Alþýðublaðið - 22.02.1974, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.02.1974, Blaðsíða 3
Nll A BIÐIN HIKLA AÐ VERA A ENDA! Bifreiðaeftirlit rikisins hyggst taka tölvutækni i þjónustu sina með vorinu, og mun hún spara starfsmönnum óhemju vinnu og viðskiptavinum tíma við skoðun, skráningu og umskráningu bif- reiða. Auk þess er notkun tölvutækninnar fyrsta skrefið i áttina til þess, að unnt verði að flytja starfsemi eftirlitsins i nýtt húsnæði, að þvi er Guðni Karlsson, forstöðumaður sagði við Alþýðu- blaðið í gær, en spjaldskrár þær, sem nú eru geymdar i tugum kassa, verða færðar yfir á tvö skýrsluhjól. Þegar talvan hefur verið tekin i notkun, geta þeir, sem ætla að koma með bil til skoðunar eða skráningar einfaldlega hringt i bifreiðaeftirlitið og fengið ákveðinn tima daginn eftir. Þegar tim- inn er upp runninn verður nafn viðkomandi kall- að uppi og hin aikunna bið i bifreiðaeftirlitinu verður úrsögunni. Auk þess verða öll eyðublöð. sem fylla þarf út stöðluð og einfölduð. Þegar allar upplýsingar hafa verið mataðar inn i tölvuna verða þær sendar Skýrsluvélum rikisins, en þar getur bifreiðaeftirlitið haft að þeim greiðan aðgang og fylgst þannig með skoð- un og skráningu hvenær sem er. Eins og nú er ástatt fyrir spjaldskrá bifreiðaeftirlitsins er eng- inn möguleikiá að fylgjastdag frá degi með þvi, hvað margir bilar hfa verið skoðaðir, og hverja á eftir að færa til skoðunar, og ennfremur er erfitt eða ógerlegt að fá upplýsingar um eigendur á- kveðinna bifreiða eftir númerum þeirra. Is- akstr- inum frestað Vegna óvissu um þaö, hvernig verkfallsmál þróast þessa dagana hefur verið á- kveðið að fresta isaksturs- keppni þeirri, sem Bindindis- félag ökumanna hugðist standa fyrir um helgina og Al- þýðublaðið sagði frá i fyrri viku. Einnig var útlitið fyrir góðum keppnisskilyrðum i gær ekki gott, vegna hlákunnar og umhleypinganna undanfarna- daga. Undirbuningi undir keppn- ina er þó lokið að mestu, og tekur ekki nema fáeinar klukkustundir að.leggja sið- ustu hönd á það verk, þannig að gripið verður fyrsta tæki- færið til að láta keppnina fara fram. Skipulaat til að komast hiá verkfallsþátttöku „Fyrirtæki hér i Reykjavik heiðrar starfsmenn sina með þvi að bjóða þeim að gerast hluthafar, þegar þeir hafa starf- að tiltekinn tima hjá þvi”, sagði Elis Adólphsson, formaður verkfallsstjórnar V.R. i viðtali við Alþýðublaðið i gær. Kvað Elis þessa menn hafa sagt sig úr félagi verslunarmanna, en hins vegar haldið áfram að greiða i Lifeyrissjóð verslunarmanna. Kvað hann þá njóta allra rétt- inda sem sjóðfélaga nema til húsnæðiskaupa, en hins vegar virtust þessir menn ekki bera skyldur sem félagar i Versl- unarmannafélaginu og neituðu þeir að leggja niður vinnu i verkfallinu. „Þessu þarf að breyta”, sagði Elis, „enda er þetta skipulögð aðferð til að komast fram hjá boðaðri vinnu- stöðvun. Þegar þeir kæra sig um, geta þeir gengið i félagið og þá notið lána til húsnæðis- kaupa”. Þaö leikur ekki á tveim tungum, að við íslendingar þurfum að klæða af okkur kalsann í veðrinu. Myndin getur vel verið sýnishorn af því, hvernig ungir og aldnir þurfa að vera búnir, þegar veðrið er rysjótt, eins og það hefur verið að undanförnu. Krunkað á krunkið hans Magnúsar „Fyrir hvaða stétt islenskra þjóðfélagsþegna skyldi sjón- varpsþáttur Magnúsar Bjarn- freðssonar, „Krunkað á skjá- inn”, vera ætlaður? Mér skilst, að hann sé ætlaður fyrir allan almenning, eins og raunar allt sjónvarpsefni — en þó á þessi heimilisþáttur vist að vera snið- inn við