Alþýðublaðið - 17.06.1974, Page 13

Alþýðublaðið - 17.06.1974, Page 13
eo GRAND PRIX 1974 IbÍLAR OG UMFERÐj maður var við, að þjöppunar- hlutfallið hefur verið aukið, og hefur hitakerfinu verið breytt til bóta, en hitakerfi i loftkældan bil er þó aldrei verulega gott. Hitakúturinn, sem endurhitar kælikerfið áður en það fer inn i farþegarýmið, hefur verið endurbættur, og er smiðaður á . sama hátt og Sigurður Stefánsson, sem lengi rak verk- stæði fyrir Trabant, smiöaði fyrir viðskiptavini sina. Aksturseiginleikar Trabant eru furðulega góðir, sérstak- lega, þegar miðað er við, að hann er á þverfjöðrum að framan og aftan og ekki nema 615 kg að þyngd. Sjálfsagt , kemur þar aðallega til fram- hjlóladrifiö, en að aftan eru hjólin á pendúlörmum og örmum, sem liggja beint fram. Tannstangaskýringin gerir bilinn mjög fástan i rásinni i þjóðvegaakstri og nokkuð lipran i innanbæjarakstri, en þó er hann helst til >ungur i stýrinu. Litlar sem engar breytingar hafa orðið á bilnum, eins og fyrr segir, en þó hafa sætin verið bætt talsvert, sérstaklega fram- sætin. Þau halda vel að lik- amanum, og bökunum er hægt að halla aftur og stilla þau eftir þörfum. Mælaborðið er alveg óbreytt, og það verður að teljast galli, að enn er ekki kominn bensínmælir, og ennþá er i hans Scheckter sigraði í Svíþjóð - Svíinn Peterson varð úr leik Grand Prix fyrir „for- mula 1" bíla fór fram á Anderstorp í Svíþjóö á sunnudaginn. Sigur- vegari varð Jody Scheckter frá Suður-Af- ríku, en Svíinn Ronnie Peterson, sem er nú sjötti í heimsmeistarakeppn- inni með 10 stig, varð að hætta keppni eftir níu hringi vegna bilunar í bílnum, sem er af gerðinni Ford Lotus. Emerson Fittipaldi, sem var stigahæstur fyrir keppnina, jók forskot sitt upp í 27 stig með því að verða fjórði og fá þrjú stig. Daninn Tom Belsö, tókst nú í fyrsta sinn að Ijúka keppni í Grand Prix, náði áttunda sæti. Hann tók fyrst þátt í S- Afríku Grand Prix í vor en varð að stoppa á f yrstu metrunum vegna bilunar í bílnum. ökumönnum Ken Tyrrel tókst vel upp nú í fyrsta sinn eftir að Jacie Stewart hætti að keppa, en bílar frá honum voru í fyrsta og öðru sæti. Sá sem náði öðru sæti er Patrick Depallier frá Frakklandi. Scheckter hlaut tíu stig fyrir þennan sigur sinn og komst upp í þriðja sæti í heimsmeistarakeppninni ásamt Niki Lauda frá Austurríki, og Depallier komst í sjötta sæti ásamt Ronnie Peterson. Röð sjö fyrstu á Anderstorp var þannig: 1. Jody Scheckter, S.- Afríku, Tyrrel-Ford, 80 hringir, 1 klst. 58 min 31.391 sek. 9 stig. 2. Patrick Depallier, Frakkl., Tyrrel-Ford, 1:58:31.771, 6 stig. 3. James Hunt, Englandi, Hesketh Ford, 1:58:34.716. 4 stig. 4. Emerson Fittipaldi. Brasilíu, Mc-Laren-Ford, 1:59:24.898. 3 stig. 5. Jean-Pierre Jarier, Frakklandi, Shadow- Ford, 1:59:47.794. 2 stio 6. Grahan Hill, Englandi Lolaö Ford, 79 hringir. 1 stig. Þá er staðan i heims- meistarakeppninni þannig: 1. Emerson Fittipaldi, 27 stig, 2. Clay Regazzoni, 22 stig. 3. Niki Lauda, 21 stig, 3. Jody Scheckter, 21 stig. 5. Denis Hulme, 11 stig, 6. J.P. Beltoise, 10 stig. 6. Ronnie Peterson, 10 stig, 6. Patrick Depallier. 10 stig, 9. Mike Hailwood, 9 stig. 9. Carlos Reuteman, 9 stig. Trabant á ferð (Ijósm. Friðþjófur). ER ARFTAKI GAMLA FOLKS VAGNSINS KOMINN FRAM Á SJÓNARSVIÐIÐ? stað varatankur, sem stillt er á þegar aðaltankurinn er tómur. Girstöngin er á sama stað, þ.e. kemur út úr mælaborðinu við hliðina á stýrinu og er raunar samsvarandi stýrisskiptingu. Giraröðin er öfug eins og áður, þ.e. fyrsti gir er frá og niður og fjórði gir að og upp. Þessi skipting er mjög lipur, þegar menn fara að venjast henni. Segja má, að tæknilega hafi Trabant staðnað þar sem hjóla- búnaður og vél hafa litið breyst frá þvi um 1960. í fyrsta lagi hafa allar aðrar verksmiðjur hætt við tvigengisvélina, sem sumum likaði reyndar vel við og hefur sina kosti. Hinsvegar er hún þannig i eðli sinu, að mörgum er heldur i nöp við hana, og hversvegna taka þeir sig ekki til hjá Zwikau og fram- leiða litla og netta fjögurra strokka, vatnskæida fjórgengis- vél? Liklega er ástæðan sú, að þeir þurfa þess ekki, Trabantinn selst eins og heitar lummur i Austur-Evrópu, og liklega vilja