Alþýðublaðið - 28.12.1973, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.12.1973, Blaðsíða 2
PÁFARÍKIÐ REKUR UMFANGSMIKIL VIÐSKIPTI A MÖRGUM SVIÐUM Erindrekar páfaríkisins kunna fleira en faöir- voriö sitt, aö þvi er segir í bókfregn, er nýlega birtist i danska blaöinu Aktuelt. Fé páfaríkisins er m.a. að finan i Radio Corporation of Amerika, en það fyrirtæki er stærsti framleiðandi dans- og dægurlagaplatna á ítaliu. Páfarikíð á einnig hlutabréf í Cera- mica Pozzi, sem fram- leiöir alls kyns hreinlætis- og snyrtitæki og salernis- tæki. Áriö 1964 átti Ceramica Pozzi i fjár- hagserf iöleikum og þá var þaö hans hátign Agostino Cassaroli frá Páfarikinu, sem fékk Ungverjaland til þess að kaupa mikiö magn af sal- ernisskálum og þaö varö til þess aö bjarga fyrir- tækinu. Augljóst er, ap Páfa- ríkiö hefur lært sina lexiu af rómverska keis- aranum Vespasian, sem lagöi skatt á opinber salerni. „Peningar eru lyktarlausir", sagði hann viö þaö tækifæri og þaö varö að orðtæki, sem enn lifir. Gróðinn af sölunni af. P-pillum — sem Páfa- ríkið er raunar á móti, opinberlega — er líka lyktarlaus. Þessar og fleiri eftirtektarverðar upplýsingar eiga rætur sínar aö rekja til rann- sóknar, er leíöir i Ijós hvar fé Vatikansins er fólgiö og hverjar eigur Páfarikisins eru. Þetta mun vera fyrsta könnunin á því máli, sem fram hefur fariö, og hana annaðist Corrado Pallen- berg, fyrrum blaöa- maöur hjá Daily Express, Evening News og Sunday Telegraph. Bókin hefur mikinn fróöleik aö geyma og er nýlega komin út á dönsku. Pallenberg hefur gengið mjög rækilega til verks- Hann hefur skrifað páfanum og beðið um aö fá aðgang aö reikningum páfaríkisins. Svariö viö þvi var munn- legt nei. Páfaríkiö skrifar næstum aldrei um peningamál. Gert er jafnvel út um milljóna- viöskipti á alþjóöavett- vangi með símtölum og fundum. Grundva I laratr iöi í Biblíunni er, að hægri höndin skuli ekki vita hvaö sú vinstri gerir. Því ráði hlítír páfaríkiö. Þann er varla aö finna, sem hefur yfirsýn yfir öll fjárhagsmál kaþólsku kirkjunnar. Pallenberg hefur nú samt sem áður komist talsvert lengra en margir aörir við hið risa- vaxna leynilögreglustarf sitt. Hann hefur m.a. komistað því, að framlög sjálfboöaliöa til páfa- ríkisins úr öllum heim- inum nemi um 500 milljónum isl. króna árlega og kardínáli hefur laun, er nemur um 100 þús. kr. á mánuði, auk ýmissa hlunninda, er hann nýtur. Banki páfans i páfa- rikinu, „Stofnunin fyrir trúarlega starfsemi", er notaður til annars en trúarlegrar starfsemi. Ýmsir viðskiptavina bankans eru tengdir kaþólsku kirkjunni en ýmsir viðskiptavina hans eru þó heimslegar sinnaöir og sterkefnaöir. Um þennan banka er unnt að flytja peninga úr landi og einnig til hans utan úr heimi án þess að gjald- eyrislöggjöf og gjald- eyriseftirlit íta Iska ríkisins nái til þess. Með öðrum orðum: Þeir, sem eiga bankann að og geta fengið hann til að reka viðskipti fyrir sig, eiga auðveldan leik. í staðinn er það alvanalegt, að viöskiptavinir bankans arfleiði bankann aö nokkrum prósentum af fé sinu. Efnahagsleg