Alþýðublaðið - 22.02.1974, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.02.1974, Blaðsíða 2
Dimitrios „Maðurinn andlitslausi” Aðeins 24 klukkutimum eftir stjórnarbyltinguna, sem velti George Papadoupolos sessi höfðu hermennirnir dregið sig I hlé frá götunum i Aþenu og Grikkir néru saman höndum i hrifningu yfir þvi, að hinn hat- aði einræðisherra var úr sög- unni. En aðeins viku siðar höfðu dimm vonbrigði komið i stað gleðinnar, i ljós var komið, að Grikkland átti enn langa leið fyrirhöndum, áður en unnt væri að gera sér vonir um lýðræði i landinu. Um það leyti var flestum orð- ið ljóst, að innan hinnar nýju herforingjakliku, höfðu þeir hvorugur umtalsverð áhrif, hinn duglitli liðsforingi, Phai- don Ghyzikis — sem nú er for- seti landsins — eða hinn amerisk-menntaði lögfræðing- ur, Adamandios Androutso- poulos, sem nú er forsætisráð- herra landsins. Valdamesti maður Grikklands i dag er hinn 52 ára gamli fylkishershöfðingi, Dimitros Ioannidis, yfirmaður ESA-herlögreglunnar. Sérhver vottur efasemda um, ab Ioannidis „sterki maðurinn” i herforingjaklikunni sópaðist brott aðeins fáum klukkustund- um eftir stjórnarbyltinguna, þegar hann kvaddi ritstjóra stærstu dagblaðanna á sinn fund. Flestir ritstjórarnir vissu ekki einu sinni hver Ioannidis var og hinn dimmleiti hershöfð- ingi lét ógert að segja til nafns sins. Þegar einn ritstjóranna reyndi að leggja fram spurn- ingu var honum visað harðlega á bug af Ioannidis: „Þér eruð ekki komnir hingað til þess að leggja fram spurningar, heldur hlusta á þaö, sem ég hef að segja.”. Þjáningarkennd viðleitni Ioannidis til þess að leynast er ekki nýtilkomin. A sama tima og nýju foringjarnir hafa látið birta myndir af sér daglega i griskum blöðum, hefur ekki birst ein einasta mynd af Ioann- idis og raunar eru sárafáar myndir til af honum. Þeir, sem þekkja hann persónulega, telja hann vera öfgakenndan þjóð- ernissinna og kommúnistahat- ara. Vinir hans segja, að hann sé heiðarleikinn holdi klæddur og óeigingjarn eftir þvi, en aðrir telja hann ofstækismann, nokk- urs konar griska útgáfu af Gad- affi, forseta Líbíu. Erlendur sendiráðsmaður i Aþenu segir, að hann sé „einn af drengjunum i bakgarði náttúrunnar”. A siðustu fjórum árum hefur það verið herlögregla Ioannidis, sem hefur yfirheyrt hina póli- tisku fanga rikisstjórnarinnar og hún hefur i rikum mæli verið ásökuð um misþyrmingar og fantaskap. í eitt skiptið sagði Ioannidis við einn hinna póli- tisku fanga: „Við lifum enn vegna þess, að við höfum losað okkur við alla mannlega sam- úð”. Ioannidis er kröftuglega byggður mabur, hann er sköll- óttur og rauðbirkinn, sem þó er ekki svo áberandi sakir þess, að hann á þab til að roðna þegar talað er við hann. Þótt hann hafi nú um nokkurra ára skeið verið einn af voldugustu mönnum Grikklands, er litið vitað um hann, að þvi einu undanteknu, að hann er piparsveinn, og hefur búið á heimili með móður sinni, allt þar til hún lést fyrir skömmu siðan. Þegar hann var ungur maður, var hann liðsfor- ingi i fótgönguliðinu og barðist við italska herinn i Albaniu-styrjöldinni á páskum 1940. Um hann gildir hið sama og marga félaga hans i hernum, að hernaðarlegur ferill hans er þoku hulinn á