Alþýðublaðið - 28.12.1973, Qupperneq 6
HANN GÆTI ORÐIÐ FORSETI BAN DARÍKJANNA
Ford er glæsilegur,
traustur og tryggur
Nixon valdi Ford...
Agnew var varaforsetinn á
undan Ford...
Gæti Truman verift fyrirmynd
F’ords...
Richard Nixon kallaði
gamla vin sinn, Gerald
Rudolph Ford, við for-
setakosningarnar 1968
,,f ramtíðarvon Repú-
blikanaf lokksins".
Þá álitu bestu vinir
Fords, að Nixon væri að
vera elskulegur.
En framtíðin er komin
fyrir hinn sextuga Ford
og Bandarikin.
Watergate-málið hefur
tætt í sundur orðstý
Nixons og því hvílir leið-
sögn allra mála Banda-
rikjanna á breiðu baki
Gerrys Fords.
Nú spyrja bæði Banda-
rikjamenn og allar aðrar
þjóðir, hvort Ford geti
tekið við stjórn einhvers
voldugasta ríkis jarðar,
ef hann erfir Hvita húsið.
Vinir Gerrys Fords
(hann er vinmargur) og
óvinir hans (fáir af
stjórnmálamanni að
vera) segja, að honum sé
treystandi. Hann sé dygg-
ur, trúr, tryggur, iðinn,
elskulegur og yfir allan
grun hafinn...það skiptir
kannski mestu máli þetta
siðasta.
Ilann tók við af Spiro Agnew,
sem hefur legið undir grun og
lengið sitt fyrir, en hann þurfti
einnig að gangast undir ein-
hverja yfirgripsmestu rann-
Brosið þið nú — dóttirin Susan tekur mynd af varaforsetanum,
Betty, og syni þeirra, Steve.
konu hans,
sókn, sem h’BI hefur nokkru
sinni framkvæmt.
Degi eftir að hann var út-
nefndur sem varaforseti komu
80 menn i Grand Rapids,
Michigan o& spurðu þar alla
spjörunum úr um hann og fram-
l'erði hans.
Mennirnir sem áttu að
fylgjast með ■foJ'li P’ords voru
hvorki meira né minna en 350 og
þeir fóru i 33 fylki. Einn þeirra
segir: ,,Við vorum sendir til
kennara hans til að fá
einkunnirnar. Við fórum i há-
skólann i Michigan og i laga-
skólann Yaleog til Nebraska, en
þar fæddist hann.”
T>eir ræddu við þúsund manns
og gerðu 1700 blaðsiðna skýrslu
áður en Howard Cannon, sem er
formaður rannsóknarnefndar
þingsins, sagði: „Þetta var
viðamesta rannsókn, sem
nokkru sinni hefur verið gerð
um einn manre”
ÞREKRAUN.
Þrekraun Fords hófst, þegar
hann varð að koma fyrir nefnd
Cannons, en þar var hann
spurður spjörunum úr um fjár-
mál sin. Eftir þvi, sem best er
vitað, stóöst hann þessa þrek-
raun mjög vel.
Erfiðasta andartakið var,
þegar hann var ásakáður um að
veita stuðningsmönnum flokks-
ins embætti eða verkefni i þakk-
lætisskyni. Ford kallaði bæði
þessar ásakanir og aðrar upp-
spuna og lygar. Hann harð-
neitaði þvi, að hann hefði gengið
til sálfræðings og sagði: „Ég er
ógeðslega heill andlega”.
Rannsóknarrétturinn segir,
að hann hafi sigrað með yfir-
burðum. Hann var spurður að
HANN ER HEIÐARLEGUR OG IÐINN
OG ÞÁ HÆFILEIKA MÁ ENGINN VAN-
META EN HANN ER ENGINN EINSTEIN
þvi, hvort forsetanum leyfðist
einhvern timann að ljúga að
bandarisku þjóöinni. „Aldrei”,
svaraði hann.
Má forsetinn nokkru sinni
óhlýðnast hæstaréttardómi?
„Ég held, að enginn hér sé haf-
inn yfir rétt og dóm,” svaraði
Ford.
En Nixon hefur gert þetta,
eftir þvi sem ákærendur segja.
Ford viðurkenndi, að laganefnd
þingsins væri i sinum fyllsta
rétti, þegar hún ihugar sakfell-
ingu.
Svörin eru rétt, en jafnvel
bestu vinir Gerrys Fords telja
hann ekki djúphugsandi.
