Alþýðublaðið - 11.07.1974, Side 12

Alþýðublaðið - 11.07.1974, Side 12
alþýðu SS M Bókhaldsaðstoó ! með tékka- KÓPAVOGS APÓTEK færslum Opiö öll kvöld til kl. 7 \ BÚNAÐAR- Laugardaga til kl. 2 yy BANKINN Sunnudaga milli kl. 1 og 3 Það voru svo sem ekki lætin á uppboðinu i Dugguvoginum i gær. Þar var verið að selja ýmsa hluti, sem áhorfendum eins og fréttamönnum blaðsins þóttu misjafnlega nýtir til ein- hvers. Þegar við litum þar við um þaö bil klukkutima eftir að uppboðið byrjaði i gær, var verið að selja áttugasta númerið eða þar um bil. Okkur þótti það ekki sérlega slæmt en þá litum við betur i auglýsing- una frá uppboðshaldaranum i Reykjavik, þá er birtist i dag- blöðunum i fyrradag: „Nauðungaruppboð: Eftir kröfu Eimskipafélags íslands h.f. samkv. heimild i 79. gr. siglingarlaga, fer fram opinbert uppboðdagana 10. 11. og 13. júli nk. að Dugguvogi 4 og hefst kl. 13.30 alla dagana. Selt verður mikið magn af ýmiss konar varningi, sem félagið flutti til landsins með skipum sinum á árunum 1965-’72 og ekki hefur verið vitjað. Greiðsla við hamarshögg.” Og menn máttu borga við hamarshögg, vessgú. Fyrst er hrópað upp númer og það bókað af fulltrúa uppboðshaldara og siöan bjóða menn. Það eru mik- ið til þeir sömu, sem bjóða og Ekki virðast ailir partar jafn ánægðir með ruslafötukaupin. 1 dag er gert ráð fyrir bjartviðri i Reykjavik og nágrenni en skúra- leiðingum þegar liða tekur á daginn. 1 gær var hægviöri um land allt nema á Aust- fjöröum, þar var súld. Mestur hiti á landinu i gærmældist i Siöumúla, 17 stig. A Þingvöllum var 16 stiga hiti. um það leyti, sem við vorum að fara, sátu sumir á háum hlöðum af ýmislegum varningi, sem þeir höfðu keypt, sumt fyrir „slikk” og annað fyrir meiri peninga. En þótt menn væru búnir að bjóða eitthvað ákveðið i það, sem boðið var upp i það og það skiptið, þá var ekki öllum út- gjöldum lokið. Eftir var 17% söluskattur og höfðu greinilega ekki allir hugsað út i það. Einn var þó alveg viss i sinni sök, hafði keypt einhverjar veiða- færavörur, og neitaði alveg að borga söluskatt. — Það er enginn söluskattur af veiðar- færum, sagði hann hvassyrtur. — Það er borgaður söluskattur af öllu hér, sagði uppboðs- haldarinn og taldi málið þar með afgreitt. — Það er enginn söluskattur af veiðarfærum, sagði hinn aftur hálfu hvassyrtari. — Þið eigið ekkert með að láta borga sölu- skatt af vörum, sem ekki eru söluskattsskyldar. Svo skrifaði hann ávisun fyrir „partiinu” og næstu menn sáu, aö undir ávisunina (sem hann dró upp úr bólgnu seðlaveski) var stimplað nafn útgerðar- fyrirtækis. Áfram var haldið og jafnvel stundum selt eitthvað, sem enginn vissi almennilega hvað var. Það skipti engu: eitt slikt „vöruparti” fór fyrir 50 krónur og var sá með hamarinn fljótur að lemja honum i tunnuna. Kunningjarnir i kring sögðu sögur af öðrum uppboðum og glettilega góðum kaupum, sem einhverjir höfðu gert. Þar kom meðal annars fram skýring á þvi, hvers vegna sömu mennirnir voru alltaf að bjóða i vörur, sem enginn virtist hafa not fyrir og höfðu legið i vöru- geymslum Eimskips I allt að niu ár: — Heildsalarnir sjá sér hag i að sækja ekki vörur sinar og sleppa þannig við að borga af þeim toll, þegar þeir bjóða i sinar eigin Hver býður l þessa forláta blaða- og myndskera? Tfu stykki fóru fyrir 12.000 krónur, sem eru góð kaup, enda kostar vist stykkið 4-5000 krónur. vörur fyrir hálfvirði og þaðan af minna, sagði einn kunningi, sem þekkir alveg nægilega vel til þessara hluta. Svo komu nokkrar sögur af nafngreindum mönnum. Þetta gekk rösklega fyrir sig til að byrja meö, og ekkert lát virtist vera á góssinu i skemmunni, þar sem þeir stóðu nokkrir i gáttinni og lóðsuðu út. 1 dag verður uppboöinu haldiö áfram og eins á laugardaginn — en þá verður væntanlega farið að grynnast eitthvað á þvi. Við spurðum einn starfs- manna uppboðsins hversu mörg „númerin” væru, þ.e. hversu margir hlutir yrðu boðnir upp. Hann fletti við blaði og svaraði um hæl: - 647. Væntanlega fitna einhverjir af þvi. Jón B. Jónsson, fulltrúi uppboðshaldara, fylgdist með öllu og skráði tölur og númer. Hann virtist taka þessu öilu saman með stófskri ró og tottaði pfpu sína í rólegheitunum og tók við greiðslum frá kaupendum. SLEGID! FIMM 6 förnum vegi " Hefur þú farið á uppboð? Sigrfður I. Ingibergsdóttir, gangastúika: Já, fjöldann allan af uppboðum heima hjá mér i Sidney i Ástraliu, en engin heima á íslandi. Heima lenti ég á öllum mögulegum uppboðum. Ægir Þórðarson, sjómaður: Nei, aldrei. Ég hef aldrei haft áhuga á þvi en þó er aldrei að vita hvað maður gerir ef maður fréttir um eitthvað sérstakt. Magnús Magnússon, verka- maður: Nei, ég hef bara aldrei hugsað um það. Það er nú samt liklega hægt að gera góð kaup á uppboðum. Jóhann Magnússon, sjómaður: Nei, aldrei. Ég hef ekki einu sinni látið mér detta það i hug. Magnús Kristjánsson, ■ sjó- maður: Nei, ekki man ég til þess og veit ekki hvers vegna ég ætti að gera það. Ég hef bara aldrei pælt i þvi.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.