Alþýðublaðið - 28.12.1973, Qupperneq 5
utgefandi: Alþýðublaðsútgáfan hf.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður, Frey-
steinn Jóhannsson. Stjórnmálarit-
stjóri, Sighvatur Björgvinsson.
Fréttastjóri, Sigtryggur Sigtryggs-
son. Aðsetur ritstjórnar, Skipholti
19, sími: 86666. Afgreiðsla:
Hverfisgötu 8-10, simi: 14900. Aug-
lýsingar, Hverfisgötu 8-10, sími
86660. Blaðaprent hf.
KRAFTAVERK Á I0LAH0TT?
Siðasta embættisverk Lúðviks Jósepssonar
fyrir jólin var að gefa góðvini sinum jólagjöf. Þá
jólagjöf þáði góðvinurinn sem umbun fyrir
langa þjónustu i þágu Alþýðubandalagsins —
þjónustu, sem fáir vita hvenær byrjaði, enn
færri hvernig gengið hefur fyrir sig og er sjálf-
sagt ekki lokið enn. Og Lúðvik Jósepsson skar
gjöf sina ekki við nögl. Hann gaf góðvini sinum
bankastjóraembætti við Seðlabanka íslands —
eina af helstu sérfræðistofnunum þjóðarinnar.
Ekki dregur Alþýðublaðið það i efa, að góð-
vinur Lúðviks,|Guðmundur Hjartarson,hafi unn-
ið flokki sinum gott og mikið gagn, en hitt vissi
blaðið ekki, að Guðmundur væri sérfræðingur i
æðri efnahags- og peningamálum eins og yfir-
stjórnendur Seðlabanka hljóta að þurfa að vera.
Ef til vill hefur Lúðvik Jósepsson gefið honum
sérþekkingu þá i jólagjöf lika. Nema hér hafi
orðið kraftaverk á sjálfa jólanóttina eða þvi sem
næst um sama leyti og Guðmundur fékk emb-
ættið. Nema það hafi nægt honum til þess að öðl-
ast þekkinguna og hæfnina að gerast nógu þaul-
sætinn á krossgötum Alþýðubandalagsálfanna
um þá nótt og láta engin siðaboðorð rugla sig.
Hafi slikt kraftaverk gerst, þá hefur Guðmundi
farnast betur en Fúsa i þjóðsögunni þar sem
honum leiðst að bita sig fastan i flotskjöldinn —
eða öllu heldur hið feita embætti — og fékk aukin
heldur vitið i ofanálag i stað þess að missa það
eins og Fúsi garmurinn.
En að öllum þjóðsögum slepptum, þá er þessi
embættisveiting Lúðviks Jósepssonar eitthvert
það stærsta hneyksli, sem orðið hefur i emb-
ættaveitingum á íslandi og er þó þar af mörgu
að taka. í margar vikur hefur Lúðvik Jósepsson
barist um á hæl og hnakka til þess að reyna að
koma Guðmundi Hjartarsyni fyrir i banka-
stjórasæti i einhverjum banka. Fyrst átti að
reyna að fjölga bankastjóraembættum við Bún-
aðarbankanna og koma Guðmundi Hjartarsyni
þar fyrir. Sú áætlun fór út um þúfur þar sem
meirihluti fékkst ekki i bankaráðinu fyrir Guð-
mundi.
Næst reyndi Lúðvik við útvegsbankann. Þar
fór á sömu leið. Tveir bankaráðsmenn vildu
styðja Guðmund. Þrir sögðu nei. Og þar sem
bankaráð viðskiptabankanna ráða bankastjóra
þeirra, en ekki bankamálaráðherrann, varð
Lúðvik að gefast upp þar.
Þá sneri Lúðvik sér að þeim eina banka þjóð-
arinnar, er hann sem bankamálaráðherra hefur
óskoruð yfirráð yfir — Seðlabankanum. 1
bankaráði þess banka var aðeins einn banka-
ráðsmaður af fimm með Guðmundi — hinir f jór-
ir voru á móti. En hér var bankaráðið aðeins
umsagnaraðili. Og Lúðvik kærði sig kollóttan
um umsögnina og beitti ráðherravaldi si u til
þess að setja vin sinn Guðmund Hjartarson i
embættið gegn nær einróma mótmælum banka-
ráðsins. Þetta er i fyrsta skipti i sögunni, sem
bankastjóri er skipaður við Seðlabankann i and-
stöðu við meirihluta bankaráðsins.
Skipun Guðmundar Hjartarsonar i banka-
stjóraembættið við Seðlabankann er hneyksli.
