Alþýðublaðið - 22.05.1974, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.05.1974, Blaðsíða 3
ÞJÚÐHÁTÍÐARBÆTURNAR HAFNAR AF KRAFTI Nú standa sem hæst þjó&hátiðarvegabætur á Þingvallavegi um Mosfellsheiði fyrir þær 81 miljón króna, sem Halldór E. veitti af rausn sinni til þeirra hluta. „Þetta er reyndar varanleg vegagerð, sem er á áætlun, en flýtt vegna þjóðhátiöarinnar og þessari fjárhæð veitt sérstaklega til hennar”, sagði Snæbjörn Jónasson, yfirverk- fræðingur hjá vegagerðinni, þegar Alþýðublaðið hafði samband við hann i gær. Þessi sérstaka fjárveiting var fyrst og fremst veitt til brúargerð- ar á Suðurá og Köldukvisl og tenginga þeirra við veginn, og var byrjað á þessum verkum skömmu eftir páska, að sögn Snæbjarnar. Einnig hefur verið unnið að lagfæringu og breikkun ræsa á vegin- um, en það verk hófst i fyrra, og ennfremur verður allur vegurinn rykbundinn. M.a. er nú unniðað gerðnýs ræsis á Bugðu. Auk framkvæmdanna við sjálfan Þingvallaveginn verða bæði Uxahryggjavegur og Gjábakkavegur, þ.e. vegurinn milli Þingvalla og Laugarvatns, endurbættir, og vegarspottinn frá Leirunum að fyrirhuguðu hátiðarsvæði á þjóðhátiðinni verður lagður oliumöl. Þessi siðasttalda framkvæmd hefur verið á fjárlögum i nokkur ár, að sögn Snæbjarnar Jónassonar, svo i hana heföi liklega verið ráðist i sumar þótt ekki hefði verið þjóöhátið. Verslunarráö ákærir Seðlabanka og ríkisstjórn fyrir stjórnarskrárbrot Rikisstjórnin og Seðlabanki islands brjóta stjórnarskrána með leigunámi i fjármagni inn- flytjenda, segir Verslunarráð Islands. Vegna ákvörðunar um það skilyrði fyrir afgreiðslu á er- lendum gjaldeyri til ýmissa vörukaupa, hélt Verslunarráðið stjórnarfund I gær, og gerði ályktanir af þessu tilefni. Sam- kvæmt auglýsingu verða inn- flytjcndur að leggja fé sem nemur 25% af gjaldeyris- kaupum, inn á bundinn reikning i Scðlabankanum frá 20. mai til septemberloka, og greiðast 3% ársvextir af innistæðufénu. 1 ályktun stjórnar Verslunar- ráðs segir, að Rikissjóður sé i raun og veru að taka þvingað lán hjá innflutningsatvinnu- vegunum, og komi ekki einu sinni eðlilegt afgjald fyrir. T’el- ur Verslunarráð, að hér sé um að ræða visbendingu um stór- fellda gengisfellingu innan fárra mánaða. Séu þessar ráð- stafanir auk þess s'taðfesting rlkisstjórnarinnar á þvi jafn- vægisleysi, sem riki, og ekki verði lagfært eða leiðrétt nema með gengisfellingu Þá segir i ályktun Verslunar- ráös, að slikar visbendingar hljóti að auka á spákaup- mennsku, sem geti, fyrr en siðar, haft öfug áhrif við það, sem til kann að vera ætlast. Telur Verslunarráðið, að ráð- stafanir eins og þessar geri lausn efnahagsmálanna erfiðari og fjarlægari en augljós nauð- syn beri til. Nýja brúin á Köldukvisl i byggingu: gamla brúin og hús skáldsins, Gljúfrasteinn, i baksýn. Stúlkan í síkinu... 140 þúsund hænur Hagstofa tslands hefur nýlega lokið hænsnatali fyrir allt landið, byggðu á skattaframtöl- um i árslok 1971, og samkvæmt þvi tali voru þá nær 140 þúsund hænur til i landinu, eða nálægt 60þúsund færri „einstaklingar” en á manntali Hagstofunnar. Mest er um hænsnarækt á Reykjanesi, enda töldust þar 45.557 hænur: þá á Suðurlandi, 40.483 hænur, en minnst er um hænur á Norðurlandi vestra, 4.177. Hænsnabú með fleiri en 100 hænum töldust 251 á landinu, en inn i heildartölu hænsnafjöldans voru