Alþýðublaðið - 24.01.1974, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.01.1974, Blaðsíða 8
LEIKHÚSIN ©VATNS- BERINN 20. jan. - 18. feb. HAGSTÆÐUR: Gerðu þitt besta til þess að sinna öllum þeim mörgu verk- efnum, sem þú hefur tekiö að þér. Hafðu mikla aðgát á öllu þvi, sem einhver áhrif getur haft á einkalif þitt. Þú átt gott með að ein- beita þér i dag. £3tFISKA- ^Pmerkid 19. feb. - 20. marz BREYTILEGUR: Þa'r sem mjög miklar likur eru á, að þú gerir mistök i dag, þá ættirðu að fara einkar varlega i öllu, sem þú gerir. Þú hefur mikla starfsorku, en leggöu ekki of hart að þér. Gættu að heilsunni. 21. marz - 19. apr. BREYTILEGUR: Þú ert uppfullur af hugmyndum og orku, en það stendur vist þvi miður stutt. Reyndu að beina þreki þinu i æskilega farvegi, þvi þá verðurðu ekki gripinn þeirri örvænt- ingu, sem svo oft hrjáir þig. 20. apr. - 20. maí IIAGSTÆÐUR: I dag átt þú auðvelt með að gleyma þvi leiðinlega, sem gerðist i vikunni. Vinir þinir og fjölskylda skipa sér nú að baki þér og styðja þig i einu og öllu. Þú gætir átt mjög ánægjulega kvöldstund i gleðskap. ©BURARNIR 21. maí • 20. júní HAGSTÆÐUR: Nú er aftur orðið heldur bjartara fram undan. Þú átt göðri heilsu aö fagna, og þvi þolir þú meira mótlæti en margir aðrir. Þér berast sennilega fregnir frá fjarlægum vini eða kunningja og þær fregnir verða ánægjulegar. ©KRABBA- MERKIÐ 21. júnf - 20. jiílí BREYTILEGUR: Einhver i f jölskyldunni kemur þér á óvart meö aö eiga hug- mynd aö fjáraflaplani, sem er einkar athyglisverö. Skoðaðu vel allar hliðar málsins. Ef þú aðeins ert eins varkár og vant er, þá ætti þér ekki aö vera hætt. UÚNIÐ 21. jiilf - 22. ág. IIAGSTÆDUR: Jafnvel þótt þér nákomiö fólk sé mjög á öndverðum meiði um það, sem þú ætlast fyrir, þá skaltu engu að siður halda fast við þitt sért þú sannfærður um, að þú hafir rétt fyrir þér. Láttu engri gagnrýni ósvarað. 23. ág. • 22. sep. IIAGSTÆÐUR: Loksins, þegar þér er oröiö nákvæmlega sama um eitt- hvað, sem lengi hefur legið þér á hjarta, fæst sú hagstæða lausn, sem þú hefur beöið eftir. Njóttu þess vel. Þú og þitt fólk hafið sannarlega unnið til þess. VS7 V0GIN 23. sep. • 22. okt. BREYTILEGUR: Ef þú aðeins blandar ekki saman starfi og skemmtun, þá ættirðu að fá töluverðu áorkað i máli, sem varðar þig miklu. Vandinn viö þaö að vera vingjarnlegur við samstarfsfólkið er, að þá er næsta erfitt að halda uppi aga. ®SP0RD- DREKINN 23. okt • 21. nóv. BREYTILEGUlt: Þú rekst á eitthvað, sem verður þér til framdráttar, i viðskiptum þinum við eitthvert stórfyrirtæki eða opinbera stofnun. Þetta gæti staöið i sambandi við peningamál, en gættu samt ákaflega vel að öllu, sem þú aðhefst. €%bogmað- J URINN 22. nóv. • 21. des. IIAGSTÆÐUR: Fjármálin taka mjög tima þinn i dag. Þú gerir eitthvað, sem mjög mun bæta fjárhagslega stöðu þina