Alþýðublaðið - 20.03.1974, Blaðsíða 5
LOÐNUGJALDIÐ
Útgefandi: Blaö hf. Ritstjóri og á-
byrgöarmaöur/ Freysteinn Jó-
hannsson. Stjórnmálaritstjóri,
Sighvatur Björgvinsson. Frétta-
stjóri, Sigtryggur Sigtryggsson.
Aðsetur ritstjórnar, Skipholti 19,
sími: 86666. Afgreiðsla: Hverfis-
götu 8—10, sími: 14900. Auglýsing-
ar, Hverfisgötu 8—10, sími 86660.
Blaðaprent hf.
KOSNINGABRELLAN
Sjálfstæðisflokkurinn i Reykjavik hefur nú
kunngert nýjustu kosningabrellu sina þá sem á
að gera flokknum kleift að halda völdum áfram i
Reykjavik eftir borgarstjórnarkosningar þær,
er fram fara 26. mai n.k. Borgarstjórinn i
Reykjavik boðaði blaðamenn á sinn fund fyrir
skömmu og kunngerði kosningabrelluna. Hann
skýrði frá þvi, að nú hefði verið gerð mikil ; f
áætlun um að klæða borgina gróðri. Og
Morgunblaðið talur nú fjálglega um hina
,,grænu byltingu” borgarstjórans. Visi var svo
mikið niðri fyrir, er hann skýrði frá byltingu
borgarstjóra, að hann birti mynd af Birgi inni i
leiðara og sagði, að blaðamannafundurinn
sýndi, að Birgir væri réttur maður á réttum
stað!
Blaðamannafundur borgarstjóra minnir á
annan blaðamannafund, sem haldinn var i
áróðursskyni á sl. ári, þ.e. hinn fræga fund
Magnúsar Kjartanssonar iðnaðarráðherra, er
hann boðaði iðnbyltingu. Var mikið grin gert að
þeim fundi, þar eð iðnbylting Magnúsar var
ekkert annað en orðagjálfur hans sjálfs um að
gera ætti iðnbyltingu enda öllum ljóst, að það
gerist engin iðnbylting með því einu að halda
blaðamannafund. Og hið sama er að segja um
grænu byltinguna hans Birgis. Það gerist engin
græn bylting i Reykjavik með þvi einu að borgar
stjóri haldi blaðamannafund og skýri frá þvi að
teiknuð hafi verið mörg kort og samdar miklar
áætlanir, sem kosta nokkur hundruð þúsund kr.
Það er ákaflega ,,billegt” fyrir borgarstjórann i
Reykjavik að dreifa á blaðamannafundi áætlun-
um fyrir næsta kjörtimabil um framkvæmdir
við uppgræðslu i Reykjavik ofl., sem kosta eiga
rúmlega 600 millj. kr. Það væri eðlilegra, að
Birgir tsleifur dreifði slikum kosningaáróðri á
kosningafundum Sjálfstæðisflokksins en mis-
notaði ekki borgarstjóráembættið i þvi skyni að
miðla slikum áróðri.
Vissulega eru allir Reykvikingar hlynntir þvi,
að borgin sé klædd sem mestum gróðri og sem
flest útivistarsvæði risi. Og allir flokkar borgar-
stjórnar Rvikur hafa sýnt þvi máli meiri áhuga
en Sjálfstæðisflokkurinn. En þeir hafa flutt
raunhæfar tillögur um þau mál svo sem um að-
gerðir á vissum svæðum eins og Elliðaársvæð-
inu, en ekki verið með skýjaborgir.
En Sjálfstæðisflokkurinn verðuri næstu
borgarstjórnarkosningum dæmdur af verkum
sinum á kjörtimabilinu en ekki áróðursritum
borgarstjóra. Hann verður t.d. dæmdur af
verkum sinum i Breiðholtshverfi, þar sem sam-
göngumálin eru i algeru öngþveiti, þar sem
hundruð barna biða eftir rými á dagvistunar-
stofnunum, þar sem ekki er unnt að halda uppi
boðinni kennslu vegna seinagangs i skólabygg
inga málum, þar sem engin aðstaða er til i-
þróttaiðkana og engin aðstaða fyrir ibúana til
félagsstarfsemi. Hvernig væri herra borgar-
stjóri að gerá byltingu i þessum hagsmunamál-
um Breiðholtsbúa?
alþýðu
\mm
- ER OSANNGJÖRN
BRADABIRGDALAUSH
Þann 6. mars sl. var til umræðu
i efri deild Alþingis frumvarp
rikisstjórnarinnar um að láta
leggja á sérstakt gjald á loðnu, er
siðan á að nota almennt i þágu út-
vegs i landinu. Við þaö tækifæri
tók Jón Armann Héðinsson til
máls. Hann sagði m.a.:
„Hæstvirtur sjávarútvegsráð-
herra hefur nú gert grein fyrir
þessu frumvarpi i stuttri ræðu, þó
að hér sé farið inn á nýtt svið, eins
og hann drap réttilega á og sagði
sig i hóp þeirra manna, er var-
lega vildu fara i þvi efni að láta á-
kveðinn hóp ta%a á sig almenna
byrði. Ég vænti, að hann muni
standa við þau orð, vegna þess að
hér er fitjað upp á nýju atriði i
sameiginlegri lausn, sem
rekstrarvandræði togaraflotans
eru. Það þarf ekki að gera hv.
