Alþýðublaðið - 06.12.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.12.1973, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmála- ritstjóri Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggs- son. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur rit- stjórnar, Skipholti 19. Sími 86666. Af- greiðsla: Hverfisgötu 8-10. Sími 14900. Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10. Sími 86660. Blaðaprent hf. FÚLKIÐ FÆR SITT FRAM Nú er Danmörk stjórnlaust land. í stjórnmál- um landsins er engin kjölfesta lengur. Þar rikir upplausn og glundroði. Ástandið er einna likast þvi, að innviðirnir hafi skyndilega látið undan i húsi, sem allir héldu að væri traust og vandlega byggt, og er það nú allt skakkt og skælt og slig- að. Hvernig má það vera, að i upplýstu þjóðfélagi eins og i Danmörku geti maður eins og Mogens Glistrup, sem likast til er ekki einu sinni heill á geðsmunum, fengið slikt fjöldafylgi i kosning- um, sem raun ber vitni um? Hvernig má það vera, að maður, sem telur það sjálfur einn sinn stærsta kost að vera þjófur, að hafa stolið ótöld- um fjármunum undan skatti, skuli geta stofnað um sig flokksnefnu, sem i kosningum verður næst stærsti flokkur menntaðrar þjóðar? Sagan um framgang Mogens Glistrups og þeirrar trúðahirðar, sem hann hefur safnað saman i kringum sig, er svo ótrúleg, að hún hefði alls ekki getað gerst i fáránlegasta halanegrariki á heimskringlunni* En svo gerist þessi saga — og það i sjálfri Danmörku, riki, sem hefur fengið orð á sig fyrir vel upplýsta, viðsýna og frjáls- lynda þjóðfélagsþegna. Það hefur verið tiska i mörgum löndum nú um langt skeið að draga stjórnmál og stjórnmála- menn niður i svaðið, ata þá auri, svivirða þá á alla lund og gera þeim upp hvers kyns óheiðar- leika og ræfilsskap. Þessi siður hins illa umtals um þá menn, sem i alvöru helga sig stjórnmál- um, hefur orðið til þess, að almenningi hefur verið innrætt, að stjórnmálamenn séu annað hvort heimskar lyddur eða hreinir glæpamenn — einskisnýtir sorablettir á þjóð sinni. Þegar sá skilningur hefur náð að festa rótum hvað er þá i rauninni einkennilegt við það, þótt einhvern tima komi sú stund, að fólk fari að kjósa þá menn til slikra starfa, sem annað hvort eru yfir- lýstir trúðar eða glæpamenn — nema hvort- tveggja sé. Stjórnmálamennirnir mega sjálfum sér um kenna að þessi þróun hefur orðið. Þeir hafa liðið það, að fólk niddi þá og störf þeirra niður i skit- inn. Sumir hafa jafnvel beðið um meira af svo góðu — hvatt fólk bæði beint og óbeint til meiri skamma og meiri fyrirlitningar i garð stjórn- málanna og stjórnmálamannanna. Þeir hafa ekki þorað að svara fyrir sig fullum hálsi af ótta við almenning. ,,Fólkið vill hafa þetta svona”, segja þeir. „Fólkið hlýtur að hafa rétt fyrir sér”, þótt þeir viti, að svo er ekki. Og nú eru Danir að fara að uppskera af þess- ari illgresissáningu. Sjálfsagt munu margir koma með ýmiss konar skýringar á þvi, hvers vegna þar fór eins og farið hefur. Flestum þeim skýringum verður það sameiginlegt, að leitast verður við að réttlæta þá breytni kjósendanna, sem fram kom i kosningunum — firra þá allri sök, sem auðvitað verður svo komið yfir á hina ábyrgu stjórnmálamenn. En sú skýring er bara ekki rétt. Það er ekki dönskum stjórnmálamönnum að kenna, að Dan- mörk er nú stjórnlaust land. Sökin er ábyrgðar- lausra kjósenda, forheimskaðs fólks, sem hefur ekki hugmynd um, hvað það er að gera. Það er kominn timi til þess að fólkinu verði sagður sannleikurinn um það sjálft. Það á að leyfa þvi að byggja sjálfu þá sæng, sem það hef- ur um búið. [aiþýdu] —----—FRA ALÞINGf------- DÚMSTÚLAR VEITI NEYT- ENDUM í LANDINU SÉR- STAKA MÁLAF YRIRGREIÐSLU Kyrsti l'lutn- ingsmaður þessarar til- lögu er Bragi Sigurjónsson. Eins og Alþýðublaðið hefur áður rakið i stuttu máli hafa fjórir þingmenn úr jafnmörgum þingflokkum lagt fram á alþingi þingsályktunartillögu þess efn- is, að komið verði á fót þjónustu við neytendur hjá héraðsdóm- stólum. Tillagan gerir ráð fyrir, að rikisstjórnin láti semja frum- varp um þetta efni til þess að leggja fram á alþingi. Bjónust- an við neytendur verði i þvi fólgin, að dómari geti ákveðið, að mál, sem höfðuð eru af við- skiptavini verslunar eða þjón- uslufyrirtækis vegna viðskipta við fyrirlækið, hljóti skjótari og ódýrari afgreiðslu en nú tiðkast. Slikri meðferð megi beita við mál, sem varða allt að 50 þús kr. viðskiptum. llór er hreyfl nýju og mjög þörlu