Alþýðublaðið - 17.05.1974, Blaðsíða 10
Orðsending frá Líf-
eyrissjóði Austurlands
Stjórn Lifeyrissjóðs Austurlands hefur
ákveðið að veita sjóðsfélögum lán úr
sjóðnum i sumar.
Umsóknareyðublöð fást hjá formönnum
aðildarfélaga sjóðsins og á skrifstofu
sjóðsins, Egilsbraut 11, Neskaupstað.
Nauðsynlegt er að umsóknareyðublöðin
séu fullkomlega fyllt út og umbeðin gögn
fyigi.
Umsóknir um lán skulu hafa borizt skrif-
stofu sjóðsins fyrir 20. mai n.k.
Stjórn Lifeyrissjóðs Austurlands.
Auglýsing
um framboðsfrest í Reykjavík
Yfirkjörstjórn við Alþingiskosningarnar,
sem fram eiga að fara 30. júni nk. skipa:
Páll Lindal borgarlögmaður,
Hjörtur Torfason hæstaréttarlögmaður,
Jón A. ólafsson sakadómari,
Sigurður Baldursson hæstaréttarlögmað-
ur,
Sigurður Guðgeirsson prentari.
Framboðslistum skal skilað til oddvita
yfirkjörstjórnarinnar, Páls Lindal borg-
arlögmanns, eigi siðar en miðvikudaginn
29. mai nk. Fylgja skal tilkynning um,
hverjir séu umboðsmenn lista.
Yfirkjörstjórn Reykjavikur, 15. maí 1974.
Aðstoðarlæknar
2 stöður aðstoðarlækna við Lyflækn-
ingadeild Borgarspitalans eru iausar til
umsóknar.
Stöðurnar veitast frá 1. ágúst.
Laun samkvæmt kjarasamningi
Læknaféiags Reykjavikur.
Upplýsingar um stöðuna veitir yfir-
læknir deildarinnar.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám
og fyrri störf sendist Heilbrigðismála-
ráði Reykjavikurborgar fyrir 20. júni
n.k.
Staða aðstoðarlæknis á Geðdeild
Borgarspitalans er laus til umsóknar nú
þegar.
Laun samkvæmt kjarasamningi
Læknafélags Reykjavikur.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám
og fyrri störf, skulu sendar yfirlækni
deildarinnar, sem jafnframt veitir frek-
ari upplýsingar.
Reykjavik, 16. mai 1974.
Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar.
Yolkswageneigendur
Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir —
Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen i
allflestum litum. Skiptum á einum degi
með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð.
Reynið viðskiptin.
Bilasprautun (iarðars Sigmundssonar
Skipholti 25. Simar 19099 og 20988.
ÍBV í Svíþjóð
TVEIR SIGRAR OG
EITT JAFNTEFLI
#4fe
l\
1. deildarliö IBV kom fyrir
helgina heim frá Sviþjóð þar
sem liðið dvaldist i hálfan mán-
uð við æfingar. í vetur og vor
hefur IBV engan völl haft til æf-
inga, og var þvi talið lifsnauð-
synlegt fyrir liðið að komast i
æfingabúðir. Setti liðið sig i
samband viö velunnara sinn i
Gautaborg, Otto Laugdal, sem
siðan útvegaði liðinu aðstöðu
þar til æfinga.
Þekkt byggingarfyrirtæki i
Gautaborg, Göteborgs
Bostadsaktiebolag, sem er i
eigu Gautaborgar bauð liðinu að
búa án endurgjalds i einu af
mörgum Bostadshótelum sem
fyrirtækið á og hafði þar hver
maður einstaklingsibúð til af-
nota. Auk þess setti fyrirtækið
einn starfsmann sinn i það að
skipuleggja dvöl liðsins i Gauta-
borg, útvega æfingasvæði og
leiki og vera liöinu til aðstoðar
allan timann. Er þetta framlag
fyrirtækisins einstakt i alla
staði.
IBV greiddi ferðir til og frá
Sviþjóð, en leikmenn greiddu
feröir til og frá Eyjum svo og
fæði sitt úti, auk þess sem þeir
Þessi mynd er frá þvi er IBV
vann sig upp i I.-deildina, en á
neðri myndinni er liö ÍBV,
sem vann bikarinn 1972.
urðu langflestir fyrir verulegu
vinnutapi og tóku út sumarfri
sitt að hálfu.
