Alþýðublaðið - 17.06.1974, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.06.1974, Blaðsíða 5
André Previn, John Dankworth og Cleo Laine þakka áheyrendum Háskólabíó 13. júní 1974 kl. 21 Kvöldstund með Cleo Laine, John Dankworth, André Previn og Árna Egilssyni ásamt Tony Hymass á pianó, Roy Jones á trommur og Danyl Runswick á bassa Hvað getur maður sagt? Það hefðu ýmsir getað iært um hljómburð hjá þessu listafólki. Hvað getur maður sagt annað en „takk, Cleo, Johnny, Arni, André, Tony, Roy og Danyl”? Ómar Valdimarssom Astæðan var sú, að söngkerfi þeirra varð eftir i London (það mál gæti raunar haft einhver eftirköst) og það tekur sinn tima að venjast nýjum tækjum. Hljómurinn fór batnandi og á siðasta konsertinum var besta sándið. An Gary Brooker væri hljóm- sveitin liklega ekki mikið. Vissu- lega eru þeir allir snjallir hljóðfæraleikarar — Brooker og B.J. Wilson, trommari, bera þó af — en það er Gary Brooker sem stjórnar öllu og ræður stefnu hljómsveitarinnar. Hann er þeirra faglegastur á sviði, rabbar við áheyrendur i rólegheitunum á milli laga, syngur allt og sér til þess, að aldrei fari alveg af honum ljósgeislinn. Þeir hinir láta sér það vel lika, enda undir öruggri leiðsögn. Þeir stilla undarlega upp, Procul Harum, trommarinn i öðrum endanum og piano- leikarinn i hinum og svo hinir á milli. Ástæðan er sú, að þeir Brooker og Wilson hafa verið saman i hljömsveitinni frá upphafi (eða svo gott sem) og þeir eru máttarstoðir hennar. Rétt er og að geta um Keith Reid, ljóðskáld hljómsveitarinnar, sem fylgir þeim stöðugt eftir og er tekinn sem einn úr hljóm- sveitinni. Meðan á hljómleikum stendur hoppar hann fram og aftur um salinn og upp á svið og spekúlerar sig sveittan . Að tjaldabaki var hann spurður af nærstöddum hvort hann kæmi til með að yrkja eitthvað um Island, hvort miðnætursólin og hreina loftið væru honum einhver innblástur. — Ég vona það, sagði hann. — Ég vona það. Maður veit aldrei. Þeir sögðu litið. Þeim tókst að snúa af sér alla blaðamenn, þrátt fyrir að þeir hefðu lofað við komuna til landsins að hitta að máli nokkra skribenta á þessu sviði. Brooker og Reid hafa jafnan orð fyrir þeim og tala eins og menntamenn. Það er hluti af séreinkennum Procol Harum : það er fáguð hljómsveit og mjög fagleg. Hér voru þeir að vinnaog það var ekki laust við, að von- brigða gætti i andlitum sumra þeirra, er alltaf eru mættir að tjaldabaki eftir hljómleika til að missa ekki af partiinu. Þá fóru Procol Harum heim á hótel til að sofa eftir að hafa hvilst einir sér i 5 eða 10 minútur i búningsher- berginu. Gestir á hljómleikunum voru yfirleitt Procol Harum- aðdáendur. Megnið af hljóm- leikagestum þekktu allt efni hljómsveitarinnar og fögnuðu hverju lagi vandlega. Brooker sagði við komuna, að þeir myndu væntanlega flytja nokkur spáný lög, en af þvi varð ekki — nema hvaðað „Nothing But The Truth” af nýju tveggja laga plötunni var spilað. — Við reynum að spila það, sem fólki þykir gaman að, sagði Brooker. Aður en þeir fóru inn á sviðið i fyrsta skipti spurði blaðamaður Alþýðublaðsins Chris Copping, orgelleikara, hversu lengi þeir myndu spila. Hann leit á laga- listann