Alþýðublaðið - 20.12.1973, Síða 3
Niðurlæging Alþýðu-
bandalagsins þessar sið-
ustu vikur hefur orðið til
þess, að tveir af helstu
forvigismönnum Alþýðu-
bandalagsins i verkalýðs-
málum á Isafirði hafa
sagt sig úr flokknum.
Þessir menn eru Guð-
mundur Gislason, for-
maður Sjómannafélags
tsfirðinga, og Reynir
Torfason, ritari félagsins.
Ástæður fyrir þvi, að
þeir sögðu skilið við Al-
þýðubandalagið eru
greindar tvær. 1 fyrsta
lagi niðurlæging Alþýöu-
bandalagsins i sambandi
við lyktir landhelgismáis-
ins og i öðru lagi eru þeir
mjög andvigir þeirri þró-
un, sem orðið hefur i fé-
lagsmálum Alþýðu-
bandalagsmanna á ísa-
firði, en menntamannalið
úr Menntaskólanum á
Isafirði hefur smátt og
smátt verið að draga öll
völd i félaginu i sinar
hendur og þoka jafnframt
til hliðar verkalýðsfólki,
sem fylgt hefur Alþýðu-
bandalaginu að málum.
AliGLÝSINGA-
SÍMINN
OKKAR ER 8-66-6Ö
20.000 lesta skemmtiferðaskip
landfast í Nauthólsvík 74
Hópur manna i Reykjavik lands 20.000 lesta skemmti-
vinnur nú að þvi, að fá hingað til ferðaskip. sem festa á i land i
,,Hótel Skip"
„Við getum ekki meinað fé-
lögum okkar að vinna lögleg
störf”, sagði Agnar Gústafsson
varaformaður Lyftingasam-
bands tslands, er Alþ.b. innti
hann eftir þvi, hvort sambandið
hyggðist koma i veg fyrir, að
lyftingamenn myndu áfram
ráðnir til að meina þjónum
verkfallsvörslu.
Lyftingasambandið hefur
ekki tekið þetta mál fyrir, en
þess má geta, að núverandi for-
maður þess er Finnur Karlsson,
en hann var einn lyftingamann-
anna sem lentu i ryskingum við
þjóna við Hótel Sögu um siðustu
helgi, og var ráðinn til þess af
veitingastaðnum. ISI mun hins
vegar lita þetta mál alvarlegri
augum en Lyftingasambandið,
og hefur kallað saman sérstak-
an fund vegna þess, og verður
hann haldinn i dag.
Alþ.bl. hafði i gær samband
við Björn R. Lárusson, sem
kjörinn var formaður Lyftinga-
sambandsins 20. okt. s.l. Kom
þá i ljós, að Björn hafði sagt af
sér formennsku i sambandinu
26. októbereða sex dögum eftir
kjörið vegna ágreinings við
aðra stjórnarmenn Tók Finnur
þá við stjórnartaumunum.
Björn sagði aðspurður, að sér
fyndist framkoma lyftinga-
mannanna hneykslanleg og lyft-
ingaiþróttinni til skammar.
Agnar Gústafsson, varafor-
maður Lyftingasambandsins,
vildi taka það fram, að frásögn
þjónanna af „slagnum” við
Hótel Sögu hefði verið málum
blandin. Til dæmis hefði það
verið alrangt, að Gústaf Agn-
arssQn (sonur Agnars varafor-
manns) hefði fótbrotið Jónas
Þórðarson þjón. Gústaf hefði
aldrei nálægt manninum komið.
„Sannleikurinn i þessu máli á
eftir að koma i ljós”, sagði Agn-
ar. _____________________
Þjónsstarfið
I Sovétrfkjunum cr starf þjóns
álitið jafnerfitt og starf námu-
verkamanns. A þetta benda
norskir þjónar, sem nú eiga i
launastriði eins og starfsbræður
þeirra hér á tslandi. llafa
norskir þjónar hótað verkfalli,
fái þeir ekki hærri próscntur.
I Noregi er dánartala þjóna i
starfi frekar há, og cr það að
mati þjóna vegna þess hve
starfið er crfitt og tekur á taug-
arnar.
Nauthólsvik i Reykjavik og
gera úr þvi hótel. I þvi skipi,
sem mennirnir hafa helst auga-
stað á, eru 1000 rúm og myndi
það að sjálfsögðu leysa þann
mikla hótelvanda, sem við hefur
verið að striða hérlendis að und-
anförnu.
Einn mannanna er Sveinn As-
geirsson, hagfræðingur, og
sagði hann i viðtaii við frétta-
mann blaðsins i gærkvöldi, að
undirbúningur hefði staðið i
þrjú ár — og alltaf miðað við, að
skipið kæmi hingað til lands
1974. Kaupverð sagði Sveinn, að
væri áætlað i kringum 200 millj-
ónir króna og væri það ekki
nema 10-15% af kostnaði við
byggingu hótels af sömu stærð.
— Við höfum farið fram á rikis-
ábyrgð, sagði Sveinn, — og mun
fjármáiaráðuneytið hafa óskað
umsagnar Ferðamálaráðs.
Svar þess, sem barst i siðustu
viku, var neikvætt, en það svar
var algjörlega órökstutt og þvi
sendum við erindið umsvifa-
laust um hæl. Nú biðum við eftir
svari öðru sinni.
Sveinn kvað þó jákvæða af-
stöðu Ferðamálaráðs ekki for-
sendu fyrir kaupunum: — Ekki
ef okkur tekst að útvega féð eftir
öðrum leiðum, sagði hann. —
Væntanlegir hluthafar eru þeg-
ar orðnir margir, en hlutafélag-
ið verður ekki stofnað fyrr en
eftir að leyfi hafa fengist.
