Alþýðublaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 5
Útgefandi: Blaö hf. Ritstjóri og á- byrgðarmaður, Freysteinn Jó- hannsson. Stjórnmálaritstjóri, Sighvatur Björgvinsson. Frétta- stjóri, Sigtryggur Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar, Skipholti 19, sími: 86666. Afgreiðsla: Hverfis- götu 8—10, sími: 14900. Auglýsing- ar, Hverfisgötu 8—10, sími 86660. Blaðaprent hf. Stjórnin skilaði ránsfengnum Afgreiðsla Alþingis á frumvarpinu um skatt- kerfisbreytingu var alger sigur Alþýðuflokksins og þeirra röksemda, sem hann hafði teflt fram. Allur málflutningur þingmanna Alþýðuflokks ins var svo ákveðinn og vel grundvallaður, að rikisstjórnin varð loks að gefast upp og segja: Þið hafið rétt fyrir ykkur. Við samþykkjum ykk- ar niðurstöður. Strax fyrsta daginn, sem skattafrumvarpið kom til umræðu á Alþingi, lýsti Alþýðuflokkur- inn afstöðu sinni til allra atriða málsins og voru þingmenn Alþýðuflokksins einu stjórnarand)- stöðuþingmennirnir, sem þá voru tilbúnir með afstöðu sina enda höfðu þeir þá þegar grand- skoðað öll atriði i málinu. i fyrsta lagi lýstu þingmenn Alþýðuflokksins þvi yfir, að þeir myndu samþykkja skattkerfis- breytinguna sjálfa, sem samkomulag varð um milli ASÍ og rikisstjórnarinnar enda grund- vallaðist hún á tillögum þingmanna Alþýðu- flokksins um sama efni frá þvi i haust, en þeir voru fyrstir til þess að hreyfa hugmyndum um þá skattkerfisbreytingu, sem ASÍ svo siðar féllst á. i öðru lagi lýstu þingmenn Alþýðuflokksins fylgi sinu við skattafsláttarkerfið svokallaða — þ.e.a.s. sérstakar ráðstafanir til tekjulágs fólks til þess að bæta þvi upp áhrif söluskattshækkun- ar — en það nýmæli kom einnig fyrst fram i til- lögum þingmanna Alþýðuflokksins frá i haust með skattkerfisbreytingu. i þriðja lagi lýstu þingmenn Alþýðuflokksins þvi yfir, að þeir myndu ekki samþykkja 5 stiga hækkun á söluskatti á móti þessum ráðstöfun- um. Með einföldum útreikningum sýndu þing- mennirnir fram á, aö með 5 stiga hækkuninni ætlaði rikisstjórnin sér að hirða 1200 m.kr. af al- menningi umfram það, sem skattkerfisbreyt- ingin kostaði. Þessir útreikningar Alþýðuflokks- ins voru byggðir á tölum rikisstjórnarinnar sjálfrar. Hún gat ekki mótmælt þeim og varð að lokum að samþykkja þá. Niöurstaða málsins varð svo sú, að i fyrsta lagi varð samþykkt sú tekjuskattslækkun, sem Alþýöuflokkurinn hafði lýst fylgi sinu við og ASÍ samið um. i öðru lagi voru samþykktar þær ráðstafanir til þess að bæta skaltalega stöðu láglaunafólks, sem Alþýðuflokkurinn hafði sjálfur átt hug- myndina að og ASÍ hafði siðar samið um. I þriðja lagi féllst rikisstjórnin svo á þá kröfu Alþýðuflokksins að launafólki yrði skilað þeim 1200 m.kr., sem útreikningar Alþýðuflokksins leiddu í ljós, að rikisstjórnin ætlaði i upphafi að hafa af almenningi i sambandi við skattkerfis- breytinguna. Þessu fé skilaði rikisstjórnin þannig, að i fyrsta lagi hopaði hún úr 5 stiga söluskattshækkun i 4 — þar skilaði hún 800 mill- jónum — og i öðru lagi samþykkti hún það skil- yrði Alþýðuflokksins, að ekki yrði notuð heimild i fjárlögum til þess að lækka niðurgreiðslur á landbúnaðarafurðum — og þar með að hækka verð þeirra — um 400 m.kr. Þar voru sem sé fengnar þær 1200 m.kr. til baka til almennings, sem rikisstjórnin i upphafi ætlaði að láta fólkið í landinu borga með skattkerfisbreytingunni. Sigur Alþýðuflokksins i málinu var þvi alger. Hann svinbeygði rikisstjórnina og fékk hana til þess að viðurkenna að hafa visvitandi beitt ASÍ brögðum við samningana á dögunum — brögð- um, sem áttu að kosta almenning 1200 m.kr. SKATTAMÁLIN ÞANNIG VAR SIGUR ALÞÝOUFLOKKSINS: Strax fyrsta daginn, sem frum- varp ríkisstjórnarinnar