Alþýðublaðið - 28.02.1974, Qupperneq 3
Nú vilja tryggingafélögin
fá 60-70% hækkun á
bílatryggingarnar.
Nýtt tryggingaár
hefst á morgun, en
enginn veit, hvað
verður ofan á
í Ijósi nýgeröra kjara-
samninga telja
tryggingafélögin sig
þurfa að hækka iögjöld
af ábyrgöatryggingu
bifreiða um 60-70%.
Áður var ólitið, að þau
þyrftu að hækka um 40-
50%, eins og Alþýðu-
blaðið hefur skýrt fró,
en sú hækkun var miðuð
við verðlag eins og það
var á síðasta ári.
Eins og kunnugt er
hefst nýtt tryggingaár á
morgun, 1. mars, en
kröfum um hækkun
iðgjalda hefur enn ekki
verið skilað til stjórn-
valda. Að sögn Ásgeirs
Magnússonar,
formanns Sambands
íslenskra trygginga-
félaga stafar það af því,
að beðið var með að
ganga frá kröfunum þar
til k jarasamningar
hefðu náðst. Nú sagði
hann, að verið sé að
vinna að þessum
útreikningum, þó ýmis
atriði séu enn óljós, eins
og það hvort frumvarp
um tvöföldun vátrygg-
ingarupphæðar og tvö-
foldun eigináhættu,
verður samþykkt á
Alþingi, og eins hvort
söluskattshækkun
verður samþykkt.
Eftir að tryggingafél
hafa sent hækkunar-
beiðni sína til stjórn-
valda fer hún fyrir ný-
stofnaða trygginga-
eftirlit, sem mun kanna
það og gera tillögur um,
hversu mjkil hækkun
skuli leyfð, að þvi er
Magnús Kjartansson,
tryggingamála-
ráðherra, sagði við
Alþýðublaðið í gær. Allt
þetta tekur vafalaust
talsverðan tíma, en að
því er Ásgeir
Magnússon sagði við
Alþýðublaðið verða
tryggingafélögin að
endurnýja tryggingar
viðskiptavina sinna og
taka nýjar frá og með 1.
mars. Ekki sagði hann,
að ákveðið hafi verið
með hvaða hætti það
verður gert, en sagðist
álíta það ekki ósenni-
legt, að iðgjöldin verði
innheimt samkvæmt
þeirri verðskrá, sem
félögin vilja fá sam-
þykkt, en siðan fái við-
skiptavinirnir endur-
greitt verði hækkunin
minni — eða öfugt.
Hann er rannsakandi á svipinn, strákhnokkinn
á myndinni, en ljósmyndarinn neitaði alveg að
gefa upp á hvað hann var að horfa. Þvi var það,
að við efndum til verðlaunasamkeppni meðal
starfsfólks blaðsins um besta svarið við þeirri
spurningu.
Eins og með þjóðhátiðarsamkeppnirnar allar
reyndist ekkert svar verðlaunanna virði, en þrir
starfsmenn sögðust álita að hann væri að horfa á
kunningja sinn borða is. Þessir sömu þrir fóru
siðan út og keyptu sér ispinna.
HARÐBAKUR
HEITIR HANN
Eins og Alþ.bl. hefur skýrt
frá, hafa þeir Björgvin
Guðmundsson og Albert
Guðmundsson lagt til, að BÚR
kaupi sjötta og siðasta
Spánartogarann af stærri
gerðinni, en hann var upphaf-
lega ætlaður útgerðarfélagi
Akureyringa.
Togara þessum var fyrir
skömmu hleypt af stokkunum
i San Sebastian á Spáni, og
hlaut hann nafnið Harðbakur.
Útgerðarfélag Akureyringa
hefur óskað eftir þvi að verða
leyst frá kaupsamningum að
togaranum. Harðbakur er
systurskip Bjarna Benedikts-
sonar og annarra umdeildra
togara sömu gerðar.
Laus staða
Staða hjúkrunarkonu á Djúpavogi er laus
til umsóknar nú þegar.
Laun samkvæmt launakerfi rikisins.
Umsóknir sendist heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu.
Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið
27. febrúar 1974.
Stofnun hlutafélags um
þörungavinnslu
við Breiðafjörð
Samkvæmt lögum nr. 107 27. desember
1973 um þörungavinnslu við Breiðafjörð
hefur verið ákveðið að stofna hlutafélag er
reisi og reki verksmiðju að Reykhólum við
Breiðafjörð til vinnslu á þörungum eða
efnum úr þörungum.
Akveðið er að aðild sé heimil öllum einstaklingum cða
félögum, sem áhuga hafa og geta stofnendur skráð sig
fyrir hlutafé hjá iðnaðarráðuneytinu, Arnarhvoli, Reykja-
vík, fyrir 8. marz n.k. Lágmarkshlutafjárframlag er kr.
10.000,-og er að þvi miðað að 1/4 hlutafjárloforðs greiðist
innan viku frá stofnfuudi.
Athylgi skal vakin á, að skv. 4. gr. tilvitnaðra laga geta
hluthafar i Undirbúningsfélagi þörungavinnslu, sem
stofnað var skv. lögum nr. 107/1972, skipt á hlutabréfum i
hinu nýja hlutafélagi.
Stofnfundur verður haldinn föstudaginn 15. mars n.k. kl.
10:00 i fundarsal stjórnarráðsins á þriðju hæð i Arnar-
hvoli.
Volkswageneigendur
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir —
Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen i
allflestum litum. Skiptum á einum degi
með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð.
Reynið viðskiptin.
Bílasprautun Garðars Sigmundssonar
Skipholti 25. Simar 19099 og 20988.
Saumanámskeið
GRUNNNAMSKEIÐ t VERKSMIÐJUSAUMI hefjast við
Iðnskólann i Reykjavik 11. mars næstkomandi.
o
Kennt verður hálfan daginn í tvcimur námshópum, ef næg
þátttaka fæst.
o
Nántskeiðin skiptast i tvær annir, og stendur fyrri önn i
fjórar vikur eða til 5. april. Siðari önn verður tvær vikur og
hefst 16. april
o
Kennd verða undirstöðuatriði verksmiðjusaums, meðferð
hraðsaumavéla og vörufræöi. Auk þess verða fyrirlestrar
um atvinnuheilsufræði, vinnuhagræðingu og fleiri efni.
o
Þáttökugjald er kr. 1500.-
o
Innritun fer fram til 7. mars á skrifstofu skólans (simi
26240), sem jafnframt veitir nánari upplýsingar.
Skólastjóri
Fimmtudagur 28. febrúar. 1974.
o