Sveinn sagði skipið vera
lúxusskip, fyrsta flokks hótel,
með veitingasölum, sundlaug-
um og öðru þvi, sem um borð i
slikum skipum erað finna Ekki
tókst að ná i Lúðvik Hjálmtýs-
son, form. Ferðamálareðs i
gærkvöldi.
SMYGLGOSS EÐA
RAUSNARGJAFIR
flugAhafna?
Nokkuð magn af ótolluðu tóbaki og
áfengi fannst nýlega í fórum tollþjóns
á Keflavíkurflugvelli, og vinnur
fulltrúi bæjarfógeta í Keflavík að
rannsókn málsins.
Við yfirheyrslur hefur tollþjónninn
borið því við, að f lugáhafnir haf i gef ið
sér umrætt góss. Málið verður sent
saksóknara rikisins. —
HORNIÐ
Á GATNAMÁLASTJÓRI
EKKI SALT f GRAUTINN?
„Það skyldi þó ekki vera, að
gatnamálastjóri eigi ekki leng-
ur fyrir salti á grautinn?”
spurði „Göngumóður”, sem
EKKI POLITISKT MAL
Jón Magnússon, lögmaður,
hafði samband við okkur vegna
forsiðufréttar i gær um: „Hver
fær Heilsuverndarstöðina.
Kvaðst Jón vilja taka fram,
að hann hefði sótt um stöðuna,
þar sem i auglýsingu var tekið
fram, að maður með lögfræði-
eða viðskiptafræðimenntun
væri sá, sem leitað væri eftir.
Þá kvaðst Jón vilja taka fram i
sambandi við atkvæðagreiðslu
Heilbrigðismálaráðs, þar sem
hann fékk 5 atkvæði, en Gisli
Teitsson 1, að ekki hefðu það
bara verið sjálfstæðismenn,
sem kusu hann, heldur og full-
trúar Alþýðuflokksins og Fram-
sóknarflokksins.
„Ég hef verið erlendis undan-
farið”, sagði Jón. „Ég taldi
þessa umsókn mina ekki geta
orðið pólitiskt mál og vildi ekki
vinna þannig með henni”.
hringdi i Hornið
Astæðan fyrir þvi, að „Göngu-
móður” vakti máls á þessu er
sú, að undanfarna frostdaga
hefur honum og öðrum göngu-
móðum borgurum gengiö bölv-
anlega að fóta sig á gangstétt-
um borgarinnar sökum hálku.
Ekkert hefur verið gert til þess
að greiöa götu fólks eftir þess-
um stéttum — ekki einu sinni
með þvi að bera á þær salt, sem
þó er heldur óvinsæl lausn á
þessum vanda. En það hefur
heldur ekki verið borið við að
moka stéttarnar, þ.e. það var
ekki gert á meðan snjórinn var
enn að mestu ófrosinn. Af þess-
um sökum hafa margir fengið
flugferðir og skelli, sem
„Göngumóði” finnst að gatna-
málastjóri beri fulla ábyrgð á.
A hinn bóginn má benda á, að
flestir bilstjórar fagna hverjum
saltlausum deginum, þvi salt á
götum er hvimleitt og fer ekki
vel með viðkvæmt stál bila og
dekk, auk þess sem saltið veldur
leiðinda slabbi. En til þess að
þeir njóti sannmælis fyrir það
se'm vel hefur verið gert má
benda á, að vegagerðin og
starfsmenn gatnamálastjóra
brugðu hart við.þegar allar göt-
ur voru að verða ófærar sökum
snjóa, og byrjuöu eldsnemma á
laugardagsmorguninn, eða
jafnvel strax um nóttina, að
ryöja þær. Var það vel að verið,
og fáir tepptust vegna ófærðar.
fram ályktun stjórnar Innkaupastofnunarinnar frá 10. þ.m.
heimild til kaupa a ljósaperum fyrir Borgarspítalann frá JÓhanni
ólajEssyni h. f. Álvktunin var samh. með 4:1 atkv.
fundargerð
desember 1973.
Eg er enn
heimsmeistari
NEI!
Hdan, fyrrverandi get-
raunaspámaður Alþ.bl.
hringdi:
,,Það er alrangt, sem
kemur fram í fyrirsögn á
baksiðunni í þriðjudags-
blaðinu, að spámaður Ex-
press hefði bætt met mitt,
þ.e. að hafa engan réttan
leik. Eins og réttilega
kemur fram i greininni,
er aðeins hægt að jafna
metið, en ekki bæta það.
Tel ég mig enn heims-
meistara, og ekki skal þvi
gleymt, að ég setti metið
á undan!"
Lokaorö viðtals viö Gunnar Þóröarson mjólkurfræðing, i
nýjasta hefti Strokkhljóðsins, sem er rit um mjólkuriðnað.
JOLAGJÖFIN
Við leituðum til Jakobs
Jakobssonar, fiskifræðings, til
að velja sér jólagjöfina i dag.
— Þvi er fljótsvarað i frostinu,
sagði Jakob. — Þá vantar
mann hlýja og góða vettlinga,
helst loöfóðraða. Svo var þetta
siður hér áður fyrr, að maður
fengi vettlinga i jólagjöf.
Við fórum á stúfana og i
Tösku- og hanskabúðinni,
Bergstaðastræti 4, fundum við
loðfóðraða belgvettlinga, sem
kosta 1.050 krónur.
o
Fimmtudagur 20. desember 1973.