Alþýðublaðið - 28.11.1973, Side 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmála-
ritstjóri Sighvatur Björgvinsson.
Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson.
Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggs-
son. Ritstjóri og ábyrgðarmaður
Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur rit-
stjórnar, Skipholti 19. Simi 86666. Af-
greiðsla: Hverfisgötu 8-10. Sími 14900.
Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10. Sími
86660. Blaðaprent hf.
ÞAR DUGA ENGIN VETTLINGATOK
t gær var tekin fyrir til fyrstu
umræðu i sameinuðu alþingi til-
laga þingmanna Alþýðu-
flokksins um kerfisbreytingu i
skattamálunum. Eins og
Alþýðublaðið hefur skýrt frá er
kjarni þeirrar tillögu sá, að sú
nýja stefna verði mótuð i
skattamálum að horfið skuli frá
þvi, að meginþorri einstaklinga
greiði tekjuskatt til rikisins af
tekjum sinum. Þess i stað verði
tekinn upp óbeinn skattur —
virðisaukaskattur. Þessari
stefnu mætti lýsa i stystu máli
þannig, að ákveðið verði, að
rikisvaldið hætti að skattleggja
venjulegar launatekjur laun-
þeganna i landinu en fari þess i
stað að skattleggja eyðsluna.
Það var Gylfi Þ. Gislason,
formaður Alþýðuflokksins, sem
hafði framsögu fyrir þessari
stórmerku tillögu Alþýðuflokks-
mannanna á fundi alþingis i
gær. 1 ræðu sinni lýsti Gylfi þvi
m.a., hvers vegna Alþýðu-
flokkurinn teldi réttara að
leggja til algera kerfisbreytingu
á skattamálunum i stað þess að
láta sér nægja að gera tillögur
um úrbætur á þvi kerfi, sem nú
er viðhaft og lengi hefur i gildi
verið. Um þetta atriði sagði
Gylfi Þ. Gislason m.a. á þessa
leið:
„Meginástæða þess, að þing-
flokkur Alþýðuflokksins setur
nú fram tillögur um jafn gagn-
gerar breytingar á skatta-
málum rikisins og felast I
þessari tillögu, er sú, að komið
cr út i ógöngur á sviði islenskra
skattamála. Byrði beinna
skatta er orðin óbærilega þung,
einkum og sér i lagi eftir þá
breytingu, sem núverandi rikis-
stjórn beitti sér fyrir skömmu
eftir valdatöku sina. Fólk, með
venjulegar launatekjur, greiðir
skatta af tekjum sinum til hins
opinbera samkvæmt hæsta
skattstiga, eins og um hátekju-
fólk væri að ræða. Alagningar-
kerfið er orðið óeðlilega flókið
og veitir skilyrði til marg-
háttaðra undanbragða undan
skattgreiðslu, bæði löglegra og
ólöglegra. Sú staðreynd blasir
við hverju mannsbarni, að
margir skattgreiðendur greiða
ekki þann skatt af tekjum
sinum, sem þeim ber, og er
þetta nú eitt mesta þjóðfélags-
ranglæti sem viðgengst á
tslandi.
Hlutföll tekjuskatts af tekjum
er orðið svo hátt, að almennir
launþegar cru farnir að greiða
frá þriðjungi og allt að helmingi
tekna sinna i beina skatta, ef
tekjurnar fara fram úr lágu lág-
marki. Slik óhófleg skattheimta
er orðin fjötur á framtakssemi
og vinnuvilja og undirrót þess,
að menn leggi sig ekki fram eins
og þeir vildu i raun og veru —
láti undir höfuð leggjast að inna
af hendi störf, sem þeir i sjálfu
sér hafa áhuga á og væru fúsir
til að vinna, af þvi að launin
fyrir þau verða óeðlilega lág
vegna þess, hve mikili hluti
þeirra hverfur i beina skatta til
opinberra aðila.Það ranglæti,
sem er orðið rikjandi i skatta-
inálum og ófremdarástandið i
þeim efnuin er þannig beinlinis
orðinn hemill á heilbrigðan og
eðlilegan vöxt þjóðartekna.
