Alþýðublaðið - 17.06.1974, Side 3

Alþýðublaðið - 17.06.1974, Side 3
Þjóðhátíðarskjóni og mennirnir á bak við hátíðahöldin I hartnær átta ár hefur verið unnið að undirbúningi að hátiðahöldum i tilefni af ellefu alda afmæli íslandsbyggðar, — þjóðhátiðar 1974, og nú er sjálft þjóðhátiðarsumarið á næsta leiti, þaulskipulagt frá upphafi til enda með þjóðhátiðarhöidum um allt land. Að undirbúningi hátiðahald- anna hafa i þessi átta ár unnið sjö menn, sem Alþingi skipaði i nefnd árið 1966, — Þjóðhátiðar- nefnd 1974.1 nefndina voru skip- aðir Höskuldur Ólafsson, bankastjóri, Egill Sigurgeirs- son, hæstaréttarlögmaður, Gunnar Eyjólfsson, leikari, Gisli Jónsson, menntaskóla- kennari á Akureyri, Gils Guðmundsson, alþingismaður, Matthias Jóhannessen, ritstjóri og skáld og Indriði G. Þorsteinsson, ritstjóri og rithöf- undur. Matthias var kosinn for- maður nefndarinnar, en Indriði ritari. Þegar opnuð var skrif- stofa á vegum nefndarinnar var Indriði siðan ráðinn fram- kvæmdastjóri Þjóðhátiðar 1974, og síðan hefur hann staðið i eld- linunni við allar framkvæmdir og umsvif Þjóðhátiðarnefndar, hvort sem um er að ræða útgáfu minjagripa eða skipulagningu hátiðahalda viðsvegar um land. A bakvið það siðarnefnda, — skipulagningu 24 héraðahátiða um allt land og sameiginlegrar hátiðar á Þingvöllum, — var gifurleg vinna og timafrek, ekki sist af þeim sökum, að á siðasta ári var ákveðið að halda ekki tveggja daga hátið á Þing- völlum, með mikilli þátttöku héraðanna i dagskránni, eins og Við getum nú boðið yður eldhúsinnréttingar Á mjög hagstæðu verði. Það hefur ávallt borgað sig að líta við í Litaveri fyrir þá, sem eru að byggja, breyta eða bæta Litaver, Grensásvegi áætlað hafði verið, heldur eins dags hátið. Við þessa breytingu gerbreyttust öll viðhorf til hátiðahaldanna, og Indriði, sem hafði lokið yfirreið yfir landið til að koma af stað skipulagningu hátiðanna, varð að fara aðra ferð til þess að kynna þjóð- hátiðarnefndunum hinar breyttu aðstæður. 1 tilefni af þvi, að öll þessi vinna við skipulagningu hátið- anna um landið er nú að baki og aðeins framkvæmdin fram- undan, hafði Alþýðublaðið tal af Indriða G. Þorsteinssyni, — manninum á bakvið þjóð- hátiðina, til að forvitnast um það, hvernig þetta starf gekk fyrir sig. — Þjóðhátiðin er skipulögð af tveimur skáldum, sem sagt er, að komi aldrei niður á jörðina, en við höfum alltaf verið á jörð- inni, við Matthias, o'g brugð- umst skjótt við og endurskoð- uðum allt það sem við höfðum gert, þegar skipun um það kom frá stjórnvöldum, sagði Indriði, þegar við höfðum komið okkur fyrir i þægilegum stólum og hófum spjallið. —Nefndin var skipuð svona snemma svo hún gæti gert tillögur um verk, sem tækju lengri tima, hélt Indriði áfram, og á timabili var svo mikill áhugi á þjóðhátiðinni, að það dundu á okkur hugmyndir, bæði miklar og góðar. Við viðruðum þær gjarnan fyrir almenningi, og það varð til þess að fólk hélt, að við ætluðum að kaffæra allt i hátiðum. En þetta gerðum við til þess að vinsa úr, og núna teljum við okkur hafa valið það besta af þvi, sem kom fram. En til að skipuleggja héraðs- hátiðirnar fór ég um allt land tvisvar sinnum, og oftar á suma staðina. Fyrri ferðina fór ég seinnipart sumarsins 1972 og um haustið, en þá var fyrir- huguð tveggja daga hátið á Þingvöllum og héraðshátiðirnar öðruvisi hugsaðar en siðar varð, — þá var hugmyndin, að hvert hérað kæmi með sitt atriði á Þingvallahátiðina, úr þeirri dagskrá, sem flutt hafði verið heimafyrir. Þegar undir- búningurinn um allt land var kominn i gang hófst gosið i Vest- mannaeyjum, og það gjör- breytti hugmyndunum um hátiðirnar. Þá fékk andstaðan gegn tveggja daga hátið byr undir báða vængi, og andstaða gegn þjóðhátið yfirleitt. Eftir allar þær umræður um þessi mál, sem mönnum eru vafa- laust enn i fersku minni, var nefndinni falið að gera tillögur að hátið á Þingvöllum, sem stæði i einn dag, og i framhaldi af þvi var þáttur héraðanná þar felldur niður. — Hvað telur þú, Indriði, að hafi valdið þessari ákvörðun stjórnvalda, að hátiðin skyldi aðeins vera i einn dag? Áttu mótmæli kvenfélaganna og fleiri hópa i þjóðfélaginu þátt i þvi? — Nei. Það eina, sem réði úrslitum, var eldgosið i Eyjum. — Hver er þin persónulega afstaða gagnvart eins eða tveggja daga hátið? — Ég hefði viljað halda tveggja daga hátið, og þar kemur einkum tvennt til. t fyrsta lagi eru örðugleikar á