Alþýðublaðið - 28.12.1973, Blaðsíða 3
BENSOGDATSUN
GERfl HELMINGINN AF
LEIGUBÍLAFLOTANUM
Val leigubilstjóra á bilum er
farið að beinast einkum að
tveimur gerðum. Eru það
Mercedes Benz og Datsun, en
samtals verða bilar af þessum
gerðum um 47% af leigubila-
flota landsmanna fljótlega eftir
næstu áramót.
Á þeim tveimur árum, sem
japönsku Datsunbilarnir hafa
verið fluttir til landsins hafa
tugir leigubilstjóra keypt slika
bila, og nú fyrir skömmu tóku 34
bflstjórar sig til og pöntuðu
sameiginlega Datsunbila, sem
þeir fá afgreidda eftir áramótin,
og verða bílar af þeirri gerð þá
yfir 200 talsins i leigubilaflotan-
um. Leigubilstjórar þessir fá 50-
—60 þús. króna afslátt af bilun-
um með þvi að panta svo marga
i einu, og verður verðið þá um
kr. 650 þúsund hver bill.
Aðeins ein tegund hefur enn
vinninginn yfir Datsun. en það
er Mercedes Benz. Af þeirri teg-
und eru um 250 bilar i leigu-
akstri, eða rétt rúmlega 26% af
öllum leigubilum.
Kaldasti
desember
í 87 ár
Meðalhitinn i desember hef-
ur verið lægri en hann hefur
verið i þeim mánuði i 87 ár.eða
siðan árið 1886. Sé dagurinn i
gær reiknaður með i meðaltal-
inu er meðalhitinn i Reykjavik
— 3.6 gráður, en árið 1886 var
meðalhitinn —5,0 gráður.
„Þetta er ágætt dæmi um það
hversu kaldur mánuðurinn
hefur verið", sagði Markús Á.
Einarsson veðurfræðingur við
Alþýðublaðið i gær, ,,og ef svo
heldur sem horfir er sist á-
stæða til að ætla, að meðaltal-
ið lækki, en þó getur veðrið
breyst".
Skrár yfir veðurmælingar
eru til frá árinu 1880, en sá
vetur var með endemum kald-
ur, og var meðalhitinn i
desember —6.1 stig.
Arið 1909 var meðalhitinn i
desember —3.3 stig i Reykja-
vik.
Kjörgögnin
tepptust en...
Séra Páll Þórðarson er
sá klerkur sem einna
lengst hefur mátt biða eft-
ir fréttum af kjöri sinu.
Noröfirðingar gengu til
prestskosninga 9. desem-
ber, en eins og fram hefur
komið i Alþ.bl., komust
kjörgögn ekki til biskups-
skrifstofunnar i Reykjavik
fyrir jól, og voru sam-
gönguerf iðleikar orsök
þess.
I gær voru atkvæði svo
talin á skrifstofu bískups.
Á kjörskrá voru 984 og
greiddi 641 atkvæði. Séra
Páll hlaut 640 atkvæði, en
einn seöill var auöur. Þvi
telst séra Páll Þórðarson
kjörinn lögmætri kosningu
til Norðf jaröarprestakalls.
Verkamannafélagið
Dagsbrún
Jólatrésfagnaöur Dagsbrúnar
verður i Lindarbæ 3. og 4. janúar n.k.
Aðgöngumiðar seldir á skrifstofunni.
Ingólfs-Café
Gömlu dansarnir í kvöld kl. 9
llljómsveit Garðars Jóhannessonar
Söngvari Björn Þorgeirsson.
Aðgöngumiöasala frá kl. 8. — Simi 12826.
Blaðburðarfólk
vantar nú þegar
i eftirtalin hverfi:
Nökkvavogur,
Gnoðarvogur,
Ljósheimar,
Kópavogur,
Fagrabrekka
og nágr.
Ms. Hekia
fer frá Reykjavfk þriöjudaginn 8.
janúar vestur um land i hring-
ferö.
Vörumóttaka: 3. og 4. jan. og til
hádcgis 7. jan. til Vestfjaröa-
hafna. Noröurfjaröar, Siglufjarö-
ar, Ólafsfjarðar, Akureyrar,
Húsavikur, Raufarhafnar, Þórs-
hafnar, Kakkafjaröar, Vopna-
fjaröar, Borgarfjaröar og Seyöis-
fjaröar.
ÁLFNAÐ ER VERK
ÞÁ HAFIÐ ER
8 SAMVINNUBANKINN
HORNIfi
Hótel-kassör
vantar alveg
Gylfi S. Guðmundsson, Há-
tröð 3, Kópavogi, skrifar:
,,A árunum 1964—1967 starf-
aði ég sem matreiðslumaður i
Sviþjóð. Ég kynntist þar meðal
annars rekstri veitinga- og
gistihúsa og þá um leið viðskipt-
um þjóns og veitingamanns, það
var nokkuð frábrugðið þvi er ég
átti að venjast hér, og vakti þvi
forvitni mina. Mun ég hér leit-
ast við að skýra þetta i sem
fæstum orðum.
LÉLEG UGLA
EN ERLINGUR
A HRÖS SKILIÐ
Sjónvarpsáhorfandi hafði sam-
band við Hornið:
,,Ég var búinn að hlakka tölu-
vert til að sjá „Ugla sat á
kvisti”, sem var á dagskrá sjón-
varpsins á jóladagskvöldið,
enda auglýst mikið og — að þvi
er virtist — merkilegt pró-
gramm. En þar tókst aðstand-
endum þáttarins að klúðra hon-
um endanlega. í þennan þátt
var bókstaflega ekkert varið,
samræmið hvergi til staðar, og
þau atriði, sem boðleg voru,
skemmd með lélegum upptök-
um eða þá á vitlausum stað i
dagskránni. Um þessa svoköll-
uðu „brandara” er ekki ástæða
til að fara mörgum orðum. Ég
held ég hafi séð einhvers staðar
eða heyrt nú nýverið, að þetta
ætti að vera siðasti þátturinn af
þessu tagi, og það er stórfint.