Þegar þannig er koinið er
nauðsyn gagngcrra breytinga.”
Allir launþegar á Islandi geta
tekið undir þessi orð Gylfa Þ.
Gislasonar — undir þá lýsingu,
sem hann gefur af ástandinu i
skattamálum á Islandi.
Almenningur gerir sér það
ljósara nú en nokkru sinni áður,
að brýnasta viðfangsefni
islenskra efnahagsmála er að
gera tafarlausar úrbætur á sviði
skattamála — og þar duga engin
vettlingatök. tþeim efnum þarf
að brjóta niður til grunna hið ór-
éttláta og óhæfa skattkerfi, sem
tslendingar búa nú við, og setja
nýtt. Og Alþýðuflokkurinn er
eini stjórnmálaflokkurinn i
landinu, sem hefur bent á
nýstárlega og skynsamlega
leið i þeim efnum. Skattamála-
tillögur hans eru merkustu til-
lögur, sem komið hafa fram i
skattamálunum um margra
áratuga skeið. Alþýðublaðið
skorar á almenning að kynna
sér þá nýju stefnu, sem Alþýðu-
flokkurinn hefur borið fram, og
berjast með honum fyrir fram-
gangi hennar.
EHGA TEKJUSKATTA A ALMENNINGI
Byröi beinna skatta
óbæriiega þung
— Kjarni hinnar nýju stefnu er
sá , að horfið skuli frá þvi, að
meginþorri einstaklinga greiði
tekjuskatt til rikisins af tekjum
sinum, heldur greiði gjöld sin til
hins opinbera i staðinn i formi
óbeins skatts —• virðisauka-
skatts, sagði Gylfi Þ. Gislason,
formaður Alþýðuflokksins, er
hann mælti fyrir tillögum þing-
manna Alþýðuflokksins á fundi
sameinaðs alþingis i gær um
kerfisbreytingu i skattamálun-
um.
— Þeim,, sem hafa mjög háar
tekjur, er þó ætlað að greiða
áfram stighækkandi tekju-
skatt — sagði Gylfi — og sömu-
leiðis er ráð fyrir þvi gert, að
áfram verði greiddur stighækk-
andi tekjuskattur af hagnaði af
atvinnurekstri. A hinn bóginn er
gert ráð fyrir sérstakri tekjuöfl-
un, sem verja á til þess að hækka
tekjur þeirra, sem lægstar tekjur
hafa, og ætla má, að greiða
mundu meira vegna hækkunar
söluskatts en þeir hefði greitt i
tekjuskatt.
Gylfi vék þessu næst að ástæð-
um þess, að þingmenn Alþýðu-
flokksins hafa borið fram tillögur
sinar um kerfisbreytingu i
skattamálunum. Hann sagði
m.a.:
„Meginástæða þess, að þing-
flokkur Alþýðuflokksins setur nú
fram tillögur um jafngagngerar
breytingar á skattamálum
rikisins og felast i þessari tillögu,
er sú, að komið er út i ógöngur á
sviði islenskra skattamála. Byrði
beinni skatta er orðin óbærilega
þung, einkum og sér i lagi eftir þá
breytingu, sem núverandi rikis-
stjórn beitti sér fyrir skömmu
eftir valdatöku sina. Fólk, með
venjulegar launatekjur, greiðir
skatta til hins opinbera af tekjum
sinum samkvæmt hæsta skatt-
stiga, eins og um hátekjufólk væri
að ræða. Álagningarkerfið er
orðið óeðlilega flókið
og veitir skilyrði til marg-
háttaðra undanbragða undan
skattgreiðslu, bæði löglegra og
ólöglegra. Sú staðreynd blasir við
hverju mannsbarni, að margir
skattgreiðendur greiða ekki þann
skatt af tekjum sinum, sem þeim
ber, og er þetta nú eitt mesta
þjóðfélagsranglæti, sem við-
gengst á Islandi. Hlutföll tekju-
