Alþýðublaðið - 28.12.1973, Síða 7
KEMIIR TIL SÖGUNIIAR f SVfNÓD
é
Málmey.... Hvaö er það i lofti, láði eða legi hér í
Ákers Styckebruk, er skaðar augun okkar, spyr
fólkið þar sjálft sig þessa dagana. Sænska dag-
blaðið Arbetet í Málmey segir,að dularfullur augn-
sjúkdómur haf i herjað á marga. Eru tilfellin smám
saman orðin það mörg, að heilsugæsluyf irvöld hafa
krafist skýrslu um það hvað á seyði sé.
Ákers er dæmigert iðnaðarsamfélag, þar sem
málmsteypa og efnaverksmiðja eru meðal stærstu
fyrirtækjanna. Enginn veit hvort augnsjúkdómur-
inn á rætur sínar að rekja til iðnaðarins, en sjálf ur
er hann staðreynd.
Sjúkdómurinn lýsir sér þannig, að hvítan i
auganu verður grá og rauðar línur koma fram i
auganu. Stöku sinnum kemur fram bólga
umhverfis augað. Meðal þeirra, er sjúkdómurinn
hefur herjað á, eru ungbörnin.-----------Heilsu-
gæsluyfirvöldin hafa nú hafið samstarf við lækna-
f élagið um aðgerðir á þessu sviði svo að kveða megi
sjúkdóminn niður.
'A'
i
tfWfW
- mt
S»!s
^ '■ f' '■
s m
ks?í
Vinningar hækka um 24.4 mill-
jónir í happdrætti SÍBS.^
Lægstu vinningar veröa 5.000 kr.
Dodge Dart í aukavinning.
Miðaverö 200 kr.%
Bíðiö ekki lengur. Bjóöið*
heppninni heim.
Happdrætti SÍBS.
Vinningur margra, ávinningur alira.
Föstudagur 28. desember 1973
o