Alþýðublaðið - 22.05.1974, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.05.1974, Blaðsíða 5
(Jtgefandi: Blað hf. Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (áb) Sighvatur Björgvinsson Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir Útbreiðslustjóri: Þráinn Þorleifsson Aðsetur ritstjórnar: Skipholt 19, slmi: 28800. Augiýsingar: Hverfisgötu 8-10: sími 28660 og 14906. Afgreiðsla: Hverfisgötu 8-10: slmi 14900, Blaðaprent hf. Hugarfarsbreyting hjá SFV Því miöur hefur það nú gerst, að f ramkvæmdastjórnarmenn hjá Sam- tökum frjálslyndra og vinstri manna hurfu skyndilega og óvænt frá fyrri stefnu Samtakanna um að hafa sam- vinnu við Alþýðuflokkinn um samein- ingu íslenskra jafnaðarmanna í einum flokki. Þessi skyndilega og óvænta breyting á afstöðu framkvæmdastjórn- armanna í SFV kemur eftir að viðræðu- nefndir flokkanna beggja hafa lagt mikla vinnu í samningu sameiginlegrar stefnuskrár með samvinnu flokkanna fyrir augum og eftir að nefndirnar höfðu orðið sammála um drög að áætl- un um gang sameiningarmálsins. Allan þann tíma, sem þessi undirbúnings- vinna stóð yf ir, gætti einskis ágreinings sem neinu máli skipti milli viðræðu- nefndanna, enda hafa flokksþing og flokksstjórnir bæði Alþýðuflokksins og SFV margsinnis ítrekað sameiginlega stefnu sína í þessum málum En svo gerist það sem sagt nú fyrir nokkrum dögum, að framkvæmda- stjórnarmenn í SFV hverfa frá þessari margyfirlýstu stefnu Samtakanna um samvinnu við Alþýðuflokkinn. í stað þess að halda áfram því verki, sem unnið hefur verið í málinu nú um langt skeið í fullri eindrægni af beggja hálfu, kjósa þeir að hverfa frá samvinnu við Alþýðuf lokkinn en taka þess í stað upp kosningasamstarf við fámennan hóp óánæðgra Framsóknarmanna. Þetta telur f lokksstjórn Alþýðuf lokksins að sé spor aftur á bak í baráttu fyrir eflingu frjálslyndra umbótaafla og jafnaðar- sfefnu á íslandi. Þessi breytta afstaða framkvæmdastjórnarmanna í SFV hef- ur aukið sundrungu í íslenskum stjórn- málum í stað þeirrar sameiningar, sem upphaflega var að stefnt. I ályktun flokksstjórnarfundar Al- þýðuf lokksins eru þessir atburðir ein- læglega harmaðir. En flokksstjórnin tekur f ram, að þrátt f yrir þá.sé Alþýðu- flokkurinn nú sem fyrr reiðubúinn til samstarfs við þá aðila, sem af heilum hug vilja vinna áf ram að sameiningu og samstarfi íslenskra jafnaðarmanna. Alþýðuflokkurinn er því trúr þeirri stefnu, sem hann markaði um nauðsyn sameiningar og samstarfs íslenskra jafnaðarmanna. Þessa stefnu markaði flokkurinn fyrst fyrir u.þ.b. f jórum ár- um og tók þá frumkvæði um, að- því máli yrði unnið. Því frumkvæði hefur flokkurinn síðan haldið. Alþýðuf lokkur- inn hefur ávallt staðið við stefnu sína í því máli eins og ábyrgum stjórnmála- flokki sæmir og var ávallt reiðubúinn fyrir sitt leyti til þess að ganga til hinn- ar fyrirhuguðu og eðlilegu samvinnu. Öðrum snerist hins vegar hugur á sið- ustu stundu. Þá hugarfarsbreytingu harmar Alþýðuflokkurinn. Úbreytt afstaða Þegar boðið var fram til sveitar- stjórna fyrr í vor ríkti enn óbreytt sú stefna um samstarf jafnaðarmanna, sem Alþýðuflokkurinn og SFV voru sammála um, en framkvæmdastjórn- armenn SFV hafa nú horfið frá hvað þingkosningum