Alþýðublaðið - 22.02.1974, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.02.1974, Blaðsíða 5
Utgefandi: Alþýðublaösútgáfan hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður, Frey- steinn Jóhannsson. Stjórnmálarit- stjóri, Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri, Sigtryggur Sigtryggs- son. Aðsetur ritstjórnar, Skipholti 19, sími: 86666. Afgreiðsla: Hverfisgötu 8-10, sími: 14900. Aug- lýsingar, Hverfisgötu 8-10, sími 86660. Blaðaprent hf. Magnús „súperstjarna” Miklar umræður hafa orðið um hið illskiljan- lega frumhlaup Magnúsar Kjartanssonar á þingi Norðurlandaráðs þar sem hann réðst með óbótaskömmum á rikisstjórnir frændþjóða vorra fyrir slælegan stuðning við íslendinga að hans sögn og afskipti þeirra af islenskum innan- rikismálum. Margir hafa átt erfitt með að skilja hvað olli þvi, að Magnús Kjartansson brá á þetta ráð i algerri óþökk allra samráðherra sinna nema Lúðviks Jósepssonar og hélt þannig á málum, að fulltrúar íslands á þinginu dauðskömmuðust sin fyrir landa sinn og for- sætisráðherra, Ólafur Jóhannesson, varð að snupra ráðherra sinn opinberlega á þinginu og lýsa allri ábyrgð á málflutningi hans af höndum sér. En skýringin á framferði Magnúsar Kjart- anssonar á rætur sinar að rekja fyrst og fremst til þeirrar manngerðar, sem hann er — til þess óhóflega sjálfsálits, sem maðurinn hefur, er gerir það að verkum, að hann heldur, að sér leyfist allt. Allir, sem til þekkja,vita, að ráðherradómur- inn hefur stigið Magnúsi Kjartanssyni mjög til höfuðs jafnvel svo, að þess gætir mjög i sam- skiptum hans við eigin flokksmenn. Til dæmis að nefna um sjálfsálit mannsins, þá lét hann svo um mælt við blaðamenn er hann kom heim af siðasta þingi Norðurlandaráðs, að það hefði ver- ið harla rislágt þing. Jón Ármann Héðinsson, al- þingismaður, vakti þá athygli á þvi, að þessi orð hefði ráðherrann látið falla vegna þess, að hann hefði sjálfur ekki flutt þar neina tölu. Vegna þess, að hinn voldugi islenski ráðherra, Magnús Kjartansson, talaði ekki á þinginu, þótti honum það harla rislágt. Að þessu sinni hugðist islenski ráðherrann sjá til þess, að Norðurlandaráðsþingið i Stokkhólmi yrði ekki jafn rislágt og það siðasta. Hann ákvað að halda þar ræðu um málefni, sem i fyrsta lagi ekki eru i hans verkahring og i öðru lagi liggja utan við vettvang Norðurlandaráðsþinga. Og auðvitað þurfti veraldarsnillingurinn Magnús Kjartansson ekki fyrir þvi að hafa að bera ræðu sina undir smámennin i rikisstjórn íslands. Fyrir sérstakrar vináttu sakir leyfði hann Lúð- vik Jósefssyni að renna augum yfir handritið — hinir máttu biða uns véfréttinni þóknaðist að mæla af munni fram. Og þótt harkalega væri á veraldarsnillinginn deilt af norrænum ráðherr- um að tölu hans lokinni, þá notaði hann sér ekki rétt sinn á þinginu til þess að svara gagnrýninni. Magnús Kjartansson lét andsvörin fara inn um annað eyrað og út um hitt. Magnús Kjartansson talar ekki við seglskip. Það er þvi með öllu þýðingarlaust fyrir fólk að reyna að finna einhverja málefnalega skýringu á þvi hvernig á þvi stendur, að kommaráð- herrarnir og þá einkum og sér i lagi Magnús Kjartansson láta það henda sig æ ofan i æ að vaða uppi með yfirlýsingar og málskraf um mikilvæg málefni, sem heyra undir aðra ráð- herra i rikisstjórninni og án þess að hafa hið minnsta samráð við samráðherra sina um mál- flutninginn. Eðlilegir og kurteislegir samstarfs- hættir fyrirfinnast ekki i rikisstjórn íslands ein- faldlega vegna þess, að Lúðvik Jósefsson og Magnús Kjartansson eru að eigin áliti of miklir kallar til þess að þurfa að kunna almenna mannasiði. Þeir eru „superstjörnur” og þegar þeir kveikja á geislaflóði sinu eiga smástirnin að fölna. alþýðul HVAÐ LlÐllR FULL- ORÐINSFRÆÐSLUNNI? Á fundi Sameinaðs Alþingis þann 12. feþrúar sl. spurðist Stef- án Gunnlaugsson fyrir um það hjá menntamálaráðherra, hvað liði frumvarpi um Fræðslustofn- un alþýðu, sem visað var til rikis- stjórnarinnar i fyrra. 