Maðurinn er sjálfsagt góður og gegn, en hann
hefur ekki til að bera þá hæfileika, sem þarf til
þess að gerast einn helsti efnahagssérfræðingur
þjóðarinnar. Skipun hans er ekkert annað en
gróf misbeiting ráðherravalds til þess gerð að
hygla einum manni og hygla rausnarlega.
alþýðu
n RTilfil
Úr borgarstjórn Reykjavíkur
,KOSNINGAÁÆTLUNIN’
A siðasta fundi i borgarstjórn
Reykjavikur fyrir jól — fundurinn
var haldinn fimmtudaginn 20.
desember — var afgreidd fjár-
hagsáætlun Reykjavikurborgar
fyrir árið 1974. Sú áætlun auð-
kenndist af þvi, aö kosningar eru
á næsta leiti. Útgjaldaboginn var
þar spenntur eins og framast
mátti með þeim afleiðingum, að
allar álögur á almenning eru i
toppi. Meirihlutanum þótti ekki
hlita að reyna að hlifa borgarbú-
um við þyngstu gjöldum.
A borgarstjórnarfundinum
flutti Björgvin Guðmundsson,
borgarfulltrúi Alþýðuflokksins,
ræðu um afgreiðslu fjárhags-
áætlunarinnar og geröi þar grein
fyrir viðhorfi Alþýðuflokksins til
þeirra mála. Hér fara á eftir
nokkrir kaflar úr ræðu Björgvins.
I upphafi máls sins sagði Björg-
vin Guðmundsson á þessa leið:
„Fjárhagsáætlun sú, sem hér
er til siðari umræðu, er sann-
kölluð kosningaáætlun. Hinn nýi
borgarstjóri hefur svo sannarlega
látið vaða á súðum við samningu
þessarar fjárhagsáætlunar. Allir
rekstrarliðir stórhækka og allt
upp i 51,1% milli ára, enda örlar
hvergi á sparnaði i rekstri. Þvert
á móti er bætt við fjölda nýrra
starfsmanna á sama tima og
Sjálfstæðisflokkurinn talar fjálg-
lega um það opinberlega, að
spara þurfi i opinberum rekstri,
draga þurfi úr rikisbákninu og
yfirbyggingu hins opinbera yfir-
leitt. Um leið og Geir Hallgrims-
son, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, og fyrrverandi borgar-
stjóri flytur hverja ræðuna á fæt-
ur annarri um nauðsyn þess að
skera niður útgjöld rikisins og að
spara skrifstofukostnað hjá hinu
opinbera, leggur eftirmaður hans
i borgarstjóraembættinu fram
frv. að fjárhagsáætlun, sem gerir
ráð fyrir stórfelldri þenslu i
borgarrekstrinum, i auknu
mannahaldi og stórauknum
rekstrarkostnaði, yfirleitt. A þvi
timabili, sem ég hefi fylgst með
undirbúningi fjárhagsáætlunar i
borgarráði, minnist ég þess
a.m.k. einu sinni, að fyrrv.
borgarstjóri, Geir Hallgrimsson,
sýndi verulega viðleitni i þá átt að
spara á rekstrarliðum fjárhags-
áætlunar og var þá margt skorið
niður. Slika viðleitni sýndi hinn
nýi borgarstjóri ekki s.l. ár, er
hann undirbjó sina fyrstu fjár-
hagsáætlun i þvi embætti. En það
er ekki aðeins að öll sparnaðar-
viðleitni detti niður nú, heldur
lætur borgarstjóri nú bókstaflega
vaða á súðum eins og ég sagði
áðan. Þessi fjárhagsáætlun ein-
kennist af eyðslustefnu, sem að
visu er augljóst, að á rætur sinar
að rekja til væntanlegra borgar-
stjórnarkosninga. Raunar má að
nokkru leyti segja hið sama um
eignabreytingaliöina, en framlög
til ýmissa framkvæmda á eigna-
breytingalið eru nú skyndilega
hækkuð verulega og ýmsar tillög-
ur okkar minnihlutaflokkanna
teknar upp, enda þótt þeim hafi
ávallt verið visað frá undanfarin
ár, og fjárskorti borið við. Þetta
gerist á sama tima og kveinstafir
meirihlutans um peningaleysi eru
meir en nokkru sinni fyrr. Meiri-
hlutinn kvartar sáran undan þvi
að geta ekki lagt nógu háa skatta
á almenning vegna laga um
tekjustofna sveitarfélaga. En þó
eru framlög til verklegra fram-
kvæmda aukin verulega vegna
borgarstjórnarkosninganna
næsta vor. Er litið samræmi i
málflutningi meirihlutans varð-
andi tekjuöflun og framkvæmdir.
En nú má spyrja: Er ekki
minni hluti borgarstjórnar
ánægður með það, að verklegar
framkvæmdir skuli auknar veru-
lega? Jú vissulega erum við
ánægð með það, ekki sist þegar
meirihlutinn tekur upp ýmsar af
okkar tillögum, sem ekki hafa
hlotið náð fyrir augliti hans áður.