einnig teknar hænur af smærri búum. Eitt ræsanna, sem unnið er að þvl að breikka um þessar mundir. Myndin var tekin á mánudag, þegar umferð var teppt nokkra stund vegna sementsflutninga að ræsinu. —Ljósm. Þorri. Gunnlaugur stýrim. Ásgeirsson, X-0: „Flýtur á meðan ekki sekkur” hefur fólkið sjálfsagt sagt, sem sigldi um tima i Opelbil á sýki nokkru austur á Þingvöllum á sunnudaginn. Tildrög voru þau, að fjögur ungmenni lögðu leið sina þangað Framboðsflokku ri nn var hvati þess, sem nú er að gerast — Það kæmi mér ekki á óvart, þótt Framboðsflokkurinn hafi á sinum tima verkað sem hvati á þær breytingar, sem nú eru að eiga sér stað i islensku stjórnmálalífi. Framboðs- flokkurinn veitti örugglega dálitlu lofti undir flokka- skipanina, eins og við þekkjum hana nú, og mér finnst liklegt, að það sé eitthvað af þessu lofti, sem er aðeins að leysa böndin. Svo mælti Gunnlaugur Ást- geirsson, fyrrum stýrimaður Framboðsflokksins, sem bauð fram við siðustu Alþingis- kosningar, er blaðamaður 'Alþýðublaðsins hafði tal af honum i gær. Þegar sviptingar eru miklar, er oft leitað til eldri og reyndari manna og þeir látnir rifja upp eitthvað úr örófi minninganna, sem gæti varpað nýju ljósi á atburðina. Þetta var tilgangur blaðamanns, meö þvi að hafa samband við Gunnlaug. — Við gerðum okkur náttúr- lega aldrei neinar vonir um að koma manni á þing, en ég neita þvi ekki, sagði stýrimaðurinn, — að um tima fyrir kosning- arnar voru all mörg okkar alvarlega hrædd um, að eitt- hvert okkar lenti á þingi. Þessi ótti okkar byggðist aðallega á tali annarra þingmanna um kjósendur og við þá og um ástandið i landinu. Gunnlaugur vildi engu spá um úrslit komandi kosninga, en hann sagðist fullviss þess, að nú væri komið að miðjuflokkunum að stokka rækilega upp hjá sér. Þessar kosningar myndu örugg- lega hafa það i för með sér. — Alþýðubandalagið hefur þegar stokkast upp og er nú ein heild, sagði Gunnlaugur, — og þvi er komið að hinum flokk- unum núna. Þessi klofningur, sem nú er kominn upp i miðju- flokkunum, er i rauninni mjög eðlileg þróun. En það gerist allt svo hrattnúna, það liggur við að breytingarnar verði á stundar fresti. austur þá um daginn, og var öku- maður einn alsgáður. Langaði hann i siglingu, og fór þvi út úr bilnum við bátaleiguna, til að gá,hvort hún væri opin. Stúlka ein, sem var farþegi i bilnum, þoldi ekki þessa bið á siglingunni, brá sér undir stýri, setti I gang og ók út I sýki, sem er ofan við veginn. Þar flaut billinn góða stund, og hafði fólkið I honum ekki uppi neina tilburði til að koma sér i land, fyrr en billinn tók að sökkva , Komust þau öll klakklaust i land, en billinn sökk og er vafa- litið mikið skemmdur af vatni. — Tvær sögur af sjónum Tveir ungir menn úr Vest- mannaeyjúm fóru nýlega á gúmmibát upp að suðurströnd- inni. Ætluðu þeir þar á land, en þá allt I einu bilaði vélin i bátnum og lentu þeir i töluverðu volki. Hundblautir komust þeir upp á land, hraktir og hrjáðir, og komust aftur til Vestmanna- eyja — bátlausir — tveimur dögum siðar. Þeirra stopp var stutt, en fyrir ári siðan fór annar ungur maður úr Eyjum i samskonar ferð og hann er ekki ennþá kominn aftur. Hann býr nú með heima- sætunni á bæ einum þar niður við sandinn, segja okkur kunn- ingjar i Eyjum. „ÚTVARPID VIÐURKENNIR KANANN EN SJÓNVARPIÐ LÉLEGT” „Rispus” skrifar