skatts af tekjum er orðið svo hátt,
að almennir launþegar eru farnir
að greiða frá þriðjungi og allt að
helmingi tekna sina i beina
skatta, ef tekjurnar fara fram úr
lágu lágmarki. Slik óhófleg skatt-
heimta er orðin fjötur á fram-
takssemi og vinnuvilja og undir-
rót þess, að menn leggi sig ekki
fram eins og þeir vildu i raun og
veru, láta undir höfuð leggjast að
inna af hendi störf, sem þeir i
sjálfu sér hafa áhuga á og væru
fúsir til þess að vinna, af þvi að
launin fyrir þau verða óeðlilega
lág vegna þess, hve mikill hluti
þeirra hverfur i beina skatta til
opinberra aðila. Það ranglæti,
sem rikjandi er orðið i skattamál-
um, og ófremdarástandið i þeim
efnum er þannig beinlinis orðinn
hemill á heilbrigðan og eðlilegan
vöxt þjóðartekna. Þegar þannig
er komið, er nauðsyn ganggerra
breytinga”.
Launafólk strax komiö í
hæsta skala
Þá sýndi Gylfi Þ. Gislason fram
á, hve langur vegur er nú orðinn
frá þvi, að núverandi tekjuskatts-
innheimta sé það tæki tiltekjujöfn
unar, sem henni var ætlað að
vera. Gylfi tók mið af þeim álagn-
ingarreglum, sem i fjárlaga-
frumvarpi rikisstjórnarinnar er
gert ráð fyrir að gildi um tekju-
skattsálagningu á næsta ári og
sagði siðan:
„Rikissjóður mun þvi aðeins
sleppa barnlausum hjónum við
greiðslu tekjuskatts, að tekjur
þeirra i ár séu innan við 338800 kr.
Sem betur fer eru þau barnlaus
hjón ekki mörg, sem hafa lægri
tekjur en þetta, svo að segja má,
að rlkið láti yfirleitt barnlaus
hjón greiða sér tekjuskatt. Ef
hjónin eiga þrjú börn, sleppir rik-
ið þeim þvi aðeins við tekju-
skattsgreiðslu, að tekjur þeirra
séu innan við 477.400 kr. Séu tekj-
ur slikrar fjölskyldu hærri, greið-
ir hún tekjuskatt af tekjum sin-
um.
Þá er á hinn bóginn rétt að at-
huga, hvenær tekjuskattsgreið-
endur lenda i hæsta tekjuskatts-
stiga. Hæsti tekjuskattur til rikis-
ins er 44.44% af tekjuskattsskyld-
um tekjum. Enn fremur verður
yfirleitt að greiða 11% tekjuút-
svar til sveitarfélags eða samtals
55.44% af tekjuskattsskyldum
tekjum. Hverjar skyldu tekjurnar
þurfa að verða i ár til þess að
menn lendi i þessum 55.44%
skattstiga af tekjum sinum?
Barnlaus hjón, sem i ár hafa
454.300 kr. i tekjuskattsskyldar
tekjur, greiða þessi 55.44% af þvi,
sem þar er umfram. Meðal tekj-
ur barnlausra hjóna i ár eru
taldar munu nema mun hærri
upphæð en þessari. Það þýðir, að
venjulegir launþegar munu lenda
i hæsta tekjuskattsstiga og.greiða
yfir 55% af sérhverri viðbótar-
krónu, sem þeir afla sér i tekjur
umfram tekjumark, sem er veru-
lega undir meðaltekjum barn-
lausra hjóna. Ef hjónin eiga þrjú
börn, lenda þau i hæsta skattstiga
og greiða 55,44% af tekjum sin-
um, ef þau hafa hærri tekjur en
592.900 kr. Þegar þessar stað-
reyndir eru hafðar i huga, þarf
engan að undra, þótt kvartað sé
undan þungri skattbyrði, og stað-
hæft sé, að hún sé orðin hemill á
vinnuviija og vöxt þjóðarfram-
leiðslu”.
