Alþýðublaðið - 06.12.1973, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.12.1973, Blaðsíða 1
PENINGASTRIÐ PRESTASTÍTT Fimmtudagur 6. d es. 1973 s”'árg.' ,,ÍCg, og fleiri starfs- bræður minir, litum mjög alvarlega á ummæli séra Sigurðar Hauks Guðjóns- sonar i Alþýðublaðinu og ætlum nokkrir að koma saman á fimmtudags- kvöldið og ræða þau nán- ar", sagði séra Grimur Grimsson, formaður Prestafélags lslands, i viðtali við blaðið i gær. Eins og blaöið skýrði frá i gær, er séra Sigurður Haukur fylgjandi þvi, að prestar taki ekki þóknun fyrir auka-prestsverk og sagði hann, að starfs- bræður hans hefðu ..margir legið mér á hálsi fyrirað taka ekki greiðsl- ur fyrir aukaprests- verk..." Séra Grimur litur þetta alvarlegum augum, eins og fyrr segir, en vildi ekki ræða málið nánar að sinni. Lauk samtali blaðamanns og séra Grims, með þvi að prest- ur skellti á simanum. EIIM GLEÐI ENN HÖLLINNI Stúdentar hafa fengið leyfi til þess að halda ára- mótagleði i Laugardals- höllinni á gamlársdag. Siðasta áramótagleði átti að verða sú siðasta i Laugardalshöllinni, en stúdentar fengu leyfi fyrir einni ,,gleði" enn, enda munu þeir hafa verið i miklu húsnæðishraki. Aramótagleðin hefur verið ein allra fjölmennasta skemmtun hvers árs, t.d. sóttu hana 2500 manns i fyrra. Menntaskólanemendur i Reykjavik hafa einnig fengið að halda jólagleði sina i Laugardalshöllinni á undanförnum árum, og þá jafnan skreytt sali Hallar- innar hátt og lágt. Menntaskólanemar munu hins vegar ekki halda skemmtun sina i Laugar- dalshöll i ár, og verða þvi engar skreytingar á hús- næðinu. 2000 K0MNIR HEIM Nú munu tæplega 2000 Vestmannaeyingar hafa flutt heim aftur, af 5304 sem voru á skrá um sið- ustu áramót. t blaðinu Daskrá, sem gefið er út i Eyjum,kemur fram, að samkvæmt aldursflokk- um hafa Vestmannaey- ingar á aldrinum 0—4 ára verið, nauðugir viljugir, duglegastir við heim- flutninginn. Af þeim aldursflokki voru 39% komnir heim, en næstur i röðinni var aldursflokk- urinn 20—24 ára, 37,K%. Fæstir höfðu flutt heim i aldursflokknum 80- 94 ára, eða 8,5%. STORSKOTALIÐ Á LAUGARDALSVELLI? Stjórn KSl hefur tilkynnt þátttöku Islands i Evrópu- meistaramóti i landsliða i knattspyrnu. Keppni þessi fer fram á tveimur næstu árum, og úrslit hennar verða sumarið 1976. Fjórar þjóðir verða saman i riðli, tvær veik- ar og tvær sterkar, og er þvi ljóst að við munum leika landsleik gegn tveimur af sterkustu þjóöum Evrópu. Það er þvi ekki fjarlægur draumur aö sjá landslið Eng- lendinga, Vestur-Þjóðverja eða Skota hér á Laugardals- vellinum næsta sumar. Dregið verður um þaö nú i desember,hvaöa þjóðir lenda saman i riðlum. Frá þessu máli er nánar skýrt á iþrótta- siöu blaösins, sem er bls. 11. ALÞYÐUBLAÐSLISTINN YFIR JOLABOKASÖLUNA: GUÐRÚN A. SÍMONAR ER LANG-SÖLUHÆST □ Ragnheiður biskupsdóttir og Vestmannaeyjagosið fylgja í kjölfarið 