Alþýðublaðið - 08.11.1973, Qupperneq 2
t siðasta þætti um FITU OG
KÖLKUN voru raktar nokkrar
uppskriftir af gómsætum há-
degisverðarréttum og forrétt-
um með mjög litlu feitmetis-
innihaldi og æskilegu hlutfalli
mettaðra og ómettaðra fitu-
sýra. í þessum þætti, sem er
jafnframt sá síðasti i kaflanum
um FITU OG KÖLKUN, höldum
við áfram meö uppskriftirnar
og byrjum nú á aðalréttum.
AÐALRÉTTIR
Uvalkjötsbuff
500 gr. hvalkjöt, hálf tsk. pap-
rlka, hálf tsk. salt, pipar
framan á hnifsoddi, 4 laukar,
40 gr jurtasmjötliki, 2 msk.
sólblómaolia.
Hvalkjötiö er skorið i buff-
sneiðar, sem eru gjarna lagðar i
bleyti I undanrennu i dálitla
stund á meðan blóðið fer út kjöt-
inu. Siöan eru sneiðarnar barð-
ar meö kjöthamri og papriku,
salti og pipar stráð á.
Laukurinn skorinn i sneiðar
og brúnaður i sólblómaoliu á
pönnu.
Smjörlikið hitað. Hvalbuffiö
steikt þar i 5-6 min. á hvorri
hliö. Pannan má ekki vera mjög
heit.
Framreitt með grænu salati
og kartöflum.
Austrænn þorskur
500 gr þorskflök, 1-2 feitir
hvitlaukar, 1-2 tsk. sólblóma-
olia, salt, pipar, 4 tómatar, 2
laukar, 2 lárberjablöö, 1
kvistur timian, 40 gr jurta-
smjörliki,3/4dl sherry, 1 til 2
sltrónur.
Flökin eru skorin i meðalstór
stykki.
Eldfast fat nuddað að innan
með hvitlauknum og penslað
með sólblómaoliu.
Flökin lögð i fatið, krydduð
meö salti og pipar.
Tómatarnir, sem skornir hafa
verið I þunnar sneiöar, eru lagð-
ir yfir ásamt vel söxuðum
lauknum, lárberjablöðum og
timian.
Smá bitum af jurtasmjörliki
dreift yfir réttinn ásamt með
sherryinu.
Fatið hulið meö álpappir og
sett I 200 stiga heitan ofn i ca. 30
min.
Slöan er rétturinn tekinn út úr
ofninum, skreyttur meö sitrónu-
sneiöum og borinn fram með
brauðsnúðum, soönum hris-
grjónum og kartöflum.
Porskflök i potti með grænum
baunum.
600 gr þorskflök, 2 msk.
hveiti, salt, karrý, 20 gr
jurtasmjörliki, 1,5 dl vatn, 1
pakki (250 gr) af frosnum
grænum baunum,- 1-2 búnt af
persillu.
Flökin skorin i minni sneiðar.
Þeim siðan snúið upp úr hveiti,
sem I hefur verið blandað salti
og karrý.
Pottur með þykkum botni
smuröur að innan með jurta-
smjörliki og fiskstykkin væg-
steikt i pottinum.
Vatnið sett i pottinn og fiskur-
inn soöinn við vægan hita i ca. 10
min.
Frosnum baununum þá hellt
út i og leyft aö malla áfram i 10
min.
Rétt áður en fram er boriö er
rétturinn skreyttur með saxaðri
persiliu.
Smásilungur I álpappir
4 smásilungar (t.d. murtur),
10 gr jurtasmjörliki, 2 tsk.
salt, sitrónusafi úr 1 sitrónu, 2
msk. dill.
Silungarnir eru þvegnir og
hreinsaöir og lagðir hver á sinn
álpappirsbút, sem áöur hefur
verið smurður með jurtasmjör-
liki.
Salti er stráð yfir silungana,
sitrónusafa dreypt á þá og sax-
að dill sett i kviðarhol þeirra.
Alpappirnum er nú pakkað
þétt utan að fiskinum (sjá
mynd) og pakkarnir siöan settir
inn I 170 stiga heitan-ofn og
steiktir i 30 min.
Grillaðir kjúklingar
2 kjúklingar, 1-2 tsk. salt, 1/4
tsk. pipar 1/2-1 tsk. rosmarin,
2 msk. sólblómaolia.
Kjúklingarnir eru þvegnir og
þurrkaðir.
