Alþýðublaðið - 22.05.1974, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.05.1974, Blaðsíða 2
FRAMBOÐ TIL SVEITASTJÚRNA A VEGUM ALÞÝÐUFLOKKSINS Hér fara á eftir bókstafir þeirra fram- boöslista, sem Alþýöuflokkurinn á aðild að — ýmist einn eða i samvinnu við aöra — I sveitastjórnakosningunum á sunnudaginn: í Reykjavik J-listinn. Listi Alþýðufl. og SFV t Kópavogi . A-listinn. Listi Aiþýðuflokksins t Hafnarfirði.....A-listinn. Listi Alþýöufl. A Seltjarnarnesi....F-listinn. Listi vinstri manna A Akranesi......A-lisMnn. Listi Alþýðufl. t Bolungarvfk ... .H-listinn. Listi jafnaöar- manna, sam vinnumanna og óháðra. A tsafirði....I-listinn. Listi Alþýðufl., SFV og óháðra. A Sauðárkróki .... A-listinn. Listi Alþýðufl. A Siglufirði A-listinn. Listi Alþýðufl. A Ólafsf.....H-Iistinn. Listi vinstri manna t Dalvik.... A-iistinn. Listi óháðra kjósenda A Akureyri.. J-listinn. Listi jafnaðarmanna i Húsavik ... J-listinn. Listi jafnaöarmanna A Seyðisfirði .... H-listinn. Listi óháðra, Al- þýðufl. og Alþýðubandalags. t Neskaupstað..J-listinn. Listi jafnaðar- manna og óháðra. A Eskifirði A-listinn. Listi Alþýðufi. t Vestmannaeyjum .. A-listinn. Listi jafnað- arm. t Grindavík....A-listinn. Listi Alþýðufi. t Kefla vik..............A-listinn. Listi Alþýðufl. í Garðahreppi... J-listinn. Listi jafnaöarm. t Borgarnesi.......A-Iistinn. Listi Alþýðu- flokksins og óháöra A Hellissandi..A-Iistinn. Listi Alþýðufl. t ólafsvik.........H-Iistinn. Listi almennra borgara t Stykkishólmi.....L-listinn. Listi vinstri manna A Patreksfirði.....I-listinn. Listi Alþýðu- flokksins, Framsóknarflokksins og SFV A Þingeyri................I-Iistinn. Listi óháðra A Flateyri................E-listinn. Listi Fram- sóknarflokksins og vinstri manna A Suðureyri........H-Iistinn. Listi Alþýðu- flokksins, Alþýðubandal. og Framsóknar. Á Skagaströnd .... A-listinn. Listi Alþýðufl. A Raufarhöfn ......H-Iistinn. Listi óháðra A Egilsstöðum .....H-Iistinn. Listi óháðra Á Stokkseyri.......I-listinn. Listi Alþýöufl. Framsóknarfl. og óháðra Á Eyrarbakka .... A-listinn. Listi Alþýðufl., Framsóknarfl. og óháðra ÁSelfossi........J-Iistinn. Listi jafnaöarm. t Hveragerði.......H-listinn. Listi óháðra t Sandgerði......K-listinn. Listi Alþýðufl., og óháðra. t Njarðvik.........A-listinn. Listi Alþýðufl. Alþýðuflokksfólk í Reykjavík munið: J-LISTINN er listi jafnaðar- manna — listi Alþýðu- flokksins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Gefið ykkur fram til sjálf boðaliðsstarfa á kjördag í símum 28718, eða 15020. MINNINGARORÐ Ingólfur Ólafsson prentsmiðjustjóri F. — 19. ágúst 1924 D. — 4. mai 1974 t ársbyrjun 1943 lá leið min til iðnnáms hér i Reykjavík sunnan frá Keflavik þar sem ég hafði til þess tima alið aldur minn. Innvortis eru það óneitanlega mikil átök að skilja við æskuvini og félaga, auk skylduliðs og eiga siðan að hasla sér völl á nýjum vettvangi og við gjörbreyttar aðstæður, og nánast allt önnur hugðarefni en uppeldi manns hafði þó miðast við Á þessum árum getur ráðið miklu um i hvaða félagsskap menn hafna. Gamla orðtakið er i þvi efni enn i fullu gildi: „Segðu mér hvern þú umgengst og ég mun segja þér hver þú ert.” Persónulega tel ég það mikinn ávinning að hafa kynnst öllu þvi ágæta fólki, sem á leið minni hefur verið siðan hér i Reykja- vik, en ekki verður hér upp tal- ið. Sá fyrsti i þessum góða og trausta hópi, var Ingólfur Ólafs- son prentari og siðan prent- smiðjustjóri. Sem afleiðing af þessum fyrstu kynnum okkar i leik og gleði unglingsáranna láu leiðir okkar og siðar fjölskyldna