Alþýðublaðið - 27.06.1974, Síða 7
STEFNA ALÞVDUFLOKKSINS HÖTAST AF
TILLITI TIL ÖRVGGIS OG ÞJÖBERNIS
Viðtal við Jónatan Þórmundsson,
prófessor um varnarmál og fleira
Jónatan Þórmundsson er
prófessor i lögfræði við Háskóla
Islands, 36 ára að aldri. Hann
starfaði um tima i Framsóknar-
flokknum og sat meðal annars i
stjórn Sambands ungra Fram-
sóknarmanna, en hefur verið ut-
an flokka siðan 1972. Jónatan er
einn þeirra sem i vetur gengust
fyrir undirskriftasöfnuninni Var-
ið land.
Alþýðublaðið spurði Jónatan,
hvort hann teldi hið mikla fylgi
við undirskriftasöfnunina tákna
kröfu um óbreytta skipan varnar-
liðsins.
I fyrsta lagi tel ég, að það tákni
andmæli gegn stefnu núverandi
stjórnar i varnarmálum og
ótimabærum áformum hennar
um að visa varnarliðinu brott eða
segja upp herverndarsamningn-
um við Bandarikin. Ég tel engan
vafa á þvi, að allir þeir sem skrif-
uðu undir, vilja, að Islendingar
taki virkan þátt i samstarfi vest-
rænna þjóða. A sama hátt er
ljóst, að enginn Islendingur er þvi
meðmæltur, að á íslandi sitji er-
lendur her um aldur og ævi, og ég
hygg, að fæstir þeirra, sem undir
skrifuðu, vilji aukin umsvif
varnarliðsins umfram þær lág-
marksvarnir, sem við búum við
nú. Það, hvernig vörnum er fyrir
komið, hverjir annast þær og
hversu lengi þær vara, er sum-
part komið undir ástandi mála i
heiminum og sumpart undir þvi,
hvaða hátt Islendingar telja best
samrýmast hagsmunum sinum
Þótt stefnuyfirlýsing Varins
lands væri miklum mun skýrari
en andstæðingarnir vildu vera
láta, er ljóst, að kröfu hennar má
uppfylla á fleiri en einn veg, t.d.
að þvi er varðar samsetningu og
þjóðerni varnarliðsins, yfirstjórn
varnarstöðvarinnar o.s.frv.
Telur þú þá undirskriftasöfnun-
ina ekki fela i sér andmæli gegn
stefnu Alþýðuflokksins um endur-
skoðun varna landsins?
Ég tel stefnu Alþýðuflokksins i
þessu máli mótast bæði af tilliti til
öryggishagsmuna tslands og til
menningar- og þjóðernislegra á-
stæðna. Ég fæ ekki séð, að hún
brjóti á neinn hátt i bága við yfir-
lýsingu Varins lands.
Þingsályktunartillaga Alþýðu-
flokksins felur i sér, að gerð skuli
rannsókn á hinum ýmsu þáttum
varnarmálanna. Ég man ekki
betur en utanrikisráðherra hafi
áformað, að láta fara fram rann-
sókn á efnahags- menningar- og
öryggishlið varnarmálanna, en
mér er ekki kunnugt um, að hún
hafi verið birt enn sem komið er.
Hvað olli þvi, að leiðir þinar og
Framsóknarflokksins skildi
fyrir tveimur árum?
Ég vil geta þess, að ég var fé-
lagi i Framsóknarflokknum ein-
ungis i fimm ár, 1967—72, enda
þótt ég hafi fyrir þann tima haft á
mér nokkurn Framsóknar-
stimpil. Ég kynntist i Fram-
sóknarflokknum mörgu ágætu
fólki og á þaðan góðar minningar,
ekki sizt frá starfi minu við Fé-
lagsmálaskólann. Ástæðurnar til
þess, að ég hvarf aftur úr flokkn-
um eftir stuttan starfsferil, eru
margvislegar. Mér fannst sam-
starfið við ýmsa aðila innan
flokksins mjög hvimleitt. Þá má
nefna, að mér þótti nokkuð á það
skorta, að stefna flokksins i sum-
um málum, einkum varnarmál-
um, væri nægilega skýr. Virðist
reyndar, sem Framsóknarmenn
hafi, ef markað er af skrifum
Timans og ræðum forustumanna
flokksins, stefnt að þvi að leggja
niður varnir. Ég harmaði það
alltaf, hversu erfiðlega flokknum
gekk að komast að efnislegri
niðurstöðu i hinum ýmsu þjóð-
málum og ennfremur hvað al-
mennir flokksmenn höfðu i raun
litið að segja um stefnumótunina.
