni eitt af stærstu skipum loönu- og siid- veiöiflotans, og mun þvi án efa veröa með efstu skipum á næstu loðnu- vertiö, þvi þegar næg er loönan eru þeir oftast hæstir sem mest taka, ef toppskipstjóri er með skipið. t þessu tilfelli er slikum skipstjóra fyrir að fara. Eggert Gisla- syni. Auk hans hefur annar kunnur aflaskip- stjóri veriö meö Gisla Arna i sumar, Siguröur Sigurösson frá Húsavik, sem áöur var meö Dag- fara. Aö lokum má geta þess aö til stendur aö lengja fleiri báta áöur en loönuveiöin hefst. Má þar nefna til dæmis tvo báta i eigu ísbjarnarins.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.