þm. grein fyrir þvi. Ég vænti
þess, að þeim sé það kunnugt, að
sjávarútvegurinn hefur lagt á sig
i gegnum marga áratugi, held ég,
kvaðir, sameiginlegar kvaðir,
þannig að menn hafa borið það
hver eftir sinni getu, en jafnvel þó
að bátar hafi haft erfiðan rekstur,
þá hefur verið tekið af öllum þeim
afurðum, eilitil prósenta og lagt i
sameiginlegan sjóð, aflatrygg-
ingasjóð og aðra sjóði, sem hinir
auðvitað hafa lagt meira i, sem
hafa aflað betur og þannig fært á
milli. Nú er þetta samkomulag
eða þessi venja réttara sagt, brot-
in. Við, allmargir, i hópi útvegs-
manna mótmæltum þessu nýmæli
mjög ákveðið. En þaö var nú
kokkað á öðrum stöðum og vildi
nú helst enginn gangast við fað-
erninu á þessu fyrirkomulagi,
þegar á reyndi. Það kom greini-
lega fram á fundinum, sem fjall-
aði um máliö, aö enginn vildi bera
ábyrgð á þessum óskapnaöi, sem
vonlegt er. Við lögðum til, út-
gerðarmenn. aö hinu gamla kerfi
yrði haidið um sameiginlegar
byrðar og við tækjum okkar stóra
skerf i þvi, en þaö væri ekki fitjað
upp á nýju formi. Um það stóð á-
greiningurinn. Ég held, aö ég geti
sagt það frá sjónarmiði þessara
manna, sem deildu um þetta
fyrirkomulag, að þeir voru allir
tilbúnir að taka á sig ákveðnar
kvaðir. en brjóta samt ekki þá
grundvallarreglu, sem hefur hér
gilt um árabil. að hafa þetta ekki
sameiginlegt á heildarflotanum
heldur láta 1500 sjómenn taka á
sig svo stórar kvaðir, sem hér er
um að ræða, og er óneitanlega
gert af 80—90 útgeröarfyrirtækj-
um einnig. Ef ekki heföi veriö
fallist á þetta samkomulag, þá
hefði allt runnið i verðjöfnunar-
sjóð, segir ráðherrann. i fyrsta
lagi deildi nú hæstv. sjávarút-
vegsráðherra mjög á það. þegar
viðreisnarstjórnin stofnaði sjóð-
inn og fann lionum allt til foráttu,
og er hægt aö fletta þvi upp og
lesa það upp, ef menn vilja standa
hér i löngum umræðum . Það sem
skeði i fyrra var það hvoru
tveggja og það liggur nú skjalfest
og geta þingmenn flett þvi upp i
skjölum á borðunum hjá sér, að
verðlagningin á loðnunni i fyrra
var útgerðinni feikilega óhag-
stæð, svo að ekki sé meira sagt.
Annað eins hefur liklega aldrei
átt sér stað áður á tslandi, svo að
það er ósanngjarnt að taka miö af
þvi nú, að hún hafi hækkað núna
um 50, 60—80% eða jafnvel upp i
100% eins og með frystu loðnuna.
t fyrra var um tilraun að ræða.
Það er allra manna mál, að sann-
gjarnt væri eða okkur var sagt að
rétt væri að byrja varlega og þvi
heitið að hafa ekki mið af þvi sið-
ar meir. t fyrra var verðlag á
loðnu fyrst 1.96 kr. framan af ver-
tið miðað við það verð, sem mjöl
hafði selst á og lýsi. Siðan lækkaði
það niður i 1.76, en þá hækkaði
m.jölið bara verulega. En sjó-
menn og útvegsmenn fengu ekki
verðhækkunina. Það voru aðrir,
sem stungu henni á sig og þaö var
ekki einu sinni Verðjöfnunarsjóð-
urinn, sem stakk henni á sig,
heldur verksmiðjurnar. Þær
munu hafa haft margar hverjar
a.m.k. á aðra krónu fria út úr kg,
þegar útgerðin og báturinn fengu
innan við krónu brúttó og sjó-
menn taka helming af brúttóafla
eftir þessum skiptakjörum.
