Alþýðublaðið - 22.02.1974, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 22.02.1974, Blaðsíða 10
/I # ° Bikarglíma Gll háð um helgina Keppendur alls 14 talsins Bikarglima Glimusambands- ins árið 1374 verður háð i tþróttahúsi Vogaskóla nk. laug- ardag 23. febrúar og hefst kl. 13.30. Glimt verður i tveimur flokk- um. Annarsvegar eru ungiingar og drengir og hinsvegar þeir, sem eru 20 ára og eldri. 444 Ilér sækir ómar úlfarsson KH stift til vinnings. Hann verður meðal keppenda. t yngri flokknum glima: Árni Unnsteinsson Vikverja, Óskar Valdimarsson Vikverja, Sigur- jón Leifsson Gl. Ármanni, Þór- oddur Helgason Vikverja. í flokki 20 ára og eldri: Guðni Sigfússon Gl. Armanni, Gunnar Ingvarsson Vikverja, Halldór Konráðsson Vikverja, Hjálmur Sigurðsson Vikverja, Ólafur Sigurgeirsson K.R., Ómar Úlfarsson K.R., Pétur Yngva- son Vikverja, Rögnvaldur Ólafsson K.R., Sigurður Jóns- son Vikverja, Þorsteinn Sigur- jónsson Vikverja. Þetta er II. Bikarglima Glt. i röðinni. — Vonandi á þessi glimukeppni eftir aö veröa fast- ur og árviss þáttur i starfi Gllmusambandsins. Eins og fyrr segir, hefst gliman kl. 13.30 i Vogaskóla nk. laugardag. — Glimustjóri verður Kjartan Bergmann Guðjónsson og yfir- dómari Guðmundur Freyr Halldórsson. Mótanefndin i blaðinu tslendingi, sem gefið er út á Akureyri, birtist fyrir sköinmu athyglisverð grein um skiðaaðstöðuna i Hliðarfjalli og möguleika, sem umhverfi Akureyrar biður uppá i skíðamálum. Þar sem Hliðarfjallið er orðinn vinsæll staður, ekki aðeins fyrir Akur- eyringa, heldur skiðamenn af öllu landinu, birtum viö hér greinina úr tslcndingi: — Akureyringar eiga mjög gott skiðaland, sem þeir og aðr- ir landsmenn þyrftu aö nýta miklu betur en gert hefur verið til þessa. Ekki þarf einu sinni út fyrir bæjarmörkin til þess að finna góð svæði fyrir göngu- brautir. Rétt ofan við bæinn eru brekkur, sem henta vel fyrir stökk og Hliðarfjallið býður upp á góðar svig- og stórsvigsbraut- ir, stökkbrekkur og göngusvæði. En það er ekki nóg að hafa gott skiðaland. Það þarf lika að hlúa að þvi og nota það. Akureyring- ar hafa farið vel af stað á þessu sviði, en enn vantar mikið á svo að vel sé. Þetta segir Norðmaðurinn Odd J. Ingebretsen, sem nýlega ferðaðist um landið i boði íþróttanefndar rikisins til þess að gefa ráð um uppbyggingu skiðalands á hinum ýmsu stöð- um á iandinu. Ingebretsen hefur langa reynslu að baki við skipu- lagningu skiðalanda i Noregi. Hefur hann nú lokið við að skrifa greinargerð um ts- landsferðina og kemur hann þar inn á skiðalandið við'Akureyri i sérstökum kafla. Þar segir m.a.: „Akureyri er bær með 11 þús- und ibúa og er auk þess skóla- bær. Sem slikur hefur bærinn sérstaklega mikla ábyrgð gagn- vart börnum og unglingum og þarf að hafa fjölbreytt tóm- stundatilboð. Hið góða skiða- land við Akureyri ætti aö geta verið bænum mikil hjálp við að skapa unglingunum verkefni. En ekki hæfir öllum það sama. Á það eins við um skiðaiþróttina og annað. Þess vegna verður að skapa aðstöðu fyrir hinar mis- munandi greinar skiðaiþróttar- innar. Hermann Sigtryggsson og tvar Sigmundsson hafa farið mjög vel af stað við að koma upp svigbrautum i Hliðarfjalli. Þeir eru réttir menn á réttum stað og menn sem hægt er að treysta fyrir þvi verkefni, að koma upp aðstöðu fyrir göngu- fólk og þá, sem hafa áhuga á stökki.” Úrelt skoðun 1 viðtali við íslending sagði Ingebretsen að sér virtist sú skoðun útbreidd á Islandi, að skiðaiþróttina eigi að stunda i brekkum eins og þær koma fyrir frá náttúrunnar hendi. — t Noregi er þessi skoöun orðin úrelt, segir