Alþýðublaðið - 06.12.1973, Blaðsíða 4
AF BÓKAMARKAÐI
Morðingi á læknaþingi
„Læknaþing” er nýjasta bók-
in, sem út kemur á islensku eftir
Frank G. Slaughter. Segir i
henni frá þvi, er flestir færustu
læknar Bandarikjanna eru
samankomnir á ársþingi lækna-
stéttarinnar, sem haldið er i
Central City. Sérfræðingar
hinna ýmsu greina læknis-
fræöinnar bera saman bækur
sinar. Þegar til stjórnarkjörs
kemur og átök eru fyrirsjáanleg
milli yngri lækna og þeirra
eldri, kemur það i ljós, sem eng-
an gat grunað, að mitt á meðal
þeirra er morðingi i vigahug.
Höfundurinn starfaði um
margra ára skeið sem skurð-
læknir og er þvi flestum hnútum
kunnugur f sinni stétt. Hann
getur því leitt lesandann á bak
viö tjöldin, þar sem ýmislegt er
að gerast, sem almenningi er
ekki ætlað að vita um.
Bókaforlag Odds Björnssonar
gefur bókina út.
Úr útvarpi á bók
„Sumardagar i Stóradal”
eftir Hugrúnu er bók fyrir börn
og unglinga, sem höfundurinn
las i útvarp fyrir þremur árurti,
og hlaut þá miklar vinsældir.
Krakkarnir i Stóradai og
drengurinn Maggi frá Reykja-
vik lenda i mörgum skemmti-
iegum ævihtýrum, sern lesand-
inn hlýtur að taka þátt i. Frá-
sögnin er við hæfi barna og ung-
iinga, létt og lipur, og er bókin
myndskreýtt.
Útgefandi er Bókamiðstööin.
Meinleg örlög
manneskjunnar
Ljóðabókin „Undir hamrin-
um” eftir Jón frá Pálmholti læt-
ur ekkj mikið yfir sér i snoturri
útgáfu tsafoldarprentsmiðju(en
aðdáendum skáldsins er þessi
bók kærkomin. Röð ljóðanna er
þessi: Ástir fjallsins, Kyrrð og
breiöá, Inntak, Um meinleg ör-
lög manneskjunnar, A jafn-
sléttu, og að lokum eru nokkur
þýdd ljóð, og er að þeim góður
fengur, eins og raunar allri
þessari yfirlætislausu ijóðabók.
Haustblóm aö vetri
„Haustblóm” er fimmta
ljóðabók skáldkonunnar
Hugrúnar. Fyrsta bókin, sem
kom út eftir Hugrúnu var ljóða-
bókin Mánskin, sem út kom árið
1941. Siðan hafa komið eftir
hana Ijóðabækur, skáldsögur og
barna- og unglingabækur. Eru
bækur hennar nú orðnar nokkuð
á þriðja tuginn. Auk þess hefur
Hugrún samið nokkur leikrit, og
hafa sum þeirra veriö flutt i út-
varpinu. Hugrún á stóran les-
endahóp, sem mun fagna
þessari ljóöabók hennar, sem
Bókamiðstöðin gefur út.
Bókin er mjög skrautleg,
prentuð i fullum litum, og lik-
lega vel fallin til upplestrar
fyrir yngstu börnin. Simbi er
eini rauði fiskurinn i hafinu og
þvi eilitið utangátta. Hann fer
þvi af stað, syndir um heimshöf-
in, og finnur á endanum hana
Simbu.
Sigrún Guðjónsdóttir er kunn
fyrir bókaskreytingar sinar og
leirmunagerð og eins og flestir
muna, þá vann hún sam-
keppnina um veggskildi Þjóð-
hátiðarnefndar 1974.
Vesturbær
Sagan um leit Simba að
Simbu
Á fiskamáli þýðir „Simbi”
litli, rauði fiskurinn. Frá honum
og leit hans að samsemd sinni
segir i nýútkominni bók eftir
Rúnu, Sigrúnu Guðjónsdóttur.
JÚLATRÉS-SALAN
er á
Brekkustig 158
Aðstoðarlækmr
Staða aðstoðarlæknis við Endur-
hæfingadeild Borgarspitalans er laus til
umsóknar.
Staðan veitist frá 1. janúar 1974 eða eftir samkomulagi.
I.aun skv. kjarasamningi Læknafélags Reykjavfkur.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf
skulu sendar yfirlækni deiidarinnar, Grensásvegi 62,
fyrir 31. des. n.k.
Frekari upplýsingar veitir yfirlæknirinn.
Reykjavik, 5. desember 1973.
Heilbrigðismálaráð
Reykiavikurborgar.
Jólabækurnar
BIBLÍAN
VASAÚTGÁFA
NÝ PRENTUN
Þunnur biblíupappír
Balacron-band * Fjórirlitir
Sálmabókin
nýja
Fást í bökaverslunum og
hjá kristilegu félögunum.
HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG
(ftuöbiviubssíofu
Hallgrimskirkja Reykjavik
simi 17805 opið3-5e.h.
