Alþýðublaðið - 16.10.1973, Side 12

Alþýðublaðið - 16.10.1973, Side 12
alþýöu LynuTuJ I dag er búist við, að í Reykjavík og nágrenni verði vestan goia eða kaldi, skýjað en að mestu þurrt. Hiti verður við frostmark. I gær kl. 15 vár hæg breytileg átt um allt land og þurrt, nema hvað smáél voru sums- staðar á Vestfjörðum. I Reykjavík var vestan gola, skyggni 30 km og hiti f jögur stig. KRÍLIÐ V£fPB 'i S>KQLfí [ OHBirt) /LfíV SJ'OUÐ 5FOR/H i 1 uTiTiú t SKÝLV urr OLBRI W,Jmi \0LIKIR 1 L Hijóm , RoSK /LL. GPES/ V v£/L. SVfHlR Smst 1 TÍrrm B'utí HL/orfl wn fORLm pfns h ! | sl I INNLÁNSVIÐSKIPTILEID LÁNSVIÐSKIPTA ^BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS KÓPAVOGS APÓTEK Opiö öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga milli kl. 1 og 3 Læknisfræðilegt minjasafn að Nesi við Seltiörn Embættisbústaður Bjarna Pálssonar, fyrsta landlæknis á Islandi, er hið síðasta nokkurra danskbyggðra steinhúsa hér á landi, sem nú er í einkaeign. I fjárlága- frumvarpi er nú öðru sinni heimilað að festa kaup á Nesstofu, sem reist var árið 1763 að Nesi við Sel- tjörn á Seltjarnarnesi. Bjarni Pálsson var skipaður landlæknir hinn 18. mars 1760. Sat hann fyrst á Bessastöðum. Kona Bjarna var Rann- veig, dóttir Skúla AAagnússonar, fógeta. Að sögn Þórs AAagnús- sonar, þjóðminjavarðar, eru uppi hugmyndir um að gera Nesstofu sem líkasta því, sem hún var, og að komið verði þar upp læknisfræðilegu minja- safni. Þarna varog fyrsta apótek á íslandi, sem síðar varð Reykjavíkur- apótek, og flutt var til Reykjavíkur í lyf jasalatíð Odds Thorarensen. Nú er tvíbýli að Nesi og bua báðir bændurnir í þessu merka og myndar- lega húsi, sem nú er stefnt að að verði ríkiseign. Onnurhúsfrá svipuðum tima eru Viðeyjarstofa, og kirkja, Landakirkja í Vestmannaeyjum, Hóla- kirkja, Bessastaðastofa og kirkjan þar, og Stjórnarráðshúsið. o o o Laugarnesstofa var eitt þessara húsa rifið. Nes við Seltjörn var konungs- jörð og hlunnindajörð til búskapar, og mun það hafa ráðið mestu um staðarvalið, þegar .byggt var yfir fyrsta landlækni á íslandi. SENDIBIL ASTÖDIN Hf Við álpumst yfir landið eins og I fjárlagafrumvarpi rikisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 78.000 króna fjárveitingu ”til umbóta við Geysi i Hauka- dal.” Jafnframt fellur niður tveggja milljón króna framlag ”til endurbóta við Gullfoss”. Sigurður Magnússon hefur að undanförnu beitt sér mjög fyrir þeim endurbótum og þvi var það, að blaðið leitaði álits hans á málinu. — Ég get ekkert sagt um þetta annað en það. sagði Sigurður, -að það er fyrir löngu búið að gera tillögur um nauðsynlegar framkvæmdir við Gullfoss, til að mannsæmandi verði að geta átt þar viðdvöl. En vegir guð- anna - einnig þeirra, sem fjár- málunum stýra - eru órann- sakanlegir og mér þess vegna óskiljanlegir. Ég veit ekki hvernig hægt verður að halda hér á næsta ári stórhátið án þess að reynt verði að þvo þá forsmán, sem hefur lengi verið af óþrifum við Gullfoss og það verður ekki gert án ein- hverra fjárframlaga. Hreinlætismálin við Geysi hafa verið til skammar Einkum þó vegna þess, að þangað hefur ekki verið leitt nægjanlegt kalt vatn. Ef þessar 78 þúsundir eiga að fara til þeirrar nýju vatns- lagnar, sem lengi er búið að jagast i að fá, þá er það ef til vill réttlætanlegt, ef aðrar leiðir hafa verið ófærar. En ætli þetta fé eigi ekki að fara til Geysisnefndar? Ég hef gert opinberlega grein fyrir afstöðu minni til hreinlætismálanna við Gullfoss og hef þar fáu við að bæta, sagði Sigurður loks.- Ég vil þó visa til samþykkta sem gerðar voru nýlega á ferðamálaráðstefnunni á Egilsstöðum. Þær eru allar byggðar á góðum og gildum rökum, sem eru grundvölluð á þeirri staðreynd, að þó að við yrðum sammála um það að loka landinu fyrir öllum út- lendingum, þá þurfum við sjálf að ferðast eins og sið- menntað fólk um okkar eigið land i stað þess að álpast yfir það eins og skynlausar skepnur. á förnum vegi Hvort haldið þér með Israelsmörmum eða Aröbum? Magnús ólafsson, nemi: Útþenslustefna Israela hefur gert það að verkum, að maður hefur ekki lengur sömu samúð með þeim og ’67. Þeir eru farnir að taka sér land með hervaldi og slikt tfðkast ekki með sið- menntuðum þjóðum. Þóra Helgadóttir húsmóðir: Ég get ekkert um það sagt ég er alveg á móti striði. Ég veit af eigin reynslu, að það er alveg voðalegt að lifa við strið. Magnús Arinbjarnarson, 13 ára: Israel, auðvitað. Hinir byrjuðu. Bjarni Jónsson: Ég er nú orðinn svo gamall og gleyminn, að ég á erfitt með að svara þessu, en Israelar eiga þó heldur samúð mina með tilliti til þess að þeir eru færri og hafa átt miklu meiri og margvislegri erfiðleika við að striða. Magnús Jónsson: Hvorugum. Þeir ættu að hætta þessu og skammast sin!

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.