Gylfi Þ. Gislason
Enginn tekjuskattur af
almennum launatekjum
Þá benti Gylfi Þ. Gislason einn-
ig á það i ræðu sinni, hversu
mikla þýðingu skattamálin hefðu
við hvers konar kjarasamninga.
— Ef venjulegur launþegi er
farinn að greiða meira en helm-
ing tekjuauka iskattatil opinberra
aðila, þá fær hann ekki nema
helming þeirra kauphækkunar,
sem hann semur um viö vinnu-
veitenda sinn. Þess vegna beinist
athygli launþegasamtaka i sivax-
andi mæli að skattamálum, sagði
hann.
Gylfi vék siðan að hugmyndum
þingflokks Alþýðuflokksins um
skatt kerfisbreytingu og sagði i
þvi sambandi m.a.:
„Aðalatriði þess nýja tekju-
skattskerfis, sem tillaga þessi
fjallar um, er, að launþegar skuli
ekki greiða tekjuskatt af almenn-
um launatekjum. Auðvitað er það
álitamál, hvað telja eigi almenn-
ar launatekjur. Niðurstaða þing-
flokks Alþýðuflokksins varö sú að
leggja til, að miðað yrði við, að
hjón með 750.000 kr. tekjur á ár-
inu 1973 greiði engan tekjuskatt.
Þessi fjárhæð á siðan að sjálf-
sögðu að breytast i hlutfalli við
framfærslubyrði. Þegar lekjur
launþega fara fram úr þessu
marki, 750.000 kr., er gert ráð
fyrir þvi, að af þeim verði greidd-
ur stighækkandi tekjuskattur,
sem þó skal aldrei nema hærra
hlutfalli af tekjum en á sér stað
samkvæmt giídandi lögum. A
hinn bóginn er gert ráð fyrir þvi,
að af öllum atvinnurekstri, hvort
sem hann er stundaður af ein-
staklingum, sameignarfélögum,
hlutafélögum, samvinnufélögum
eða opinberum aðilum, skuli
greiddur tekjuskattur eftir sömu
reglum og nú gilda.
1 þessu sambandi vill þing-
flokkur Alþýðuflokksins einnig
minna á fyrri tillögur sinar um
breytingar á reglum um greiðslu
tekjuskatts og útsvars hjóna. Til-
lögur okkar eru þær, að allar kon-
ur verði sjálfstæðir skattgreið-
endur, hvort sem þær eru giftar
eða ógiftar og hvort sem þær afla
sér eigin tekna eða ekki með
vinnu utan heimilis, enda sé þá
þvi hjóna, sem vinnur einvörð-
ungu heimilisstörl', ætlaður hluti
af tekjum hins samkvæmt nánar
ákveðnum reglum. Við gerum
okkur ljóst, að hér er um mjög
viðamikið og vandasamt mál að
ræða. Þess vegna ætlumst við
ekki til, að þessar breytingar á
skattalögum komi til fram-
kvæmda á næsta ári, þar eð okkur
er Ijóst, að lalsverðan tima þurfi
til þess að undirbúa þær. Þess
vegna gerir tillagan ráð fyrir þvi,
að þessar breytingar komi ekki til
framkvæmda fyrr en við álagn-
ingu tekjuskatts á árinu 1975”.
Skattleggjum eyðsluna,
en ekki tekjurnar
Þessu næst ræddi Gylfi Þ.
