Alþýðublaðið - 24.01.1974, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.01.1974, Blaðsíða 2
HOLLT FÆÐI — HRAUSTUR LÍKAMI — MEGRUN OG MATARÆÐI AAEGRUNIARFÆDI III 1 siðustu tveim þáttum okkar um MEGURÐ OG MATAR- VENJUR, sem birst hafa hér i blaöinu sl. tvær vikur, voru gefnar uppskriftir að ýmsum réttum til hádegis- og kvöld- verðar ásamt millimáltiðum miðað við neyslu 1.000 hitaein- inga á dag. 1 þessum þætti og þeim næsta á eftir, sem birtist að öllu for- fallalausu hér i blaðinu eftir eina viku, tökum við fyrir mun rýmri megrunarkúr — miðaðan við neyslu 1.200 hitaeininga á dag — og eins og siðast gefum við uppskriftir af ýmsum há- degis- og kvöldverðarréttum á- samt millimáltiðum. Og byrjum þá á byrjuninni, en fyrst er þó rétt að benda á örfá atriði: 1.200 hitaeiningar á dag færðu m.a. með þvi að borða: 100 gr af brauði (eða 60 gr af brauði og 100 gr af kartöfl- um), 20graf fitu (þ.á.m. við- bit.svo sem smjör eða smjör- liki), 1 meðalstór ávöxtur, 350—400 gr grænmeti, 5 dl. undanrenna, 1 egg eða 30 gr af mögrum osti, 200 gr mag- urt kjöt eða 175 gr sild, eða 450 gr magur fiskur. MORGUNMATUR Morgunmatur 1. Uppskrift fyrir 1:250 hitaeining- ar. hálf rúgbrauðssneið, örlitið af sólblóma (2,5 gr) 25 gr. magur ostur, 1 linsoðið egg, 2 dl. mjólk (helst undanrenna). Morgunmatur 2 Uppskrift fyrir 1:215 hitaeining- ar. 1 hrökkbrauðskaka, örlitið af sólblóma, 25 gr magur ostur, 1 bikar af youghurt. Mnrgunmatur 3. Uppskrift fyrir 1:90 hitaeining- ar. 1 franskbrauðssneið, örlitið af sólblóma, 50 gr af ávaxta- marmelaði, sem hefur ekki ver- ið gert sætt með sykri (sjá upp- skriftir hér á eftir), 150 gr súr- mjólk. HÁDEGISVERÐUR Hádegisverður 1 Uppskrift fyrir 1:340 hitaeining- ar 1 rúgbrauðssneið, örlitið sól- blóma, 30 gr magurt kjötálegg eða fiskur, 100 gr hrásalat (sjá uppskriftir hér á eftir), 50 gr magur ostur e.t.v. með radisum og púrrulauk, 2 dl. undanrenna. Hádegisverður 2 Uppskrift fyrir 1:320 hitaeining- ar. 2 hrökkbrauðskökur, örlitið sól- blóma, 1 harðsoðið egg, 1 með- alstór tómatur, 25 gr mögur lifr- arkæfa (sjá uppskrift hér á eft- ir), 100 gr agúrkur, 2 dl. undan- renna. Hádegisverður 3 Uppskrift fyrir 1:320 hitaeining- ar. 1 rúgbrauðssneið, hálf fransk- brauðssneið, örlitið sólblóma, 100 gr reykt sild með lauk, 30 gr ostur, 2 dl. tómatsafi. Sunnudags-hádegisverður Uppskrift fyrir 1:360 hitaeining- ar. 2 þunnar franskbrauðssneiðar, örlitið sólblóma, eitt hræregg, litill tómatur, 50 gr af mögrum osti, 2 dl. undanrenna. Önnur franskbrauðssneiðin er ristuð, smurð með örlitlu sól- blóma og borðuð með hrærða egginu. Hin franskbrauðssneiðin smurð með örlitlu af sólblóma. Tómaturinn skorinn i sneiðar og þær lagðar ofan á brauðssneið- ina, en tvær sneiðar af mögrum osti svolagðar yfir. Brauðið sett inn i 200 stiga heitan ofn uns ost- urinn hefur bráðnað. Uppskriftir að réttum, sem nefndir hafa verið á hádegis- verðarborðið. Ávaxtamarmelaði til margra daga: 250 gr. ávextir — t.d. hindber eða jarðarber. 