Alþýðublaðið - 24.01.1974, Blaðsíða 6
ÉG VAR
AUGU
eiginkonu eða tengdamóð-
ur fyrir tvö hnndruð dali.
FBI telur, að Morð h/f
hafi séð um morð á þúsund
manns i Bandarikjunum
fyrsta árið, annað hvort
skotið, kyrkt eða stungið
það, en kyrkingum var
aðaílega beitt við það fólk,
sem illa var liðið. Fórnar-
lambið var bundið á fótum,
höndum og um hálsinn,
þannig að það kafnaði, þeg-
ar það reyndi að losa sig.
Lögreglan var
andvaralaus.
Albert Anastasia var
kallaður mesti morðingi i
sögu Mafiunnar, en það var
litill heiður. Hann var naut-
heimskur.
Anastasia var sagt, að
morðinginn Abe (Kid
Twist) Reeles væri hrein-
asti hugleysingi, nema
hann væri með hlaðna
byssu i höndunum, en
Anastasia réði hann samt
hjá Morð h/f. Reeles var
gripinn glóðvolgur, þegar
hann reyndi að fremja
morð og kjaftaði frá öllu.
Sex samstarfsmenn hans i
Morð h/f lentu i rafmagns-
stólnum fyrir bragðið.
Reeles var sagt að segja
allt af létta til að sleppa við
rafmagnsstólinn og hann
sagði, að Albert Anastasia
væri forstjóri Morð h/f en
Maflan í Bandarikjunum
hefur ekki síður góð sam-
bönd viö lögregluna, en
Mafian á Italiu. Skömmu
áður en Reeles átti að
skrifa undir vitnisburð,
sem hefði komið Anastasia
I rafmagnsstólinn féll hann
út um glugga á sjöttu hæð i
lögreglustöðinni þar, sem
sex lögregluþjónar gættu
hans. Hann dó. Lögreglu-
þjónarnir skildu ekki, hvað
hafði komið fyrir. Þeir
fengu sér blund.
Áhrif Mafiunnar á
stjórnmálalif Bandarikj-
anna er furðulegt. Þeir,
sem eru i Mafiunni velja
dómara, lögreglustjóra og
fylkisstjóra. Þeir búa I vel
vörðum húsum og aka um i
brynvörðum bilum, sem
kosta rúmlega hundrað
þúsund dali.
Umberto átti fóstbræður
á borð við Anastasia, Joe
Adonis, sem réði lögum og
lofum i New York og bauð
lögreglustjórum, þing-
mönnum og fylkisstjórum
á veitingahús og i hóruhús-
in, sem hann rak. Hann
hafði hins vegar mikið álit
á Frank Costello, sem hann
taldi gáfaðan mann, en
Costello einbeitti sér að
fjárkúgun og var eini
maðurinn, sem Umberto
þekkti, sem fékk borgað
fyrir fjárkúgun og dró hana
siðan frá á skattskýrslunni.
Carles Luciano, sem
kallaður var „Lucky” (sá
heppni) var þekktastur
þessara manna, en hann
var dæmdur i 30 til 50 ára
fangelsis. Luciano var upp-
alinn i fátækrahverfum
New York-borgar „Litlu
Italiu” og rikti yfir Mafi-
unni um gjörvöll Bandarik-
in. Hann bjó á Waldorf
Astoria og kallaði sig
Charles Ross, en honum
var ekkert ómögulegt, ekki
einu sinni morð.
Baráttuaðferðir.
Luciano hafði einkarétt á
vændi og hvitri þrælasölu.
Hann hafði einstakt lag á
að fá konur til að hlýða.
Einu sinni komst hann yfir
19 ára stúlku frá Suðurrikj-
unum, sem vildi ekki hlýða
honum og neitaði að gerast
vændiskona. Luciano lét
demba henni i bólið og
hátta hana. Hún var úr
Suðurrikjunum og fyrirleit
negra, svo að hann sendi
fjóra kraftalega negra inn.
Þeir áttu að nauðga henni
hver á fætur öðrum, uns
hún gæfist upp. Hún var
samvinnufús, þegar þeir
höfðu lokið sér af.