Norðmaður- inn. — Til þess að árangur náist verður að gera ýmislegt fyrir skiðalandið. Það þarf að byggja upp svigbrekkurnar og stökk- palla þarf að smiða og það þarf að gerast á réttan hátt. Flestir þeir stökkpallar, sem ég sá á ls- landi, eru rangt byggðir. Þeir eru það sem ég kalla „fallpali- ar.” I „fallpalli” nær stökkvar- inn ekki svifi i stökkið og nær þvi aldrei góðum árangri. Við Norðmenn höfum mikla reynslu i gerð stökkpalla og við erum reiðubúnir til þess að vera Islendingum innan handar við gerð stökkpalla, eftir þvi sem þörf er á. En mikiivægast af öllu er lýs- ing i skiðalandinu. Á íslandi eru kvöldið löng og dimm, en það er einmitt á kvöldin, sem fólk á helst tima aflögu til skiðaferða. Og hvað er meira freistandi en að bregða sér á skiði i upplýstri göngubraut, t.d. á golfvellinum sunnan við Akureyri? Okkar reynsla er sú, að þar sem upp- lýstar göngubrautir hafa verið lagðar við bæi i Noregi, hefur áhugi fólks aukist stórlega fyrir skiðagöngu. Skíðaganga er góð iþrótt fyrir unga sem gamla og útbúnaðurinn sem þarf til frem- ur ódýr. Að þvi er mér virðist, þá hefur almenningur á íslandi ekki áttað sig enn til fulls á þvi hve skemmtileg og holl skiða- gangan er. Besta ráöið til þess að opna augu fólks fyrir kostum göngunnar væri lokkandi, upp- lýst braut. Frimann Gunnlaugsson, sem hefur verslað með sportvörur á Akureyri undanfarin ár, stað- festir orð Ingebretsen um áhugaleysi fólks fyrir skiða- göngu. Sagði hann að hægt væri að telja á fingrum annarrar handar þau pör sem seldust af gönguskiðum á hverjum vetri. 1 greinargerð Ingebretsen kemur fram, að auk golfvallar- ins, þá telur hann svæðin norðan og neðan Skiðahótelsins vel fall- in til skiðagöngu og mælir með að þar verði einnig komið upp upplýstri braut þegar fjármagn leyfi. Þá bendir hann á, að i fjallasvæðinu innan við Hliðar- fjall sé snjór allt árið og væri mjög vel athugandi að nýta það svæði meira en gert hefur verið. t kafla um skiðastökk segir Norðmaðurinn: ,,A svæðinu sunnan og ofan við Akur- eyrarbæ er hægt að velja um staði, þar sem hægt er að koma . upp litlum stökkpöllum. Væri æskiíegt að byggja þar 3 upp- lýsta palla, mismunandi háa. Einnig teldi ég goft aö byggður væri litill stökkpallur inni i bæj- arlandinu sjálfu, t.d. hjá iþróttavellinum. Myndi það skapa mörgum börnum og ungl- ingum skemmtileg verkefni að vetrarlagi. — En éf það á fyrir stökkinu að liggja að komast á hærra plan en það er i dag á Islandi, þá væri æskilegt að byggja 70 metra pall i Hliðarfjalli. A minnsta kosti tveimur stöðum i fjallinu er mögulegt að byggja slikan pall, segir Ingebretsen. Skiðaskáli i stað hótels Eins og kunnugt er, hefur Akureyrarbær það á sinni könnu að sjá um uppbyggingu ski a- landsins i Hliðarf jalli. Telur Odd J. Ingebretsen það fyrir- komulag mjög jákvætt. — Við Norðmenn höfum margreynt það, að farsælast er að bæjarfélögin sjái sjálf um uppbyggingu skiðalandanna frekar en einkaaðilar. Akureyr- ingar hafa byrjað vel i Hliðar- fjalli og er ég bjartsýnn á að bænum eigi eftir að takast að verða myndarleg miöstöð skiðaiþrótta á tslandi. En i öll- um bænum skiptiö um nafn á Skiðahótelinu áður en þið haldiö lengra. Skiðaskálinn i Hliðar- fjalli myndi freista miklu fleiri til sin en Skíðahótelið i Hliðar- fjalli getur gert, sagði Odd J. Ingebretsen að lokum. Upplýst göngubraut Grein úr íslendingi Skíðaganga má ekki verða útundan Akureyri gæti orðið fjölbreyttur skíðastaður segir norskur sérfræðingur Föstudagur 22. febrúar 1974

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.