Alþýðublaðið - 17.06.1974, Side 11

Alþýðublaðið - 17.06.1974, Side 11
kost á Djúpavogi. Papey er i eyði en nytjuð að einhverju leyti. Frá Breiðdalsvik er ekið um Breiðdalsheiði upp á Fljótsdals- hérað. Á Egilsstöðum er við- skiptamiðstöð héraðsins og það- an er bilvegur um Fagradal nið- ur á Reyðarfjörð og Eskifjörð og siðan um Oddsskarð til Nes- kaupstaðar. Ég geri ráð fyrir að ekki neiti sér allir um að skreppa þangað, enda ástæðu- laust að flýta sér svo mikið. Frá Egilsstöðum er lika bil- vegur um Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar og það er krókur sem margir munu áreiðanlega taka. Sömuleiðis þykist ég vita að flestir leggi leið sina til Borg- arfjarðar, þar sem Dyrfjöll tróna fyrir dalbotni inn af firð- inum, fræg fyrir fegurð eins og reyndar Borgarfjörðurinn sjálf- ur, en hann þykir mér einna fallegástur af Austfjörðum, enda undirlendi meira þar en annarsstaðar á fjörðum á Aust- urlandi. Aður en við yfirgefum Fljóts- dalshérað skreppum við auðvit- að i Hallormsstaðaskóg og Atla- vik. Á Hallormsstað er meiri skógur en annarsstaðar á ís- landi. Ég gæti trUað að mikið yrði um tjöld á þessum slóðum i sumar, þvi að þarna er viða notalegt og skjólsælt i skógin- um. Það kæmi lika til álita að bregða sér sem snöggvast upp að Skriðuklaustri, þar sem Gunnar Gunnarsson rithöfund- ur bjó um skeið, þar á að vera byggðasafn, ef það hefur ekki verið flutt. Svo liggur leiðin upp Jökuldal og um Möðrudalsöræfi að Möðrudal og Grimsstöðum á Fjöllum. Þvi miður er Jón i Möðrudal allur, sá sem byggði kirkjuna og málaði altaristöfl- una og gerði garðinn frægan um langt skeið. Þar var gott að koma og hUsbóndinn kunni vel að taka á móti gestum. NU er um margt að velja, þeg- ar nálgast byggðina. Mývatn er þarna á öðru leitinu með Dimmuborgum, Kálfaströnd og SlUtnesi, svo að nokkuð sé nefnt. Þá er heldur ekki Ur vegi að bregða sér i Grjótagjá og skola af sér ferðarykið. Á hinu leitinu er svo Dettifoss, mikilUðlegasti foss landsins. Enginn sleppir honum. Sama er að segja um Ásbyrgi, Hljóðakletta og Hólmatungur, hver staðurinn öðrum betur af guði gerður. All- ir þessir staðir freista til langr- ar dvalar og maður verður bein- linis að beita sig hörðu við brott- förina. Siðan liggur leiðin áfram vestur á bóginn. Góður áningar- staður er i Vaglaskógi og oft margt um manninn. Að þvi bUnu tekur Vaðlaheiðin við og brátt er höfuðstaður Norður- lands, Akureyri, i sjónmáli. Þar munu flestir staídra við og blása mæðinni, enda margt að skoða: Lystigarðurinn, sundlaugin, kirkjan, hUs skáldanna þriggja, Matthiasar, Nonna og Daviðs Stefánssonar, svo að nefnt sé það sem fyrst kemur i hugann. Að áningu lokinni á Akureyri er um tvennt að velja. Annars vegar að aka þjóðveginn áfram vestur yfir Oxnadalsheiði eða sem leið liggur norður fyrir Kaupfélaögin eru samtök almennings, og er stjórnað eftir fyllstu lýðræðiskröfum. ÓlafsfjarðarmUla og taka sjálf- sagt margir siðari kostinn, þó að leiðin lengist nokkuð við krókinn. Skagafjörður er fagurt og sögurikt hérað og erfitt að gera honum skil á örskömmum tima. Liklega neita fæstir sér um að aka heim að Hólum, þeim forn- fræga sögustað, enda varla af- sakanlegt i svona visitasiu- ferð. Kirkjan á Viðimýri er ein af fáum torfkirkjum á landinu og sjálfsagt að reka nefið þar milli starfs og hurðar, þó ekki væri meira. I Glaumbæ er eitt elsta og merkasta byggðasafn landsins og bærinn sjálfur gam- all og fornaldarlegur, ekki sist fyrir yngri kynslóðina, sem al- inn er upp i nýstárlegri hUsa- kynnum