1 ræðunni með fyrirspurninni sagði Stefán m.a.: ,,Á tveimur siðustu þingum hef- ur verið lagt fram frumvarp til laga hér á hinu háa Alþingi um fræðslustofnun aiþýðu. Fyrsti flutningsmaður þess, þegar það var fyrst lagt fram, var Sigurður E. Guðmundsson, sem hér átti sæti á Aiþingi um tima sem vara- þingmaður Alþýðuflokksins. Frumvarpinu var þá visað til menntamálanefndar Neðri deild- ar til athugunar, og fékk það þá ekki afgreiðslu. Við Pétur Péturs- son tókum þetta mál upp á ný á siðasta þingi, en þá var þvi visað til rikisstjórnarinnar til fyrir- greiðslu, að tillögu menntamála- nefndar Neðri deildar. Þetta frumvarp okkar miðaði að þvi, að hér yrði komið á fót stofnun, sem vinni að alhliða alþýðufræðslu og fullorðinsmenntun, likt og sams konar stofnanir, sem starfað hafa um árabil á hinum Norðurlöndun- um. Skyldi starfsemi fræðslu- stofnunar alþýðu vera grundvöll- ur fyrir skipulegri eflingu al- menningsmenntunar i landinu og fullorðinsmenntunar. Framsögu- maður menntamálanefndar Neðri deildar lét svo um mælt, þegar hann talaði fyrir tillögum hennar hér i deildinni, um, að frumvarpinu yrði visað til ríkis- stjórnarinnar til fyrirgreiðslu, að þvi hefði verið mjög vel tekið i nefndinni og þeim grundvallar- hugmyndum, sem það byggðist á. Hins vegar hefði verið upplýst, að athugun færi fram i menntamála- ráðuneytinu á þvi, hvernig þess- um málum væri best fyrir komið. Væri sérstök nefnd á vegum ráðu- neytisins að störfum, sem fjallaði lim fullorðinsmenntun á breiðum grundvelli. Þetta var i byrjun aprilmánaðar 1973. Þvi hef ég beint svofelldri fyrirspurn til hæstv. menntamálaráðherra á þingskjali 343: Hvað liður athug- un ráðuneytisins á þvi, hvernig fullorðinsmenntun verði best fyr- ir komið?” 1 svari menntamálaráðherra, MagnUsar Torfa Ólafssonar, kom það m.a. fram, að þann 26. októ- ber árið 1971 hefði menntamála- ráðuneytið skipað sérstaka nefnd til þess að fjalla um skipulagn- ingu fræðslustarfsemi fyrir full- orðna. Ráðherrann sagði m.a.: „Formaður var skipaður séra Guðmundur Sveinsson skóla- stjóri, en aðrir voru Stefán ögmundsson prentari, tilnefndur af Alþýðusambandi tslands, dr. Matthias Jónasson prófessor til- nefndur af háskólaráði, frU Sigriður Thorlacius formaður Kvenfélagasambands lslands, tilnefnd af Kvenfélagasamband- inu, Andrés Björnsson Utvarps- stjóri, tilnefndur af rikisUtvarp- inu, Gunnar Grimsson starfs- mannastjóri, tilnefndur af Sam- bandi isl. samvinnufélaga, Jónas B. Jónsson fræðslustjóri tilnefnd- ur af Reykjavikurborg. Nefndin hóf þegar störf og hefur starfað siðan og haldið fundi næsta reglu- lega. SU breyting varð á skipan nefndarinnar seint á árinu 1973, að Jónas B. Jónsson lét af störf- um, en Reykjavikurborg tilnefndi I hans stað Ragnar Georgsson skólafulltrUa. Nefndin hóf störf sin með viðtækri gagnasöfnun og heimildakönnun. Nefndin kann- aði itarlega skipun fullorðins- fræðslu i nágrannalöndunum og alveg sérstaklega i Sviþjóð, þar sem fullorðinsfræðslan er marg- breytilegust og viðamest, i Nor- egi, þar sem á 3. ár hefur verið unnið að þvi að semja frumvarp um heildarskipun fullorðins- fræðslunnar og i Danmörku, þar sem fullorðinsfræðslan er dreifð, bæði i framkvæmd og lagasetn- ingu. Loks I Finnlandi, þar sem á siðustu árum hafa verið sam- þykkt margs konar sérlög, sem snerta fullorðinsfræðslu meira og minna. Þá hefur nefndin einnig kannað gögn um fullorðins- fræðslu i Bretlandi og Þýska- landi. Nefndin viðaði að sér gögn- um frá Evrópuráðinu, bókum, ritum og greinargerðum, en Evrópuráðið hefur mjög látið fræðslu fullorðinna til sin taka, Stefán Gunnlaugsson svo og nýtt menntakerfi, ærði menntun, sem ætlað er að fella saman i eina heild, hið hefð- bundna skólakerfi annars vegar