Einn sagði: „Hann er
heiðarlegur og tryggur — og
slika kosti á enginn að misvirða
— en hann er áreiðanlega eng-
inn Einstein.”
Þessi skortur Fords hefur
orðið til að auka kimnigáfu
sumra i þinghúsinu.
Gamall andstæðingur hans,
sem hét Lyndon Baines Johnson
barði eitt sinn á enni sér, þegar
hann var spurður álit sitt á Ford
og sagði: Slæmt, slæmt — svona
kemur fyrir suma, sem eru
hjálmlausir i „rugby”.
L.B.J. urraði illilega, þegar
Framhald á bls. 4
Hávaði, sem einn maður
þolir, getur ært lífið úr
öðrum. Fimmti hver
þjóðfélagsborgari lendir
utangarðs við þær
hávaðareglur, sem i gildi
eru, og eingöngu eru
miðaðar við meðal-
borgarann - og raunar
varla það - og lif hans
og starf á vinnustöðum og
i umferðinni. Þeir, sem
eru viðkvæmari fyrir
hávaðanum, eru þó ekki
óskynsamir eða móður-
sjúkir. Þeir eru einfald-
lega viðkvæmir og
virðast alls ekki þola
þann hávaða, sem aðrir
virðast þola með allgóðu
móti.
í Salford-háskólanum i
Bretlandi hafa undan-
farið staðið yfir og
standa enn yfir rann-
sóknir, er leitt hafa í Ijós,
að ekki er til neitt sem
heitið gæti „meðal-
afstaða manna til
hávaöa". Fólk bregst
afar misjafnlega við
hávaða. Hverjir fimm
menn telja, að gildandi
hámarksreglur um
hávaða, verndi þá fyrir
honum, hverjir tveir
telja, að þeim finnist þeir
ekki njóta verndar og
hverjir þrír telja sig ekki
hafa neina þörf fyrir
vernd. Hinir viðkvæmu
telja sig ekki geta þolað
hávaöa, hversu lítill sem
hann er. Þeir fá höfuð-
verk, finnst þeir beygðir
og hneigjast til ofnotk-
unar á svefnmeðulum.
Jafnvel venjulegur um-
ferðarhávaði í rólegri
götu (45 decibel) veldur
hinum viðkvæmu van-
liðan. Hinum venjulega
eða harðgera liður vel allt
þar til 16 sinnum meiri
hávaði er kominn til sög-
unnar — 85 decibel í
götu með mikilli umferð.
Danska blaðið Politiken
segir, að hin opinberu
hávaðahámörk í Dan-
mörk séu 85 decibel.
Jafnt hinum viðkvæma
sem hinum harðgera
liður illa af hávaðanum í
mjög hávðasamri verk-
smiðju. Munurinn er þó
sá, að hinn harðgeri getur
unað hávaða, sen er mjög
nálægt hámarkshávaða-
mörkunum þar sem aftur
á móti hinn viðkvæmi
getur það ekki.
Allt þetta byggist á þvi
hve mennirnir eru bless-
unarlega misjafnir og
ólíkir hver öðrum. Skiptir
þá aldur, kynferði og
menntun engu máli i
þessu sambandi. Engu
máli skiptir heldur í
þessu sambandi, hvort
maður er úthverfur eða
innhverfur, hvort hann
gegnir mikilvægri stöðu
eða ekki. En eftirtektar-
vert er þó i þessu sam-
bandi, að hinn viðkvæmi
er vakandi gagnvart því
þjóðfélagi, sem hann býr
og lifir í, hann er
greindur og frumkvæður.
Engan veginn er heimilt
að draga þá ályktun af
þessu jafnframt, að hinir
harðgerðu séu ógreindir.
Engu sliku er til að
dreifa. Vitað er, að
margir skapandi lista-
menn, bæði fyrr og síðar,
hafa viljað forðast há-
vaða, eftir þvi sem að-
stæður hafa leyft. i þeim
hópi hafa verið menn eins
og Tolstoj, Bertrand
Russell, George Orwell,
Bernard Shaw, Schopen-
hauer, Kant, Göthe,
Solsjenitsin. Hinir við-
kvæmu eru engan veginn
lélegustu þjóðfélags-
borgararnir, það er auð-
velt að sýna fram á, og
eiga fullan rétt á að njóta
verndar.
FIMMTI HVER MAÐUR
ÞOLIR EKKI HAVAÐA
O
Föstudagur 28. desember 1973