Gislason tekjutap það, sem rikis-
sjóður mun verða íyrir vegna nið-
urfellingar tekjuskatts af al-
mennum launatekjum og hvernig
þingmenn Alþýðuflokksins hyggj-
ast mæta þvi tekjutapi. Hann
sagði:
„Augljóst er, að jafnstórfelld
lækkun á tekjuskatti til rikisins og
hér er gert ráð fyrir, mun hafa i
för með sér verulegt tekjutap
fyrir rikissjóð. 1 gildandi fjárlög-
um er gert ráð fyrir þvi, að ein-
staklingar greiði 4.1 milljarð kr. i
tekjuskatt. Sú lækkun tekju-
skatts, sem gert er ráð fyrir i til-
lögunni, mundi samkvæmt áætl-
unum, sem geröar hafa verið,
lækka þessa eða hliðstæða tekju-
skattsinnheimtu um 2/3 hluta,
þannig að tekjutap rikissjóðs
mundi verða 2,5—3 milljarðar kr.
miðað við fjárlög þessa árs.
Þennan tekjumissi þarf að sjálf-
sögðu að bæta rikissjóði.
Aðalatriðið i þvi sambandi er,
að gerð er tillaga um, að sú hækk-
un söluskatts, sem runnið hefur i
Viðlagasjóð, skuli haldast, en hún
nemur sem kunnugt er 2% og á að
falla niður 1. mars n.k. að ó-
breyttum lögum. Ef söluskattin-
um, scm rennur nú i Viðlagasjóð,
yrði haldið og söluskatturinn
hækkaður um 2—3 stig umfram
það, sem hann er nú, yrði rikis-
sjóði bættur sá tekjumissir, sem
hann yrði fyrir vegna lækkunar
lekjuskattsins. Jafnframt er benl
á að kanna möguleika á, að sölu-
skattur sé ekki innheimtur af
brýnustu nauðsynjum, en hins
vegar viðbótarsöluskattur af ó-
hófsvörum”.
Tekjujöf nunarsjóð í
tryggingakerfið.
Þessu næst bar Gylfi Þ.
Gislason saman þau tvenns konar
skattkerfi, sem hér um ræðir —
þ.e.a.s. beina skatta og óbeina.
Benti hann m.a. á þá kosti ó-
beinna skatta, að skatlgreiðendur
réðu þá meiru um það sjálfir,
hversu mikið þeir greiða i skatta
með þvi að ákveða, hvað og
hversu mikið þeir kaupa umfram
nauðþurftir.
— Söluskattur hefur ekki lam-
andi áhrif á vinnuviija og fram-
takssemi. Fremur mætti segja,
að hann hvetji til sparnaðar,
sagði Gylfi.
Einnig benti hann á hve miklu
minni kostnaður væri samfara
innheimtu söluskatts en tekju-
skatts og annarra beinna skatta.
Þá vék Gylfi einnig að ólikum
áhrifum framangreindrar kerfis-
breytingar — ef samþykkt verður
— á afkomu einstaklinga og fjöl-
skyldna i landinu. Hann sagði:
„Sumar fjöldskyldur spara
meira vegna lækkunar tekju-
skattsins en sem nemur auknum
útgjöldum vegna hækkunar sölu-
skattsins, en aðrar verða fyrir
meiri útgjöldum vegna aukningar
söluskattsins en nemur sparnaði
vegna lækkunar tekjuskattsins.
Er þetta auðvitað fyrst og fremst
komið undir hæð teknanna og
ráðstöfun þeirra. Greiðsla sölu-
skatts fer að sjálfsögðu eftir
eyðslu skattgreiðandans, en
greiðsla tekjuskatts eftir tekjum
hans. Gera má þvi ráð fyrir, að
breyting á skattgreiðslu frá
tekjuskatti i söluskatt valdi auk-
inni skattgreiðslu launþega með
mjög lágar tekjur. Þess vegna er
Framhald á bls. 4
KAFLAR IÍR FRAMSÖGU GYLFA Þ. GÍSLASONAR MEÐ SKATTAMÁLATILLÚGU ALÞÝÐUFLOKKSINS
Miðvikudagur 28. nóvember 1973.
o