hæfi enn fleiri en aðrir sjónvarpsþættir, nefnilega allrar fjölskyldunnar. Það virðist þó orka' tvi- mælis til hvað margra sumir kokkarnir, sem fram hafa komið i þættinum, eiga er- indi, og þó leikur sérstaklega vafi á þvi hverju hlutverki framreiðslumaðurinn i siðasta þætti á miðvikudagskvöldiði átti að gegna. Kokkarnir hjá Magnúsi hafa keppst við að miðla af fróðleik sinum um tilbúning á margrétt- uðum veislumat, sem tekur óra- tima að útbúa, og ekki tók betra við, þegar framreiðslumaður- inn lagði á borð. Hann tilkynnti sjónvarpsáhorfendum áður en hann hófst handa, að hann ætti von á gestum, og fljótlega fóru menn virkilega að brjóta heil- ann um það á hverskonar gest- um hann ætti von. Kannski for- seta forsetahjónunum9 Eða ætl- aði mister Nixon að heimsækja hann á laun? Það er allavega ekki lagt á borð fyrir mikið ó- finni veislu en fyrrnefndum mönnum er haldið á þann hátt, sem þessi framreiðslumaður gerði á skjánum á miðvikudags- kvöldið. Eða hvað ætli silfur undirdiskar séu notaðir á mörg- um islenskum heimilum? Og hvaða venjulega fjölskylda ætli bjóði gestum sinum upp á f jórar vintegundir með matnum og á auk þess fjórar tegundir vin- glasa til að leggja á borð? Þegar framreiðslumaðurinn vinur okkar hafði lokið við að leggja á borðið og munað eftir saltinu og piparnum, auk kert- anna og skrautskálarinnar, sá alþjóð það svo ekki varð um villst, að ekki var rúm fyrir mat á borðinu. Þótt ekki hafi verið sérstaklega á það minnst var deginum ljósara, að sjónvarpið reiknar með þvi að þjónustufólk þjóni veislugestum til borðs og beri fyrir þá matinn i væntan- legum sjónvarpsveislum. Nú, eða kannski húsmóðirin eigi að fá það hlutverk eftir áð hafa staðið timunum saman i eldhús- inu og lagt á borð eftir forskrift þáttarins „Krunkað á skjáinn”. Fyrst þáttur Magnúsar Bjarnfreðssonar hefur verið gerður að umræðuefni má ekki láta hjá liða að minnast á þær hroðalegu teikningar, sem not- aðar eru undir kynningarspjöld- um hans. Ég þykist vita, að þær séu gerðar á teiknistofu Sjón- varpsins — og geri það að tillögu minni, að Birni Th. Björnssyni verði gefinn kostur á að fjalla um þær i Vöku. Að lokum skal þess getið, sem vel var i þættinum, en það var hlutur læknisins, sem Magnús rabbaði við um kynferðis- fræðslu barna og unglinga. Maðurinn var mjög skeleggur og nefndi hlutina sinu rétta nafni. En ég er illa svikinn, ef einhverjir foreldrar hafa ekki rekið börn sin i háttinn, þegar orð eins og tippi, pungur og pika hljómuðu i rikisfjölmiðlinum. Þorri.” Hvað gera Getraunir? Orn Kristjánsson hringdi: „Ég tek þátt i getraunum eins og svo margir fleiri. Nú veit ég um marga t.d. sjómenn og aðra sem ekki hafa tök á þvi að fylgjast með úrslitunum. Þvi langar mig að bera fram þá spurningu, hvort getraunirnar láti þá vita sem fengið hafa vinning, eða þeir verði bara sjálfir að fylgjast með þvi eða missa ella af vinningi. Hjá happdrættunum er það þannig, að menn vita það um leið og þeir endurnýja, hvort þeir hafa hlot- ið vinning”. YFIR 90% r I VERKFALLI Yfir 90% félags- manna verslunar- mannafélaganna i landinu eru nú i verk- falli, samkvæmt þeim upplýsingum, sem G u ö m u n d u r H . Garðarsson (formað- ur V.R.) gaf Alþýðu- blaðinu i gær. Tólf verslunarmannafélög af 20 hafa ekki gripið til vinnustöðvunar, en þau átta^ sem verk- fall er komið hjá, eru öll stærstu félögin og hafa sem fyrr segir yfir 90% verslunar- fólks i landinu innan sinna vébanda. Föstudagur 22. febrúar 1974 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.