Alþýðublaöið inn á bvert heimili
ShlPAUTÍifRP IIIMSINS
Ótruflaðir 7
viðáttur". Ég held ég þori að
fullyröa að þetta sé myndrænn
og áhugaverður skáldskapur.
Skoðunum bregður hér og
fyrir. Hannesi finnst til um
manninn er stóð kyrr á sinum
stað þar sem hann átti að vera i
Ungverjalandi 1956 þó skrið-
dreki færi að honum. Hann
skopast lika i sérstæðum ádeilu-
tón þegar segir frá þvi að
vopnaburður hæfi ekki lifandi
mönnum á islandi en draugum
hinsvegar ágætlega. Fjölhæfnin
er ærin i þessum frjálsu ljóðum
sem virðast i fljótu bragði ekk-
ert annað en laust mál. Þau eiga
erindi við mann af þvi að þetta
er árangur af alvarlegri og
frumlegri hugsun.
Sannarlega getur farið vel
saman að skáld geri sér far um
að láta i ljós i senn listræna túlk-
unogeðlislæga skoðun. Það ger-
ist vissulega i íjóöabréfi 10 sem
er svohljóðandi:
„1 ljóðum minum sést hvergi
að ég ann bóndanum sem erjar
jörðina, sjómanninum sem
dregur björg i bát sinn, verka-
manninum sem leggur gang-
stéttina, svo að skóplögg min
útverkist siður. Mér verður tið-
rætl um gras, en ekki þann sem
ræktar það, um sjó, en ekki
þann sem sækir hann, um götur,
en ekki þann sem leggur þær.
Ég nýt velsældar og hagræðis
sem hendur annarra manna búa
mér. Það merkir samt ekki, að
ég sé gleyminn á velgjörðar-
menn mina, ég man þá vel.
Þetta er til vitnisburðar um hitt,
að ijóð min segja ekki alla sögu
— að enn eru þau hálfverk”.
Hálfverk? Þá það. En vist er
hér dável unnið. Hógværðin get-
ur reynst metnaðarfyllri en
drambið.
H.S.
Ms. Baldur
fer frá Reykjavik mánudaginn 10.
þ.ni. til Brciöafjarðarhafna.
Vöruinóttaka í dag og
föstudag.
UR Uti SKARIGfllPIR
KCRNF.LÍUS
JONSSON
SKOLAVOROUSíIU 8
BANKASTRÍTI6
*«"HH“>H8I860C
Enginn kann d öllu skil
en
,BÓKIN UM BARNIÐ'
gefur svör við yfir 800 atriðum sem upp kunna
að koma i sambandi við barnauppeldi og
foreldrum er nauðsyn að kunna skil á.
Höfundurinn — dr. Benjamin Spock — er
virtasti barnalæknir heims og i bókinni er sá
reynsluauður, sem hann hefur viðað að sér við
áratuga þrotlaust starf i þágu barna og mæðra
— raunar fjölskyldunnar yfirleitt.
Þýðandinn — Bjarni Bjarnason læknir — er einn helzti áhugamaður i
læknastétt varðandi allt, sem snertir heilbirgðismál, og hann hefur
einnig hagnýtt áratuga reynslu sina við þýðingu bókarinnar. Halldór
Hansen yngri ritar formála og minnist þar starfa dr. Spocks.
,,Bókin um barnið”
er tvimælalaust ein. bezta gjöf, sem nokkur móðir getur fengið, enda
segir hið fornkveðna, að ,,barn er móður bezta yndi.”
Þessi bók verður hverri móður góð stoð við umönnun og uppeldi barns
eða barna.
SKARÐ • BÓKAUTGAFA • Lækjargötu 10
Simi 1-3510 • Pósthólf 147
MATVÖRUMARKAÐUR VESTURRÆJAR
Höfum breytt verziuninni Hagakjör í matvörumarkað. Reynið
viðskiptin. Verzlið ódýrt.
MATVÖRUMARKAÐUR VESTURBÆJAR
Hagamel 67.
í Norræna húsinu næstu daga:
Norskt ljóða- OG VÍSNAKVÖLD
föstudaginn 7. desember kl. 20.30.
Skáldið Knut ödegárd les úr eigin
verkum, og Helga Hjörvar les nokkur ljóð
hans i islenzkri þýðingu.
Sýnd verður kvikmynd um skáldkonuna
Inger Hagerup.
öystein Dolmen og Gustaf Lorentzen,
visnasöngur. Aðg. kr. 100,-
BÓKMENNTAKYNNING
laugardaginn 8. desember kl. 16:00
Norrænir sendikennarar við Háskólann
kynna nýjar bækur frá Danmörku,
Finnlandi, Noregi og Sviþjóð.
F JÖ LSK YLDU SKEMMTUN
sunnudaginn 10. desember kl. 16:00
Knutsen & Ludvigsen (öystein Dolmen og
Gustaf Lorentzen) skemmta börnum og
fullorðnum.
Aðg. f. fullorðna kr. 100,-
Ókeypis fyrir börn.
Verið velkomin Norræna húsið
NORRÆNA
HUSIO
o
Fimmtudagur 6. desember 1973.