Alþýðublaðið - 27.06.1974, Blaðsíða 8
Viðtal við Gylfa Þ. Gíslason, formann Alþýðuflokksins
Kjósum gegn verðbólgustjórn
-Eflum Alþýðuflokkinn-
— Nú er um þaö talaö, aö Al-
þýöuflokkurinn sé I hættu viö
þessar kosningar. Hvaö er hæft i
þvi?
— Úrslit byggðakosninganna
sýndu, aö vegna flutnings fólks
úr fámennum kjördæmum í hin
fjölmennari gæti svo fariö, aö
þótt Alþýöuflokkurinn hlyti 10-
15.000 atkvæði á öllu landinu,
fengi hann engan fulltrúa á Al-
.þingi. Slik niöurstaða væri auð-
vitaö i hróplegri andstööu viö
grundvallaratriði þingræöis.
Hitt væri þó enn alvarlegra, að
þaö gæti haft i för meö sér, aö á
Alþingi yröu aöeins þrir flokk-
ar: Sjálfstæöisflokkur, Fram-
sóknarflokkur og Alþýöubanda-
lag. Þá myndu Framsóknar-
flokkurinn og Alþýðubandalagið
auövitaö mynda meiri hluta,
sem þjóöin sæti siðan uppi með
um ófyrirsjáanlega framtiö.
Reynsla sýnir, hverjir mundu
ráöa i sliku samstarfi. Það er
þetta, sem verður að koma I veg
fyrir á sunnudaginn. Það verður
aöeins gert meö þvi að efla Al-
þýöuflokkinn.
— Siöan vinstri stjórnin kom
til vaida, hefur Alþýöufiokkur-
inn ýmist veriö gagnrýndur fyr-
ir óþarfa vægð við rikisstjórn-
ina, sbr. skattakerfisbreyting-
una, eöa þá hitt, aö hann væri
óþekkjanlegur frá Sjálfstæðis-
flokknum i stjórnarandstöö-
unni? Hvað er hæft í þessum
ásökunum?
— Alþýöuflokkurinn hefur I
stjórnarandstöðu sinni lagt
áherslu á ýmis grundvallar-
stefnumál sin: Félagslegar um-
bætur I formi réttlátara skatta-
kerfis, atvinnulýðræðis, lifeyr-
issjóös fyrir alla landsmenn, al-
þjóöareignar á útivistarsvæðum
o.s.frv. Sjálfstæðisflokkurinn
hefur lagt áherslu á ýmis önnur
atriöi. En auðvitað hefur gagn-
rýni okkar á verðbólguna, sukk-
iö og stjórnleysið hlotið að vera
svipuö. Þegar rikisstjorn reyn-
ist ekki vanda sinum vaxin,
hljóta grundvallaratriði gagn-
rýninnar aö vera hin sömu, ef
þau eru rétt á annað borð.
— Hvernig stóö á hinni af-
dráttarlausu andstööu Alþýðu-
flokksins viö verðbólgufrum-
varp ólafs Jóhannessonar?
— Það vareitt af meginloforð-
um rikisstjórnar Ólafs Jó-
hannessonar að gera ekki efna-
hagsráðstafanir án samráðs við
launþegasamtökin. Þetta loforð
efndi hún ekki, þegar hún undir-
bjó þetta frumvarp. Það varð
frumástæða þess, að Björn
Jónsson félagsmálaráðherra
sagði af sér. Stjórn Alþýðusam-
bandsins mótm,ælti frumvarp-
inu. Efni þess voru losaralegar
bráðabirgðaráðstafanir, sem
leystu engan vanda til frambúð-
ar. Viö töldum frumvarpið
sýna, að rikisstjórnin væri ekki
fær um að takast á við vanda-
málin og ætti þvi að segja af sér.
Máliö var rætt ýtarlega i þing-
inu. Aö loknum þeim umræðum
töldum við rétt, aö láta at-
kvæðagreiösluna við fyrstu um-
ræðu jafngilda atkvæðagreiðslu
um traust eða vantraust á rikis-
stjórnina. Þá gafst rikisstjórnin
upp, lét frumvarpið ekki koma
til umræðu, heldur rauf þing
með fruntalegum hætti. Með þvi
játaði rlkisstjórnin i raun og
veru, að hún væri komin i minni
hluta á Alþingi.