Ef notaðir eru frystir kjúkl-
ingar, þá á fyrst aö leyfa þeim
að þiðna það mikið, að hægt sé
að fjarlægja innmatinn, sem
oftast er I plastikpoka innan i
kjúklingnum.
Kjúklingarnir nuddaðir meö
blöndu af salti, pipar og rós-
marin.
Þeir siðan settir á grillteininn
með eftirfarandi hætti: stóra
teininum stungið gegnum háls-
opið og eftir endilöngum kjúkl-
ingnum og út um gumpinn.
Stuttu hliðarteinunum stungið
gegnum vængjaendana. Lærun-
um siöan fest upp meö sérstök-
um skrúfum (sjá mynd).
Ef hvorki eru til kjötpinnar
eða skrúfur til þess að festa lær-
unum upp meö né heldur eru á
grillspjótinu stuttu hliðartein-
arnir, sem eiga aö halda vængj-
unum saman, þá má binda
vængina upp að skrokknum með
bómullargarni og á sama hátt
festa lærunum upp.
Þegar búið er aö ganga frá
kjúklingunum á grillteininum
eru þeir grillaðir i 10 min., eða
þar til þeir eru orðnir alveg
þurrir.
Þá eru þeir penslaðir með sól-
blómaoliu.
Kjúklingarnir eru grillaðir
uns þeir eru orðnir fallega-ljós-
brúnir á litinn og eru orönir vel
meyrir (ca. 45 min).
Þeir eru siðan hlutaðir i sund-
ur og bornir fram með grænu
salati með sveppum eða fylltum
tómötum (uppskriftir af báðum
þessum réttum voru gefnar i Al-
þýðublaöinu i kaflanum um
vltamin og velliðan, sem birtist
I blaðinu i vor).
Portvinskjúklingur
1 pk. hraðfryst kjúklinga-
brjóst (ca. 1 kg ), 50 gr jurta-
smjörliki, 1 dl portvin, 500 gr
sveppir, 1 msk. hveiti, salt,
pipar.
Brjóstin látin þiðna og brúnuð
I potti.
1/2 dl portvin sett i pottinn og
öflur, 20 gr jurtasmjörlíki,
paprika.
Kartöflurnar eru þvegnar vel.
Hverri kartöflu siðan pakkaö
inn i álpappir og pakkarnir sið-
an settir i 200 stiga heitan ofn og
bakaöir i 1 klst.
Með mjög beittum hnif er svo
skorinn krossskurður i hlið
hverrar kartöflu.
Þrýst léttilega á báöa enda
hverrar kartöflu (notið potta-
leppa) uns þær opna sig um
skurðina.
Þar ofan i er smjörlíkisbiti
látinn og paprfku svo stráð yfir.
Þessar kartöflur eru mjög
góðar með t.d. nautasteikum
svo sem eins og tornados.
„Coq au vin”
1 stór unghani, 100 gr laukur,
2 gulrætur, 4 smáar rófur, 1
púrra, 1 lárberjalauf, timian,
4 dl rauðvin, 60 gr jurta-
smjörliki, salt, pipar.
Haninn hreinsaður og þveginn
og hlutaöur I 4 eða 8 hluta eftir
vild.
Stykkin krydduð með salti og
pipar og stráð dálitlu hveiti.
Þau eru siðan brúnuö i jurta-
smjörlikinu i potti, og þvinæst
er grænmetið, sem hreinsað
hefur verið og skorið i stykki,
brúnaö.
Allt er þetta svo sett saman i
eldfast fat, ásamt timian og lár-
berjalaufi. Rauðvininu hellt yfir
og rétturinn soðinn uns hann er
Stingiö griliteininum inn um hálsopið og út um gumpinn. Ef tveir
kjúklingar eiga að vera á sama teininum, þá eiga þeir að fara
báöir eins upp á teininn — þ.e.a.s. háls fyrst, gumpur siðast.
Vængjunum er haldiö upp að skrokknum með hliðarteinunum
(bómullarbandi ef þá vantar) og lærunum meö skrúfum (eða
bómullarbandi).
Holl fæða
hraustur líkami
Fita og kölkun 7
kjúklingabrjóstin látin malla á-
fram i ca. 30 min.
Sveppirnir hreinsaðir og
skornir i sneiðar. Þeim velt upp
i 1 msk af hveiti, sem pipar og
salt hefur verið blandað saman
viö.
Sveppirnir siðan settir út i
pottinn og áfram steikt við væg-
an hita i 30 min.