1 dl. vatn. Safi úr hálfri sitrónu. Þrjár töflur af gervisykri. Avextirnir eru soðnir i vatni uns þeir eru orðnir vel meyrir. Þá eru sitrónusafinn og sykur- töflurnar settar út i. Geymist á köldum stað. Hver 100 gr innihalda 30 hita- einingar. Ýmis hrásalöt: 1. Epla- og gulrótarsalat: 50 hitaeiningar pr. skammt. 50 gr. söxuð epli og 50 gr. rifin gulrót blandað saman ásamt safanum úr hálfri appelsinu. 2. Salát með rauðkáli 60 hitaeiningar pr. skammt. 75 gr mjög vel saxað rauðkál, 25 gr niðursoðnar rauðrófur, vel brytjaðar, 1 msk. rauðrófusafi, 1 tsk. sætt sinnep. 3. Salat með sveppum: 40 hitaeiningar pr. skammt. 50 gr sveppir, sem skornir hafa verið i þunnar sneiðar. 20 gr. grænar baunir. 30 gr. grænt sal- at. Salatsósa (marinaði): Einn fjórði dl. vatn. 1 tsk. sinn- ep, 1 tsk. sitrónusafi, eilitið hvit- laukssalt. 4. Agúrkusalat: Millimáltið 2: 20 hitaeiningar pr. skammt. 50 hitaeiningar. litið af sólblóma, 1 sneið af mögrum osti. 100 gr gúrka skorin i þunnar sneiðar. Salatsósa (marinaði): hálfur dl. vatn, hálfur dl. borð- edik, 3 gervisykurtöflur, salt, pipar. Athugið: Til þess er ætlast, að salat sé látið liggja nokkurn tima i salatsósunni (marinað- inu) — t.d. 5—10 min. Mögur lifrarkæfa: 175 hitaeiningar i 100 gr 200 gr lifur (helst kálfslifur), skorin i sneiðar. 100 gr sveppir skornir i sneiðar. 25 gr niður- sneiddur laukur, 2 lárberjablöð, ldl. vatn (notið soðið i kæfuna), lOgrsólblóma, 1 msk. portvin, 1 tsk salt, örlitill pipar, 4 blöð matarlim. Lifur,sveppir og laukur soðin i vatninu, sem lárberjalaufin hafa verið sett út i. Soðið i ca. 15 min. Maukið, sem þá verður orðið i pottinum, látið kólna og hakkað einu sinni i hakkavél. Maukið er siðan bragðbætt með þvi, að brætt sólblóma á- samt portvini, salti og pipar er blandað út i. Leggið matarlimsblöðin i bleyti i vatni i ca. 10 min. vindið þau siðan og bræðið þau i vatns- baði (skaftarhola með matar- limsblöðunum sett ofan i pott með snarpheitu vatni) og setjið siðan matarlimið út i. Lifrarkæfunni þvi næst hellt i minni ilát — gjarna 2—3 — og leyft að standa um stund á með- an hún er að stifna. MILLIMÁLTÍÐIR: Best er auðvitað að reyna að forðast að borða á milli mála. Þó eru sumir, sem bókstaflega geta ekki án þess verið. Slikt má fólk, sem er i megrun, að visu gjarna veita sér, en þá verður það að gæta þess, að velja sér rétt fæði til þess að borða milli mála. Að sjálfsögðu hvorki sæl- gæti né sykraða gosdrykki og eins skulu menn minnast þess, að betra fyrir bæði þá, sem eru i megrun og hina, er að borða oft en litið i hvert skipti frekar en sjaldan en þá mikið. Sama matarmagn virkar meira fitandi sé það etið i t.d. tveimur aðalmáltiðum, en ef þvi er dreift yfir daginn á fleiri og smærri máltiðir. Um þetta höf- um við annars rætt ýtarlega i köflunum hér á undan og visum þvi til þeirra um frekari upplýs- ingar þessu aðlútandi. En sem sagt: Þótt þú sért i megrun, þá syndgarðu ekkert ó- skaplega gagnvart sjálfum þér, þótt þú fáir þér bita á milli mála — ef þú velur bitann rétt. Hér eru nokkrar hugmyndir: Millimáltið I: 45 hitaeiningar. 