Alþýðublaðið - 14.11.1973, Page 2
ÞETTA ERU BfLSTJORARNIR, SEM
FARA (TAUGARNAR A MÉR
Jafn þolinmóð, róleg
og góðhjörtuð sem ég
er — eins og allir aðrir
kven-bilstjórar — þá
eru ákveðnir hlutir,
sem gera mig fok-
vonda.
Til dæmis að taka
það, sem ÆTTI að vera
róleg ökuferð upp i
sveit.
Auðvitaö veröur maöur þá
fyrst aö ná sér i bensin á tank-
inn og hvaö mætir mér á bensín-
stööinni? öðrum megin viö dæl-
una er vörubfll, og bilstjóri hans
hefur brugðið sér inn i skýli til
þess að fá sér reyk og snakka
viö afgreiðslumanninn.
Skaðvænlegur
Hinum megin viö dæluna er
svo skaövænlegur náungi, sem
ekki aðeins þarf að fá bensin og
oliu, heldur vantar hann lika
vatn á kassann og á rafgeym-
inn, mæli til þess að athuga
þrýstinginn i dekkjunum og
lendir svo i hrókasamræöum við
bensínsölumanninn um eitthvað
sem hann heldur að sé athuga-
vert við bifreið sina — en reynist
þó sennilega við nánari athugun
vera hreinn hugarburður.
Það er eins gott að fá al-
mennilega þjónustu, fyrst þú á
annað borð ert kominn þarna,
kall minn!
Loksins, þegar búið er að fá
bensínið og lagt hefur verið á
stað, þá þarf vitaskuld aö
stoppa við fyrstu umferöarljós-
in, sem komið er að. Við hliðina
á mér syngur og hvin i bilvél
ökumanns, sem heldur að hann
sé kominn i heimsmeistara-
keppni i hraðakstri og vill
undanbragðalaust verða fyrstur;
af stað.
Eg hef einnig skráö hann á:
listann hjá mér.
Til tilbreytingar, þá er bif-
reiðinni, sem ekið er næst á und-
an mér, þegar komið er að
næstu ljósum, stjórnaö af manni
úr þráöbeinn-hattur-á-hausnum
deildinni (meðal annarra orða,
hvers vegna eru SLtKIR öku-
menn alltaf með hatta).
Hann hefur auðvitað togað
handbremsuna eins hátt upp og
framast er unnt og stendur báð-
um fótum þéttingsfast i gólfi.
Þegar svo græna ljósið kemur
— og alls ekki fyrr — þá fer hann
i hægðum sinum að losa hand-
bremsuna, stigur einkar var-
lega á kúplinguna, velur sér gir
af mikilli vandvirkni og leggur
svo fótinn af ýtrustu viðkvæmni
á bensinpedalann.
Af staö
Loksins, þegar hann hefur
komið bil sinum af stað, þá lýsir
rauða ljósið á móti mér einu
sinni enn.
Loksins, þegar út á þjóðveg-
inn er komiö, þá mæti ég fjölda
ökumanna, sem hægt væri að
nota hin f jölbreyttustu lýsingar-
orð yfir, ef ég væri ekki hefðar-
kona.
Til dæmis þessi, sem frá
barnæsku hefur þráð að aka
slökkvibil, en fékk það ekki fyrir
metnaðargjörnum foreldrum.
Með öskrandi flautu og blikk-
andi ökuljósum fer hann fram
úr mér, aðeins til þess aö þver-
beygja i veg fyrir mig um leið
og hann er kominn svo sem eins
og einni tommu fram úr.
Eöa þá vörubilstjórinn, sem i
mestu makindum treður sér
fram fyrir mig út úr hliöargötu,
vel vitandi um, að framundan er
krókóttur og mjór vegur þannig
að ég verö að fara fetið á eftir
honum kflómetrum saman.
Vonlaust
Aðrir á listanum yfir vonlaust
i fólk eru t-.d.sá, sem ávallt hang-
ir á miðjum veginum, hefur
hvita strikið vel undir miðjum
bflnum og læðupokast áfram
eins og latur strákur, sem ekki
nennir i skólann.
Og svo sá, sem hengir sig aft-
an i afturhöggvarann á bilnum
minum og kemur sér til þess að
aka á hraða, sem ég þori ekki
einu sinni að hugsa um og fær
mig til þess að biðja til guðs um
að hann beygi nú eitthvað burt
áöur en við bæði þurfum að
stiga á bremsurnar.
Svo ekki sé þá minnst á ná-
ungann, sem hefur þakið aftur-
og hliðarrúður sinar með lim-
miðum og skrautverki, svo
ekki er nokkur lifsins leið fyrir
mig aö sjá I gegnum þær.
En auðvitað eru það ekki að-
eins aðrir OKUMENN, sem fá
mig til þess að sjá rautt.
Hvað t.d. um vegfarendurna,
sem þramma fram og til baka
milli vegarkanta án þess að
geta gert hug sinn upp um hvoru
megin akbrautarinnar þeir ætla
að vera.