timabilinu frá mai 1941 fram i október 1944, meðan þýski herinn var i Grikklandi. Arið 1943 var hann i hópi ungra liðsforingja, sem tókst að kom- ast útúr hinni hernumdu Aþenu. Gekk hann siðan i EDES-skæru- liðasveitirnar, er héldu til i há- fjöllum landsins. EDES varð smám saman jafn hatursfullt i garð kommúnista og það hafði verið andvigt nasistum, og beindi þá baráttu sinni að mestu gegn hinum langtum voldugri EDES-skæruliðasveitum kommúnista. Hins vegar var Ioannidis ekki lengi i félagsskap EDES. Hið sama gilti um hann og marga aðra liðsforingja, að það var ekki seinni heimstyrj- öldin, heldur griska borgara- styjöldin, sem hafði óafmáanleg áhrif á hann, og er henni lauk, var hann hatursfullur and- kommúnisti og gegnsýrður and- konungssinni. Að striðinu loknu var hann um skeið i herþjónustu á eynni Makromisos, er notuð var sem einangrunarbúðir fyrir þá her- menn, sem visað hafði verið úr hernum, grunaðir um kommún- iskar tilhneigingar. Þúsundir ungra Grikkja, þar á meðal tón- skáldið Theodorakis. voru Dvnt- aðir á kerfisbundinn hátt til þess að þeir undirrituðu yfirlýsingu Kvenfélaaasamband íslands: VARID VKKIIR A BLÍI i MATARSTEILUM UC 6LERJUDUM AHOLDUM 1 fréttatilkynningu frá Kven- félagasambandi Islands er fólk varað við þvi, að ákveðin eitur- efni — blý og kadmium — hafa fundist i hættulega miklu magni I ýmsum tegundum borðbúnað- ar og mataráhalda. I fréttatil- kynningunni segir m.a. svo: Þar sem mikið hei'ur verið um þetta mál skrifað i erlendum blöbum og timaritum, hafa hús- mæður og aðrir hringt til Leið- beiningastöðvar húsmæðra og látið i ljós áhyggjur af þeim efn- um. Eins og kunnugt er, er blý eiturefni, sem mannslikaminn getur ekki losað sig við, og það hefur komið i ljós að kadmium er ekki siður hættulegt efni. Blý getur verið bæði i litunum og i glerungnum á keramikvör- um. Þess vegna getur keramik gefið frá sér blý, en þó eingöngu ef glerungurinn er ekki sam- settur á réttan hátt og ekki brenndur við nægilega hátt hita- stig. Einungis litirnir geta gefið frá sér kadmium og á það sérstak- lega við um rauða, gula og appelsinugula liti. Litir, sem málaðir eru yfir glerungnum, eru hættulegastir i þeim efnum. Allur matur og alls konar drykkir geta leyst upp blý og kadmium úr glerungi eða lit, sérstgklega þó súr matvæli eins og edikslögur, súrir ávextir, á- vaxtasafi, vin, Coca-cola o.fl. Menn skulu þvi ekki nota- keramikilát i sambandi við mat, nema tryggt sé, að þau gefi ekki frá sér blý, og ekki glerjuð ilát, sem að innanverðu eru rauð, gul eða appelsinugul. t „Rád og resultater” nr. 8- 1973 sem Statens Husholdnings- rád i Danmörku gefur út eru birtar myndir af glerjuðum munum og matardiskum, sem gefa frá sér meira blý eða kadmium en leyfilegt er. En samkvæmt reglugerð sem gekk igildi iDanmörku l.janúar 1974 er bannað þar i landi að selja slikan varning i verslunum. Þar sem nokkur grunur leikur á þvi, að slikur varningur kunni einnig að vera til hér á landi i verslunum, eru hér með birtar myndirnar dönsku úr „Rád og resultater”. Ljósrit af dönsku reglugerð- inni sendi Kvenfélagasamband íslands til viðskiptaráðherra, Lúðviks Jósepssonar 7. október 1973, ásamt bréfi með eftirfar- and skýringum: „Kvenfélagasamband íslands leyfir sér að benda á, að i ná- grannalöndum okkar hafa verið settar reglugerðir um blýinni- hald i leirmunum, glerjuðum munum* og glermunum, sem notaðir eru við matargerð eða framreiðslu matar. Segir i reglugerð frá Danmörku m.a., að slikir munir megi ekki gefa frá sér meira en 3 mg af blýi i hvern litra af sjóðandi ediks- upplausn, sem hellt er i munina þrisvar sinnum og látin standa i þeim hálftima i senn. Hér á landi er all veruleg framleiðsla á leirmunum og virðist sjálfsagt að þeir lúti sömu reglum og framleiðsla annarra landa, enda sannað er- lendis, að hætta stafar af of- miklu blýmagni i vörum, sem koma i snertingu við matvæli. Einnig er hætta á, að fluttir verði til landsins munir með hættulegu blýmagni, ef engin á- kvæði gilda hér um slikan varn- ing. Þessi diskur frá Tékkóslóvaklu, sem rannsakaður var á rann- sóknarstofu i Arósum, gaf frá sér 50 sinnum meira blý en leyfilegt er. Diskurinn er með rauðri rönd, munstrið er eins og stjarna með rauðum skrautblómum á milli odda stjörnunnar. Litirnir eru rauð- ir, grænir og svartir. A bakhliðinni stendur Dietmar Urbach 73. um, að þeir væru andvigir kommúnistum. Arið 1951 var Ioannidis i hópi yngri liðsfor- ingja, er gerðu tilraun til stjórn- byltingar gegn konunginum. Sú byltingartilraun misheppnaðist og hófust þá miklar hreinsanir i hernum, sem Ioannidis tókst þó að komast hjá og árið 1955 tók hann þátt i námskeiði fyrir her- ráðsforingja við Herháskólann i Saloniki. Árið 1965 kom hann fram á Kýpur, sem einn æðsti maður i grisku hersveitunum þar, og einmitt þar stofnaði hann til vináttu við Ghyzikis, hinn nýja forseta Grikklands, sem þá var yfirmaður þjálfun- arhersveitar Kýpureyjar. Þeg- ar Konstantin konungi var steypt af stóli árið 1967, var Ioannidis hershöfðingi einn þeirra, er skipulögðu valdarán- ið. Hann átti þá kost á vellaun- uðu ráðherraembætti, en vildi ekki sleppa stöðu sinni i hern- um. I þess stað byggði hann upp i kyrrþey herlögreglu, sem tvö þúsund menn voru upphaflega i, sem hann gerði að leyniher, er 20 þúsund menn voru i og voru i rauninni óháðir yfirstjórn hers- ins. Hann gerði lögregluher þennan að kúgunartæki og i aðalstöðvum hans i Aþenu voru pólitiskir fangar pyntaðir hundruðum saman. Þeir, sem urðu fyrir barðinu á honum, segja, að hann hafi gengið manna lengst i misþyrmingum, sálsjúkur maður, sem hafi haft nautn af að misþyrma fólki. Þegar Papadopoulos ýtti hernum til hliðar og breikkaði bilið milli sin og ofurstanna, sem höfðu leitt hann til valda, var Ioannidis einn þeirra fáu, sem þorðu að gagnrýna hann opinberlega. Siðar hófst hann handa um að skipuleggja það valdarán, sem steypti hinum hataða einræðisherra af stóli og leiddi sálsjúkan grimmdar- segg til mestu valda. HINN NÝIEINRÆDISHERRA GRIKKLANDS VEISLUM ATUR K ALT-BORÐ Sendum heim ^ 83150 Hafnaríjarðar Apótek Opiö öll kvöld til kl. 7 11 Lf‘l 1 Laugardaga til kl. 2 Helgidaga kl. 2 til 4. Skipholt 29 — Sími 241110 BLÓMAHÚSIÐ simi 83070 Skipholti 37 Opió til kl. 21.30. Einnig laugardaga og sunnudaga. ÞAÐ BORGAR SIG AO VERZLA i KRON Dúnn í (SMEflBflE /ími 84900 © Föstudagur 22. febrúar 1974

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.