Alþýðublaðið - 22.02.1974, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 22.02.1974, Blaðsíða 12
Bókhaldsaóstoó meó tékka- færslum BÚNAÐAR- BANKINN KOPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga milli kl. 1 og 3 Fram á daginn er spáð norðan stinningskalda eða allhvössu með éljum. í dag er gert ráð fyrir bjartviðri með frosti: 2-4 stig FRÉTTIN VAR 100% RÉTT VERSLUNARMENN OTTUÐUST MISNOTKUN STIÚRNARINNAR A RIKISFJOLMIÐLUNUM //Viö treystum þvi ekki, aö yfirgangs- samir valdamenn gripu ekki til þess ráös aö torvelda starfsmönnum útvarps og sjónvarps aö rækja skyldu sina af þeirri samviskusemi, sem þeim er eiginleg, varðandi fréttaflutning af verkföllunum og samningaviðræðunum, og þvi ákváöum viðað gefa þeim VR aöilum, sem vinna aö útkomu dagblaðanna undanþágu, til þess aö þau komi áfram út", sagði Guómundnr H. Garðarsson, formaöur VR, i viðtali. ,,Viö viljum aö fólk fái fréttir af gangi mála úr öllum f jolmiólunum,'sagði hann, ’og þvi er eölilegt, aö blöðin komi áfram út, svo lengi sem þau geta". Krossgátukrílið s 10 II 12. 15 113 14- lifc Skýringar: LÁRÉTT: 1. Trúartákn. 5. Flissa. 6. Tiu. 8. Stilltur. 9. Hugarburð. 10. Lofthnoðri. 13. Fæða. 15. Neyðarkall. 16. Minnist. 17. Glaðan. LÓÐRÉTT: 1. Á arnarfæti. 2. Fer á sjó. 3. Eldstæði. 4. Bragðvond. 5. Hestur. 7. Þrautin. 11. 1 hálsi. 12. Fiskur. 13. Armæðu. 14. Heppni. ,,Þessi frétt ykkar var hundrað prósent rétt eftir mér höfð", sagði Guð- mundur H. Garðarsson, form. V.R. í viðtali við Alþýðublaðið í gær. Á for- síðu Tímans í gær og framhaldi á bls. 15 er það dregiö í efa, að blaða- maður Alþýðublaðsins hafi haft rétt eftir Guð- mundi í forsíðufrétt Alþ.bl. 20. febrúar um ótta verslunarmanna á misnotkun stjórnvalda á ríkisf jölmiðlunum, ef dagblöðin hefðu hætt að koma út strax og verkfall verslunarmanna skall á. í frétt Tímans eru höfð ummæli eftir Margréti Indriðadóttur, frétta- stjóra útvarpsins, þar sem hún er látinsegja, að hafi Guðmundur sagt það, sem Alþýðublaðið birti, væri hann ekki „með fullu ráði, eða mjög þreytturogiilasofirm Hún taldi hins vegar, að eitt- hvað væri í svari hans úr iagi fært af blaðsins hálfu". i frétt Tímans segir, að ekki hafi blaðamaður sá, sem fréttina skrifaði náð i Guðmund til að bera frétt Alþýðublaðsins und- ir hann, en fyrirsögnin á frásögn af frétt Alþýðu- blaðsins, efa blaðamanns Tímans á réttum vinnu- brögðum kollega hans á Alþ.bl., og þeim ummæl- um, sem fréttastjóra út- varpsins eru eignuð i Tímanum, er: „Formað- ur V.R. þreyttur og illa sofinn?". Svefnleysi og þreyta eiga kannski betur við til skýringar á annarra um- mælum og vinnubrögðum en Guðmundar H. Garðarssonar og blaða- manns Alþýðublaðsins. En kannski einhver önnur orð séu þar til betur fall- in, þegar öllu er á botninn hvolft. Yfirleitt nennir Alþýðublaðin ekki að elta ólar við þau blöð önnur, sem þykjast hafa efni á því að reyna að gera almennan fréttaflutning Alþýðublaðsins tor- tryggilegan með þvi að velta sér upp úr efasemdum eða afneitunum á fréttum þess. Forsiðufrétt Timans i gær tekur þó steininn úr, þar sem blaðamaður Timans setur fram efasemdir um heiðarleg vinnubrögð blaða- manns Alþýðublaðsins án þess að hafa nokkurt sam- band við nafngreindan heimildarmann Alþýðublaðsins að umræddri frétt! Vaxandi kaupendafjöldi Alþýðublaðsins sýnir, að blaðið er á réttri leið I almennum fréttaflutningi sinum og allar fréttir sannast á sinum tima, hvað sem llður öfund þeirra blaðamanna á öðrum blöðum, sem af fréttunum missa i það og það skiptið. FIMM á förnum vegi ■m Finnst þér rétt að styrkja listamenn af almannafé? Birgir Helgason, starfsmaöur SVR: Ekki beinlinis, en það eru svo margir aðrir opinberir styrktarsjóðir, svo það er ekki sanngjarnt að vera eingöngu á móti styrkjum til listamanna. mi. Bragi Bergsveinsson, tækni- fræðingur: Listin verður að vera til og listamenn að hafa viðunandi lifsskilyrði án tillits til harðrar samkeppni. Listin er óhjákvæmilegur þáttur i menn- ingarlifinu,'sem verður að við- halda. Jóhannes Guðlaugsson, út- varpsvirki: Ég er ekki á móti þvi, en ég hef ekki velt þessu mikið fyrir mér, utan sem ég tel að listin sé nauðsynleg Axcl Eyjólfsson, húsgagna- siniður: Ætli þeir dæju ekki annars, eins og þeir gerðu reyndar sumir áður fyrr. Það væri ekki gott til þess að vita nú árið 1974. Benedikt Bogason, verkfræð- ingur: Já, i skynsamlegu hófi þó, þetta er nauðsynlegt fyrir þvi minna þjóðfélag sem heldur uppi sjálfstæðu menningarlifi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.