Alþýðublaðið - 17.05.1974, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.05.1974, Blaðsíða 3
ISLENSK HREINSITÆKI f ALVERINU REYNAST EKKI NÓGU VEL- LfK- LEGA KEYPT NORSK Vaxandi likur eru á þvi, að hreinsitæki þau, sem Jón Þórðarson hefur smiðað fyrir ál- verið i Straumsvik og reynd hafa verið þar á undanförnum mánuð- um, henti ekki eins vel og erlend tæki af norsk- um uppruna, sem verk- smiðjunni stendur til boða að kaupa, að þvi er Ragnar Halldórsson forstjóri ísal sagði við Alþýðublaðið i gær. Þegar hafa verið reyndar tvær útgáfur af tækjum Jóns, eins og Alþýðublaðið hefur skýrt frá, en þau reyndust ekki nægilega vel. ,,Tæki 3”, eins og þau eru kölluð, verða sett upp um næstu mánaðamót, en til- raunum með þau hefur seinkað vegna óhapps, sem þau urðu fyrir. Niðurstöðu tilraunar- innar er að vænta i júli eða ágúst. Tæki Jóns Þórðar- sonar byggjast á hreinsun með vatni, og hefur aðalvandamálið verið, að til hreinsun- arinnar hefur þurft of mikið vatn. Leiddi það til þess, að erfiðleikum er bundið að vinna aft- ur þær lofttegundir, sem ella hefðu farið út i andrúmsloftið, og nota þær að nýju sem hrá- efni. Erlendu tækin byggj- ast hinsvegar á þurr- hreinsun, og eru úr- gangsefnin leidd i gegnum súrál og fylgja þvi siðan aftur i kerin. „Við viljum siður hleypa þessum úr- gangsefnum i sjóinn, þótt við teljum þau al- veg skaðlaus”, sagði Ragnar Halldórsson, ,,en forsendan fyrir þvi, að við erum reiðu- búnir að setja upp hreinsitæki er sú, að það er hagkvæmt að vinna úrgangsefnin þannig, að það megi nota þau aftur”. | KIRKJAN ER MEÐ NÆR 200 SJOÐI í SINNI VÖRSLU í vörslu biskupsem- bættisins eru hátt á annað hundrað sjóðir, sem sam- anlagt telja um 70 milljónir króna. Af þess- um 70 milljónum eru nærri 10 milljónir, sem ekki er hægt að hreyfa, fryst fé, og verður að sjálfsögðu sífellt minna úr. Samkvæmt þeim upp- lýsingum, sem Alþýðu- blaðið hefur aflað sér, eru f jórir sjóðir stærstir: Hinn almenni kirkjusjóð- ur, sem í eru í kringum 15 milljónir króna, Kirkju- byggingasjóður, sem í eru hátt í 30 milljónir, Kirkjugarðssjóður, sem telur nær 5 milljónir og Kristnisjóður, sem í eru um 7 milljónir. Töluverður hluti þess- ara sjóða, sem sumir voru stofnaðír í kringum aldamótin síðustu, er í Söfnunarsjóði, þar sem féðer algjörlega fryst, að sögn séra Erlends Sig- mundssonar, biskupsrit- ara. Söfnunarsjóður var stofnaður upp úr alda- mótum og átti hann að á- vaxta fé hinna ýmsu sjóða og líknarfélaga en verðbólgan hefur síðan komið gildi þess sjóðs að mestu fyrir kattarnef. Mörgum sjóðanna, sem margir hverjir eru svo litlir, að varla tekur því að nefna þá, fylgja ýmis- legar kvaðir um hvenær og hvernig má borga úr þeim. í þessu sambandi má t.d. benda á, að sjóðir um heimagrafreiti eru á milli 70 og 80. Sem dæmi um fánýti margra sjóðanna ( sem ekki er hægt að leggja niður nema með lögum) má nefna minningarsjóð mætra hjóna. Helmingi ársvaxta, segir í skipu- lagsbréfi sjóðsins,skal verja til að styrkja ein- hverja verðuga ættingja eða afkomendur hjón- anna. Á síðasta ári voru vextir alls 12.000 krónur — þannig að til skiptanna voru heilar 6000 krónur. Listinn klár Þá hefur loks tekist að berja saman framboðslista Fram- sóknarflokksins i Norður- landskjördæmi vestra, en eins og Alþýðublaðið sagði frá i gær urðu mikil átök um fram- boðsmálin þar og þá einkum og sér i lagi um, hver taka ætti sæti Björns Pálssonar frá Löngumýri. Niðurstaðan varð sú, að i það sæti mun veljast Páll Pétursson frá Höllustöð- um, bróðir Más Péturssonar, fyrrum formanns SUF og ná- frændi Björns Pálssonar. f þriðja sæti hefur svo verið valin ung kona af ætt Skúla Guðmundssonar fyrrv. al- þingismanns. Ólafur Jóhannesson, forsæt- isráðherra, verður að sjálf- sögðu efsti maður listans. Lyftaramaður óskast i vöruafgreiðsluna. Upplýsingar hjá verkstjóra. Skipaútgerð rikisins. Matráðskona óskast Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra óskar eftir matráðskonu að barnaheimili sinu að Reykjadal i Mosfellssveit i júni, júli og ágúst. Skriflegar umsóknir berist til fé- lagsins fyrir 20. mai. Stjórnin. Danski rithöfundurinn Poul Vad og Thor Vilhiálmsson lesa úr eigin verkum i Norræna húsinu laugardaginn 18. mai kl. 16:00. — Enn- fremur segir Poul Vad frá dönskum nú- timabókmenntum. Allir velkomnir. \ HUSIÐ SKEMMTANIR — SKEMMTANIR HÓTEL LOFTLEIÐIR Cafeteria, veitingasalur með sjálfsafgreiðslu opin alla daga. HÖTEL LOFTLEIÐIR Blómasalur, opinn alla daga vikunnar. HÓTEL BORG við Austurvöll. Resturation, bar og dans I Gyllta salnum. Simi 11440. HÓTEL SAGA Grillið opið alla daga. Mfmisbar og Astrabar, opið alla daga nema miðvikudaga. Simi 20890. INGÓLFS CAFÉ við Hverfisgötu. — Gömlu og nýju dansarnir. Simi 12826. ÞÓRSCAFÉ Opið á hverju kvöldi. Simi 23333. SKEMMTANIR — SKEMMTANIR Akurnesingar Kjörskrá til Alþingiskosninga á Akranesi 30. júni 1974 liggur frammi á Bæjarskrif- stofunum frá og með 16. mai. Kærufrestur rennur út á miðnætti 8. júni 1974. Bæjarstjóri. Sveitarstjóri Starf sveitarstjóra Blör.duósshrepps er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur til 10. júni n.k. Umsóknir sendist oddvita Blönduósshrepps. Hreppsnefnd Blönduósshrepps. Þökkum hjartanlega sýnda samúðog vináttu við andlát og jarðarför ÞÓRODDS GISSURARSON AR, Suðurgötu 21. Ingibjörg Þóroddsdóttir, Þórir Sigurðsson, Rannveig Þóroddsdóttir, Rafn Sigurðsson, Gissur G. Þóroddsson, Bára Guðbjartsdóttir, Stefán Rafn, Guðrún Sigurmundsdóttir, Agúst Þóroddsson, barnabörn og systur. Föstudagur 17. mai 1974. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.