Luciano réði yfir rúm-
lega tvö þúsund hórum i
New York, en hann var
settur i fangelsi, þó að
heimsstyrjöldin frelsaði
hann.
Skemmdarverk voru si-
fellt unnin við höfnina i
New York og krökkt af
njósnurum þar. Yfirvöldin
réðu ekki við neitt. Charles
Luciano þekkti Mafiuna og
hann gat það. Bandarikja-
stjórn leitaði til hans og
hann vildi gjarnan aðstoða
stjórnina. Hann sendi
skilaboð til Mafiunnar og
honum var hlýtt, en Luci-
ano vildi fá sin laun við
striðslok. Hann fékk að
fara úr fangelsinu, ef hann
færi til Sikileyjar og þakk-
aði fyrir, þvi að Sikiley var
betri en fangelsi i Banda-
rlkjunum.
Bæði á Sikiley og i
Bandarlkjunum er nauð-
Charles Lucky Luciano
fékk fimmtiu ára fang-
clsisdóm, en var náðað-
ur fyrir aðstoð sina við
bandarisk yfirvöld.
meðan lieimsstvrjöldin
siðari stóð yfir. Hann
fékk frelsi, þó að liann
væri gerður landrækur.
synlegt að hlýða lögmálum
Mafiunnar. Misþyrmingar
og morð er refsingin og að-
eins dauðinn biður þess,
sem talar af sér. Það liggur
dauðarefsing við þvi að
tala um Mafiuna eða Cosa
Nostra — jafnvel við kon-
una sina.
Joe Valochi var mesti
svikari I sögu Mafiunnar.
Hann sagði allt af létta,
þegar hann frétti, að hann
væri dauðadæmdúr: „Vito
Genovese bað mig um að
gefa fé til velgjörðastofn-
ana fara i kirkju og um-
gangast ekki stelpur i ná-
grenninu”.
Joe Valachi seldi fiknilyf
og var fangi nr. 82811 i
rikisfangelsinu i Atlanta i
Georgiu-fylki, þegar hann
greip járnstöng og drap
annan fanga. Valachi hélt
að þessi fangi væri sendur
frá Mafiunni til að myrða
hann.
Framhald í
næsta blaði
ér
n
v &
'V*
%
■ ,..N; •->.
JÉ
m
Tímamir hafa breyst og hugsjónakona
fyrri alda, sem stjanaði við húsbónda
sinn og herra, þegar hann kom þreyttur
heim úr vinnunni, virðist hálfhlægileg nú
og alls ekki i samræmi við þá öld, sem við
lifum á. Mörgum konum finnst samt.
maðurinn vera miðja alheimsins og þær
njóta þess blátt áfram að sitja við fætur
hans og stara hrifnar á hann. Þá er konan
innst inni geisha.
Ef þu ert hamingjusöm með að vera
þú sjálf, berst fyrir jafnrétti og neitar að
vera kynferðisvera, litur á karlmenn
sem meðbræður þina og ekki sem ofur-
menni, ertu senniiega gyðja.
Langar þig til að vita, hvort þú ert
geisha eða gyðja? Taktu þátt i getraun-
inni okkar!
0
Fimmtudagur 24. janúar 1974.
Maður, sem þú þekkir vel og ert
hrifin af, hringir I þig að kvöldi
dags og spyr, hvort hann megi
koma og fá kaffibolla. Þú hefur
stundarfjórðung áður en hann
kemur. Hvað gerirðu þann tima?
a) Málar þig og snyrtir, greiðir þér
og skiptir um föt.
b) Sérð um, að allt sé snyrtilegt I
svefnherberginu.
c) Lagar til i stofunni, hellir úr
öskubökkunum og setur Beet-
hoven-plötu á fóninn.
o _
Finnst þér kvenfólk i síðbuxum:
a) Glæsilegt (ertu mikið sjálf i sið-
buxum?).
b) Agætar fyrir aðrar, en ekki
fyrir mig. (Ég vel heldur siðan kjól
eða pils).
c) Agætar til Iþróttaiðkana, en ó-
mögulegar út i búð eða á skrifstof-
unni.