viðkemur. Því buðu þessir tveir flokkar mjög víða fram sameiginlega lista til sveitarstjórna, sem víðast hvar hafa listabókstafinn J. Alþýðuflokkurinn hefur ekki horfið frá þeirri stefnu um nauðsyn á sam- vinnu jafnaðarmanna, sem réði því í vor, að Alþýðuf lokkurinn og SFV gengu víða til samstarfs um framboð. Alþýðu- f lokkurinn vill ekkert síður nú, en áður, stuðla að þvi að sú samvinna takist vel, jafnvel þótt framkvæmdastjórn SFV hafi hafnað henni á landsmálagrund- velli. Þessi óbreytta og ákveðna afstaða Alþýðuflokksins kemur m.a. fram í ályktun, sem flokksstjórnarfundur hans gerði s.l. mánudag, en þar segir svo: „Þótt Alþýðuf lokkurinn haf i ekki náð samstarfi við SFV, um framboð til Al- þingis lýsir flokksstjórnin yfir því, að hún styður jafnheilshugar og áður það samstarf, sem Alþýðuf lokksmenn víða um land eiga við aðra um framboð til sveitastjórna." Guðmundur Magnússon skrifar: Skólinn - Borgin - Samfélagiö „Miklar skóla- framkvæmdir” Þannig hljóðar fyrir- sögn í Morgunblaðinu í gær. Morgunblaðinu væri nær að kynna sér ástandið eins og það raunverulega er, áður en það hælist um yfir fram- kvæmdum, sem eru í algjöru lágmarki og oft á tíðum langt fyrir neðan það. Litum bara á stað- reyndir: Hlíðaskólinn tók til starfa árið 1958. Þar hefur árum saman verið lofað að reisa íþróttahús, en efndirnar engar. Með hálfum huga hafa yfirvöld skólans stefnt eldri nemendum til íþróttakennslu í Vals- heimilið, en þar er yfir stórhættulega umferðar- götu að fara og því ekki þótt stætt á því að senda þangað yngstu börnin. Athugið: Skólinn er búinn að starfa í 16 ár. Hagaskólinn tók til starfa 1958. Hann er stærsti gagnf ræðaskóli borgarinnar og þar hef ur aldrei verið hægt að halda uppi lögboðnu íþrótta- námi. Það var f yrst í s.l. októ- ber, sem byrjað var á framkvæmdum við íþróttahús skólans. Menn athugi: Skólinn er búinn að starfa i 15 ár. Hvassaleitisskólinn hóf starfsemi sína 1965. Ekki er ástandið glæsilegra þar. Yngstu nemendurnir hafa enga íþróttakennslu fengið við viðunandi aðstæður og 10 til 11 ára börn kannski einn tíma í viku í yfirfullu íþrótta- húsi Réttarholtsskólans. Og til þess að það hafi verið hægt, hafa þau stundum orðið að fara í þennan tíma kl. 8 á laugardagsmorgni, þótt að öðru leyti hafi engin kennsla verið í skólanum. Það er fyrst nú, sem íþróttahús skólans hefur verið teiknað og boðið út, en allt óákveðið um f ramkvæmdatímann. Athugið: Skólinn er búinn að starfa í 9 ár. Það er ekki nema von, að íhaldið sé hreykið af „miklum skólafram- kvæmdum á vegum Reykjavíkurborgar", eins og Mbl. orðar það. Það er af nógu að taka og væri Breiðholtið sér- stakur kapituli út af f yrir sig, en rúmið leyfir ekki meira að sinni. Guðmundur Magnússon KOSNINGAHÁTÍD UNGA FOLKSINS í SIGTÚNI FIAAMTUDAGINN 23. MAÍ STUTT ÁVÖRP FLYTJA SIGURÐUR BLÚNDAL DG EINAR ÞORSTEINN ÁSGEIRSSON. SÖNGFLOKKURINN TRIOLA KEMUR FRAM OG JÖRUNDUR GUÐMUNDSSON SKEMMTIR. HLJÖMSVEITIN ISLANDIA LEIKUR FYRIR DANSI TIL KL. 1 EFTIR MIÐNÆTTI. Sigurður Einar Þorsteinn ALLT UNGT FÓLK ER VELKOMIÐ ÓKEYPIS AÐGANGUR - ENGIN BOÐSKORT F.U.J. — Æskulýðsnefnd S.F.V. KL. 9-1 Miðvikudagur 22. maí 1974. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.