Meðan ég starfaði i Framsóknar-
flokknum hafði ég engin áform
um að halda áfram i stjórnmálum
eða taka á mig meiri háttar
trúnaðarstörf, en fyrir gagnrýni
mina á ýmislegt, sem miður fór i
flokksstarfinu, var ég bæði sak-
aður um að vera hættulegur
vinstrisinni og framagosi. Það
má auðvitað segja, að ég hefði
ekki þurft að ganga úr Fram-
sóknarflokknum þrátt fyrir veru-
lega óánægju, en mér finnst
miklu hreinlegra að yfirgefa
flokk, þegar maður er ekki
ánægður. Það fer þá eftir atvik-
um, hvort maður haslar sér völl i
nýjum flokki eða stendur utan
allra flokka.
Hvers vegna fylgdir þú ekki
fyrri samstarfsmönnum þinum i
SUF yfir i Möðruvallahreyfing-
una?
Auðvitað verður að hafa i huga,
að í okkar hópi voru menn ekki,
fremur en annars staðar, á eitt
sáttir i öllum þjóðmálum, þótt
forusta Framsóknarflokksins
virtist lita þannig á. Ég var og er
enn sammála þeim um margt I
þeirra gagnrýni á vinnubrögð
innan Framsóknarflokksins. En
um annað var verulegur ágrein-
ingur, svo sem um varnarmál. Ég
var lika löngu hættur störfum i
þessum hópi, þegar Möðruvalla-
hreyfingin kom til, og kom aldrei
til tals, að ég yrði þar með.
En horfir þetta kannski öðru
visi við, þegar þeir verða epdan-
lega gengnir úr Framsóknar-
flokknum og e.t.v. i SFV?
Að þvi er mig varðar, þá tók ég
fram, aðég varhætturstjórnmála-
afskiptum i bili, þegar á þessu
stigi er þessi klofningur varð, og
allt óvist um frekari þátttöku i
stjórnmálum. Það er þó alveg
ljóst, að ég get ekki átt samleið
með þeim vinstriframsóknar-
mönnum, sem hafa stofnað
Möðruvallahreyfinguna. Um
sumt hef ég verið þeim ósammála
lengi, svo sem varnar- og
öryggismál, og um önnur mál sið-
ar, svo sem baráttuna fyrir við-
haldi núverandi vinstri stjórnar.
Ert þú kannski ekki vinstri
maður?
Þvi vil ég helzt hvorki svara
með jái eða neii. Ég tel fyrir það
fyrsta, að varnir landsins standi i
engu samhengi við vinstri eða
hægri i þjóðmálum. Vinstri og
hægri eru óljós hugtök, sem fyrst
og fremst snerta afskipti rikis-
valdins af atvinnulifinu, skiptingu
þjóðarteknanna, stjórn atvinnu-
tækjanna og samfélagshjálp. við
þá, sem minna mega sin. Þótt ég
sé fylgjandi tiltölulega frjálslegu
atvinnukerfi, sem miðist við is-
lenzkar aðstæður, tel ég mig með
hliðsjón af skilgreiningu minni
fremur vera vinstri mann. En
vilji menn skipta þjóðinnieftir af-
stöðu til varnarmála i hægri og
vinstri, verð ég að telja mig hægri
mann vegna mikilvægis þess
máls.
A-lista fagnaður
A-listinn efnir til baráttusamkomu i Skiphól,
Hafnarfirði fimmtudaginn 27. júni kl. 20.30.
Dagskrá: Ávörp flytja
Erna Friða Berg
Hrafnkell Ásgeirsson
Jón Ármann Héðinsson
Karl Steinar Guðnason
Kjartan Jóhannsson
Fundarstjóri: Guðmundur Árni Stefánsson.
Skemmtiatriði: Ómar Ragnarsson og
Fiðrildi.