þeir heldur halda verðinu niðri á kostnað tæknilegrar full- komnunar. Verðugur arftaki Volkswagen „bjöllunnar" kom fram á sjónarsviðið nú nýverið, og er það álit manna, að honum sé ætlað að koma í staðinn fyrir hann, þótt forráðamenn VW verksmið janna í Wolfsburg beri eindregið á móti því. Gamla Fólks- vagninn segjast þeir ætla að framleiða enn um óá- kveðinn tíma. Þessi heitir Volkswagen Golf, og von er á, að farið verði að selja hann hér á landi í september í haust. Verðið er ekki ákveðið ennþá, en líklega verður bíllinn dýrari en VW 1303, sem kostar nú um 540 þúsund krónur. Lengi hefur verið talað um, að á næsta leiti sé arftaki gamla met- sölubilsins Volkswagen. Hann hefur þó látið standa á sér, og einmitt þetta hefur valdið þeim hjá Wolfsburg talsverðum höfuð- verk. Þeir gera sér grein fyrir þvi, að með þvi að framleiða þennan vinsæla og lifseiga bil, „grunnmódel 1” i hartnær 40 ár, hafa þeir kennt öðrum i bila- iðnaðinum mikilvæga lexiu. Hún er sú, að flestir þeir, sem kaupa sér bila, eru fyrst og fremst að kaupa fyrir sanngjarnt verð farartæki til að flytja fjölskyld- una milli staða og hugsa ekkert um og gefa ekkert fyrir tækni- legar nýjungar, né aksturseigin- leika. Þessum kröfum hefur Volkswagen fullnægt, — en hin siðari ár hafa lika margir aðrir bilaframleiðendur fullnægt þeim. Það hefur orðið til þess, að framtið gamla Volkswagen er ekki eins trygg nú og áður. Enda hefur reyndin verið sú, að á undanförnum árum hefur Volkswagen orðið að vikja fyrir tæknilega fullkomnari bilum i hverju landinu á fætur öðru, — nema helst Bandarlkjunum, en á þann markað er ekki treystandi vegna gifurlegrar aukningar á innflutningi litillaevrópskra bila. Þeir hjá Wolfsburg hafa reynt að skapa nýjan Volkswagen og mis- tekist, en loksins fundu þeir manninn, sem tókst það. Það var Wilhelm Kraus, og þeir náðu i hann til Brasiliu, en áður hafði hann unnið fyrir Audi. Fyrir Wolfsburg skapaði hann fyrst Passat, sem er að mestu leyti eins og Audi, en siðan kom VW Scir- occo. Hvorugur þessara bila gat þó komið i stað gamla Volkswagen sökum þess, að þeir voru of stórir og það var ekki fyrr en nú nýlega, þegar VW Golf var kynntur, að segja mátti, að hann fengi verð- ugan arftaka. Þeir hjá Volks- wagen segjast þó alls ekki vera á þeim buxunum að hætta að fram- leiða gamla fólksvagninn á næst- unni, þótt þeir geti ekki leynt.-1 þeim framtiðarvonum, sem þeir binda við Golf. Aætlað er, að fljót- lega verði framleiddir 3000 Golf á dag, og er þá ekki erfitt að imynda sér, að það muni að einhverju leyti gánga út yfir söluna á þeim gamla. Þó er óvist, hvað verður hér á landi, þvi samkvæmt upplýsingum Ingi- mundar Sigfússonar, forstjóra Heklu, verður Golf dýrari en VW 1303, þegar hann kemur hingað, sem reiknað er með að verði i september. VW 1303 kostar nú um 540 þúsund krónur, svo VW Golf verður talsvert nærri 600 þúsund- unum. Ekki er ætlunin að fara út i nákvæma lýsingu á VW Golf nú, — það biður þar til við fáum tæki- færi til að prófa hann. En sé litið i fljótheitum á helstu tæknilegar staðreyndir má nefna, að vélin er að framan, vatnskæld og drifið á framhjólunum. Þá er vélin þvers- um, en það er gert til þess að fá meira pláss inni þótt billinn sé talsvert styttri en gamli VW. Með þessum tæknilegu atriðum er VW kominn i harða samkeppni við fjölda smábila, en að öllum likindum var það eini leikurinn i stöðunni, bæði vegna þess hvað þessi tilhögun gefur miklu betri aksturseiginleika en afturmótor- inn, og einnig getur ekki einu sinni Volkswagen leyft sér að framleiða bila, sem hafa ekki almennilega miðstöð. Golf verður hægt að fá með tvennskonar vélum, — 1100 ccm sem er 50 DIN hö og 1500 CCM sem er 70 hö. Billinn með 1100 ccm vélinni er kallaður Golf og Golf L, en með stærri vélinni Golf S og Golf LS. Teikningin er Itölsk, hönnuðurinn er Giergio Giugiaro. Niki Lauda veifaði í mark, þegar hann sigraði Grand Prix á Spáni, en það var fyrsti Grand Prix sigur hans. Að þessusinni gat hann ekki lokið keppni á Ferrari bíl sín- um, en samt sem áður er hann í þriðja sæti í heildar- keppninni. Mánudagur 17. júni 1974

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.