um skatt- kerfisbreytingu, var tekið til um- ræðu i neðri deild Alþingis, lýstu þingmenn Alþýðuflokksins yfir afdráttarlausri og ákveðinni af- stöðu sinni til allra atriða frum- varpsins. Þingmenn Alþýðu- flokksins voru einu stjórnarand- stöðuþingmennirnir, sem þá þegar höfðu gert sér fastmótaðar skoðanir á málinu, enda höfðu þeir grandskoðað það dagana þar á undan og reistu alla sina út- reikninga á tölum Hagrann- sóknardeildar Framkvæmda- stofnunar rikisins — tölunum, sem rikisstjórnin sjálf lýsti yfir að væru réttar. Þar sem allir út- reikningar Alþýðuflokksins voru reistir á tölum, sem rikisstjórnin sjálf viðurkenndi, átti hún erfitt með að hafna niðurstöðum Alþýðuflokksins, enda fór svo, að hún samþykkti þær sem réttar og féll frá upphaflegum ráðagerðum sinum. Með þvi að knýja rikisstjórnina til þess að falla frá upphaflegum tillögum sinum um hækkun sölu- skatts um 5 stig samfara þeirri tekjuskattslækkun, sem samkomulag varð um milli Alþýðusambandsins og stjórnar- innar og með þvi að knýja fram fyrirheit um ákveðnar hliðarráð- stafanir frá henni tókst Alþýðu- flokknum að fá framgengt upp- haflegum stefnumálum sinum — þ.e.a.s. að létta viðbótarút- gjöldum að upphæð 1200 m.kr. af alþýðufólki i landinu, sem rikis- stjórnin hafði ásett sér að hafa af þvi i sambandi viö skattkerfis- breytinguna. Jafnframt neyddist rikisstjórnin með þvi til þess að viðurkenna að hvert eitt einasta atriði i afstöðu Alþýðuflokksins til skattkerfisbreytingarinnar hefði verið satt og rétt metið og að meö upphaflegum tillögum sinum hefði rikisstjórnin ætlað að sækja sér 1200 m.kr. i vasa skattborgar- anna i landinu uml'ram það, sem þeir fengju i lækkuðum tekju- skatti. Afstaða þingmanna Alþýðu- flokksins til frumvarpsins um skattkerfisbreytingu, sem fram kom strax fyrsta daginn, sem málið var til meöferðar i þinginu, var i stórum dráttum þessi: i FYRSTA LAOl lýsti Alþýðu- flokkurinn þvi yfir, að liann væri fylgjandi þeirri skattkerfis- brcytingu, sem frumvarpið gcrði ráð fyrir — enda var hún grund- völluö á hugmyndum, sem þing- flokkur Alþýðuflokksins setti sjálfur fram i tillöguin á Alþingi nú i haust og voru þingmenn Alþýðuflokksins fyrstir til þess að hreyfa þeirri hugmynd um skatt- kerfisbreytingu, sem verkalýðs- hreyfingin siöar samþykkti og nú er orðin aö veruleika. í ÖDKU UAGI lýsti Alþýðu- flokkurinn þvi yfir, að hann myndi samþykkja þá tekjuskatts- lækkun, sem frumvarpið gerði ráð fyrir, enda þótt hún væri tals- vert minni, en fólst i upphaflegum skattkerfisbreytingartillögum Alþýðuflokksins. i ÞRIÐJA LAGI lýsti Alþýðu- flokkurinn þvi yfir, að liann inyndi samþykkja þær ráðstaf- anir, sem frumvarpið gerði ráð fyrir til þess að bæta hag þess tekjulága fólks, scm ekki myndi njóta mikils góðs af tekjuskatts- lækkun en vrði liins vegar að taka á sig auknar byrðar vegna sölu- skattshækkunar. Ráðstafanír þessar, sem kallaðar hafa verið ýmist skattafsláttarkerfi eða nei- kvæðir tekjuskattar, voru enda i liiiium upphaflcgu tillögum þing- fiokks Alþýðuflokksins frá i haust um skattkerfisbreytingu og var sú hugmynd Alþýðuflokksins þvi lika tckin ineð i samkomulagi rikisstjórnarinnar og ASÍ um skattkerfisbreytingu. 