og þú ættir að athuga, hvort þú ættir ekki einhvers staðar einhverja eign, sem þú ekki veist af. 22. des. • 9. jan. BREYTILEGUR: Ef þér verður boðið til einhvers mannfagnaðar, reyndu þá hvað þú getur til þess að komast i samband við fólk, sem þú umgengst venjulega ekki. Þú ert nú upp á þitt besta og kemur mjög vel fyrir. RAGGI RÓLEGI JÚLÍA FJALLA-FÚSI Sþjóðleikhúsið BRÚÐUHEIMILI i kvöld kl. 20. KLUKKUSTRENGIR föstudag kl. 20. KÖTTUR ÚTI 1 MÝRI laugardag kl. 15. LEÐURBLAKAN laugardag kl. 20. Uppselt. KÖTTUR ÚTI t MÝRI sunnudag kl. 15. BRÚÐUHEIMILI sunnudag kl. 20. LEÐURBLAKAN þriðjudag kl. 20. miðvikudag kl. 20. ÍSLENZKI DANSFLOKKURINN i kvöld kl. 21 áæfingasal. Miðasala 13.15—20. Simi 1-1200. SVÖRT KÓMEDÍA i kvöld kl. 20.30. FLÓ A SKINNI föstudag. Uppselt. 160. sýning. VOLPONE laugardag kl. 20.30. SVÖRT KÓMEDÍA sunnudag kl. 20.30. FLÓ A SKINNI þriðjudag kl. 20.30. VOLPONE miðvikudag kl. 20.30. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. — Simi 16620. HVAÐ ER A SEYÐI? SÝNINGAR OG SÖFN NORRÆNA HÚSIÐ: Bókasafnið er opið virka daga frá 14-19, laugardaga og sunnudaga frá 14-17. ARBÆJARSAFN er opið alla daga nema mánudaga frá 14-16. Einungis Árbær, kirkjan og skrúðhús til sýnis. Leið 10 frá Hlemmi. ASGRÍMSSAFN: Bergstaðastræti 74 er opið á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum frá 1:30-4. Aðgangur ókeypis. NATTÚRUGRIPASAFNIÐ Hverfisgötu 115. Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. K JARV ALSSTAÐIR: Kjarvalssýningin er opin þriðjudaga — föstudaga kl. 16—22 og laugardaga og sunnudaga kl 14—22. Aðgangur ókeypis. KJARVALSSTAÐIR: Sýning á listaverk um Reykjavikurborgar, rúmlega 50 lista- menn, er opin til 27. janúar, þriðjudaga- föstudaga kl. 16-22 og laugardaga og sunnudaga kl. 14-22. Aðgangur ókeypis. Bogasalur: i Bogasal Þjóðminjasafns- ins sýning á grafik frá Þýska alþýðulýð- veldinu. Er þetta fyrsta yfirlitssýning austur-þýskrar grafíklistar hér á landi, en áður hafa íslendingar litil kynni haft af myndlist i DDR, — helst ber að nefna sýn- ingu, sem haldin var fyrir allnokkrum ár- um á myndum Kathe Kollwitz. Á sýning- unni nú eru eingöngu frummyndir, 61 talsins. Allir helstu grafiklistamenn DDR eiga myndir á þessari sýningu. Af lista- mönnum má nefna Fritz Cremer, einn þekktasta myndlistarmann DDR, hann á fimm myndir á sýningunni, — Bernhard Heisig, Arno Mohr, Ronald Paris, Wolf- gang Mattheuer, Armin MUnch og Wolfram Schubert. Sýningin stendur til sunnudags 27. jan. og er opin daglega kl. 14-22. Aðgangur og sýningarskrá ókeypis. ATHUGIÐ: Þeim sem vilja koma til- kynningum og smáfréttum i „Hvað er á seyði?”er bent á að hafa samband við rit- stjórn, Skipholti 19, 3. hæð, simi 86666, með þriggja daga fyrirvara. Fimmtudagur 24. janúar 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.