— Hvernig giskar þú á, aö
vörnum isiands veröi fyrir
komiö eftir 10 ár, ef stefna Al-
þýöufiokksins fær aö ráöa 1 þvi
máii?
— Reynsla hefur kennt mér,
aö vera varkár i spádómum um
framtiðina, jafnvel aðeins 10 ár
fram I timann. En óhætt ætti að
vera að vona. Ég vona, að þá
verði friður i heiminum trygg-
ari og öryggi traustara en nú á
sér stað. Jafnaðarmenn i Vest-
ur-Evrópu berjast fyrir afvopn-
un. Þeir beita sér fyrir þvi, að
stórveldin geri öryggissáttmála
sin I milli I stað þess að tryggja
valdajafnvægi með hernaðar-
bandalögum. En allir jafnaðar-
mannafloxkar I Evrópu eru nú
eindregnir stuðningsmenn At-
lantshafsbandalagsins, og það
er islenski Alþýðuflokkurinn
lika. Við studdum varnarsamn-
inginn við Bandarikin á sinum
tima. Við teljum varnarsam-
starf við vestrænar þjóðir ís-
lendingum nauðsynlegt vegna
öryggis okkar sjálfra og sam-
eiginlegra öryggishagsmuna
okkar og nágranna okkar. Þing-
flokkur Alþýðuflokksins lýsti yf-
ir eindreginni andstöðu við þær
ábyrgðarlausu og illa hugsuðu
tillögur, sem rikisstjórnin kom
sér loks saman um og afhenti i
Washington. Fyrir þeim var
ekki meiri hluti á siðasta þingi
og fyrir slikum tillögum má
aldrei verða meirihluti á þingi.
Með hliðsjón af þvi, aö varn-
arsamningurinn er nú orðinn
tuttugu ára gamall, eru ýmsar
breytingar á honum orðnar eðli-
legar, svo sem aðskilnaður far-
þegaflugs og eftirlitsstarfa
Bandarikjamanna og aukin
aðild Islendinga að stjórn mála
á flugvellinum.
— Hvaö finnst þér um hrifn-
ingu vinstri stjórnarinnar af
sjálfri sér fyrir aö hafa stemmt
stigu fyrir atvinnuleysi og land-
flótta?
— Af öllum þeim mörgu
ósönnu staðhæfingum, sem
haldið hefur verið á loft i kosn-
ingabaráttunni, held ég, að eng-
in sé ósvifnari en sú, að núver-
andi rikisstjórn hafi stemmt
stigu fyrir atvinnuleysi og land-
flótta. Hvaða hugsandi Islend-
ingur skyldi ekki vita, að sildin
brást á árunum 1966-68 og að þá
varð samtimis meira veröfall á
fiski i Bandarikjunum en dæmi
höfðu verið um áður? Þetta olli
atvinnuleysi á Islandi um skeiö
og þvi, að nokkur hópur fólks
leitaði sér atvinnu erlendis.
Auðvitað hljóta lika þeir, sem
fylgst hafa með, að muna að at-
vinnuleysið var horfið 1970 eða
áður en núverandi stjórn tók við
völdum. Þeir, sem ekki muna
þetta, þurfa ekki annað en að
fletta upp I opinberum skýrsl-
um. Þar stendur þetta svart á
hvitu.
— Hverjar eru helstu orsakir
óðaveröbólgunnar, sem nú geis-
ar, og hvaö er helst til ráöa gegn
henni?
— Rlkisstjórnin hefur engan
skilning haft á, að þörf er á
heildarstjórn i efnahagsmálum,
ekki siður i góðæri en I erfiðum
árum, jafnvel enn frekar. Hjá
rikisstjórninni hefur allt vaðið á
súðum. Það er t.d. ekki liklegt
til þess að vinna gegn verðbólgu
i góðæri, að þrefalda fjárlög á
þrem árum. Og er rikisstjórnin
stendur fyrir stóraukningu
opinberra framkvæmda, þegar
skortur er á vinnuafli i atvinnu-
vegunum, hvernig getur hún þá
búist við öðru en sprengingu á
vinnumarkaðnum, eins og
þeirri, sem átti sér stað i Loft-
leiöasamningunum? Það verður
ekki unninn bugur á óðaverð-
bólgu nema með samræmdri
heildarstefnu i launamálum,
peningamálum og fjármálum
rikisins, og þá stefnu verður að
móta I samráði við aðila vinnu-
markaðsins.