okkar oft saman til hans hinstu stundar en hann lést á Land- spltalanum 4. mai s.l., tæplega fimmtugur að aldri. Ingólfur var fæddur á Hellis- sandi 19. ágúst 1924. Foreldrar hans voru Björg Guömundsdótt- ir og Ólafur Jóhannesson. Ótför hans var gerð frá Nes- kirkju 13. mai s.l. að viðstöddu miklu fjölmenni, þar sem áber- andi stór hluti ungs fólks vottaði hinum látna og aðstandendum hans virðingu sina. Framan af lifshlaupi sinu vann Ingólfur alla almenna vinnu til sjós og lands svo sem venja var um islensk alþýðu- börn þeirra tima. Auk þess vann hann að loknu iðnnámi i tsafold- arprentsmiðju. Vann hann við prentun á flestum dagblaðanna um lengri eða skemmri tima. Hann vissi þvi góð skil á aðstöðu almennings við hin ýmsu lifs- skilyrði og af þeim ástæðum vannst honum létt og auðvelt að taka þátt i viðræðum við fólk með ólikar skoðanir og lifsvið- horf. Þótt hann hefði sjálfur sin- ar fastmótuðu skoðanir, sem hann i raun fylgdi og lét utanað- komandi hluti þar engin áhrif á sig hafa. — Eg minnist þess eitt sinn af fáum, er við deildum um ákveðið málefni, að hann sagði efnislega þetta: ,,Sá, sem þorir að taka ákvörðun, á að taka hana og verður að vera við þvi búinn að hljóta vinsældir — eða óvinsældir. Allt orkar tvimælis þá gert er. — Timinn einn leiðir það svo i ljós, hvort þessi eða hin ákvörðunin reyndist rétt eða röng. Akvarðanir verður hins vegar að taka á hverjum tima eftir besta viti og yfirsýn — annað er aö bregðast skyldum sinum.” Að okkar dómi, samtiðar- manna hans og félaga, var Ingólfur auk sinnar hreinskilni likamlega vel byggður og hraustur. — Þess vegna kom það sjálfsagt okkur öllum jafn mikið á óvart á s.l. sumri að vita hann alvarlega sjúkan. — Sá sjúkdómur hefur nú sigrað þennan hrausta og lifsglaða mann, sem um svo margt var okkur til fyrirmyndar, ekki sist þegar hann gaf okkur gott for- dæmi um likamsrækt undir þeirri fyrirsögn, að góð sál byggi i hraustum likama. í þetta starf eyddi hann ómæld- um tima, launalaust og hlifði þá engum og sjálfum sér minnst. Viljastyrk Ingólfs til að fram- fylgja þessum hugsjónum sin- um getur enginn efast um, er i raun til hans þekkti. Sá styrk leiki hans kom e.t.v. best fram i þvi þreki, er hann sýndi i sjón og raun á siðustu árum við upp- byggingu fyrirtækis sins — Ingólfsprents —. Þar lagði hann nótt með degi til að ná þvi markmiði er hann setti sér. — Ekki get ég varist þeirri hugs- un, að i þessum átökum hafi hann beitt þvi kappi, sem var i raun réttu óumbreytanlegt eðli hans, en um leið auðveldað þeim sjúkdómi, er hann gekk með, endanlegan sigur yfir hon- um, langt fyrir aldur fram. 1 þeirri keppni eygði hann þó sig- ur sinn, eins og oft áður, i enn stærri prentsmiðju og bættri vinnuaðstöðu, til betri þjónustu. Þrátt fyrir þá hörðu keppnis- lund, er i huga Ingólfs bjó, hafði hann að sjálfsögðu sinar riku mannlegu tilfinningar, sem hann þó alla jafna bar ekki á torg, og oft gat mörg.um ókunnugum reynst erfitt að ætla fyrirvaralaust til botns i þvi, sem honum var kærast. Rétt eins og hann gat innan um hóp saklausra barna verið bljúgur og auðveldur þeim, — þá gat hann brugðist i hörðustu varnarstöðu, likt og nauðsyn- legt kann að reynast á hnefa- leikapalli þegar við ofurefli er að etja, — ef einhver vogaði sér að ræða hans einkamál. — Það voru hans helgu vé. Engan vafa tel ég nú, eftir yfir 30 ára kynni min og vinskap við Ingólf Ólafsson, að veigamesti þáttur I lifi hans og lifsstarfi öllu, taldi hann sjálfur ávallt þann dag, er hann kvænist eftir- lifandi konu sinni Regínu Helga- dóttur, ættaðri