til Hornsins: „Oft hef ég velt vöngum yfir þvi, hvers vegna Alþýðublaðið birtir ekki sjónvarps- og útvarps- gagnrýni eða umræðu um þau mál. Faglega gagnrýni/umræðu, á ég að sjálfsögðu við. Helsti gallinn við rikisfjöl- miðlakerfið er sá, að þannig veitist enginn samkeppni. Útvarpið hefur að visu á siðustu árum viðurkennt sam- keppnisaðstöðu sina við her- mannaútvarpið i Keflavik á vissu sviði: rokkmúsik. Er annars ekki dálitið broslegt, að viðurkenning þessara staðreynda skuli koma frá núverandi útvarpsráði? Sjónvarpið, aftur á móti, hefur enga samkeppni — þvi veldur ein- staklega lélegt hermannasjón- varp. Ég er til dæmis viss um, að sjónvarpið hefði ekki sýnt „65. grein lögreglusamþykktarinnar” ef á annari rás hefði verið „Ugla sat á kvisti”. Enginn hefði horft á þetta nýja sjónvarpsleikrit. Þeir, sem horfðu á það á sunnudags- kvöldið, hafa liklega gert það meira út úr nauð. Leikritið sjálft var þokka- legasta farsi — en af hálfu sjón- varpsins var frágangur alls ekki þokkalegur. Hvað hefur orðið af prófessjónalisma sjónvarpsins? Kvikmyndatakan i þessu leikriti var eins og algjör byrjandi hefði stjórnað. Mér fannst leikararnir vondir — nema kannski hundarnir. Leikari, sem er að gera vel, gerir sig ekki ánægðan með að hvina eins og gris og hoppa i kringum bila eins og músarhræddur kven- maður. Ef til vill átti þetta allt að vera stórkostlega hlægilegt, allar hreyfingar, hver setning, en þá biðst ég lika afsökunar á fram- hleypni minni. „Ugla sat á kvisti”, sem sýnt var á laugardagsskvöldið hefði getað orðið ágætis „grand finale” á vel heppnuð sjónvarpspró- grömm. Það tókst ekki — og lik- lega verður að kenna stjárnanda þáttarins það mest. Það, sem hann ætlaði að gera þarna um kvöldið, fór alveg i vaskinn. Sam- tölin pind og hallærisleg og engin stjórn á hlutunum. Hins vegar var hann góður, karlinn, sem flutti heilsufars- drápuna.” Alusuisse: Dauði eins er annars brauð Dótturfyrirtæki okkar i Nigeriu hagnaðist á oliu- hækkununum. Verksmiðjupláss okkar i Apapa er fullnýtt og við verðum að reisa nýja verk- smiðju utan við Lagos.” Svo segir meðal annars i skyrslu formanns Alusuisse, Emanuel R. Meyers, flutta á aðalfundi félagsins 17. april sl. „Oliuhækkanirnar”, sem hr. Meyer talar um, stafa af „oliukreppunni” á Vestur löndum, sem hafði — og hefur enn — alvarleg áhrif viða um lönd. Alusuisse er einn stærsti hluthafinn i Islenska álfélaginu. Slarkaöi fyrir stolin 100 þúsund Nýju mokkastelli og fleiri varningi úr ýmsum verslun- um i Reykjavik var sökkt i sæ i siðustu viku, enda hafði aldrei verið tilgangur kaupandans að eiga neitt af varningnum, sem hann verslaði. Það var nefnilega svo, að fyrir viku brá maðurinn sér i Þórskaffi, og stal þar ávisanahefti af einum sam- komugesta. Til þess að geta leyst út ávisanirnar, sem hann hóf að skrifa úr heftinu daginn eftir, fór hann i verslanir og keypti þar sitthvað og greiddi með ávisunum, sem voru alltaf margfalt hærri en andvirði vörunnar, og fékk þannig mis- mun. Mismuninn notaði hann svo til drykkjuskapar og slarks, en henti varningnum i sjóinn, svo hann fyndist ekki i fórum hans. Rannsóknarlögreglan hefur nú náð manninum og er þegar ljóst, að hann hefur eytt yfir 100 þúsund krónum i drykkju- skap á einni viku.- o Miövikudagur 22. maí 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.