Engar upplýsingar
Eða þá þær ágætu sveitar-
stjórnir, sem fagna manni með
skiltum „Velkomnir i Krumma-
vík” og láta mann svo einan um
aö komast að öllu öðru um sinn
ágæta bæ, þótt ekki væri annað
en að fá að vita, hvar næsta
bflaverkstæði er.
Engar leiðbeiningar né veg-
vísar. Engin frásögn hvort ein-
hvers staðar megi finna al-
menningssalerni. Og oftast eng-
in nafnskilti á götunum.
Að lokum, þá ÞOLI ég ekki
þessa karl-ökuþóra, sem eru
upp á móti kven-bilstjórum. Ef
aöeins þeir væru þolinmóðir, ró-
legir og góðhjartaðir, eins og við
erum. Og það var vist þar, sem
ég byrjaði.
EFTIR KVEN-BÍLSTJÓRA
Ber læri urðu til að
binda enda á stórt
danskt ævintýri
Danska blaðið Politiken segir
frá þvi, að sibreytileg kventiska
og ber læri ungu stúlknanna hafi
sett punkt aftan við stærsta
iönaðarævintýri Danmerkur frá
þvi er siðari heimstyrjöldinni
lauk. Hinir miklu hitar sumars-
ins i ár hertu á þeirri þróun, sem
orðið hefur: Sokkaverksmiðjan
Scanlon hefur stöðvað allar
greiðslur og sú hætta er fyrir
hendi, að verksmiðjurnar i
Ballerup, Soröog Hjörring veröi
seldar á uppboði. Aðeins þrjú ár
eru liðin frá þvi, að Scanlon tók
tvær nýjar verksmiðjur i notkun
I Ballerup og Hjörring en sið-
ustu tvö árin hefur þó ekki verið
unnt að hagnýta framleiðsluaf-
köst þeirra. Hefur fyrirtækið
þegar fengið á sig tap, er nemur
27 milljónum danskra króna og i
ár verður það fyrir 12 milljón
danskra króna tapi.
Meðal þeirra, er hvaö verst
verða úti, er H.C.Andersen
verksmiðjueigandi, stofnandi
iðnaðarævintýrisins, sem jafn-
framt er enn aðaleigandi þess.
Hann hefur lánað veð, vegna
lántöku að fjárhæð 14 milljónir
danskra króna, til fyrirtækisins
og ekki verður betur séð en allt
þetta fé sé glatað ásamt hlutafé
hans.
( fllþýðublaðið inn á hvert heimili ]
Hafnarfjaröar Apótek
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Helgidaga kl. 2 til 4.
PAIÍ
SALbATlSaiKO
Skipholt 29 — Sími 24406
GAMALL (S FÆR
PAPPÍRSBRAGÐ
Neytandanum er ekki þjónað
meö þvi, að is — sem áður var
veisluréttur en tilheyrir nú
hversdagsfæðunni — sé staðinn
og með „pappirsbragði”. Mætt-
um við ekki biðja um dag-
stimpla, eins og eru t.d. á
mjólkurhyrnum.
Þegar isinn er með pappirs-
bragöi er það varla vegna þess,
að umbúðirnar hafi veitt bragð-
efnum út i isinn, heldur miklu
fremur vegna þess, að isinn
hefur legið of lengi i frystikist-
unni hjá kaupmanninum eða
hefur til skiptis þiðnað og frosið.
Sú er a.m.k. niðurstaða dönsku
neytendastofnunarinnar.
Stofnun þessi hefur fengið það
staðfest með tilraunum, að
pappaumbúðirnar utan um is-
inn gefa ekki neitt bragð frá sér.
En, segir hún, bragðið af göml-
um is er mjög áþekkt pappirs-
bragði, þótt pappinn eigi þar
enga sök á.
Leuföu ísnum aö vera kyrrum i
frystinum
tsinn getur orðið fyrir hita-
stigabreytingum ef hann er
geymdur I frystihólfi kæliskáps,
sem affrystir sig sjálfkrafa, eða
ef maður tekur hann of oft út úr
frystinum.
Einkum og sér i lagi er
vannilluis viðkvæmur fyrir
hitastigsbreytingunum og þolir
ekki óvandaða geymslu. Ef
miklar hitasveiflur verða þar
sem isinn er geymdur, þá tekur
hann breytingum hið ytra. Hann
verður þá þéttari þar, seigari og
ferær i sig geymslubragð —
„pappirsbragð”.
Óskað eftir
dagstimplunum
Sumar verslanir geyma isinn
i sérstökum frystikistum, sem
affrysta sig ekki sjálfkrafa.
En það veitir ekki heldur
neina tryggingu fyrir þvi, að is-
inn verði ekki of gamall. Slika
tryggingu er ekki hægt að veita
fyrr en isverksmiðjurnar fara
að setja dagstimpla á umbúð-
irnar. Þvi miður á það nú lik-
lega langt i land.
BLOMAHÚSIÐ
simi 83070
Skipholti 37
Opið tu kl. 21.30.
Einnig laugardaga
og sunnudaga.
,
ISÉjiS^
ÞAÐ BORGAR SIG Iaðverzlaíkron Söluumboð: i. Þorláksson & Norðmann h.f.
o
Miðvikudagur 14. nóvember 1973.