og þekkir hvorki bUr eða eldhUs i gamla stilnum, þvi siður alla þá muni og áhöld sem þarna fylgja. Margir halda sjálfsagt áfram UtUrdUralaust vestur yfir Vatnsskarð, þegar Skagafjörð- ur er kvaddur, en freistandi er þó að aka Ur fyrir Skaga og æja einhversstaðar i námunda við Ketubjörgin, ekki sist ef þannig stæði á að von væri i miðnætur- sólinni. Þetta er viðkunnanlegur áningarstaður og Drangey á miðjum firði. í HUnavatnssýslu verður Vatnsdalurinn varla sniðgeng- inn, enda má hringaka um hann og virða þannig rækilega fyrir sér þennan bUsældarlega dal án mikillar fyrirhafnar. Siðan er upplagt að skreppa i Borgar- virki og að Hvitserk, jafnvel fyrir Vatnsnes með viðkomu i Hindisvik með sel á skerjum og hrossastóð i haga, þótt séra Sig- urð sé þar ekki lengur að finna. Það er nU farið að togna býsna mikið Ur ferðalaginu og timinn að kortast, ef að likum lætur. Framundan er Holtavörðuheiði og siðan tekur við hið grösuga og gróðursæla Borgarfjarðar- hérað. Þar er vissulega margra kosta völ i sumarleyfi, en við skulum láta hér staðar numið að sinni. Hér hefur verið gert lausiegt riss af hringferð um landið með tilheyrandi UtUrdUrum. Kannski er ekki mikið á þessu að græða i sjálfu sér. Þetta er lika frekar gert til að vekja fólk til umhugs- unar um möguleika i ferð sem Meö Heimilistryggiflgu er innbu yóar m.a. tryggt gegn eldsvoóa, eldingum, sprengingu, sótfalli, snjóskriöum, aurskriöum, foki, vatnsskemmdum, innbrotsþjófnaói o.fl. í Hcimilistryggingu er innifalin ábyrgöartrygging fyrir tryggingataka maka hans og ógift börn undir 20 ára aldri, enda hafi þessir aöilar sameiginlegt lögheimili. Tryggingarfjárhæöin er allt aö kr. 1.250.000,- fyrir hvert tjón. í Hcimilistryggingu er örorku- og dánartrygging húsmóóur og barna yngrj en 20 ára, af völdum $lyss eöa mænuveikilömunar. Örorkubætur fyrir húsmóöur og börn, nema kr. 300.000,- fyrir hvert þeirra vió 100% varanlega örorku. Hcimilistrygging Samvinnutrygginga er nauðsynleg trygging fyrir öll heimili og fjölskyldur. SAMVINNUTRYGGINGAR ÁRMÚLA 3 - SÍMI 38500 þessari, heldur en semja fasta ferðaáætlun, hver einstakur ferðamaður getur svo betrum- bætt rissið til samræmis við sin áhugaefni i ferðalaginu, eftir þvi sem timi og ástæður leyfa. I þessu spjalli hefur fyrst og fremst verið miðað við fólk á venjulegum byggðabilum. Þeir sem aftur á móti hafa yfir að ráða stærri og sterkari farar- tækjum eiga fleiri kosta völ, geta t.d. brugðið sér inn i óbyggðirnar, jafnvel suður yfir hálendið um Sprengisand eða Kjöl, ef svo ber undir. Slikir lukkunnar pamfilar eru þó i miklum minnihluta og verða þvi ekki gerðir að umtalsefni I þess- um hringferðarpistli. Það er erfitt að giska á hvað margir muni táka þátt i þessu hringferðalagi i sumar, ef til vill væri ekki fjarri lagi að nefna 40- 50þUsund og geta menn þá farið nærri um bensinsopann sem harf í feröalatJiö SjfiS^s, is?SaíSíh 'iii jSSSÆ nnn.m1 ■ ■_ mn;mnnnni m in, unii min iiim iminmn.L [T nri" nini FnrrnrK" ir min nmn im BBninn.il EINANGRUIVARGLEH Eramleitl ineð FRC Aöferö Smiii miii miii iiiin ti min iiiin 5-i%: spr 10 úra ábyr<íð \mm 'jfy/b' ■ ■ E1N A N G RUNÍRGLE R ■ | Smiöjuvcgi 7 Kupuvogi. simi 1 :iI<111 ( l líntir) Þau eru lyftistöng atvinnulifsins i hverju héraði og hafa lyft hverju Grettistakinu öðru meira á þvi sviði. í starfi þeirra er ávallt vorhugur og framfarir. Sendum félagsmönnum og landsmönnum öllum haminguuóskir á Þjóðhátiðararinu. Mánudagur 17. júni 1974 o

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.