Evn við gerum okkur það ljóst, að
þetta eru kosningatillögur. Það
eru væntanlegar borgarstjórnar-
kosningar, sem hafa haft úrslita-
áhrif á meirihlutann aö þessu
sinni og um leið og búið er að
kjósa, missir Sjálfstæðisflokkur-
inn áhuga á þessum málum á ný,
— þ.e.a.s. haldi hann meir'i-
hlutanum.’’
Þessu næst vék Björgvin að ein-
stökum liðum áætlunarinnar. Um
útsvörin sagði hann m.a.:
,,Það hefur áreiðanlega aldrei
veriðlögð fram hér i borgarstjórn
önnur eins eyðslu- og verðbólgu-
áætlun. Útsvörin eru áætluð
1905.5 m.kr. eða 530.5 millj.kr.
hærri en á yfirstandandi ári. Er
það hvorki meira né minna en
38.6% hækkun milli ára. Er þá
reiknað með, aö nota hluta 11.
prósentsins, en sérstaka
heimild félagsmáfaráðherra þarf
til þess að fara með útsvörin fram
úr 10%, af brúttótekjum. Leikur
Sjálfstæðisflokkurinn hér sama
leik og undanfarin ár, þ.e. þann
að leggja fram fjárhagsáætlun,
sem gerir ráð fyrir, að álagsélagt
á útsvörin þótt engin heimild sé
fengin fyrir sliku álagi. Ég hefi
sagt það hér áður, og ég segi
það enn, að frv. að fjárhags-
áætlun á aðeins að íela i sér 10%
útsvar. 11% er aðeins hugsað i
neyðartilfellum, þ.e. ef útgjöld
fara einhvern timann á fjárhags-
árinu verulega fram úr áætlun, og
tekjur hrökkva ekkifyrirgjöldum.
Þá á að leita heimildar ráðherra
fyrir aukaálag, en fyrr ekki.
Ég er algerlega andvigur þvi,
ab útsvörin verði á næsta ári inn-
heimt með álagi. Ég tel útsvörin
svo sannarlega nægilega há án
álags. Almenningur stynur þung-
an undan hinum háu beinu skött-
um rikis og Reykjavikurborgar,
og svo virðist sem allir stjórn-
málafíokkar séu nú orðnir sam-
mála um nauðsyn þess að lækka
beina skatta. Sjálfstæðisflokkur-
inn berst nú á alþingi fyrir lækkun
beinna skatta, en hér i borgar-
stjórn vill hann spenna útsvör og
fasteignagjöld eins hátt og
ýtrustu heimildir leyfa. Ég tel
engar likur til þess, að félags-
málaráðherra heimili álag á út-
svör borgarbúa, enda tel ég enga
ástæðu til þess.”
Um f a s t e i g n a g j a 1 d a -
álagninguna sagði Björgvin m ,a.:
,,Það er sömu sögu að segja um
fasteignagjöldin og útsvörin. Þau
eru stórhækkuð og gert ráð fyrir
að innheimta þau með 50% álagi,
ekki aðeins fasteignagjöld at-
vinnurekstrarhúsnæðis, heldur
einnig fasteignagjöld ibúðarhús-
næðis. Sjálfstæðisflokkurinnhefur
engar áhyggjur af þeim, sem
stynja undan hinum háu
fasteignagjöldum, svo sem
öldruðum, ekkjum og öðrum lág-
launamönnum, sem eiga eigin
ibúðir. Fyrst stórhækkaði rikis-
stjórnin fasteignagjöldin og Sjálf-
stæðisflokkurinn gagnrýndi það,
en þó þótti þessum flokki einka-
rekstursins ekki nóg að gert, þar
eða hann hefur ávallt bætt 50%
álagi ofan á fasteignagjöldin hér i
borgarstjórn.
Fasteignagjöldin eru i frv. að
fjárhagsáætlun áætluð 600 m.kr
eða 140 m.kr. hærri en á yfir-
standandi á ári. Það er 30,4%
hækkun. Er þá gert ráð fyrir að
fasteignamat hækki um 25%. Ef
álagið á fyrrnefndu fasteigna-
gjöldin værifelltniður.mundu þau
lækka um 100 milj. kr. og um það
flytjum við borgarfulltrúar
minnihlutaflokkanna tillögu. Við
flytjum einnig tillögu um lækkun
útsvars um 80 m.kr.”
Þessu næst vék Björgvin að ein-
stökum útgjaldaliðum áætlunar-
innar. Ræddi hann i þvi sambandi
sérstaklega um rekstrarútgjöld
borgarinnar, en þau hafa mjög
aukist i tið núverandi borgar-
stjóra, sem stóraukið hefur
mannahald i borgarresktrinum
og eyðslu fjármuna i sambandi
við rekstur borgarinnar.