§ ~
Hvernig yrði þér við, ef einhver
biði þér að taka þátt I nektarpartíi:
a) Yrðirðu fokvond?
b) Neitaðir kurteislega og segðir,
að slikt ætti ekki við þig.
c) Segðir já, þvi að það gæti alltaf
verið, að þér þætti það skemmti-
legt.
Þú situr i troðfullum strætisvagni
og maðurinn við hliðina á þér tekur
um lærið á þér i skjóli dagblaðs.
Hvað gerir þú:
a) Færir þig annað hin rólegasta.
b) Læturðu á engu bera i þeirri trú,
að þú getir alltaf fært þig, ef þetta
versni.
c) Slærð hann utan undir.
o
Þú verður fertug á morgun,
hvernig bregstu við:
a) Leiðist það og óskar þér nýs
barns.
b) Ert niðurbrotin.
c) Finnst það spennandi og gaman,
þvi að fertugar konur geta verið
mjög aðlaðandi.
O
Þú ert úti að ganga með karl-
manni. Ertu vön að:
a) Ganga róleg við hlið hans og tala
við hann.
b) Hanga utan i honum og njóta
stuðnings frá honum.
c) Viltu helzt að hann taki undir
hönd þér af og til og stjórni þér i
umferðinni.
o
Einn ungur yfirmaður á skrif-
stofunni er vanur að kalla þig
„elskuna” eða „yndið mitt”.
Finnst þér það:
a) Skemmtilegt, þó að hann meini
ekkert með þvi, af þvi að það ornar
þér um hjartarætur.
b) Þreytandi.
c) Nákvæmlega sama, þvi hann
man sennilega ekki, hvað þú heitir
og verður þvi að kalla þig þessum
nöfnum.
O — ~
Þér er boðið til kvöldverðar af
myndarlegum og aðlaðandi manni.
Hvers konar forrétt velurðu:
a) Franskan hors d’oeuvres.
b) Ostrur.
c) Melónu með skinku.
o
Elskhugi þinn vil gjarnan hátta
hjá þér, en þig langar ekki vitund
til þess. Hvað gerirðu:
a) Lætur eins og allt sé i bezta lagi
og reynir að dylja það, hvað þú ert
treg.
b) Segir honum, að þig langi ekk-
ert, þvi að þú ert hreinskilin.
c) Segist vera með höfuðverk.
o ~~ z
Þegar þú kaupir þér föt, reynirðu
þá að velja?
a) Eitthvað, sem vinkonur þínar
eru hrifnar af.
b) Eitthvað, sem manninum þinum
finnst tælandi.
c) Eitthvað sem klæðir þig vel.
o ~ _
llvaða álit hefur þú á giftingar-
hringum:
a) Að allir hringir séu góðir, þvi að
þeir vekja athygli á höndunum
b) Að giftingarhringir séu gamal-
dags.
c) Eða ertu stolt af að bera gift-
ingarhring og vilt, að maðurinn
þinn geri það lfka.
0
Þú kynnist einstaklega aðlaðandi
manni, sem er minnst 25 árum
cldri en þú. Hvað gerirðu:
a) Reynir að ná i einhvern yngri.
b) Vilt eiga hann að vini.
c) Finnst þetta spennandi og in-
dælt, þvi að aldur og reynsla hefur
oft meira að segja en æska.
Q ~
Maðurinn þinn segist elska fisk.
Hvað gerir þú:
a) Kaupir matreiðslubók með fisk-
réttum og eldar þá.
b) Leggur til, að hann bjóði þér á
veitingahús, sem þekkt er fyrir
fiskrétti.
c) Gefur honum djúpsteikta
humarhala eins oft og þú hefur
tima og krafta til.
Ef þú gætir verið einhver þessara
þriggja kvenna i hálft ár, hver
þeirra vildirðu þá vera:
a) Grace prinsessa i Mónakó.
b) Jackie Onassis.
c) Raquel Welch.
o n
Finnst þér, að þú getir:
a) Elskað marga menn samtimis. .
b) Sért eins manns kona.
c) Rómantisk og hafir oft verið ást-
fangin.
Hvernig bregstu við, ef einhver
maður býður þér upp i sveit:
a) Ert hrifin yfir að komast up i
sveit með elskhuganum.
b) Ekkert sérlega hrifin. Þú vildir
heldur fara á fint veitingahús.
c) Segir allshugar fegin já og ferð
að taka til nesti.