1. Eins og ég er klædd (Guðrún A. Simonar og Gunnar M. Magnúss) 2. Ragnheiður Brynjólfsdóttir (Guðrún Sigurðardóttir) 3. —4. Vestmannaeyjar, eldgos og saga — (Guðjón Eyjólfsson) og Milli Washington og Moskva (Emil Jónsson) 5. Eldgosið i Eyjum-(Árni Gunnarsson) 6. Fischer gegn Spassky (Freysteinn Jóhannsson og Friðrik Olafsson) 7. -8. TruntusóHSigurður ^^GuðjónssorD^og^Stun^ið^ niður stilvopni—(Gunnar Benediktsson) 9. Mannleg Náttúra undir Jökli — (Þórður á Dagverðará og Loftur Guðmundsson) 10. Hættulegur arfur (Theresa Charles) Þessi listi er unnin upp úr upplýsingum tiu bóka- verslana á Stór-Reykja- vikursvæðinu og Akur- eyri. Bókin um Guðrúnu Á Simonar var tilnefnd sem mesta sölubókin i átta af þessum tiu versl- unum. Næsti metsölu- bókalisti Alþýðublaðsins mun birtast fimmtudag- inn 13. desember. SJA VIÐTÖL A BAKSIÐU VERDUR HITIMN I EYIA- HRAUNINU VIRKIAUUR? Kinversku hcims- mcistararnir i borðtcnnis sýndu lislir sýnar i fyrrakvöld. Kinna mesta athygli vakti 18 ára piltur, Lu Yuan-sheng, og cr þessi skemmtilega mynd cinmitt af honum. Friðþjófur Hclgason tók hana, og hitti á rétta augnahlikið, kúluna ver við ncfhrodd Kinverjans og gcrir hann i mcira lagi duríarfullan i útliti. ..Hugmyndin er að bora i gegnum hraunið, þar scm það storknaði i sjó og athuga, hvort það er nægi- lega sprungið og laust i sér til þcss að sjórinn liggi þar i og gufi upp", sagði pró- fessor Þorbjörn Sigur- geirsson við Alþýðublaðið i gær, þegar við inntum liann cftir þeirri hugmynd lians uin nýtingu hitans i nýja hrauninu í Eyjum, scm ákvcðið er að jarð- hitadeild Orkustofnunar gcri athuganir á. ,,Eg veit raunar ekki, hvort þctta er eingöngu min hugmynd, þctta var rætt fram og aftur i Eyjum i sumar, og ég iét þetta fylgja mcð öðru til iðnaðarráðuncy tisins", sagði prófessor Þorbjörn. En mál þetta vakti það mikla athygli i iðnaðar- ráðuneytinu, að ákveðið var að hefja tilraunir til að nýta þennan hita, og Við- lagasjóður hefur sam- þykkt að fjármagna þær með 865 þúsund krónum. ,,En það er ekki vitað, hversu lengi hitinn helst þarna," sagði prófessor Þorbjörn, ,,en komi i ljós, að hægt sé að ná honum þarna upp verður hann áreiðanlega nýttur til upp- hitunar húsa”. MEÐ AFSLATTARKJORUM Verslanir KRON og Dómus hafa undanfarið selt veggskildi Þjóðhá- tiðarnefndar 1974 eftir Sigrúnu Guðjónsdóttur á lægra verði en aðrir, sem hafa þá skildi til sölu, með þvi að bjóða félags- mönnum sinum upp á 10% afslátt af þeim eins og öðrum vörum. Yfir þessu eru aðrir kaup- menn, sem tekið hafa veggskildina i umbeðs- sölu, ekkert hressir, Mál þetta verður tekið fyrir á fundi hjá Þjóðhá- tiðarnefnd næstu daga, og að sögn Indriða G. Þorsteinssonar, fram- kvæmdastjóra verður at- hugað, hvort söluaðilar þessirhafi leyfi til þess að undirbjóða aöra i þessu tilfelli.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.