1 FJÓRDA LAGI lýsti Alþýðu- flokkurinn þvi yfir, að hann myndi KKKI standa aðsamþykkt 5 söluskattsstiga á móti þeim tekjuskattslækkunar- og tekju- jöfnunarráðstöfunum, sem i skattkcrfisbreytingarfrum- varpinu voru. Á grundvclli talna r i k i s s t j ó r n a r i n n a r s j á 1 f r a r reiknaöi Alþýöuflokkurinn út, að 3,5 stiga söluskattshækkun nægði lyllilega til þess að bæta rikis- sjóöi tekjutapið vegna skatt- kerfisbreytingarinnar og mcira ælli rikissjóður ekki að fá en það, sem lianii léti af licndi. Yrði sölu- skatturinn hækkaður um 5 stig þvddi það nettóskattaaukningu um 12(10 m.kr. —en sainkvæmt tölum rikisstjórnarinnar sjálfrar á livert siiluskattsstig að gefa 800 m.kr. i tekjur og 1,5 stig — mis- munurinn á 3,5 stigum og 5 stigum — þvi 1200111 .kr. Og Alþýöul lokktirinn sagði: Við munum ekki slanda að þvi að gefa rikisstjórninni 120(1 m.kr. með skattkcrfisbreytingunni. Þetta var stefna Alþýðuflokks- ins frá upphafi — stefnan, sem rikisstjórnin beygöi sig loks fyrir. Ilvert einasta atriði i afstöðu Alþýðuflokksins náði fram að ganga. iVleð samþykkt skattkerfis- breytingarinnar i fyrradag var gerð sú stórfellda umbylting i skattam álum, sem Alþýöu- flokkurinn fyrstur stjórnmála- flokka sctti fram hugmyndir um i liaust. Með samþykkt frumvarpsins var ákveðin nákvæmlega sú tekjuskattslækkun, sem ASÍ hafði samið um við rikisstjórnina og Alþýðuflokkurinn lýst fylgi sinu við. Með samþykkt frumvarpsins voru ákveðnar þær ráðstafanir til þess að liæta bag lægst launaöa fólksins i skattamálum, sem Alþýöuflokkurinn átti hugmynd- ina að i tiilöguin sinuni i haust og ASÍ samdi um viö rikisstjórnina. Og með samþykki frumvarps- ins og samþykki á skilyrðum Alþýðuflokksins um hliðarráð- stafanir léllst rikisstjórnin á að skila launþegum aftur þeim 1200 m.kr., sem hún upphaflega ætlaði að hafa af þeim — scm hún upp- haflega ætlaði að láta þá gefa með skattkerf isbrey tinguiiiii. Þessari miklu fjárhæð skílaði rikisst jórnin launafólkinu nieð tvennum liætti. i fyrsta iagi nieð þvi aö hopa úr 5 stiga söluskatts- ba'kkuu niður i t — þar skilaði hún 800 m.kr. i öðru lagi með þvi að fallast á það skilyrði Alþýðu- llokksins að ekki yrði notuð heimild i fjárlögum til þess að lækka niðurgreiðslur á land- búnaðarafurðum —- og hækka verð þeirra að sama skapi — um 400 m.kr. Þannig fékk Alþýðu- flokkurinn sem sé rikisstjórnina til þess aöskila launafólkinu aftur 1200 m.kr. — þeirri sömu fjárhæð og liann liafði frá upphafi ásett sér að fá rikisstjórnina til þess að gefa eftir. Kn þar að auki féllst rikisst jórnin á annað skilvrði Alþýðuflokksins — seni sé það að beita sér fyrir miklum sparnaði i rikisrekstrinum og niðurskurði á útgjöldum. Þannig fór Alþýðuflokkurinn með algeran sigur af hólmi — sigur. sem Alþýðuflokksmenn geta vetið hreyknir af og launa- fólkið mun þakksamlega þiggja. enda varhann unninn i þess þágu. ■— Alþýðuflokkurinn auglýsir: SKATTARÁÐSTEFN A Framkvæmdastjórn Alþýöuflokksins boöar til ráöstefnu um skattamál á morgun, laugardag. Ráöstefnan veröur haldin i Ingólfscafé, uppi, oghefst kl. 10 fyrir hádegi. Dagskrá ráöstefnunnar verður á þessa leið: Kl 10-12: A) Yfirlitserindi: Gylfi Þ. Gislason, formaður Alþýðullokksins. Jón Sigurðsson hagrann sóknarstjóri. B) Panelumræður: 1 panelunum verða auk framsögumanna, Magnús Guðjónsson. framkvæmdastjóri Sambands islenskra sveitarfélaga og Jón Sigurðsson, ráðuneytisstjóri. Kl. 13.30-15.30: Nefndarstörf. Þrjár til fimm nefndir ættu að fjalla um skattamálin og m.a. taka afstöðu til upptalinna spurninga i atriðaskrá. Kl. 16.00 Almennar umræður. er hæfust á þvi að nefndaoddvitar gerðu grein fyrir skoöunum eins hóps. Kl. 18.00: Alyktanir.afstaða ráðstefnu mótuð með atkvæðagreiðslum eftir þvi hvað við ætti. Kl. 18.30: Kosin ritnefnd, ráðstefnuslit. Send hafa veriö út ýtarleg kynningargögn fyrir ráöstefnuna til stjórna fiokksfélaga og fjölmargra Alþýðuflokksmanna. Gögn þessi munu einníg liggja frammi á ráöstefnunni. öllu Alþýðuf lokksfólki er heimill aðgangur og er þess vænst, að sem flestir geti mætt. Framkvæmdastjórn Alþýöuf lokksins. ■--- -------^ Föstudagur 22. marz 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.