og fjár- hagsleg starfsemi páfa- rikisins er afar marg- slungin. Svo aö aðeins séu tekin frímerki páfa- rikisins færa þau rikinu tekjur sem nemur nokkrum hundruöum milljóna ísl. króna árlega. Páfarikiö er meöeigandi, með aðild sinni að hlutafélaginu Immobiliare, aö mörgum byggingum i miðborg Parísar, skýjakljúfum í Montreal, heilum borgar- hluta i Washington og plantekrum í Mexiko City. Hlutabréfum þessa félags utan ftalíu er komið fyrir í Líberíu til aö foröast skatt- álagningu. Á italíu er fé páfa- rikisins fólgiö i margs- konar starfsemi. Hér skulu talin nokkur dæmi þess Þaö er fólgiö í stærsta tryggingarfélagi Italiu, auk annarra tryggingar félaga, í nokkrum bönkum og iðnfyrirtækjum. Páfa- rikið á t.d. peninga í fyrirtæki sem framleiðir salt á Síkiley og í fyrir- tæki, sem framleiðir næstum 90% af öllu stáli á italíu. Auðvitaö á páfa- rikið einnig stóran hluta fjárins i bankanum, sem heitir „Banco di Santo Spirito" eöa „Banki hins heilaga anda". Hann starfar utan páfaríkisins, en var stofnaður af því á sinum tima. Pallenberg hefur komist að þvi, að páfa- rikið festir fé sitt í fyrir- tækjum, sem stofnuð eru til að mæta ýmsum grundvallarþörfum mannsins. Hins vegar er látið við það sitja að eiga tiltölulega litið í hverju fyrirtæki fyrir sig. Páfa- ríkið á auðvitað hlutabréf i ítalska flugfélaginu Alitalia, og i ítölsku hrað- brautunum, sem bílarnir njóta góðs af. Árið 1929 gerði páfa- rikið samning við ríkis- stjórn Mussolini eftir margra ára deilur. Mussolini saþykkti að borga næstum tvo mill- jarða ísl. króna, sem var gifurleg fjárhæð í þá daga. Hinir klóku fjár- málamenn páfaríkisins ávöxtuðu féð á þann hátt, að það varð smám saman uppspretta enn meiri auðs. Hluti samningsins árið 1929 var á þann veg, að páfarikið væri skatt- frjálst. Sú dýrð stóð þó aðeins til 1963. Nú verður hinn heilagi stóll að greiða tekjuskatta, rétt eins og aðrir dauðlegir menn. Páfaríkið á gífurlegan varasjóð í gulli. Hann er ekki geymdur á italiu, heldur í Fort Knox í Bandaríkjunum, þar sem gullforði bandaríska ríkisins er varðveittur. Þau verðmæti, sem páfa- rikiö ræður yfir, er varla unnt að meta til f jár. En Corrado Pallenberg telur, að ávöxtunarfé páfarikisins nemi um 10 milljörðum ísl. króna. Þá eru ekki reiknaðar með tekjur frá byggingar- framkvæmdum, gjöfum, sölu frímerkja og toll- frjálsum fyrirtækjum i páfarikinu. Rétt væri aö bæta því við, að Pallenberg ræðir í bók sinni einnig um þann gifurlega kostnað, sem p- áfaríkið hefur meðal annars af félagsmála- legri starfsemi sinni og h já Iparstarf semi um allan heim. Páfarikið neitar hins vegar með öllu að veita almenningi aðgang að upplýsingum um samband tekna og út- gjalda. Hafnarfjarðar Apotek Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Helgidaga kl. 2 til 4. Sklpholt 29 — Sími 24406 BLOMAHUSIÐ simi 83070 Skipholti 37 Opið tu kl. 21.30. Einnig laugardaga og sunnudaga. ÞAÐ B0RGAR SIG AÐ VERZLA IKR0N Dúnn í ClflEflBflE /ími 04900 Föstudagur 28. desember 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.