SAMSTADA MERKIR SIGUR
Alþýðuflokkurinn
og uppbótarsætin
Reglur um úthlutun uppbótarsæta
Reglurnar um úthlutun upp-
bótarþingsæta eru allflóknar, en
skipta verulegu máli, ekki síst
fyrir Alþýðuflokkinn sem fær að-
allega uppbótarmenn. Þvi er ekki
úr vegi að rifja upp reglurnar og
taka úthlutun uppbótarsæta til
Alþýðuflokksins 1971 sem dæmi
um notkun þeirra.
Alþýðuflokkurinn fékk 1971
11.020 atkvæði, eða 10,5% gildra
atkvæða, en ekki nema 2 þing-
menn kjördæmakjörna, Gylfa Þ.
Gislason i Reykjavik og Jón
Armann Héðinsson i Reykjanes-
kjördæmi. (Gylfi náði kjöri nokk-
uð örugglega, en Jón Armann var
siðasti þingmaður stns kjördæmis
og komst að vegna heppilegrar
atkvæðaskiptingar andstæðing-
anna).
Af þeim 11 uppbótarþingsætum,
sem úthlutað er til jöfnunar milli
flokka, fékk Alþýðuflokkurinn 4,
sem er meira en nokkur annar
flokkur hlaut, og má af þvi sjá, að
kjördæmaskipunin er honum
mest i óhag. Þarna koma upp-
bótarsætin til leiðréttingar, en
þeim er þannig úthlutað, að sem
jöfnust atkvæðatala sé á bak við
þingmenn allra flokkanna. En
uppbótarsæti fær þó enginn flokk-
ur, nema hann komi að a.m.k.
einum þingmanni kjördæma-
kjörnum. Þess vegna er nú jafn-
vel talið hugsanlegt, að Alþýðu-
flokkurinn falli alveg út af þingi,
þótt flestir spái honum a.m.k. á-
þekku fylgi og hann fékk siðast.
Svo er að finna, hverjir af hin-
um föllnu frambjóðendum flokks-
ins risa upp sem uppbótarþing-
menn. Þar er til skiptis farið eftir
atkvæðaf jöída, sem frambjóö-
anda er reiknaður, og hlutfalli
hans af gildum atkvæðum i kjör-
dæminu.
Fyrsti uppbótarþingmaður Al-
þýðuflokksins (og um leið fyrsti
landskjörinn þingmaður) varð
Eggert G. Þorsteinsson, þvi að
hann hafði hæsta atkvæðatölu,
nefnilega helminginn af atkvæð-
um flokksins i Reykjavik (af þvi
að hann var i öðru sæti listans)
eða 2234 atkvæði.
Annar uppbótarþingmaður
flokksins varð Pétur Pétursson,
þvi að hann hafði hæsta atkvæða-
hlutfallið, 11%. Þriðji varð svo
Stefán Gunnlaugsson, þvi að hann
hafði mesta atkvæðafjöldann (að
Eggert Þorsteinssyni frágengn-
um), 1310 atkvæði, þ.e. helming
af atkvæðafjölda flokksins i
Reykjaneskjördæmi. Fjórði varð
Benedikt Gröndal á næsthæsta at-
kvæðahlutfalli, 10,8% gildra at-
kvæða i Vesturlandskjördæmi.
Ef Alþýðuflokkurinn hefði feng-
ið fimmta uppbótarmanninn,
hefði það orðið Bragi Sigurjóns-
son, enda varð hann fyrsti vara-
maður landskjörinna þingmanna
Alþýðuflokksins og hefur sem
slikur setið meira og minna á
hverju þingi siðan. Það hefði
hann orðið út á atkvæðafjölda
(1147 atkv.), en reyndar hefði
hann lika staðið næstur, þótt farið
hefði verið eftir hlutfalli (með
10,1%).
Reyndar hafði Sigurður
Guðmundsson fleiri atkvæði en
Bragi (þriðjung af atkvæðunum i
Reykjavik eða 1429 1/3 atkv.), en
hann kom ekki til greina, þvi að
enginn flokkur má fá tvo upp-
bótarþingmenn i sama kjördæmi.
Tvö kjördæmin, Reykjavík og
Reykjanes, hafa langfæsta þing-
menn miðað við atkvæðafjölda.
