Alþýðublaðið - 22.12.1973, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 22.12.1973, Blaðsíða 16
alþýðu mHlimi INNLÁNSVIÐSKIPTl LEIÐ TIL LÁNSVIÐSKIPTA EIJNAÐARBANK ÍSLANDS KÓPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga milli kl. 1 og 3 SENDIBIL A STÖÐIN Hf Veðurhorfur í Reykjavík og nágrenni næsta sólarhring: Austan eða norð-austan gola og bjartviðri. Búast má við 6-9 stiga frosti. KRÍLIÐ m t E=l_ KLfímp fíR mm trJb KNflR RimiHH tríd FjÓLlW LJbbajn mjr HBRT-fi HíUTfid £/ó£MV URNfí um HVBRF /5 ‘óparrA fíik! VÆ/n/ □ 3ÓK TfíUTfí 2/2 £IHS ynR GRlP iKH/F HLÝTun l 1ÆKM OTL. TlT/LL KAKTUS- ORÐAN (H)RÚS í HNAPPA- GATIÐ Sá, sem varð ofan á sem (h)rós hafi Alþýðublaðsins að þessu sinni er ömar Ragnars- son, sem þrátt fyrir marg- breytileg störf þarf engan titil með sér, svo menn viti, hver hann er. „Þiö eigiö að veita Ómari (h)rós fyrir það, að hann hefur manna mest skemmt okkur og létt okkur lifiö og þá einkum börnunum, en jólin eru jú oft nefnd hátið barnanna svo ég tel Ómar eiga vel við að þessu sinni”, sagði lesandinn, sem stakk upp á Ómari til viðurkenningarinn- ar. Og það er sýningarfólk Pálinu Jónmundsdóttur, sem enn hleypur undir bagga meö okkur, og hún heitir Hildi- gunnur Haraldsdóttir, daman sem festi (h)rós i hnappagat Ómars. ,,Það er nú svo”, sagði Ómar, ,,að fyrsta gamanvis- an, sem ég söng, var barna- visa, sem ég samdi eiginlega fyrir þá fullorðnu. Þetta var Mömmuleikur og á árinu 1958. Mömmuleikur kom svo út á barnaplötu. Það er nefnilega svo, að pró- grömmin, sem ganga best i þá fullorðnu, ganga ennþá betur i blessuð börnin.” Það er auövitað með sér- stakri viðhöfn sem viö útdeil- um jólakaktusinum okkar, enda hann splunkunýr af nál- inni, þar sem Ólafur Jónsson, gagnrýnandi Visis, geröi sér litiö fyrir og sótti sinn kaktus til okkar. Hann var að visu að- eins helmingur, þar sem Magnús Jónsson, leikhússtjóri á Akureyri, deildi kaktusinum meö ólafi, en frá Magnúsi höf- um við ekkert heyrt. Jólakaktusinn okkar fær Sveinn Ragnarsson, forstöðu- maður Félagsmálastofnunar- innar, fyrir að hafa með þver- girni sinni gengið af barna- heimilisframtaki Elinar Torfadóttur i Breiöholtinu dauðu. Á skeiðvellinum íslenzkir klerkar skella nú duglega á skeið svo skelfur jörðin en fleiðrast margur bossi, Elía spámaður ók i gullinni reið en aftur er staðhæft þeir margmenni á dauðu hrossi. í þeysireið kirkjunnar þjóna liggur við borð að þægilegheitin gerist að hefð og vana, þeir senda hver öðrum kristileg kærleiksorð og kalla til vitnis guð og postulana. í jóreyk vegarins hverfur hersingin senn með himnesk náðarmeðul tjóðruð við boga en þjóðin veit að þetta eru heilagir menn og þeirra hátterni allt af guðlegum toga. Kc> FIMM 6 förnum vegi Hvað ert þú að gera í augnablikinu? Ingunn Kristjánsdóttir, Skip- holti 28: Ég er að skreyta jóla- tréð og koma fyrir jólaskrauti svona hér og þar um ibúðina. Maður er alveg á kafi i þessu. Ilalldóra Guðmundsdóttir. sama stað: Rétt i þessu er ég að fara af stað til að kaupa jólaölið. Annars var ég að koma heim úr vinnu og hef nóg að gera. Kristin Sigurðardóttir, sama stað: Fá mér kaffisopa. Ég þarf ekki að undirbúa jólin svo mikiö, enda er ég ein hér og verð ekki heima nema tak- markað yfir jólin. Ég á nefni- lega 7 börn og 42 barnabörn. Ellnborg Guðmundsdóttir, Skipholti 26: Ég er að sauma. Ég hef verið að suma „löper” og ætla.aö vera búin með hann á morgun. Það gengur bærilega, takk. Sigrún Jónsdóttir, sama: Setja upp gardinur. Svo er ýmislegt fleira, sem liggur fyrir. Maður er svona að ganga endanlega frá áður en hátiðin gengur i garð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.