Alþýðublaðið - 14.11.1973, Síða 12
alþýðu
mnm
INNLÁNSVIÐSKIPTILEIÐ
TIL LÁNSVIÐSKIPTA
BÚNAÐARBANK
ÍSLANDS
KÓPAVOGS APÓTEK
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Sunnudaga milli kl. 1 og 3
SENDIBiLASTÖDIN Hf
I dag og næsta sólar-
hring spáir veðurstofan
norð-austan golu og síð-
ar kalda hér á höfuð-
borgarsvæðinu. Hér
verður þvi bjart veður
og nokkuð frost. Sem
sagt gott og fagurt veð-
ur eftir árstima. Þó má
búast við, að veður fari
heldur kólnandi.
KRILIÐ
L \
VfíNófi Hfífi fíyýéjfí SPU/ffí T/ZH/ "n WfíÐ " /vywr
NOfúv /30/26 | X£/ NS>
SCjN/R Honu
fíESS ,°L .9 T
O/ Ó.V7/J HLU: , r v/ KobJN fíVfí
■ S£U/< •óvfíRfy
SN'HÍH <öfím‘3r
% £/NZ> VEGO tJfí
□ L LOnj,k /fl /T i/ .V
UNUN Vfí&N /NN
l. — — — —
Er hægt að tala „að handan”?
Á mánudaginn 12. nóvember
birtist i Visi ritdómur um bók-
ina um Ragnheiði biskupsdóttur
eftir Ólaf Jónsson, bókmennta-
gagnrýnanda blaðsins. Kallar
Olafur grein sina ,,Eg er viss
um aö þau gerðu það i gær” og
fer mörgum hörðum orðum um
þessa umdeildu bók, kallar
hana meöal annars „ósvifnasta
ritfals, sem dæmi eru til (um)”,
og ræður fólki eindregiö frá þvi
að kaupa bókina. Mun aldrei
hafa birst jafn hvassyrtur rit-
dómur i isiensku blaði og liklega
hefur lesendum aldrei fyrr verið
ráöið frá aö kaupa viökomandi
bók — og ekki einu sinni aö lesa
hana. Vegna þessa snéri Al-
þýöublaðið sér til þeirra Olivers
Steins, bókaútgefanda i Hafnar-
firði, Sverris Pálssonar, skóla-
stjóra á Akureyri, sem bjó bók-
ina til prentunar eftir segul-
bandsupptökum þeim, sem
Stefán Eiriksson, kaupmaður á
Akureyri, gerði af „ósjálfráðu
mæli” Guðrúnar Sigurðardótt-
ur, miðils, sama stað, svo og
Stefáris sjálfs, og leitaöi um-
sagnar þeirra um hvatningu og
fordæmingu Ólafs Jónssonar.
Oliver Steinn Jóhannesson:
Alþýðublaðinu er óhætt aö
flytja Ólafi Jónssyni og alþjóö
þau skilaboð frá mér, að bókin
er rifin út og ekkert lát á sölunni
þrátt fyrir þessa grein. Fyrsta
prentunin, á fjórða þúsund, er
nær uppseld og önnur prentun,
sem er næstum jafn mikið upp-
lag, er þegar komin i bókband
og ekkert eintak til hjá forlaginu
i dag.
Ég vil svo leyfa mér að benda
á, aö áriö 1906 kom út kver upp á
64 siöur, „tJr dularheimum I”,
og var hún sögð „rituð ósjálf-
rátt” af Guðmundi Jónssyni,
sem þá var 17 ára unglingur.
Þetta voru 5 ævintýri, sem Guð-
mundur sagðist hafa ritað eftir
Snorra Sturlusyni, Jónasi Hall-
grimssyni, H.C. Andersen og
einhverjum fleirum, ef ég man
rétt. Þessi Guðmundur Jónsson
varð siöar skáldið Guömundur
Kamban. Þvi er hægt aö álykta,
að Guðmundur hafi haldið þess-
um miöilshæfileikum sinum,
þannig skynjað efni sitt i Skál-
holt, og látið siðan skáldið
Kamban fara um það höndum
sinum. Svona hugleiðingar
viðurkennir náttúrulega ekki
Ólafur Jónsson.
Um þennan ritdóm hef ég
annars ekki mikið að segja,
nema hvað að Ólafur Jónsson er
það viða ósanngjarn og ófyrir-
leitinn. Skrif hans jaðra við at-
vinnuróg og ég get ekki fallist á
að þaö sé hlutverk ritdómara að
hvetja fólk til að kaupa ekki við-
komandi bók, hver svo sem per-
sónuleg skoðun ritdómarans
kann að vera á henni.
Stefán Eiríksson:
Þetta fellur nú um sjálft sig.
Þarna er islenskur blaðamaður
að f jalla um það mál, sem flest-
ir Islendingar hafa áhuga fyrir,
og hann gerir það væntanlega
samkvæmt siðareglum blaða-
manna. Ég segi nú eins og er, aö
ég er orðinn hálf hvekktur á
mistúlkunum og missögnum
blaðamanna og blaða, en þó vil
ég ekki setja öll blöð undir þann
sama hátt — t.d. Morgunblaðið
hefur komið mjög vel fram i
þessu máli.
Hitt er svo annað, að þessi
grein Olafs Jónssonar hrekur
ekki ummæli okkar á neinn hátt.
Mér finnst vægast sagt vafa-
samt, að hann telur sig geta
varpað fyrir róða framburði sjö
manns, sem allir hafa lýst sig
fúsa til að eiðsverja hann.
