Alþýðublaðið - 24.01.1974, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 24.01.1974, Blaðsíða 12
| ^JI | 1 IHHLAHSVIÐSKIPTI LEIO ' II KÓPAVOGS APÓTEK _Ill LÁHSVIÐSKIPTA Opið 511 kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 • Sunnudaga milli kl. 1 og 3 jil\- V: ■ rlBÚNÁÐÁRBÁNKI W ÍSI.ANDS Enn verða not fyrir regnföt og stígvél um SV landið í dag, enda má búast við V eða SV kalda með skúrum eða jafnvel slydduéljum. Hitinn verður um f rostmark í dag, örlítið kaldara og þurrara um NA landið. Lægðin yf ir landinu er á hægri ferð til NA. KRILIÐ 5/ /ðj< o/vu/v’A 'TjKKtb' X 6ERT OR ntRju ‘dl/T AV xUND 3uN. vél~ ÉfíKÍ ÚÆ úfíNG! (j fíR.n R bKRFM HREKK ÍAmr nflsn ■?UDD! Hl/OÐ * £SvÐ V£,?,'< <óm. ) V ::-nð ~ELSI<R \e>ToRV c'MLL V£RUR r'lO/1 r t'R/LL mwuk L'IKMIS HLUT! MRNN •4- TÖNN „Ég held, að við séum nú komnir alveg niður á hina upprunalegu mat- reiðslu þorramatar og gestir okkar ættu nú að geta fengið að bragða ó- svikinn mat, eins og þann, sem hélt lífi i for- feðrum okkar", sagði Elof Ib Wessman, yfir- matreiðslumaður á veit- ingastaðnum Naust, í Reykjavík i viðtali við Al- þýðublaðið i gær, en á föstudag hefst þorrinn og þá auðvitað allra helst í Naustinu. í þorratrogi Naustsins eru alls tíu réttir, fyrir utan smjör, brauð og róf u- stöppu. Það er að sjálf- sögðu svið, lundabaggar, hrútspungar, bringukoll- ar, hangikjöt, hákarl, sviðasulta, súrar sviða- lappir, selshreifar og harðf iskur. Að sögn Wessman, er allurmatur unninn á Naustinu, þar er tekið slátur á haustin og það síðan unnið stig af stigi þar til það er tilbúið á þorra. Hann sagði að vinsældir þorramatarins færu vax- andi, einkum hjá yngra fólki, sem gjarnan er að forvitnast um mataræði forfeðra sinna. Samkvæmt ráðlegging- um Wessman, er öl og kalt Brennivín heppileg- ustu drykkir með þorra- matnum. — Hótel Esju Nú er „sildarvertiðin” byrjuð á Hóíel Esju annan veturinn i röð.'en á meðan á henni stendur er jafnan hlaðið sildarborð i há- deginu alla virka daga, með a.m.k. tiu réttum i hvert mál, auk þess sem hægt er að fá smærri skammta einnig á kvöldin, allt á vægu verði. Pétur Sturluson veitingastjóri •sagði við kynningu sildarrétt- anna i gær, að aðal erfiðleikarn- ir væru að fá góða sild, og i fyrra hafi t.d. þurft að kaupa Islands- sild i Danmörku og flytja hana inn. Ástandið væri betra núna, og sömuleiðis sildin. Alls eru 16 mismunandi sildarréttir á boðstólum, mis- munandi raðað saman eftir dög- um, og meðal sérrétta Hótelsins má nefna Dillsýld, Skyrsild Hvannarótarsild, og Færeyska sild, en konan sem útbýr réttina er einmitt færeysk, Sylvia Jó- hannesdóttir, og hefur hún lært fagið i Kaupmannahöfn i f jögur ár. Sildarréttunum er komið fyrir á stóru borði i veitingasalnum miðjum, og getur hver fengið sér að vild og bragðað á öllum tegundum. Með réttunum er svo borðað rúgbraut og soðnar kartöflur, og Pétur veitinga stjóri mælir með Thule og vel kældum Brennivinssnaps með A myndinni er Ove Salomon sen veitingastjóri við skreytt sildarborðið. — Þjóölegir réttir Þorratrogin fram í Nausti mer.... PIMM ó förnum vegi Finnst þér góð síld? tvar Valgarðsson, nemi: Mér finnst hún siöur en svo vond, þótt ég borði fremur litið af henni, en þegar ég borða sild, er það yfirleitt sild úr dósum. Jóhanna Hraunfjörð, nemi: Ég er mjög mikið fyrir sild, og hef smakkað hana matreidda á fjölda vegu. Ég myndi borða mikið meira af henni ef hún væri ekki orðin svona dýr, og erfitt að ná i hana. Judith Jónsdóttir, frú: Sild er ægilega finn matur, hvernig sem hún er matreidd, en mér finnst verst að hún fæst helst aldrei. Jörgina Simonarson, frú i Fær- eyjum: Ég borða mikið af sild, og vilhana helst ferska, en kann lika að meta hana i olium, en hún er aðallega borðuð úr dós- um heima i Færeyjum. Erla Engilbertsdóttir, frú: Ég kann yfirleitt að meta sild, þótt ég borði hana þvi miður sjaldan, en gæðin velta alveg á sósunum, sem hún er i. Svo fæst hún sjald- an, og er sjálfsagt orðin dýr. —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.