Alþýðublaðið - 22.02.1974, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 22.02.1974, Blaðsíða 11
Lið iþróttafrcttamanna sigraði sem vænta mátti i B| viðureigninni við dómara. Var sigurinn sérlega |S* glæsilegur i þ'etta sinn, 10:9. Lið fréttamanna mun vera eina liðið á islandi sem aldrei hefur tapað leik. Fréttamenn mættu i nýjum stórglæsilegum bún- 'iJ* ingum frá Henson, en það merki nota nær öll lið á rS islandi, þar á mcðal landslið. Dómaraliðið átti k <■ aldrei minnstu möguleika, cnda var leikurinn I , \ \ vVV Ómar Ilagnarsson var sem fyrr besti maður fréttamannaliðsins, utan hvað vitaskotanýting hans var vægast sagt slök. íþróttir Gott veganesti á HM en Kemst landsliðið utan? Landsliðið okkar hefur gott veganesti þegar það heldur til Heimsmeistarakcppninnar um helgina, stórsigur yfir nýbökuð- um islandsmeisturum FH 32:21. Það er aðeins eitt sem skyggir á, nefnilega óvissa um það hvort liðið kemst yfirböfuð á HM. Ef verkföllin halda áfram, liggur allt millilandaflug niðri. Unnið er að þvi að finna lausn á mál- inu, og vonandi finnst hún, þvi að sjálfsögðu verðum við að mæta á HM, fyrst við erum bún- ir að hafa þessi ósköp fyrir þvi að vinna okkur þátttökurétt i keppninni. Eins og við var að búast, var geysileg aðsókn að styrktar- kvöldinu i fyrrakvöld, og hundr- uð manna urðu frá að hverfa. Það er greinilegt á öllu að strák- arnir okkar hafa fólkið að baki sér. nú þegar þeir halda utan. Undirtektir fólks voru frábærar þegar þeir gengu á milli þess og seldu styrktarmerki, einnig var mikil stemning þegar þeir sungu lagið „Áfram ísland” undir stjórn Omars Ragnars- sonar. Yfirleitt var mikii stemning i húsinu þetta kvöld, og hin ágæta Skólahljómsveit Kópavogs, undir stjórn Björns Guðjónssonar, gerði sitt til að skapa þessa stemningu. Leikur landsiiðsins og FH bar þess nokkur merki, að Viðar Simonarsson gat ekki beitt sér sem skyldi vegna meiðsla i öxl. Það munar um minna fyrir eitt lið. Þvi voru úrslitin svo að segja ráðin allt frá byrjun, og spurningin aðeins sú hve stór sigur landsliðsins yrði. Sfaðan i hálfleik var 17:10, og lokatöl- urnar sem fyrr segir 32:21. Margt fallegt sást til landsliðs- mannanna, t.d. kúnstir Geirs Hallsteinssonar og frábær sam- vinna þeirra Axels og Björg- vins. Mörk landsliðsins skoruðu Axel 7 (2 viti), Ólafur 6, Björg- vin og Gunnsteinn 4 hvor, Einar 3, Gisli Blöndal 3 (1 viti), Geir 3 (tvö viti), og Guðjón Magnússon 2. Hjá FH skoraði Gunnar lang- mest — 7 mörk, 3 viti, Auðunn skoraði 3 mörk, Viðar, Árni Guðjónsson, ólafur Einarsson, örn Sigurðsson og Þórarinn Ragnarsson tvö mörk hver, og Birgir Björnsson eitt. ” Á stærri myndinni sést Axel Axelsson, markhæsti leikmað- ur iandsliðsins, skora, en á þeirri minni er landsliðið að kyrja baráttusönginn „Áfram island”. Labbi er vfgalegur þegar hann sendir boltann i áttina að marki úrvalsins. Töggur í „þeim gömlu' „Þeir gömlu” landsliðs- kappar frá -HM liðinu 1964, sýndu það enn einu sinni i fyrrakvöld, að það er töggur i þeim ennþá. Þá sigruðu þeir úrval 2. deildar á styrktarleik- kvöldinu 20:16, eftir að úrvalið hafði haft yfir i hálfleik 13:10. Fyrirfram var haldið að landsliðið gamla myndi falla á úthaldinu, en það var nú ekki reyndin þegar til kom. Þeir „gömlu” skoruðu sex siðustu mörk leiksins, og tryggðu sér þar með sigurinn. Þeir sýndu gamla takta, sem voru greini- lega að skapi áhorfenda. Or- valið lék vel i f.h., en var yfir- spilað i s.h. 0 Mörk landsliðsins ’64 skor- uðu Ingólfur 5, Hermann og Karl 4 hvor, Gunnlaugur 3, Orn og Sigurður Einarsson tvö kvor. Fyrir úrvalið skoruðu Haukur 4, Halldór 3, Björn Pétursson, Sveinlaugur, Atli Þór, Hörður 2 hver, og Trausti Sveinbjörnsson eitt. AUSTU R-AFRIKA HEILLAR Naíróbí er höfuðborg Kenya. Þar er þægilegt að vera þótt borgin sé aðeins 160 km sunnan miðbaugs Ástæðan er sú, að Naíróbí er 1 800 m yfir sjávarmáli Þarna er að sjá fíla, nashyrninga, flóð- hesta og zebradýr auk fjölda annara sér- kennilegra dýra- og fuglategunda Heillandi baðstrendur Mombasa við Ind- landshaf, en þar eru líka óvenjulegir sjó- stangarveiðimöguleikar Austur-Afrikuferðir geta verið á ýmsu verði eftir gæðum og timalengd Hér er dæmi um verð á ,,Minisafari" ferð SAS, sem miðast við hópferðarfargjald héðan til Kaupmannahafnar 83.520.00 kr. fyrir tiu daga ferð I verðinu er innifalið: Flugferð frá Reykjavík trl Naíróbí. gisting i 7 nætur i Kenya, morgunverður, hádegismatur og kvöldverður. Auk þess gisting í Kaup- mannahöfn einu nótt á leið til Kenya og aðra nótt á leið þaðan til Reykjavikur. Spyrjið ferðaskrifstofurnar, þær veita frekari upplýsingar S4S l.augavegi 3 slmar 21199 og 22299. o Föstudagur 22. febrúar 1974

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.