Hvað varðar þá fullyröingu
Ólafs Jónssonar um að þetta
verk sé stolið og stilfært upp úr
Skálholti Kambans, þá vil ég að
það komi fram, að við vissum
fyrir um þessi 6 eða 8 dæmi, sem
Ólafur bendir á. Annað er ekki
likt með bókunum tveimur,
þessari bók og Skálholti, enda
likingarnar ekki umtalsverðar
þegar tveir aðilar fjalla um
sama efni.
Við höfum verið ákærð og á-
sökuð fvrir að sælast eftir fé
með þessari bók, en staðreyndin
er sú, að við berjumst fyrir
spiritisma. Við teljum þessa bók
stórkostlega sönnun fyrir þvi,
að lif sé að þessu lffi loknu.
Sverrir Pálsson:
Mér þykir grein ólafs Jóns-
sonar sanna það eitt, að maður-
"Víloð'frá kaupum!
Þetta mál er orðið langt og
mætti þó lengja þaö enn áður en
þessu annarlega ritverki væru
gerö skii. En ég fæ ekki betur séð
en hér sé um aö ræöa eitthvert hið
ósvifnasta ritfals, sem dæmi eru
til, hvaöa sáifræðilega skýringu
sem kann aö mega finna á til-
komu þess. En við þetta ósæmi-
lega athæfi leggja þeir nafn sitt,
Sverrir Pálsson skólastjóri á
Akureyri og Oliver Steinn bóka-
útgefandi i Hafnarfirði ásamt þvi
,,andafunda”-fólki fyrir norðan,
Guðrúnu og Stefáni. Það vonandi
að almenningur veiti þeim þá
hirtingu sem þau munu skilja —
með þvi aö vikja frá kaupum á
svikinni vöru.
Þetta er niðurlagið á ritdómi Ólafs Jónssonar um bókina um
Ragnheiði Brynjólfsdóttur, og birtist i Visi sl. mánudag, 12. nóv-
ember.
1 stuttu viötali við Alþýðublaðið sagði Ólafur Jónsson:
„Ég geri mér fulla grein fyrir þvi, að þetta eru óvenju harka
leg orö. En þessi bók er lika utan við allt velsæmi. Það er ekki
bara eitt, heldur allt, sem er ógeðfellt við útkomu þessarar bók-
ar”.
FRÁ MIÐILSSAMBANÐI
^ GUÐRÚNAR
SIGURÐARDÓTTUfi
inn þekkir ekki til. Hann hefur
ekki nægan kunnugleika til að
mynda sér rétta skoðun á mál-
inu. Þarna er viða hrikalega að
orði komist, en ef til vill er þessi
grein ekki annað en liður i þeirri
nið- og rógsherferð, sem Visir
hefur staðið fyrir að undan-
förnu. Það hefur varla komið út
svo tölublað af Visi undanfarinn
hálfan mánuð, að ekki hafi þar
verið nið og rógur um þessa bók.
Vissulega eru likingar með
Skálholti Kambans viða all
miklar, en það þurfti svo sem
ekki speking á borð við ólaf
Jónsson til að segja manni það.
Við vissum mætavel um það
fyrir, en engar skýringar get ég
gefið á þvi. Svo vikur þessu
verki viða mjög frá verki
Kambans i mikilvægum atrið-
um en þaö eina, sem ég get full-
yrt um þetta, að hér er ekki um
að ræða fals á nokkurn hátt.
Málið er ekki svo einfalt. Ef
Ólafur Jónsson þekkti Guðrúnu
Sigurðardóttur, þá myndi hann
ekki dirfast að halda þessu
fram.
Ef Ólafur hvetur fólk til að
kaupa ekki bókina, þá er það
náttúrlega fyrst og fremst mál
útgefandans, en ég átti sist von
á þvi frá ritdómara og
menningarfrömuði, að menn
væru hvattir til að mynda sér
skoðun af ummælum annara,
fremur en að kynna sér sjálfir
og af eigin rammleik þau mál-
efni, sem um er rætt.
. .
Ætlarðu að notfæra þér skíðafærið í vetur?
PIMM á förnum vegi
Gunnar Bergmann, nemandi i
Sjómannaskólanum: Ég hef
aldrei farið á skiði og veit ekki
hvort ég geri það nokkurn tim-
ann, þvi ég veit ekki, hvort það
er skemmtilegt eða leiðinlegt.
Svo hefur maður áhuga á ýmsu
öðru.
Jón Kristján Pálsson, nemandi i
Sjómannaskólanum: Nei, ætli
það. Ég hef aldrei átt skiði,
nema tunnustafi i gamla daga.
Siðan þá hef ég aldrei stundað
þetta og hef ekki hugsað mér að
gera það.
Þórir Sigurbjörnsson, verslun-
armaður: Já, endilega. Ég hef
gert mikið af þvi að stunda skiði
um ævina — hef reyndar ekki
farið á skiði ennþá i vetur, þvi
skiðasnjórinn er varla kominn.
Guðrún H a 11 d ór s d ó 11 i r ,
nemandi: Ég hef nú litið gert af
þvi að stunda skiði og hef ekkert
frekar hugsað mér aö fara á
skiði i vetur. En ef aðstæður
leyfa geri ég það kannski.
Guðriður Gisladóttir, nemandi:
Ég hugsa að ég bregði mér á
skiði ef það verður gott
skiðafæri, — hef reyndar ekki
stundað skiðaferðir að ráði. En
ætli maður fari ekki, ef það fer
t.d. hópur úr skólanum.
J