Hvernig brestu við, ef þú hefur
rifist við eiginmanninn eða elsk-
hugann:
a) Með iskulda.
b) Fyllist örvæntingu.
c) Brestur i grát.
Kennir þú i brjósti um allar ógift-
ar konur yfir þritugt:
a) Mjög mikið.
b) Alls ekkert.
c) Bara ef hún er enn hrein mey.
Q~ ~
llvers konar gjöf viltu helzt, að
karlmaður gefi þér:
a) Bók, plötu eða miða i leikhús.
b) Ávfsun, svo þú getir keypt þér
eitthvað, sem þig vantar.
c) llmvatn, skartgripi eða töfrandi
nærfatnað.
@ ~
Nú byrja allir I boðinu að rifast, en
hvað gerirþú:
a) Reynir að jafna málið, ef lætin
eru of mikil.
b) Ert alltaf á sömu skoðun og
glæsilegasti maðurinn i boðinu.
c) Reynir að hafa siðasta orðið.
SVONA REIKNARÐU STIGIN:
SVONA REIKNARÐU STIGIN.
1) a-10, b-20, c-0. 2) a-0, b-20, c-10. 3) a-0,
b-10, c20. 4) a-10, b-20, c-0. 5) a-10, b-0,
c-20. 6) a-0, b-10, c-20. 7) a-20, b-0, c-10.
8) a-10, b-20, c-0. 9) a-20, b-0, c-10. 10)
a-10, b-20, c-0.11) a-20, b-0, c-10.12) a-10,
b-0, c-10.13) a-20, b-0, c-10.14) a-10, b-0,
c-20.15) a-0, b-10, c-20.16) a-20, b-0, c-10.
17) a-0, b-10, c-20. 18) a-10, b-0, c-20. 19)
a-0, b-10, c-20. 20) a-10, b-20, c-0.
DÚMURINN HLJOÐAR ÞANNIG:
Milli 400 og 360 stig: Annaö
hvort hefurðu ekki verið
heiðarleg í svörum þinum
eða þú hugsar ekki um neitt
nema kynlífið. Það má vel
vera, að hver einasti blóð-
heitur karlmaður telji þig
svarið við draumum sínum,
en hætta er á þvi, að venju-
legum mönnum finnist erf-
itt að umgangast þig.
Gleymdu þvi ekki, að karl-
maður er oft ekki síður góð-
ur vinur en elskhugi, og það
væri alls ekki svo f ráleitt af
þér að hitta vinkonu þína
eða móður einstöku sinnum.
Milli 350 og 300 stig: Þú ert
geishan holdi klædd — til-
finninganæm, blíð, þolin-
móð og elskuleg. Þú skilur
vel, hvað maðurinn þinn
þarfnast og veitir það fús-
lega, en þú lætur samt alls
ekki kúga þig. Til hamingju
— þú ert bæði kvenleg og að-
laðandi.
Milli 290 og 180 stig: Þú ert
fædd til að vera eiginkona
og móðir. Hjónaband þitt er
vafalaust (eða verður það)
mjög hamingjusamt og
börnin verða að manni, þvi
að uppeldið er eins og best
verður á kosið. Á hitt ber svo
að líta, að þú gengst mikið
upp í móðurhlutverkinu og
það er hætta á því, að þú
þurrkir sjálfa þig út sem
einstakling. Reyndu stund-
um að lita á þig sem sjálf-
stæða veru, sem er
skemmtilegt að umgangast.
Innan við 180 stig: Þú ert
hreinasta gyðja — köld og
fögur. Þú lifir því lífi, sem
hentar þér best og það er ó-
trúlega þægilegt að um-
gangast þig, þvi að þú ert
sjálfstæð og engum háð. Þú
ert mjög sjálfsörugg og lítur
á karlmenn sem jafningja
þína. Karlmenn kunna vel
við þig, dá þig, og verða
stundum ástfangnir af þér,
en þú gefur aldrei sjálfa þig
tii fulls. Ertu kannski hrædd
við að viðurkenna tilfinn-
ingar þínar og hugsanir fyr-
ir sjálfri þér?
Fimmtudagur 24. janúar 1974.