Um þessi atriði sagði Björgvin
Guðmundsson m.a.:
„Rekstrargjöldin eiga alls að
hækka um 33,2% samkvæmt fjar-
hagsáætluninni. Einstakir liðir
rekstrargjalda hækka mjög mis-
jafnlega mikið eða allt frá 18,1%
upp i 74,5%. Raunar hækkar
liöurinn önnur gjöld ennþá meira
eða um yfir 200%. Aætlað er, að
stjórn borgarinnar muni á næsta
ári kosta 129,3 m.kr. eða hækka
um 22.9 m.kr. Er það 21,5%
hækkun milli ára. — Annars hefur
orðið umtalsverð starfsmanna-
fjölgun i öllum borgarrekstrinum
samkvæmt upplýsingum, er ég
hefi aflað mér hjá fjárhags-
áætlunarfulltrúa. Hefur alls
fjölgað um 60 starfsmenn — frá
fjárhagsáætlun 1973. Er hér um
svo mikla fjölgun að ræða á einu
ári, að full ástæða er til þess að
huga að þvi, hvort ekki er þörf á
meira aðhaldi i starfsmanna-
ráðningum til borgarsjóðs. Er
engu likara en að allar óskir ein-
stakra deilda borgarinnar um
fjölgun starfsmanna séu sam-
þykktar orðalaust. — Hér eru
ekki meðtalin fyrirtæki borgar-
innar, en þar hefur einnig orðið
mikil fjölgun starfsmanna.”
1 lok ræðu sinnar — eftir að
Björgvin hafði rakið fjölmörg
einstök atriði fjárhagsáætlunar-
innar — fjallaði hann um afstöðu
minnihlutaflokkanna til hennar.
Um það sagði hann m.a.:
,,Við borgarfulltrar minnihluta
flokkanna munum ekki fara i
neitt yfirboðskapphlaup við
Sj^lfstæðisflokkinn vegna
borgarstjórnarkosninganna
næsta vor. Við leggjum aðal-
áhersluna á það, að borgarstjórn
marki skýra stefnu i öllum
málum og þar á meðal þeim, sem
kosta mikið fé til framkvæmda.
Við leggjum áherslu á, að stefna
verði mörkuð og framkvæmda-
áætlanir gerðar til margra ára.
Við höfum lagt fram itarlegar
tillögur um ibúðabyggingar, um
uppbyggingu BÚR, um aðgerðir i
þágu aldraðra, um byggingu dag-
vistunarstofnana, um skóla-
byggingar o.fl.
Tillögur þessar fela i sér miklar
og ákveðnar aðgerðir en þær
kosta liltölulega litla fjármuni
fyrir borgarsjóð næsta ár
umfram það, sem þegar er komið
i frv. að fjárhagsáætlun eða
aðeins um 60 millj. undirbúnings-
kostnað, sem er sama fjárhæð og
við leggjum til, að verði spöruð ‘á
rekstri. Næsta ár á fyrst og
fremst að fara i undirbúning á
framkvæmd tillagna okkar, en
siðan eiga þær að framkvæmast á
næstu árum.
Þannig mun tillaga okkar um
uppbyggingu BÚR ekki kosta
neina fjármuni næsta ár. Það á að
nota árið til þess að undirbúa
kaup á 4. skuttogaranum fyrir
BÚR og til þess að ganga frá
öllum undirbúningi að byggingu
nýs frystihúss fyrir BÚR.
Ibúðatillaga okkar mun ekki
kosta meira næsta ár en sem
svarar auknu framlagi til ibúða-
bygginga i fjárhagsáætlun meiri-
hlutans. En við gerum ráð fyrir
að borgarstjórn samþykki nú
þegar áætlun til 3ja-5 ára um
ibúðabyggingar.
Tillaga okkar um byggingu
dagvistunarstofnana fjallar
einnig um átak i þeim málum á
næsta kjörtimabili, en kostar ekki
meira á næsta ári en sem svarar
þeirri aukningu á framlagi til
barnaheimila, er fram kemur i
frv. aðfjárhagsáætluninni. Og hið
sama má segja um tillögu okkar
um skólamál.
Við borgarfulltrúar minnihluta-
flokkanna verðum þvi ekki
sakaðir um að vilja spenna upp
fjárhagsáætlunina, enda ofbýður
okkur skattpiningarstefna sú,
sem fram kemur i frv. og sú
mikla eyðslustefna, sem fram
kemur á rekstrarliðum.”
Kaflar úr ræðu Björgvins Guðmundssonar um fjárhagsáætlunina
Föstudagur 28. desember 1973