sinn og sagði svo: — I svona klukkutima og kortér. Með það i huga fylgdumst við með tónleikunum og uppbyggingu þeirra. Það var allt pottþétt. Þeir byrjuðu i rólegheitunum og voru komnir á fulla ferð eftir tvö eða þrjú lög. Siðan var spennan að byggjast upp allt til enda og er, þeir voru klappaðir fram á ný kom ekkert til greina nemá „A Whiter Shade of Pale”. A næsta konsert fann maður á sér, að þeir myndu ekki taka „Pale” en á siðasta konsertinum fann maður aftur, að það hlaut að koma. Blaðamaður Alþyðublaðsins spurði Brooker að hljómleika- haldinu afstöðnu hvort þeir hefðu notið allra konsertanna jafn mikið — hvort þeir hefðu virki- lega lagt sig jafn mikið fram við miðkonsertinn. — Við leggjum okkur alltaf fram, sagði hann jafn rólegur og alvarlegur og venju- lega. — Við njótum allra okkar hljómleika til hins ýtrasta. —ó.vald. „Viö njótum allra okkar hljómleika - sagði Gary Brooker við Alþýðublaðið eftir hljómleika PROCOL HARUM Þeir sem versla í kaupfélaginu tryggja eigin hag Seljum á hagstæðu verði allar fáanlegar nauðsynjavörur Kaupum íslenskar framleiðsluvörur Kaupfélag Tálknfirðinga Tálknafirði Þá er það búið og gert, Procul Harum farnir heim og flestir — ef ekki allir — ánægðir með heimsóknina. Lika Amundi. Allir hafa ástæðu til að vera ánægðir með þessa heimsókn bresku hljómsveitarinnar, þvi þetta var góð heimsókn. Á þessum þrennu hljómleikum var góð músik spiluð vel fyrir þakk- láta og áhugasama áheyrendur. Enginn varð fyrir teljandi óþæg- indum — og ekki einu sinni áheyr- endur, svo orð sé á gerandi: fyrstu hljómleikarnir hófust 10 minútum á eftir áætlun, þeir næstu hófust á minútunni, sem auglýst var, og þeir þriðju 15 minútum of seint vegna alvar- legrar bilunar i magnara. Uppselt var á fyrstu tónleikana og meira en það. Þá tók Ámundi þá ákvörðun, að færa fyrirhugaða hljómleika daginn eftir, sem áttu að vera klukkan 7, til klukkan hálf niu og halda þriðju skemmtunina klukkan hálf tólf. Á næstu tónleikum voru um 800 manns og á þeim þriðju ca 400. Siðustu tónleikarnir voru bestir að mati margra, sem sóttu alla þrjá. Þá var stemningin afslöppuðust og Procul Harum tókst einfaldlega best upp. Það má kannski segja sem svo, að ef siðasti konsertinn var bestur, þá var sá fyrsti næstbestur. Á fyrri konsertinum á miðvikudags- kvöldið (1226) náðu þeir sér aldrei almennilega á strik, spiluðu tveimur eða þremur lögum færra en á hinum tveimur, og áheyr- endur fóru út ánþess að heyra ,,A Whiter Shade Of Pale”. Þó voru nokkrir, sem sögðust hafa komið fyrst og fremst til að heyra hljómsveitina flytja lagið i eigin persónum. Það er mikill kraftur i Procul Harum og á fyrstu tónleikunum voru þeir hreinlega háværir. Grabham og Chris Copping (með banjóið) búa sig undir að flytja „Power Failure”, Þessi hnébeygja Grabhams var það, sem tiiþrifa- mest var af sviðshreyfingum Procol Harum. B.J. Wilson, trommuleikari, fjörkálfurinn I hópnum. Hann og Brooker hafa verið saman „af og til” i 15 ár. Wilson er 27 ára. Að ofan: C leo Laine syngur „Control Myself” eftir Previn, sem hlustar (að neðan) ásamt Arna. Mánudagur 17. júni 1974 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.