og fræðslu fullorðinna hins vegar, en hUn verður þannig annar þátt- ur ævimenntunarinnar. Þá voru og fengnar skýrslur um hinar þrjár ráðstefnur UNESCO, menningar- og fræðslustofnun Sameinuðu þjóðanna um fullorð- insfræðslu i Helsingör 1949, i Montreal 1960 og I Tokyo 1972. Einkanlega var itarlega fjallað um skýrslu hinnar siðustu ráð- stefnu, svo og könnuð gögn, sem send höfðu verið frá hinum ýmsu þjóðum samtakanna að vera grundvöllur og forsenda um- ræðna á ráðstefnunni. Þá var not- ið margvislegrar fyrirgreiðslu frá Centaritet og Nordisk kunter- et samarbejde i Kaupmannahöfn. t sept. 1972 var fyrir forgöngu embættismannanefndarMKS sett á stofn Styrensgruppe for voksen oplæring i Norden og var formað- ur islensku fullorðinsfræðslu- nefndarinnar, Guðmundur Sveinsson, tilnefndur i nefndinni sem fulltrUi íslands. Nefndin hef- ur sérstaklega fengið til Urlausn- ar tvö verkefni. Annað lýtur að tilraun með nýja kennsiuhætti i fullorðinsfræðslu, hitt er gagna- söfnun um fræðslu íullorðinna á Norðurlöndum. Hið siðara verk- efni snertir sérstaklega störf full- orðinsfræðslunefndarinnar i is- lensku. Gagnasöfnunin hefur nU staðið yfir á annað ár, og er henni að mestu lokið. Er mikinn fróð- leik að fá um alla skipan fullorð- insfræðslu á Norðurlöndum, svo og reglur, er gilda nU um fram- kvæmd fullorðinsfræðslunnar og fjárframlög til hennar. í jUni- mánuði 1973 hafði fullorðins- fræðslunefndin lokið við að semja fyrstu drög aö frumvarpi til laga, um fullorðinsfræðslu á Islandi. Drög þessi voru siðan i byrjun jUlimánaðar það ár send 28 aðil- um til umsagnar og óskað eftir umsögnum og ábendingum varð- andi drögin. Þessir 28 aðilar voru þannig valdir: 1. 10 aðilar hins hefðbundna skólakerfis. 2. 9 aðilar, er tengjast vinnu- markaðinum, atvinnuvegum landsmanna. 3. 9 aðilar frjálsra félagasam- taka, er hafa bæði menningar- og fræðslumál á stefnuskrá sinni. Nefndin lét þá ósk i ljós. að svör heföu borist i siðasta lagi um miðjan sept., enda ætlunin að halda siðar fundi með þeim aðil- um, sem frumvarpsdrögin fengu til umsagnar. Illa gekk þó að heimta svör og um miðjan sept. höfðu aðeins borist svör frá 10 aðilum af 28. Engu að siður var i okt. tekið til við að halda boðaða fundi með hinum 28 aðilum. Voru 3 slikir fundir haldnir, einn með hverjum hópi: a) fulltrúum hins hefðbundna skólakerfis bi full- trUum vinnumarkaðarins c) full- trUum frjálsra félagasamtaka. Eftir umrædd fundahöld og að fengnum margvislegum ábend- ingum tók fullorðinsfræðslu- nefndin til við að endursemja frv. að lögum um fullorðinsfræðslu. Urðu þannig til drög 2 að sliku frumvarpi. Þau drög voru siöan rædd itarlega á fundum nefndar- innar og kom i ljós nokkur skoðanaágreiningur i nefndinni um ýmis ákvæði og atriði. Voru þó allir nefndarmenn sammála um, að þann skoðanaágreining yrði að jafna og finna frumvarp- inu það form og framsetningu, sem allir gætu sameinast um. Hefur þessu marki nU verið náð og hin þriðju drög nefndarinnar fullgerð. Er þess þvi að vænta, að endanlegri samningu frumvarps- ins verði lokið og nefndin skili þvi til ráðuneytisins bráðlega. Ég fyrir mitt leyti vona fastlega. að frumvarp þetta komí til áfita þess þings, sem nU situr. Stefán Gunnlaugsson þakkaði ráðherra svörin, lét i ljós ánægju með, að skammt skyldi vera i það, að nefndin lyki störfum. og sagðist vænta þess, að frumvarp frá henni kæmi fyrir Alþingi það, sem nU situr. FLOKKSSTARFIÐ Alþýðufiokkskonur í Reykjavik: FÉLAGSFUNDUR Kvenfélag Alþýðuflokksins i Reykjavik boðar til félagsfundar n.k. mánudag, 25. febrúar, kl. 20.30 i félagsheimili prentara að Hverfisgötu 21. Fundarefni: 1. Venjuleg félagsfundarstörf. 2. Björgvin Guðmundsson ræðir borgarmálin. Félagskonur fjölmennið og mætið stundvislega. STJÓRNIN. Föstudagur 22. febrúar 1974

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.