þátttöku landsmanna, sem koma langan veg, — spurningin er, koma þeir á eins dags hátið? Hitt atriðið er, að þótt Þing- vallavegurinn verði mikið lagaður og lagður vegur um Gjábakkahraun fyrir þá, sem koma að austan, verður gifur- legt álag á öllum vegum til Þingvalla þennan eina dag. A tveggja daga hátið hefði um- ferðin dreifst meira, og ég er þó ekki viss um, að vegirnir hefðu borið umferðarþungann. Hins- vegar teljum við, að það sé hægt að halda eins dags hátið með fullum sóma og hafa þennan eina dag hreinræktaða hátiðar- dagskrá. — Hvernig gekk svo skipu- lagsstarfið að héraðahátiðunum fyrir sig, og hvaða áhrif hafði þaö, að þessar breytingar urðu? — Þetta voru mikil funda- höld, en ég hagaði starfi minu þannig, að nefndirnar úti á landi höfðu samband við mig á skrif- stofunni i Reykjavik, og ég fór til viðræðna við þær, þegar óskað var eftir þvi. Þessvegna fór ég flestar ferðirnar á haustin og veturna, þvi á þeim timum er betra að ná saman fólkinu, en það þýddi lika, að margar ferðirnar urðu hálfgerðar svaðilfarir, i allskonar veðri, og oft var ég svangur og kaldur á þessum ferðalögum. Breytingin á fyrirkomulagi hátiðanna held ég, að hafi engum vandræðum valdið, það hefði hvort sem var verið þörf á þvi að fara á fund nefndanna oftar en einu sinni. Hinsvegar lá við, að ég stæði frammifyrir félögum i Kiwanisklúbbnum á Egilsstöðum, eftir fyrri fund- inn þar, og þyldi upp fróðleik um væntanlega þjóðhátið, sem skömmu seinna hefði orðið blaður út i lofitið. — Hvernig tóku nefndarmenn svo þessum breyttu viðhorfum? — Ég hóf seinni ferðina með vorinu 1973 og ræddi þessi nýju viðhorf við menn, og gæfan var sú, að velflestir höfðu sömu hugmyndir og ég, um að sam- eining hátiðanna ætti vel við þar sem hún væri framkvæmanleg. Hvar sem ég kom var mikill hugur i nefndarmönnum að halda stórar hátiðir, og þeir voru hættir að hugsa um Þing- vallahátið, — ákveðnir i að búa að sinu. Sameiningin komst viða mjög fljótt á, og raunar var hún strax i fyrri ferðinni ákveðin á einum stað, — Austfirðingar ákváðu að halda eina hátið fyrir Múlaþing. A Vestfjörðum gekk sameiningin fyrir sig á einni viku, enda eru Vestfirðingar sérstakir menn, — að öllum öðrum ólöstuðum. Húnvetning- ar sameinuðust lika um hátið, og verður að telja það til tið- inda, þvi yfirleitt eru Austur- og Vestur-Húnvetningar eins og hundur og köttur útaf landa- merkjamálum og öðrum milli- sveitamálum. — En hvernig brugðust nefndarmenn út um landið við þeirri hrið, sem var gerð að þjóðhátiðarhöldunum? — Þegar verst gegndi stóðu nefndarmenn fast á sinu. Það voru þeir, sem sneru blaðinu við, og ég held, að ekki einn ein- asti nefndarmaður á öllu land- inu hafi látið sér detta i hug að hætta við að halda þjóðhátið. Það var lika mikils virði að hafa á bakvið sig mann eins og Ólaf Jóhannesson, — hann var ansi þéttur fyrir og ákveðinn i þvi , að hátiðirnar skyldu haldnar. — Húsvikingar skoruðust þó undan merkjum og ætla enga þjóðhátið að halda i ár. — Já, afkomendur Náttfara eru klofnir i málinu. Ég sat á fundi með Jóhanni Skaftasyni, sýslumanni, og þjóðhátiðar- nefnd sýslunnar ákvað að halda hátið að Laugum. Þjóðhátiðar- nefnd Húsavikur hafði hins- vegar ekki verið kosin þá, og ég taldi ekki i minum verkahring að reka á eftir, að það yrði gert. Ég leit þannig á mitt hlutverk, að ég ætti einungis að vera tií ráðgjafar og aðstoðar þeim nefndum, sem kosnar höfðu verið, og ýta á eftir, að þær hæfust handa. — En ferðalögin sjálf, — á þeim hlýtur margt að hafa gerst, ekki sist vetrarferðunum. — Það er rétt. Það gerðist ýmislegt á þessum ferðum, og ýfirleitt var ég einn á Bronk- ónum minum, sem Eysteinn kallaði eitt sinn Þjóðhátiðar- Skjóna, þegar við vorum saman á ferð á honum á Þingvöllum. Skjónunafnið fannst honum við hæfi vegna þess, að billinn er tvilitur, rauður og hvitur. Ég lenti oft i hrakningum, i misjöfnum veðrum yfir Holta- vörðuheiði kolófæra vegna snjóa eða hálku og fárviðri eins og þau gerast verst undir Eyja- fjöllum. Ég get sagt þér af einni ferð um slóðir, þegar ég var á leið af fundi i Vik. Það var kominn einhver þræsingur á söndunum, þegar ég lagði af stað, en þegar ég kom að Skógum var hann orðinn svo hvass, að afturendinn á Bronk- ónum var sifellt úti i kantinum, en með þvi að vera i framdrifinu Framhald á bls.7 Mánudagur 17. júni 1974

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.