Alþýðublaðið - 17.06.1974, Side 1

Alþýðublaðið - 17.06.1974, Side 1
Hvað er að vera jafnaðarmaður? Það hefur lengi verið tiska á Isiandi að nefna sig jafnaðar- mann. Sumum hefur þótt það failegt. öðrum hefur þótt það fínt. Þegar kommúnistar klufu Alþýðuflokkinn 1930 og stofnuðu sinn eigin flokk, sögðust þeir gera það af þvi, að Alþýðuflokksforingjarnir, kratabroddarnir, sem þeir kölluðu svo, væru engir jafnaðannenn lengur. Þeir, kommúnistarnir, væru hinir einu og sönnu jafnaðarmenn. Þegar talsverður hluti af leiðtogum Alþýðuflokksins stofnaði nýjan flokk með kommúnistaleiðtogunum 1938 og nefndu hann Sameiningar- flokk alþýðu — Sósíalista- flokkinn, sögðust þeir gera það af þvi, að það vantaði jafnaðarmannaflokk á íslandi.Þeirog kommúnist- árnir væru sönnu jafnaðar- mennirnir. Enn vantaði hinn hreina jafnaðarmannaflokk á islandi 1956, þegar Alþýðu bandalagið var stofnað. Það virtist m.ö.o. komið i Ijós, að Sósialistaflokkurinn hafði ekki reynst sá jafnaðarmanna- flokkur, sem hann átti að verða, þegar hann var stofnaður. Þess vegna þurfti nú nýjan flokk og nýtt nafn. En ekki reyndist þessi flokkur nógu mikill jafnaðarmanna- flokkur heldur. Þá voru Sam- tök frjálslyndra og vinstri manna stofnuð. Sumir leið- togar þeirra virtust samt hafa meiri áhuga á öðru en jafnaðarstefnu. Völd reyndust mikilsverðari en samstaða með verkalýðshreyfingu og trúnaður við jafnaðarstefnu. Og enn eru fámennir hópar reynslulitilla manna I stjórn málum að gefa sérskoðunum sinum nafn og nota til þess jafnaðarstefnuna. Þessi misnotkun á nafni og hugsjónum jafnaðarstcfn- unnar hefur verið örlagarík. Hún hefur veikt baráttuna fyrir þcim sjónarmiðum, sem eru kjarni og inntak jafnaðar- stefnunnar: Hugsjóninni um réttlátara og betra þjóðfélag frjálsra manna á islandi. Menn, hópar og flokkar, sem kennt hafa sig við jafnaðar- stefnu, hafa ekki stuðlað að réttlæti og frelsi á islandi, heldur valdið sundrungu, sem hefur eflt afturhald og þröng- sýni. Mál er til þess komið, að skynsamir islendingar átti sig á þessu. Það hcfur aldrei verið til nema einn heilsteyptur jafnaðarmannaflokkur á islandi, Alþýðuflokkurinn. Hann hcfur haldið merki jafnaðarstefnunnar á lofti. Þess sér merki á öllum sviðum þjóðlifsins. Nú er sótt gegn honum, og enn sem fyrr sumpart i nafni jafnaðarstefn- unnar. Sú sókn verður að mistakast. Aðrir, sem á undanförnum áratugum hafa þóst vilja lyfta merki jafnaðarstefnunnar, hafa ekki gert það, heldur misnotað það i valdatafli. Alþýðuflokknum einum er treystandi til þess að standa vörð um þær hugsjónir, sem eru undirstaða sannrar, lýðræðissinnaðrar jafnaðar- stefnu. GÞG Mánudagur 17. júni 1974 J|j| 55 grg o

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.