Alþýðublaðið - 28.12.1973, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 28.12.1973, Blaðsíða 12
alþýðu n RTíTTí] Lægð, sem var i gærkvöldi 1200km suðvestur i hafi, veld- ur aö likindum allhvassri norðanátt og snjókomu á Suðurlandi á morgun. Ekki var vitað um aðra lægö i ná- grenni landsins i gærkvöldi, svo útlitiö fyrir næstu daga er norðanátt og él fyrir norðan en bjart á Suðurlandi, og alls staðar frost. KRILIÐ □ / SoL V£ SÆLfí QofíÐfí *l ’/SL. FÆ.ÐU rfípfí \ BÝLum PUD InfíDUfi. TflLfít) V □ 1 Timflft SHöófíR ÞÝfífD VFIR Hörri HT77Fd\ | -S /<• sr TfEPfí f mbUf, FIEUIL 1N fífiKHR □ ruDÞfí 5u/vD A'oMftsr 7 « SKfíP 5K.ST TfU-f) r INNLANSVIÐSKIPH LEIÐ ^TIL LÁNSVIÐSKIPTA Ibijnaðarbank fW ÍSLANDS KÓPAYOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga milli kl. 1 og 3 SENDIBIL ASTOOIN Hf Við brennum þrjátíu milljónum um áramotin 30 milljónir króna f uðra upp i alls konar flugeld- um, blysum, stjörnuljós- um og sólum, þegar ís- lendingar kveðja liðið ár og fagna því nýja nú um áramótin. Mikill meiri hluti þessarar ijósadýrð- ar kviknar og deyr á svo til sömu minútunni kl. 12 á miðnætti á gamlárs- kvöld. íslenskum framleið- endum og innflytjendum þessarar vöru ber saman um, að eftirspurn hafi aldrei verið meiri en nú. Helgi Guðmundsson i Flugeldagerðinni á Akra- nesi sagðist ekki hafa getað sinnt öllum pöntun- um, sem borist hefðu, en f ramleiðslan þar er um 40 þúsund flugeldar og Ijós af 27 gerðum og stærðum. Þórarinn Símonarson í Flugeldaiðjunni Þórs- mörk i Garðahreppi hafði svipaða sögu að segja. Hér á landi er þó ekki framleiddur nema röskur þriðjungur þess magns, sem notað er. Lárus Ingimarsson, stórkaupmaður, sem er einhver stærsti innflytj- andinn, hefur tekið upp og selt úr 250 trékössum alls konar flugelda, sem hann hefur flutt inn frá Kina og Englandi. Onnur lönd, sem mest er keypt frá, eru Japan og Dan- mörk og Austur- Þýska- land, að sögn Eiríks Ketilssonar, sem flytur inn stjörnuljós og smá- blys, sem einkum miðast við yngstu neytendurna. Reykjavíkurskátarnir eru nú langstærsti smá- salinn i flugeldum, blys- um og alls konar Ijósum, en allur ágóði af sölunni rennur til Hjálparsveitar skáta. Ýmis önnur fé- lagasamtök hafa einnig með höndum sölu þessar- ar vöru til hjálpar góð- gerða- og líknarstarfi. Lætur nærri að hvert einasta mannsbarn á is- landi verji 150 krónum til þess að fagna nýju ári og kveðja liðið, er söluverð- inu er jafnað niður, en verulegur hluti af kostn- aði við skammvinna Ijósadýrð áramótanna gengur þó til velferðar- mála og varanlegrar hjálpar við ýmsa þá, sem minnst mega sin og eru hjálpar þurfi. PIMM ó förnum vegi Hvað fannst þér skemmtilegast við jólin? Ómar Hallsson þjónn: Hvildin, ég slappaöi vel af frá amstrinu, og fór svo i mörg jólaboð til upp- lyftingar. Ilreinn Kðvarðsson 9 ára: Gjaf- irnar voru skemmtilegastar, sérstaklega rafmagnsbillinn sem ég fékk, annars fékk ég fullt af gjöfum, meira en venju- lega. Sigurður Sigurðsson þjónn: Maturinn, ég boröaöi mikið af góðum mat og naut þess. Gæsir og rjúpur eru t.d. með þvi besta sem ég fæ. og naut ég þess um jólin. Guðrún Kðvarðsdóttir 12 ára: Pakkarnirog gjafirnar. Ég fékk mikið af skemmtilegum gjöfum en skemmtilegast þótti mér að fá skiði og skfðaskó, sem ég hlakka mikið til að prófa. Jón I. Baldursson: Best þótti mér hvildin og að fá mikinn og góðan mat. enda svaf ég meira og borðaði meira en vant er. og er strax bvrjaður á þvi að halda i við mig aftur. —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.