— Hvers er að vænta, ef ekki
verður á næstunni tekiö i taum-
ana í efnahagsmálum?
— Þá stöðvast útflutningsat-
vinnuvegirnir, togurum og bát-
um verður lagt og fiskvinnslu-
stöðvar hætta rekstri. Iðnaður
og verslun lenda i miklum erfið-
leikum. Þegar er farið að bera á
vandræðum I rekstri fyrirtækja,
en þau verða fyrst alvarleg i
haust, ef ekki verður breytt um
stefnu.
— Hvaða áhrif hefur efna-
hagsstefna rikisstjórnarinnar
hingaö til haft á lifskjör launa-
fólks I landinu?
— Verðbólga getur aldrei
orðið launafólki til annars en
tjóns, þegar til iengdar lætur.
Eins og kunnugt er, var það
stefna Alþýðusambandsins i
slðustu launasamningum, að
bæta fyrst og fremst kjör hinna
lægst launuðu. Allir vita, að þeir
báru samt skarðastan hlut frá
borði. Ennþá alvarlegra er hitt,
að kaupmáttaraukningin, sem
lægst launaða fólkið i Dagsbrún
og Framsókn fékk i samningun-
um i febrúar og nam 22%, var
horfin 1. maí i verðbólguhitina.
Þetta er þungur dómur um
stjórnarstefnuna eða réttara
sagt stjórnleysið.
— Hvers vegna fóru samein-
ingaráform Alþýöufiokksins og
Samtaka frjáislyndra og vinstri
manna svo skyndiiega út um
þúfur?
— Viðræðunefnd Alþýðu-
flokksins starfaði ávallt sam-
kvæmt þvl umboði og þeim fyr-
irmælum, sem flokksþing Al-
þýöuflokksins hafði veitt henni.
En þegar á reyndi, reyndist
hluti Samtakanna ekki fylgjandi
hugmyndinni og tók samstarf
við Möðruvellinga fram yfir
samstarf við Alþýðuflokkinn.
— Ert þú fyrir þitt leyti búinn
aö gefa upp allar þær vonir, sem
sameiningarmálinu voru tengd-
ar?
— Nei, alls ekki. Ég tel, að
allir islenskir jafnaðarmenn
eigi heima i einum og sama
flokki. En eftir þá reynslu, sem
nú er fengin, tel ég, að islenskir
jafnaðarmenn hljóti að samein-
ast i Alþýðuflokknum. Björn
Jónsson hefur sýnt ómetanlegt
fordæmi i þessu efni með þvi að
ganga I Alþýðuflokkinn og taka
sæti á lista hans i Reykjavik.
— Hvaðtáknar þaö, aö forseti
ASl skipar nú þriðja sæti á lista
Alþýðuflokksins i Reykjavfk?
— Það táknar, að tengsl laun-
þegasamtakanna og Alþýðu-
flokksins munu stóreflast og að
Alþýðuflokkurinn vill skoða sig
sem málsvara launþega fyrst og
fremst.
— Hvað getur þú á þessu stigi
sagt um afstöðu Alþýöuflokks-
ins til stjórnarmyndunar að
kosningum loknum?
— Afstaða flokka til stjórnar-
myndunar hlýtur að fara eftir
úrslitum kosninganna, og á það
auövitað við um Alþýðuflokkinn
eins og aðra flokka. Það eru að
sjálfsögðu kjósendurnir, sem
fella eiga dóm um það I kosning-
um, hvers konar stjórn þeir
vilja, með þvi að sýna flokkun-
um traust eða vantraust. Al-
þýðuflokkurinn hefur barist
gegn núverandi rikisstjórn i
þrjú ár og hlýtur þvi að leggja
áherslu á, að hún hljóti van-
traust i kosningunum. öllum er
ljóst, að enginn einn flokkur get-
ur fengið meirihluta á Alþingi.