Þess vegna falla þar frambjóð-
endur, sem hafa miklu fleiri at-
kvæði en þeir, sem ná kjördæma-
kjöri annars staðar á landinu.
Þannig er alltaf við þvi að búast,
að fyrsti og þriðji uppbótarmaður
hvers flokks sé úr þessum kjör-
dæmum. (Hefði til dæmis Björn
Jónsson misst 130 af atkvæðum
sinum yfir til Alþýðuflokksins og
fallið fyrir Braga Sigurjónssyni,
hefði hann ekki orðið þriðji upp-
bótarmaður Samtakanna, þrátt
fyrir 11% atkvæða, heldur Hall-
dór S. Magnússon i Reykjanes-
kjördæmi). Þó er hugsanlegt, að
þriðji uppbótarmaður sé úr
Norðurlandskjördæmi eystra
(eins og hjá Sjálfstæðisflokknum
1967), eða Suðurlandskjördæmi,
ef frambjóðandi i Reykjaneskjör-
dæmi verður annar uppbótar-
maður (á hæstu hlutfalli). Þessi
tvö kjördæmi standa lika best að
vigi að ná i fimmta uppbótarþing-
mann flokks.
Fimm manna kjördæmin (þau
litlu að viðbættu Reykjaneskjör-
dæmi) hafa besta aðstöðu til að
koma að öðrum og fjórða upp-
bótarmanni, en Suðurlandskjör-
dæmi og Norðurlandskjördæmi
eystra koma þareinnig til greina.
En útilokað er, að Reykjavikur-
frambjóðendur komist i þessi
sæti. Þeir verða nefnilega kjör-
dæmakjörnir með 7—9% at-
kvæða, en annars staðar falla
frambjóðendur með 10—15%, og
ganga þeir fyrir i þessi sæti.
Fylgistilfærslur geta haft flókin
og jafnvel óvænt áhrif á það,
hverjig verða þingmenn, ekki sist
fyrir litlu flokkana. Ef til dæmis
Pétur Pétursson hefði misst 56 af
atkvæðum þeim, sem hann hlaut
1971, hefðu bæði Benedikt Grön-
dal og Bragi Sigurjónsson verið
komnir með hærra atkvæðahlut-
fall en hann. Benedikt hefði þá
orðið annar uppbótarmaður,
Bragi fjórði, en sá fimmti (vara-
maðurinn) hefði orðið Karl Guð-
jónsson i Suðurlandskjördæmi. A
sama hátt hefði Benedikt Gröndal
ekki mátt við þvi að missa 50 at-
kvæði.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði
til dæmis unnið 10% af fylgi and-
stæðinga sinna i' Reykjaneskjör-
dæmi, hefði Ölafur G. Einarsson
náð þingsæti Alþýðuflokksins þar.
Þá hefði Jón Ármann Héðinsson
orðið fyrsti uppbótarmaður Al-
þýðuflokksins (með vitund fleiri
atkvæði en Eggert G. Þorsteins-
son), Eggert þriðji, en Stefán
Gunnlaugsson dottið út, þvi að
tveir uppbótarmenn mega ekki
vera úr sama kjördæmi. Alþýðu-
flokkurinn hefði þá fengið fimmta
uppbótarsætið, og hefði Bragi
Sigurjónsson skipað það, en Birg-
ir Finnsson (með 9,1% atkvæða i
Vestfjarðakjördæmi) orðið vara-
maður.
Ef þetta hefði gerst samfara
þvi, að Alþýðuflokkurinn hefði
fengið svo sem 100 atkvæðum
meira i Reykjavik hefði Eggert
orðið fyrsti uppbótarþingmaður
Jón Ármann annar (á hlutfalli),
Bragi þriðji (á tölu), Pétur
Pétursson fjórði (á hlutfalli),
Karl Guðjónsson fimmti á tölu,
með aðeins 6 atkvæðum fleira en
Benedikt Gröndal) og Benedikt
varamaður.
Þannig er að mörgu að hyggja,
þegar Alþýðuflokksfólk viða um
land veltir fyrir sér möguleikun-
um á þvi að fá sinn frambjóðanda
fyrir uppbótarþingmann.
o
Fimmtudagur 27. júní 1974.