Alþýðublaðið - 11.07.1974, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.07.1974, Blaðsíða 4
Stjórnmál 2 vera sti, að ullarverðið sé það lágt, að bændum finnist ekki taka þvi að hirða ullina. En nú hefur sem sé sá gleði- legi atburður gerst, að stór- markaður er i boði fyrir isl. ull i Bandarikjunum. Væri þá ekki ráð að fara senn hvað liður að rýja? Stokkað upp í diplómatíunni Ráðherrarnir i rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar eru nú i óða önn að efna fyrirheitin i málefnasamningnum. Með seinni skipunum hefur orðið fyrirheitið um að endurskipu- leggja skuli utanrikisþjónust- una. Það loforð er nú verið að efna með þvi, að skipa Hannes blaðafulltrúa ambassador i Moskvu og Tómas Karlsson sendifulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum. Hver getur sagt, að þetta sé ekki endurskipulagn- ing á utanrfkisþjónustunni? Þetta er hreint endurskipu- lagningarafrek! TRÚLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiðsla. Sendum gegn póstkröfu GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiðux, Bankastr. 12 -i.^__j... . "i ___ VANTI YÐUR HÚSNÆÐI ÞÁ AUGLÝSIÐ í ALÞÝÐUBLAÐINU 30 íÁRA HÚMOR „Hann kveðst vera skyldur yður og segist geta sannað það.” „Hann er fifl.” „Það getur verið hreinasta tilviljun.” • „Var heitt þar sem þú varst i sumarleyfinu?” „Já, og hvergi forsælu að finna. Við urðum að skiptast á að sitja i skugganum hvor af öðrum.” „Kanntu á ritvél?” „Já, ég nota bibliuaðferð- ina.” ,,Ég hef aldrei heyrt hennar getið.” „Leitið og þér munuð finna.” „Hvi eruð þér svo dapur i bragði, maður minn? Um hvað eruð þér að hugsa?” „Framtiðina.” „Hvað gerir hana svo von- lausa?” „Fortiðin.” „Er smálest af kolum mjög mikið ,pabbi?” „Það fer eftir þvi, hvort þú ert kaupandi eða seljandi.” „Hvernig stendur á þvi, Jón,” sagði Georg, ,,að þið feitu mennirnir eruð alltaf svo geðgóðir og friðsamir?” „Við verðum að vera það,” svaraði Jón. „Við getum hvorki barist né hlaupið.” Óvanur ræðumaður átti að tala i veislu og tók þannig til máls: „He-he-heiðruðu ges-gestir, þegar ég kom hingað i kvöld, vissu aðeins guð og ég, hvað ég ætlaði að segja hér — og nú veit það enginn nema guð einn!” Skósmiður: „Hérna eru skórnir fyrir næstu pólför yð- ar. Voru þér ánægður með þá, sem ég bjó til fyrir þá siðustu?” Landkönnuður: „Sei-sei, já. Það voru bestu skór, sem ég hefnokkru sinni etið i pólför!” „Fékkstu borgarstjóranum bréfið frá mér?” spurði maðurinn sendisveinninn. „Já, en það þýðir ekki að skrifa honum bréf. Hann er steinblindur.” „Steinblindur? Hversvegna segirðu svona vitleysu?” „Það er áreiðanlegt. Hann spurði mig tvisvar, hvar hatturinn minn væri, en það var svei mér ekki vandi að sjá hann á höfðinu á mér. Já, hann er steinblindur.” j Áskriftarsími i Aiþýðublaðsins ! er 14-900 UR UU SKARl.GIUFIR KCRNELÍUS JQNSSON SKOlAVOROÖSlltrÖ BANKASTRATI6 d"-*1H*>H8-18600 npr gbefnbebbur ’TROMP’ #Gefur ótal upprótfunar móguleika #Hent-*r v e I i ungl ingaherbergi, • gestaherberb. eóa i stofuna. • Seldur i einingum-einfa Idur-ódýr ATHUQIÐ, vegna eigendaskipta og breytinga á framleiöslu fyrirtækisins, veröa til sölu meö 15X afsletti nokkrir svefnbekkir og sófar. Öbef nbefefeiatbian H ó f ff a t ú n i 2 simi 15581 F erða- félagsferðir FÖSTUDAGSKVÖLD KL. 20. 1. Lýsuhólslaug — Helgrindur á Snæfellsnesi. 2. Landmannalaugar. 3. Þórsmörk. 4. Kjölur—Kerlingarfjöll. SUMARLEYFISFERÐIR 17.-25. júli. Mývatnsöræfi, 20.-27. júli. öku- og gönguferðir um vestanverða Vestfirði. Ferðafélag tslands Alþýðublaðið inn á hvert heimjll Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur auglýsir FIMM ORLOFSFERÐIR TIL SPANAR, ÍTALÍU OG DANMERKUR í sumar fyrir félagsmenn sína og alþýðuflokksfólk um land allt. Alþýðuflokksfélag Reykjavlkur efnir til 5 utanlandsferða i sumar fyrir félagsmenn sina og alþýðuflokksfólk um land allt. Er hér um hópferðir að ræða, sem farnar eru á vegum Ferðaskrif- stofunnar Sunnu. Fargjald er mjög hagstætt, þar sem fengist hefur sérstakt hópferðagjaid i ferðum þessum. Ferðir þessar verða farnar til Danmerkur, Spánar og ttaliu. Eru þær þessar: II. KAUPMANNAHÖFN — brottfarartimi hinn 14. júli nk. Ferðin stendur 2 vikur. 1 verðinu er innifalið fargjald báðar leiðir. III. KAUPMANNAHÖFN —brottfarartimi hinn llágúst nk. Ferðin stendur 1 viku. í veröinu er innifalið fargjald báðar leiöir. IV. RÓM — SORRENTO — brottfarartimi hinn 15. ágúst nk. Ferðin stendur 2 vikur. í verðinu er innifalið fargjald báðar leiöir. ttaliu-ferðinni verður hagað á þann veg, að ferðalangarnir dvelja eina viku I Róm og eina viku I Sorrento. V. COSTA DEL SOL — brottfarartimi hinn 14. september nk. Ferðin stendur 2 vikur. t verðinu er innifalið fargjald báðar leiöir og gisting i hótelfbúðum. Alþýðuflokksfólki um land allt er bent á, að með þessu móti gefst þvl kostur á afar hagstæðum orlofsferðum i allt sumar. Feröaskrifstofan Sunna býöur upp á I. flokks þjónustu, er viða með eigin feröaskrifstofur og eigin fararstjóra, auk þess sem félagslegir fararstjórar Alþýðuflokks- félagsins verða með í öllum ferðunum. t öllum ferðum veröur ferðast með hinum nýju og giæsi- legu þotum Sunnu-Air Viking. Fólki skal bent á, aö félagið hefur aðeins yfir MJÖG TAK- MÖRKUÐUM SÆTAFJÖLDA að ráða I öilum þessum ferðum og er mönnum þvl ráðlagt að láta skrá sig fyrst. Ailar nánari upplýsingar veröa gefnar á Ferðaskrifstofunni Sunnu, Bankastræti 6, Reykjavik, simar 16400, 12070, 25060, 26555 ■ Alþýðuflokksfétag Reykjavikur 0 Fimmtudagur 11. júlí 1974

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.