Einhvers konar samsteypu-
stjórn hlýtur þvi að verða við
völd. Þegar úrslit kosninganna
liggja fyrir, verður að vega það
og meta af skynsemi og ábyrgð-
artiifinningu, hvernig réttmæt-
ast sé að lúlka vilja kjósend-
anna. Ég vona, að kjósendur
lýsi andúð á verðbólgustefnu og
valdabraski og að stuðningur
við þá minnki sem fylgja
ábyrgðarlausri hentistefnu i
utanrikismálum, stefnu, sem i
reynd er runnin undan rifjum
kommúnistanna i Alþýðubanda-
laginu, en ýmsir aðrir og betri
menn hafa látið glepjast til fylg-
is viö.
— Nú byggir Alþýðuflokkur-
inn á hugsjón jafnaðarstefnunn-
ar, hugsjón, sem i rauninni er
sprottin upp af þjóöfélagsaö-
stæöum Vestur-Evrópu fyrir
heilli öld. En þjóöfélagsbreyt-
ingar hafa siöan verið fjarska
örar og ekkert lát á þeim I
vændum. Er ekki hætt viö þvl,
aö grundvallarkenning flokks-
ins úreldist?
— Þaö er rétt, að jafnaðar-
stefnan mótaðist sem þjóðmála-
stefna fyrir hundrað árum. En
grundvallarsjónarmið hennar
eru miklu eldri. Hornsteinar
hennar eru i raun og veru hinir
sömu og ýmis meginatriði krist-
indómsins: Kærleikur til
manna, samúð með þeim, sem
standa höllum fæti, bróðurþel
og samhjálp. Þessar hugsjónir
veröa aldrei úreltar. Aðferðirn-
ar til þess að efla þær taka
breytingum frá einum tima til
annars. En markmiðið helst hið
sama: Betra og réttlátara þjóð-
félag.
Eitthvað er eflaust til i þvi, að
jafnaðarmannaflokkar Vestur-
Evrópu hafi ekki lagað stefnu
sina og störf nægilega að breytt-
um aðstæðum i velmegunar-
þjóðfélögum nútimans, að þeir
hafi of lengi lagt of einhliða
áherslu á kjarabaráttu, jafnvel
eftir að svo mikill árangur hafði
náöst, að menn voru hættir að
meta hann og þakka. I stað þess
hefðu jafnaðarmenn átt að
minnast þess i rikara mæli, að
maðurinn lifir ekki af brauði
einu saman og leggja vaxandi
áherslu á andlega velferð
mannsins, á frelsi hans og ham-
ingju. Reynslan I kommúnista-
rikjunum er hér viti til varnað-
ar. Meira en hálfrar aldar
reynsla af Sovétskipulaginu,
sem allir helstu leiðtogar is-
lenskra kommúnista og Alþýðu-
bandalagsins hafa dáð og trúað
á, hefur sýnt og sannað hversu
frelsið er manninum mikils
virði. Þróun hinna auðugu iðn-
rikja á Vesturlöndum hefur og
leitt I ljós, að efnahagsframfarir
eru ekki einhlitar til aukinnar
velferðar. Þetta hafa jafnaðar-
mannaflokkar i Vestur-Evrópu
gert sér ljóst i vaxandi mæli á
undanförnum árum. Þetta verð-
um við i islenska Alþýðuflokkn-
um lika að hafa i huga.
— Að lokum: hver er draum-
ur þinn um stefnu og stöðu Al-
þýöuflokksins áriö 1984?
— Ösk min er sú fyrst og
fremst, að Alþýðuflokkurinn
megi bera gæfu til þess á kom-
andi áratug að stuðla að fram-
förum og velferð á Islandi með
þvi að endurbæta islenskt þjóð
félag og islenska þjóðfélagið
hætti, I anda samhjálpar, sam-
fara ábyrgðartilfinningu ein-
staklingsins, á grundvelli andl.
frelsis og frjálsrar menningar.
ÉG óska að hann megi vaxa
og eflast til þess að geta i aukn-
um mæli unnið að þvi, að á ís-
landi búi frjálsir menn i full-
valda riki, við öryggi um sjálf-
stæði lands sins, við heilsteypta
þjóðlega menningu, hamingju-
samir menn, sem lifa heilbrigðu
lifi.
,,Eg vona, að kjósendur lýsi andúð á verðbólgustefnu og valdabraski og ábyrgðarlausri hentistefnu í utanríkismálum”
0
Fimmtudagur 27. júní 1974.