frá Njarðvik í Borgarfirði eystra, 21. júli árið 1950. Sameiginlega mynduðu þau heimili i litilli 2ja herbergja risibúð við Framnesveg I Reykjavik, en sóttu þó mark- visst til bætts efnahags, sem útilokað er að skapa, án fullkominnar og einlægrar sam- vinnu beggja aðila. Þrátt fyrir óeigingjarna baráttu Ingólfs fyrir framgangi sins fyrirtækis þá efast ég ekki eitt augnablik, um hvað honum þótti framar öllu vænst um. Foreldrahúsin, eigið heimili, kona og börn sátu þar i öndvegi. — An þess að vera i algjöru ein- rúmi með honum fékkst þetta ekki fram. Nú er leiðir skilja um sinn, tel ég ekki brotinn á hon- um trúnað, þótt frá þessu verði skýrt. — Án þessa væri lýsingin á Ingólfi Ólafssyni ekki rétt. Þau Regina og Ingólfur eignuðust fjórar dætur: Björgu, Birnu, Ólöfu og Unni. Barna- börn þeirra eru orðin fimm að tölu. Skrifuð eða sögð orð duga ákaflega skammt til huggunar og styrktar þeim sem eftir standa við hlið látins vinar. Það þekkja þeir best, sem reynt hafa. Það hefur i raun oft reynst haldbetra, að vel og kristilega væri til allra aðila hugsað beggja megin landamæranna og þeirra minnsta lengur en að út- förin stendur. A það treysti ég kæri vinur nú á kveðjustund okkarum sinn, að aðstandendur þinir allir, mamma, systkini, Regina, dæturnar og barna- börnin, fáið okkar sameiginlegu og einlægu fyrirbænir öllum ykkur til handa. Kærar þakkir minar og fjöl- skyldu minnar fyrir góð og traust kvnni og vináttu alla tið. Megi allar góðar vættir styrkja þig og þina við brottförina yfir landamærin. EggertG. Þorsteinsson. Hafnarfjarðar Apótek Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Helgidaga kl. 2 til 4. HÚSEIGNIR ] VBJUSUNDtl A ! SÍMIZS444 OC BLOMAHUSIÐ simi 83070 Skipholti 37 Opið til kl. 21.30. Einnig laugardaga og sunnudaga. ÞAÐ B0RGAR SIG A0 VERZLAIKR0N Rösklega 800 stúdentar w r i ar Fyrstu stúdentar þjóð- hátiðarársins útskrifast i dag frá Menntaskólanum við Tjörnina i Reykjavik, en i vor verða eitthvað á niunda hlurað studenta brautskráðir á öllu landinu. Er það meiri fjöldi en nokkru sinni fyrr, en að þessu sinni eru það sjömskólar, sem útskrifa stúdenta og þó raunar 8, ef öldungadeild Hamrahliða- skólans er talinn sérstakur skóli, sem hann og er. Þessir skólar eru Menntaskólinn i Reykjavík, Menntaskólinn við Tjörnina, Menntaskólinn á Akureyri, Verslunarskóli Islands, Menntaskólinn við Hamrahlið, Oldungadeild þess skóla, Menntaskólinn á Laugarvatni og Mennta- skólinn á Isafirði. Menntaskólinn á Isafirði og öldungadeildin brautskrá nú sina fyrstu stúdenta. A Isafirði setja 6 stúlkur upp stúdentshúfu, en 22 piltar. Gert er ráð fyrir að 4 „öldungar” verði stúdentar, en prófum er ennþá viðast hvar ekki lokið, nema i Menntaskólanum við Tjörnina, eins og áður greinir. Eftir þvi, sem blaðið kemst næst, verða braut- skráðar 370 „Stúdinur” i vor, en 449 piltar setja upp hvita kolla. í einstökum skólum eru piltar yfirleitt i meirihluta, nema I Menntaskólanum við Hamrahlið, þar sem ámóta margt er af hvoru tveggja kynjanna, en I þvi tilliti hefur Verslunarskólinn sérstööu með 59 stúlkur en 41 pilt. Brautskráðir verða á ísafirði 28 stúdentar, á Akureyri 109, Laugarvatni 26, Menntaskólanum við Tjörnina 151, Mennta- skólanum við Hamrahlið 204, Verslunarskóla tslands 100 og Menntaskólanum i Reykjavík 205. En, eins og áður segir, verða fyrstu stúdentar Þjóðhátiðarársins brautskráðir frá M.T. T dag, og verða skólaslitin i Þjóðleikhúsinu. 1 í i DÚÍIA GlflEflBflE 'ími 84900 0 Miðvikudagur 22. maí 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.