1 meðalstór appelsina eða hálf- ur grape-ávöxtur. 1 gott epli. Millimáltið 3: 35 hitaeiningar. 100 gr ber t.d. jarðarber. Þau mega að sjálfsögðu ekki vera i sykurlegi, heldur ný eða fryst. Millimáltið 4: 90 hitaeiningar. AFIR MEÐ JARÐARBERJ- UM: 2 dl. áfir, 50(/gr jarðarber (ný eða fryst), 2 toflur af gervisykri. Ávextirnir stappaðir og þeytt saman við áfirnar. Sykrað og kælt vel. Millimáltið 5: 80 hitaeiningar. 2 dl. undanrenna, smávegis kakó, 2 gervisykurtöflur. Úr þessu er svo búið til kakó — ann- að hvort heitt eða kait. Millimáltið 6: 115 hitaeiningar. Saman við 1,5 dl. af áfum er hrært hálfri eggjarauðu og safa úr hálfri appelsinu eða sitrónu. Sykrað með gervisykri. Millimáltið 7. 115 hitaeiningar. 1 rúgbrauðssneið (litil), örlitið af sólblóma, 1 sneið af mögrum osti. Millimáltið 8. 90 hitaeiningar. 1 hrökkbrauðskaka, örlitið sól- blóma, 1 sneið af mögrum osti. Millimáltið 9. 115 hitaeiningar. 1 franskbrauðssneið (litil), ör- Þessar millimáltiðir og aðrar getið þið svo notað til þess að sefa mesta hungrið milli mála. Auðvitað er heldur ekkert i vegi fyrir þvi, að þið t.d. blandið saman réttum úr uppskriftun- um með 1.000-hitaeininga-á- dag-áætluninni, sem við skýrð- um frá i tveim siðustu þáttum, og réttum úr 1200-hita-eininga- á-dag-áætluninni, sem við erum með til meðferðar nú — eða bæt- ið við réttum frá eigin brjósti. Aðalatriðið er, að þið vitið allt- af nákvæmlega,hvað þið eruð að borða — og þá á ég við það, að þið vitið nákvæmlega, yfir hve mörgum hitaeiningum hver réttur býr — og að þið haldið ykkur svo fyrir innan þann hita- einingarramma, sem þið hafið sett ykkur, hvort sem hann nú miðast við 100 hitaeiningar á dag, eða 1200. Munið svo bara að taka ávallt vitamin sérstaklega ef þið eruð á matarkúr — og að leita læknisráða um, hvort ástæða sé fyrir ykkur að fá einnig sérstak- lega önnur efni svo sem málm- sölt þau, sem likaminn þarfn- ast. ★ Næst: AÐALMÁLTÍÐ DAGSINS: Þá höfum við sem sé lokið við að gefa nokkrar uppskriftir að morgunverðar- og hádegis- verðarréttum ásamt millimál- tiðum i 1200-hitaeininga-á-dag- áætluninni okkar. Þá er eftir aðalmáltið dagsins — miðdegis- eða kvöldverðurinn, hvaða nafn sem þið viljið nú nota. I næsta þætti gefum við ykkur nokkur góð ráð um rétti i þá máltið og þar með lýkur kaflanum um MEGURÐ OG MATARÆÐI og nýr kafli tekur við. Okkur vantar Sendisveina alþýðul n RTllTll Alþýðublaðið óskar eftir að ráða sendi- sveina á ritstjórn og i afgreiðslu til sendi- ferða bæði fyrir og eftir hádegi. Hálfs dags ráoningar koma vel til greina. Sendisvein arnir þurfa að hafa hjól. Nánari upplýsingar veittar i sima 14900 Og 86666. Alþýðublaðið Hafnarfjarðar Apótek Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Helgidaga kl. 2 til 4. Skipholt 2!) — Sími 244f!fi BLOMAHUSIÐ simi 83070 Skipholti 37 Opið til kl. 21.30. Einnig laugardaga og sunnudaga. ÞAÐ B0RGAR SIG AÐVERZLA ÍKR0N Dunn í GUEIIBflE /ími 04200 Fimmtudagur 24. janúar 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.