Rétt áður en kjúklingurinn er
borinn fram er 1/2 dl af portvini
hellt yfir hann.
Borið fram með kartöflum og
salati.
Bakaðar kartöflur.
4 mjög stórar og góðar kart-
orðinn meyr i 200 stiga heitum
ofni (gætið þess að hafa lok á
eldfasta fatinu og að það sé
sæmilega vel þétt). Réttur þessi
er svo borinn fram með:
Volgum brauðsnúðum.
Brauðsnúðar klofnir og
smurðir með sólblómaoliu. Dá-
litlu af hvitlauksdufti stráð yfir
og loks smávegis af grófu salti.
Snúðarnir settir i ofn, 200
stiga heitan, og hitaðir upp áður
en þeir eru bornir fram.
Grillsteikt kálfakarbónaöi.
600 gr magurt kálfakjöt, 1-2
msk. sólblómaolia, salt,
steyttur pipar.
Kjötið hreinsað og þerrað.
Hakkað einu sinni i hakkavél.
Mótað úr hakkinu buff — 4
sneiðar.
Þær siöan settar i eldfast fat,
sem hefur verið smurt meö sól-
blómaoliu.
Að ofan eru buffsneiðarnar
smurðar með oliunni. Kryddað-
ar með salti og pipar.
Fatið siðan sett i ofn og grill-
steikt á mesta straum I ca. 10
min.
Það má gjarna snúa sneiðun-
um eftir 5 min. steikingu.
Framreitt t.d. með bökuöum
kartöflum.
Kálfslundir á la Mallorca
600 gr kálfslundir, 1-2 msk.
hveiti, salt, pipar, 4 msk. sól-
blómaolia, 2 appelsinur, 8 an-
sjósur (eöa smásild) 1 dl
appelsinusafi, 6-8 salatblöð.
Kálfslundin er skorin i fjórar
þykkar sneiðar og þær barðar
léttilega með kjöthamri.
Sneiðunum siðan snúið upp úr
hveiti, sem blandað hefur verið
með salti og pipar.
Sneiðarnar siðan steiktar i
sólblómaoliu á heitri pönnu i 2-3
min. á hvorri hlið.
Appelsinusafanum hellt út á
pönnuna og suðunni leyft að
koma vel upp.
Kálfakjötssneiðarnar siðan
lagðar á salatblöðin á fati og
soðinu hellt yfir. Skreytt með
appelsinusneiðum og ansjósum.
Framreitt með nýjum kart-
öflum.
ABÆTISRÉTTIR
Ferskjur með marcipani
4 stórar, nýjar ferskjur (eða 1
dós af niöursoðnum ferskj-
um), 100 gr marcipanmassi,
125 gr aprikósur, 2-3 msk.
flórsykur, 2 msk. romm.
Húöin tekin af nýju ferskjun-
um, þær eru klofnar I tvennt og
steinarnir teknir út þeim.
í hverja holu (eftir steinana)
er siðan sett marcipankúla.
Aprikósusósa gerð úr aprikós-
unum, sem lagðar hafa verið i
bleyti og soðnar og siðan mauk-
pressaðar i gegnum sigti.
Ef sósan er of þykk má gjarna
þynna hana með vatni.
Sósan er síðan bragðbætt með
flórsykri og rommi.
Ferskjurnar settar i skál eða
desertglös og sósunni siðan hellt
yfir.
Flamberaðar plómur.
1 kg. plómur, 2msk. sykur, 1,5
dl appelsinusafi, 2 msk.
sitrónusafi og 4 msk. af
rommi til flamberingarinnar.
Plómurnar skornar i sundur
og steinarnir teknir úr. Sykur-
inn siðan bræddur á heitri, þurri
pönnu (gjarna koparpönnu).
Appelsinusafi og sitrónusafi
settir samanvið.
Plómurnar svo settar á pönn-
una og soðnar meyrar við væg-
an hita.
Það, sem næst gerist, ætti
helst að fara fram við matar-
Hafnarfjarðar Apotek
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Helgidaga kl. 2 til 4.
PAI:
SaLGATISOCBO
Skipholt 29 — Sími 244fi6
BLOMAHUSIÐ
simi 83070
Skipholti 37
Opid til kl. 21.30.
Einnig laugardaga
og sunnudaga.
ÞAÐ B0RGAR SIG
AÐ VERZLA í KR0N
o
Fimmtudagur 8. nóvember 1973.