máli, sem algerlega vant- ar inn i islenska löggjöf um ncytendamál eða rótt neytenda, en viða hefur verið i gildi i ná- lægum löndum. h>vi er ckki úr vegi að gera máli þessu nokkuð nánari grein,en gerö var i stuttri SMÆRRI „NEYT- ENDAMÁL” FÁI SKJÚTARI OG ÚDYRARI AF- GREIÐSLU EN NÚ frótt Alþýðublaðsins um það, þegar það fyrst var lagt t'ram. t greinargerð. sem tillögunni lylgir, er mjög rækilega útskýrt hvaða nýmæli hór eru á ferðinni og er þvi best að vitna beint i greinargerðina til nánari skýr- ingar á málinu. Þar segir svo: „Alloft er þvi hreyft, að með- ferð hjá dómstólum landsins gangi seint, og þær raddir heyr- ast, að e'kki borgi sig að fara með mál fyrir dómstólana, meðferð þeirra sé svo hæg og kostnaðarsöm. Til þess að bæta úr þessu,er óskað eftir sórdóm- stólum til þess að fara með á- kveðna málaflokka. Nægir hór að nefna dómstól i ávana- og fikniefnamálum, sem nýverið hefur verið stofnaður, og um- ferðardómstól , sem siíellt er veriðað krefjast. Það mun mála sannast, að þeir, er best þekkja til og vinna að dómstörfum, sóu yfirleitt andvigir sérdómstól- um. Benda þeir t.d. á að þeir sórdómstólar, sem fyrir eru i landinu, eru starfræktir að miklu leyti af sömu mönnum og almennu dómstólarnir. Stal'i þetta af þvi, að takmarkaður ijöldi manna hali þjálfun i raun- verulegum dómstörfum og um- deilanlegt hljóti að teljast, hversu mörgum mönnum þjóð- félagið geti sóð af til þessara starfa. 1 neysluþjóðfélagi,eins og þvi íslenska(ler ekki hjá þvi, að upp komi fleiri eða færri deilumál milli neytenda og þeirra, sem selja þeim vörur og þjónustu. Mörg þessara mála varða h vert um sig ef til ekki mikilli upphæð, og verður það óhjá- kvæmilega til þess, að neytand- anum þykir ekki borga sig að eyða tima og fó fyrir dómstólun- um. A þennan hátt ler l'orgörð- um heilbrigt aðhald, sem versl- unarstóltunum er nauðsynlegt. Til þess að skapa þetla að- hald, án þess að það leiði til mikils kostnaðarauka fyrir rik- ið, er lagt til, að þeirri þjónuslu verði komið á fót, sem tillagan gerir ráð fyrir. l>essa meðferð mála mætti einnig nýta i iiðrum skyldum smámáíum og lótta þannig vinnuálagi á dómstólun- um, en það hlýtur þá einnig að leiða til hraðari meðferðar um- fangsmeiri mála. Það mun mála sannast, að mál þau, sem fyrir dómstóla eru lögð i dag, eru mjög mismun- andi. Sum þeirra eru tæpast þess eðlis, að full þörf sé á eins vandvirknislegri meöferð og nú tiðkast. Rótt er, að dómari á- kveði, hvort þessa meðferð megi við hafa, þar sem hann er i bestri aðstöðu til þess að meta, hvort hún eigi við. Rétt er, að meðferð málsins fari eftir eðli þess, en venjulega ætti ekki að þurfa að krefjast eins rikra sannana og i venjulegu máli og aðilar ættu að mega leggja mál- ið fyrir á þann hátt, sem þeir kjósa. Stelna ætti að þvi, að hvor aðili beri sinn kostnað af málinu að mestu. Sórfræðileg atriði er að jalnaði rétt að leysa með aðstoð meðdómenda. Úr- skurður samkvæmt þessari mcðferð ætti að hafa sömu áhrif og dómur I venjulegu dómsmáli. Slik meöferð smámála og hér er talað um á uppruna sinn I Bandarikjunum. Þar hefur hún verið reynd um árabil. Hefur þessi meði'erð mála sums staðar þar reynst mjög vel. Virðist það undir þvi komið, að dómaranum takist að vikja frá almennri meðferð einkamála og aðilum leylist ekki að njóta aðstoðar lögmanna. Sjá nánar um þetta fyrir- komulag l.d.: „Justice out of Reach: A case for small claim courts” (London, Her Majesty’s Stationary Office). Eftir umlangsmikla undir- búningsvinnu var slikri meðferð smámála komið á fót i Bretlandi að bandariskri fyrirmynd. llófst sú starfsemi 1. október s.l. l>á hafa Sviar komið likri meðíerð mála á hjá sér eða eru langl komnir með undirbúning þess. Sjá hér nánar t.d. grein eftir HovrattsrSdet Nils Man- gírd; „Reglerandet af mindre lörmögenhetsráttsliga tvister”, en grein þessi var flutt sem er- indi á 2(>. Norræna lögfræðinga- mótinu i Helsinki 1972”. ALMENNUR BORGARAFUNDUR UM: ÓÐAVERÐBÓLGU OG SKATTAMÁL VERÐUR HALDINN í SÚLNASAL HÓTEL SÖGU NÚ Á SUNNUDAGINN KLUKKAN 2 EFTIR HÁDEGI SKORAÐ HEFUR VERIÐÁ FORMENN ALLRA STJÓRN- MÁLAFLOKKANNA AÐ MÆTA TIL TIL FUNDARINS ÞAR MUN ÞEIM VERÐA BOÐIÐ AÐ FLYTJA STUTTAR FRAMSÖGURÆÐUR OG SVO AÐ SITJA FYRIR SVÖRUM LAUNÞEGAR! NÚ ER KOMINN TÍMI TIL AÐ STJÖRN- MÁLAMENNIRNIR FÁI SITTHVAÐ AÐ HEYRA FRÁ YKKUR. KOMIÐ OG LÁTIÐ RADDIR YKKAR HEYRAST ALÞÝÐUFLOKKURINN Fimmtudagur 6. desember 1973. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.