Alþýðublaðið - 22.05.1974, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 22.05.1974, Blaðsíða 12
 Hæg norðlæg átt verður við SV-landið í dag og má búast við smáskúrum. Hitinn verður sex til níu stig. Lægð yfir Grænlandshafi á austurleið. KRILIÐ Skýringar Lárétt: 1. Skrá. 6. Meðvitundarleysi. 7. Snjókoma. 8. Þrir eins. 9. Fótaklæðnað. 10. Bindindissam tök. 11. Vinna. 12. Óþekktur. 13 Fyrirhöfn. 14. Stulku (nafn) 16 Veggur 17. Rólegur. Lóðrétt: 2. Bretlandseyju. 3. Sunna. 4 Tveir eins 5. Hópur. 7. Akur. 8 Happ. 9. Setur saman. 11 Arstið. 15. Belti. Bókhaldsaðstoð með tékka- færslum BÚNAÐAR- BANKINN KOPAVOGS APOTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga milli kl. 1 og 3 Þannig verður tekiö a moti landslyð á Þingvöllum Eitt af þvi, sem gert hefur verið fyrir Þjóðhátiðina, er að stækka Þingvallabæinn. Ný- lega var lokið við byggingu tveggja bursta til viðbótar þeim þremur^sem fyrir voru. Einn dag i júli, nánar tiltekið sunnudaginn 28. júli, stefna tug- þúsundir manna, hvaðanæva að af landinu, á einn stað til að dvelja þar i einn dag. Þessi staður er Þingvellir, og þar er nú að komast i fullan gang undirbúningur undir móttöku þessa mannfjölda. Þegar Indriði G. Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri Þjóðhátiðar 1974, fór i boði Alþýðublaðsins austur að Þing- völlum á mánudaginn, skýrði hann blaðamanni blaðsins i stórum dráttum, hvernig ákveðið hefur verið, að fyrir- komulag bilastæða, tjaldstæða og þjónustumiðstöðva verður á Þingvöllum. Fyrst er að nefna bilastæði, sem verða á þremur stöðum, og á að rúma 17.250 bila á 295.000 fermetra svæði, og tjald- stæði, þar sem gert er ráð fyrir að setja megi niður 2.650 tjöld á um 50.000 fermetra svæði. Stærsta bilastæðið, sem er 110 þúsund fermetrar, og rúmar 6.900 bíla, verður i Kárastaða- landi, við gamia veginn niður að Almannagjá. Þeir, sem leggja bilum sinum þar fara stystu leið niður að hátiðarsvæðinu undir Fangbrekku um veginn niður Almannagjá, sem heitir Kára- stigur frá fornu fari. Næsta bila- stæði er 55.000 fermetrar og rúmar 31.000 bila. Það er við Svartagilsá, sunnan við Biskupsbrekknahraun, en fyrir yestan þessi bilastæði eru fyrstu skipulögðu tjaldstæðin á 40.000 fermetrum, þar sem eiga að rúmast 2.200 tjöld. Svæði þetta nefnir þjóðhátiðarnefnd mann- vistarsvæði, enda verður stærsta tjaldborgin væntanlega þar. Skammt fyrir neðan þetta svæði, á Leiru, þar sem þjóð vegurinn liggur inn i þjóðgarð- inn, er gert ráð fyrir, að rúmist 7.250 bilar á 130.500 fermetra svæði. Við veginn inn að Skógarhólum og Bolabás er gert ráð fyrir svæði fyrir hjólhýsi, en á þessum tveimur nefndu stöðum er gert ráð fyrir, að fólk geti sett niður tjöld sin, en þau svæði eru ekkert skipulögð, og þar verður þvi ekki veitt sú þjónusta, sem veitt verður á skipulögðu tjaldstæðunum. Þá er að lokum svæði fyrir 450 tjöld ofan vegar á Leiru fyrir sunnan vegamótin. Til þess að koma i veg fyrir, að umferðaröngþveiti skapist i þjóðgarðinum hefur verið ákveðið, að fram til klukkan fjögur þjóðhátiðardaginn verði einungis leyfð umferð að Þing- völlum, en eftir þann tima verði aðeins leyft að aka frá staðnum. Enn fremur verður lögreglu- vörður við Arbæjarvegamótin ofan við Reykjavik, og verður umferðinni af höfuðborgar- svæðinu beint um Vesturlands- veg og Hellisheiði, þegar Mos- fellsheiði tekur ekki lengur við. Þá kemur nýi vegurinn, Klukkustigur, .milli Leiru og Gjábakka, inn i myndina, þvi honum er ætlað að taka við þeirri umferð og allri annarri umferð af Suðurlandi, Suð- austurlandi og liklega að mestu af Austurlandi um hringveginn. Þegar komið er að Þing- völlum, verður öllum bilum skipað niður á stæðin, þar sem þeir eiga siðan að biða eigenda sinna, þar til þeir halda heim- leiðis að kvöldi dags. Bæði bila- stæðiog tjaldstæði verða völtuð, og er það verk hafið. Eftir helgina var gerð tilraun með að draga tólf tonna valtara yfir eitt bilastæðanna, og tókst sú til- raun vel. Þegar fólk hefur gengið frá bilum sinum á stæð- unum, standa til boða strætis- vagnaferðir á hátiðasvæðið. A skipulögðu tjaldstæðunum verðurkomið upp snyrtiaðstöðu og sölutjöldum, auk salerna, sem þegar er byrjað að reisa viðsvegar um svæðið. Þá er verið að reisa stjórnunarmið- stöð, aðsetur lögreglu og hjálparsveitar , og á Leiru verður lendingarstaður fyrir þyrlu. A mannvistarsvæðinu verður flugvöllur fyrir litlar flugvélar, sem verða ætið til taks, og einnig sjúkratjald, þar sem aðstaða verður til að veita sjúkum og slösuðum fyrstu hjálp, áður en þeir verða fluttir flugleiðis á slysadeild eða sjúkrahús i Reykjavik. 17.250 bílastæði og 2650 tjöld á 79.500 fermetrum FIMM á förnum vegi Finnst þér þú þurfa að grenna þig? Sigurður Sigurösson, kaup- maður: Nei, ég má ekki missa eitt einasta kiló. Eggert Proppé, verslunar- maður: Nei, ég er alveg að veslast upp. Baldur Sigurðsson, bifreiðar- stjóri: Já. É g var búinn að ná mér niður, en baðvigtin tekur mig ekki nú orðið. Ingunn Magnúsdóttir, af- greiðslustúika: Já, mér finnst það, og ég skal gera það. Karl Karlsson, sjómaður: Nei, ég held það sé engin þörf á þvi — mætti kannske heldur bæta svolitlu á mig.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.