Æfingar voru mjög strangar,
tvisvar á dag flesta dagana og
aðeins einn dagur sem algjört
fri var fyrir leikmennina. Liðið
lék þrjá æfingaleiki við lið úr 4.
deild en þau lið voru að svipuð-
um styrkleika og betri liðin i II.
deild hér heima. Urðu úrslit
sem hér segir:
IBV-Hecken 2-1 (Sveinn Sveins-
son og Haraldur Júliusson).
IBV-Torslanda 1-1 (örn Öskars-
son).
IBV-Landala 3-2 (örn Óskars-
son, Tómas Pálsson, Haraldur
Júliusson).
Allir leikmenn IBV tóku þátt i
ferðinni að þremur undanskild-
um, en þeir áttu ekki heiman-
gengt vegna skólagöngu. Þessi
æfingaferð liðsins heppnaðist i
alla staði mjög vel og mátti sjá
áberandi árangur æfinganna i
leikjum liðsins og þá sérstak-
lega i þeim siðasta. I öllum
Tveir í
besta klassa
Annað stærsta dagblað
Sviþjóðar, Göteborgs Post-
en, fylgdist vel með dvöl
IBV-liðsins i Gautaborg og
skrifaði mikið um dvöl liðs-
ins frá „Hemön”. Einn
þekktasti iþróttablaða-
maður Sviþjóðar sem
skrifar undir nafninu ESS-
PE sagði m.a. i grein um
leik IBV og Hecken að IBV
ætti á að skipa tveimur
leikmönnum sem væru i
sama klassa og bestu menn
Sviþjóðar.
Atti hann þar við mark-
vörðinn Arsæl Sveinsson og
fyrirliðann ólaf Sigurvins-
son.
leikjunum hafði IBV yfirburði i
spili og hraða en tókst ekki
nægilega að nýta þau tækifæri
sem leikur liðsins skapaði.
Einnig sagði þreyta töluvert til
sin, enda æft 6 tima á dag þá
daga, sem leikir voru ekki á
dagskrá, en annars 3 tima.
Fjölmargir aðilar i Gauta-
borg sýndu liðinu margskonar
sóma. Göteborgs Bostadsaktie-
bolag, Volvo og Göteborgs
Posten buðu liðinu i heimsókn.
Liðinu var boðið á alla leiki i I.
og II. deild sem fram fóru i
Gautaborg þennan hálfa mánuð
og eigandi eins þekktasta
skemmtistaðar borgarinnar
bauð liðinu ókeypis aðgang eins
og menn vildu. Þá er sérstök á-
stæða til þess að geta um þátt is-
lensku læknanna i Gautaborg,
sem voru reiðubúnir til þess að
veita aðstoð, þegar meiðsli bar
að höndum.
I stærstu þakkarskuld stendur
IBV þó við Ottó Laugdal sem
fyrst og fremst gerði það kleift
að liðið fékk þessar ómetanlegu
æfingar.
IBV kemur nú til leiks i I.
deild betur undirbúið en nokkru
sinni fyrr.
hj.
Getraunirnar í „sumarfrí"
Þróttur
Haukar
I kvöld leika i II. deild á
Þróttarvellinum Þróttur og
Haukar, og hefst leikurinn
kl. 20.00. Bæði liðin léku i II.
deild i fyrra, þá sigraði
Þróttur i heimaleiknum 2—0.
Telja má að Þróttarar séu
öllu sigurstranglegri, en allt
getur gerst i knattspyrnunni.
Hlé verður gert á allri
starfsemi hjá íslenskum
getraunum í sumar. ,,Við
höfum lítinn áhuga fyrir
dönsku leikjunum, og þeir
sem tippa á ensku leikina,
virðast hafa ennþá minni
áhuga", sagði Sigurgeir
Guðmannsson hjá íslensk-
um getraunum, þegar
blaðam. Alþýðubl. hafði
samband við hann í gær
um starfsemina í sumar.
,,Við höf um því ákveðið að
hætta starfseminni í
sumar, en um leið og ensku
leikirnir byrja í ágúst þá
hefjum við starfsemina
aftur". Þetta mun því
valda þeim vonbrigðum
sem eru áhugasamastir við
,,að tippa". En i ágúst geta
þeir þá byrjað aftur af
ennþá meiri eldmóð en áð-
ur. Enda má segja að það
hafi aldrei verið neinar
stórar upphæðir í pottinum
á sumrin.
0
Föstudagur 17. mai 1974.