Þessi hugmynd, sem var asna-
legiupphafi, hefur hvort eð er
algjörlega gengið sér til húðar.
Jónas verður að gera betur en
þetta.
Aftur á moti var mikill og
stakur sómi að „Vér morðingj-
ar". sem sjónvarpið sýndi á
annan. Þar var geipilega vel
farið með gott leikrit og Erling-
ur Gislason, leikstjóri, á mikið
hrós skilið”.
Á veitingahúsum i Sviþjóð er
starfsgrein sú er þar nefnist
Hótel-Kassör(ska) (á islensku
hótelgjaldkeri). Til þess að öðl-
ast starf sem hótelgjaldkeri,
þarf menntun. Sú menntun er
veitt i hinum mörgu veitingaskól
um Sviþjóðar og til lokaprófs i
greininni er þess krafist að við-
komandi hafi gengið i gegnum
þær greinar er þjónum og mat-
reiðslumönnum eru kenndar, og
reikingshald og lagervörslu.
Starf hótelgjaldkera er greitt
af veitingamanni og þjóni sam-
eiginlega, og fer það þannig
fram að þjónn greiðir 2 1/2% af
sinu 15% þjónustugjaldi til veit-
ingamanns, en veitingamaður
sér um ráðningu, kaupgreiðslu
og annað til gjaldkera.
Starf hótelgjaldkera sparar
þjóni bæði mikla vinnu og tima
svo og ábyrgð. Starf hótelgjald-
kera er i meginatriðum eftirfar-
andi:
1. Allt reikningshald vegna
veitinga, sem fram eru bornar.
2. Alla vörslu vins og
drykkjarfanga og ábyrgð gagn-
vart veitingamannai.
3. Alla afgreiðslu, mælingu,
blöndun og hönnun drykkja.
4. Eftirlit með öllum veiting-
um er úr eldhúsi koma.
Komi fram klögumál gesta
vegna reikninga, drykkjar-
fanga, magns veitinga eða ann-
ars er aö slarti hótelgjaldkera
lýtur, er veitingamaöur gerður
ábyrgur og hótelgjaldkeri þvi
fulltrúi veitingamanns og ber að
meta þær kvartanir hverju
sinni.
Að minu áliti er hér um að
ræða samstarf veitingamanns
og þjóns sem báðum er til hags,
þjónninn getur gefið sér mun
meiri tima, og þannig annað
fleiri gestum og um leið veitt
betri þjónustu en ella. Þar með
getur hann að sjálfsögðu átt von
á riflegra drykkjufé gesta, um
leið og hann losnar við alla á-
byrgð og áhyggjur vegna lager-
vörslu, reikninga, vanmældra
drykkja o.fl.
Veitingamaður kemst i nánari
snertingu við gestinn, hann get-
ur gefið betri þjónustu og
þannig aukið vinsældir veit-
ingahúss og hann hefur einnig
betra eftirlit með öllum veiting-
um sem gestum eru bornar.
Ástæðan fyrir þvi að ég skrifa
þessar linur er aðallega það
slæma ástand sem margur gest-
urinn verður var við á mörgum
veitingahúsum hér á landi, að
þjónusta sú, er hann greiðir fyr-
ir er i allt of mörgum tilfellum
innt af hendi af ófaglærðu fólki,
meðan þjónninn er önnum kaf-
inn við skriftir, lagervörslu eða
annað, sem hjá honum virðist
méira virði en viðskiptavinur-
inn.”
LAGREIST,
HLIÐ OG LÍTIÐ
Gunnar Dal, skáld, hefur sent Horninu eftirfarandi vísur
vegna úthlutunar „viðbótarritlauna” fyrir árið 1973:
„Við hallarhlið Mammons þeir hópast,
og heiðurs og peninga biða.
En hliðið er lágreist og litið,
og lokað þeim sem ei skriða.
Og margur er maðurinn hljóður,
og margt er nú óskrifað blaðið,
þvi rykið þeir hefja til himins,
og henda stjörnum i svaðiö”.
FWA FL L/GFEZILAGMNU
BILSTJORAR
Flugfélag Islands h.f. óskar að ráða bil-
stjóra til starfa við vöruafgreiðslu félags-
ins á Reykjavikurflugvelli.
Umsóknareyðublöðum, sem fást á skrif-
stofum félagsins, sé skilað til starfs-
mannahalds fyrir 5. janúar m.k.
FLUCFELAC ISLAJVDS
Amtsbókasafnið á Akureyri
óskar að ráða bókavörð (bókasafnsfræð-
ing) sem fyrst. Umsóknir ásamt upp-
lýsingum um menntun og fyrri störf
óskast sendar undirrituðum fyrir 1. febrú-
ar 1974. Laun samkvæmt kjarasamning-
um starfsmanna Akureyrarbæjar. Allar
upplýsingar um starfið veitir amtsbóka-
vörður.
Bæjarstjórinn á Akureyri
Viðlagasjóður auglýsir
Crtborgun 2.áfangagreiðslu bóta fyrir
ónýt hús i Vestmannaeyjum hefst mið-
vikudaginn2. janúar 1974. Þeir, sem óska
eftir að fá greiðslu sina senda til Vest-
mannaeyja láti vita um það á skrifstofu
Viðlagasjóðs, Tollstöðvarhúsinu i Reykja-
vik fyrir áramót.
Viðlagasjóður
Föstudagur 28. desember 1973
o