Nú skeði það aftur um daginn,
að verð lækkar á almennum
markaði. þó að sölur hafi ekki
farið fram héðan, þá segja verk-
smiðjurnar upp verðinu og
hrópa: eldur eldur og allt sé að
fara i kaldakol og þær knýja l'ram
verulega verölækkun þrátt fyrir
stóraukinn rekstarkostnað við
öflun. Það er bariö i gegn og
þannig stendur dæmið núna, svo
að afkoma bátaflotans er ger-
samlega allt önnur en þegar þetta
var til umræðu á sinum tima um
áramót. Ég og margir fleiri, sem
vorum á þessum fundi marglögö-
um til, að við fengjum tækifæri til
þess að leggja sjálfir eitthvaö til
hliðar til þess aö mæta óvæntum
áföllum. Það yrði ekki öllu skipt
upp, það náðist ekki fram. Þvi
miður er afkoma togaraflotans
svo léleg og ég vil skjóta hér inn
spurningu til hæstv. ráðherra, að
hann upplýsi okkur eitthvað um
störf svonefndrar togaranefndar
og hann hefur sérstakan mann i
sinni þjónustu, sem er kallaður
sérfræðingur i útgerðarmálum og
hann hefur starfað núna undan-
farnar vikur og sérstaklega feng-
ist við það, að mér er tjáð aö
rannsaka afkomu togaraflotans
og ég vil fá að vita, eftir svona
margra vikna athugun, hvernig
sú staða er i dag.
Ég veit það og man, að hæstv.
ráðherra var ekkert hrifinn af þvi
á sinum tima, þegar helminga-
skiptastjórnin tók upp 5 þús. kr.
skattinn á bila til að leysa
rekstrarvandræöi togaraflotans.
Það var ekkert gert i þvi að leysa
vandann sjálfan, heldur bara
sagt: Gerðu svo vel. hér eru pen-
ingar. Ég trúi þvi ekki. að hann
ætlist til þess i dag, að það sé
lagður ákveðinn skattur á og
sagt: Gerið svo vel togaraút-
gerðarmenn, hér eru peningar.
haldið áfram. Þaö leysir vandann
i augnablikinu. Viö verðum aö
vita, i hverju vandinn er fólginn.
Ég trúi ekki ööru. en hann hugsi
eins og hann gerði fyrir 20 árum i
þessu efni. Ég trúi ekki öðru.
Hann felldi úr gildi 11% kvöð
ina, sem fiskkaupendur áttu á
herðum sér frá viöreisn og rétti
fiskkaupendum á sinum tima. Ef
þessi 11%) hefðu verið i dag. stæði
islenska togaraútgerðin mun bet-
ur að vigi. Þaö hefur margsinnis
komið fram, að frystihúsin segj-
ast hafa það góöa afkomu. þau
segja það frjáls og óþvinguö flest
hver, að þau hafi það góða af-
komu. að þau geti fært á milli frá
fiskvinnslunni yfir á öflunina til
togaranna. Þetta þýðir það auö-
vitað. að sjómennirnir sem eru á
togurunum, hafa minna úr býtum
en þeim ber og náttúrlega útgerð-
in Íika. þvi aö á þessum minni
togurum, ég tala nú fyrst og
fremst um þá. þeir eru miklu
fleiri. þeir eru með,nokkurn veg-
inn helmingaskipti. Það er deilt
núna um kjörin á þessum skipum
og sumir segja. að
hásetinn hafi of góöar tekjur. Ég
held nú, að hann vinni fyrir sinu
þarna um borö. Hins vegar get ég
fallist á það, að þaö séu rök fyrir
þvi að taka ákveöna prósentu eins
og 3 eða 5% af brúttó afla i svo-
kallað tækjagjald. eins og sumir
hafa nefnt og draga þaö frá
óskiptu. Það kemur bæöi þeim til
góöa og útgeröinni sjálfri og þaö
mundi nokkuð létta á vissum
þætti, þegar i þessi skip er komið
mjög mikið af tækjum til að létta
vinnu og betri vinnuaöstaða hefur
verið sköffuð, sem kostar
auðvitað stóraukið fjármagn. En
um þetta er ekki samkomulag.
Þvi miður þarf aö snúast viö
þessum vanda mjög skarplega.
þvi að hann er mikill. en hér er
verið að leysa hann til bráöa-
birgða."
t Fulltrúaráðið i Reykjavik auglýsi^.^," ...^
F R AM BOÐSMÁLIN
Fulltrúaráð Alþýðuflokksins i Reykjavik boðar til fundar i kvöld,
miðvikudagskvöld, kl. 20,30 að Hótel Esju.
FUNDAREFNI:
1. Álit uppstilinganefndar um framboð við væntanlegar borgar-
stjórnarkosningar i Reykjavik.
Fulltrúaráðsfólk! Mætið vel og stundvislega.
STJÓRNIN
Miðvikudagur 20. marz 1974.