Alþýðublaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 12
lalþýðul Bókhaldsaðstoö meótékka- KÓPAVOGS APÓTEK ■ m HMM| færslum Opið öll kvöld til kl. 7 1 CTmTiI (Æ\ BÚNAÐAR- Laugardaga til kl. 2 M'JniUL'l \/y BANKINN Sunnudaga milli kl. 1 og 3 bað verður lík- ega austan hæg- jviðri og lítil úr - <oma á SV lorninu í dag og itlar breytingar fyrirsjáanlegar. Lægð er 800 km. SV af landinu á leið norður, en lún fer minnkandi. Skýringar (Lárétt) 2. Bágstaddra kvenna. 6. Tala. 8. Drykkur. 9. Sveltir sig. 12. Skordýr. 13. Á jurt. 15. Kasta. 18. Knattspyrnulið. 19. Greri. 20. Skófla. (Lóðrétt): 1. Fikt 3. Gamalt hús. 5. Striðni. 7. Dans. 10. Flikur. 11. Leikvöll. 14. Leigubill. 16. Gróf möl. 17. lág hæð. Lausn (Lárétt) : 1. Sigling. 6. 01. 7. Kú. 8. Aka. 9. Nál. 10. Sól. 11. Lút. 13. ÐN. 15. Ál. 16. Indland. (Lóðrétt): 1. Söknuði. 2. II. 3. Lik. 4. N.K. 5. Gullöld. 8. Áll. 11. Ull. 14. N.N. 15. An. JON GAMLI ARASON UPPI FJfiRUGUR KABARETT I næstu viku verða ivær frum- sýningar i Þjóðleikhúsinu, önn- ur á aðalsviðinu, en hin niðri i kjallara,— og verða sýningarn- ar af sitthvorum toga spunnar. Á aðalsviðinu verður frumsýnt á miðvikudagskvöldið leikritið Jón Arason eftir Matt- hias Jochumsson. Leikritið samdi Matthias skömmu fyrir aldamót, en þetta er i fyrsta sinn, sem það er sett á svið. Hinsvegar var það flutt fyrir allmörgum árum i útvarp. I leikritinu eriflestum atriðum fylgt sannsögulegum heimild- um, og er stuðst við annála þeirra Björns á Skarðsá, Jóns Egilssonar, Jóns Gizurarsonar og Arbækur Espólins. Leikstjóri er Gunnar Eyjólfs- son, en tónlist er leikin og samin af Þorkeli Sigurbjörnssyni. Sýn- ing þessi er ein af viðamestu sýningum, sem Þjóðleikhúsið hefur sett upp, og taka 70—80 leikarar þátt i henni. Rúrik Haraldsson leikur Jón Arason, en syni hans, þá Ara, Björn og Sigurð, leika Hákon Waage, Gisli Alfreðsson og Randver Þorláksson. Guðbjörg Þorbjarnardóttir ieikur Helgu, konu Jóns, en Sunna Borg leikur Þórunni, dóttur þeirra hjóna. Á kjallarasviðinu verður frumsýnd á fimmtudaginn sýn- ing af dálitið öðrum toga. Ef draga á hana i einhvern dilk má helst nefna hana kabarett, — og hefur hann hlotið nafnið ,,Ertu nú ánægð, kerling?”. Þetta eru leikþættir og söngvar, að mestu leyti sænsk-ættaðir, en Þrándur Thoroddsen hefur stolið þeim, staðfært, þýtt þá og staðfært, eins og hann kemst sjálfur að orði. Einn þátturinn er þó alis- lenskur, er það ,,Friðsæl ver- öld” eftir Svövu Jakobsdóttur, og fluttir verða tveir söngvar eftir Megas. Leikendur i kabarettinum eru 17, eingöngu konur, og eru þær á aldrinum 15—75 ára. Sýna þær heim kvenna, ýmist frá sjónar- hólikarla, —eðakvenna. Yngsti leikarinn er skólastúlka úr Garðahreppi, Dóra Sigurðar- dóttir, og kemur hún þarna fram á leiksviði i fyrsta sinn. Elsta konan er hinsvegar eng- inn viðvaningur á sviðinu, það er Nina Sveinsdóttir, en hún verður 75 ára i næsta mánuði. Leikstjóri er Briet Héðinsdóttir, en Birgir Engilberts hefur gert leiktjöld og Carl Billieh leikur á pianó. Auk þess sem sýningin sjálf er mjög nýstárleg verður viðhöfð sú nýbreytni, að á meðan hún stendur yfir sitja áhorfendur við borð og geta keypt veitingar til að hressa sig á meðan þeir horfa á það, sem fram fer á sviðinu. Jón Arason og synir hans. jV, Hluti af kvennahópnum i „Ertu nú ánægð/ kerl- ing'". ^pr 06 BORNAR FRAM VEIT1NGAR FIMM á f ttrnum vegi Ferðu á skytterí? Pétur Sigurðsson, alþingismað- ur: Maður hefur orðið engan tima til þess nú orðið, en ég fór stundum til rjúpna eftir að ég kom i land. Ég tel það bæði hollt og skemmtilegt. Ekki vegna af- kastanna, en veiðivonin rekur mann áfram að ganga. Ragnar Guðmundsson, starfs- maður á trésmiðaverkstæði: Nei, ég hefi engan áhuga á þvi og engan tima. Einar Ágústsson, bygginga- meistari: Nei, ég hefi aldrei verið skotmaður. Ég hefi meiri áhuga á silungs- og laxveiði. Jóhann Kr. Sigurðsson, útgerð- arstjóri: Nei, ég hefi aldrei skotið fugl, en fer litið eitt i lax. Pétur Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri: Já, það er miklu betra fyrir gifta menn að fá út- rás fyrir veiðilöngunina á rjúpnaskytterii en kvennafari. Útilif er hverjum manni hollt, og byssan gefur ferðinni auðvit- að sérstakan tilgang.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.