Alþýðublaðið - 11.07.1974, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 11.07.1974, Blaðsíða 10
Starf sveitarstjóra Eyrarbakkahrepps er laust til umsóknar. Umsóknir sendist fyrir 1. ágúst til Óskars Magnússonar, Hjallatúni á Eyrarbakka sem einnig veitir upplýsingar um starfið. Gagnfræðaskóli Húsavikur starfrækir n.k. vetur framhaldsdeiid 5. bekk i 3. sinn. — Nokkrir nemendur geta bætzt i deildina. Umsóknir sendist til formanns fræðslu- ráðs, Einars Njálssonar, eða skólastjór- ans, Sigurjóns Jóhannessonar, sem jafn- framt veita nánari upplýsingar. Fræðsluráð Húsavikur. Trésmiðir Trésmiðameistarar Vegna sumarleyfa verða engar uppmæl- ingar framkvæmdar á timabilinu frá 19. júli til 5. ágúst að báðum dögum meðtöld- um. Trésmiðafélag Reykjavikur Meistarafélag húsasmiða Laus staða Við Bændaskólann á Hvanneyri er laus til umsóknar staða kennara i grunnfögum með efnafræði sem aðalgrein. Einnig þyrfti umsækjandi að hafa réttindi til kennslu i framhaldsdeild. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu sendar landbúnaðar- ráðuneytinu fyrir 20. ágúst 1974. Landbúnaðarráðuneytið, 10. júli 1974. LOKAÐ verður frá 15. júli—6. ágúst vegna sumarleyfa. Blikksmiðjan Grettir H.F. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen i allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar Skipholti 25. Simar 19099 og 20988. Lítil reisn yfir Reykjavíkurleikunum þó náðist nokkuð góður árangur í ein- staka greinum og (slandsmet var sett Síðari dagur Reykja- víkurleikjanna fór fram á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið. Það skyggði nokkuð á mótið, hversu illa var mætt í greinarnar og varð að fella nokkrar greinar niður af þeim sökum. í kringlukasti og spjót- kasti kvenna var aðeins einn þátttakandi skráður til keppni og þegar við- komandi hugðist keppa í sínum greinum voru öngv- ir starfsmenntil staðar. Af þeim orsökum 'féll sú keppni niður. Eitt íslandsmet var sett á Reykjavíkurleikjunum seinni daginn, það var Ing- unn Einarsdóttir í 400 m hlaupi kvenna en eldra metið átti hún sjálf. Þá átti Rússinn Alexej Piskulin glæsilegt tökk í þrístökkinu, sem mældist 16,63 m aðeins 7 sm lakara en (slandsmet Einars Vil- hjálmssonar sett á Laug- ardalsvellinum 1960 við mun lélegri aðstæður. í 1500 m hlaupinu háðu þeir Ágúst Ásgeirsson og Arne Hovde skemmtilegt einvígi, sem Norðmaður- inn sigraði með góðum endaspretti og setti nýtt vallarmet í hlaupinu. Tími Ágústar lofar góðu um betri árangur í sumar, það er greinilegt að hann er að verða mjög sterkur í 1500 metrunum. Þá var keppt aftur í kúluvarpi og kringlukasti karla, en fyrri dag leikj- anna hafði verið keppt í þessum greinum. Ekki var árangur keppenda jafn góður síðari daginn og hann var fyrri dag leikj- anna. Úrslitseinni daginn urðu þessi: 100 m hlaup karla 1. N. Kolesnikov Sovétr. 10,8 2. Bjarni Stefánsson KR 11,2 3. Marinó Einarsson KR 11,7 400 m hlaup karla 1. Vilm. Vilhjálmss.KR 50,2 2. Gunnar P. Jóakimsson ÍR 52,8 3. Einar P. Guðmundss. FIi 55,0 1500 m hiaup karla 1. Arne Hovde Noregi 3,51,7 (vallarmet) 2. Ágúst Asgeirss. ÍR 3,52,8 3. Per Haga Noregi 3,59,3 5000 m hlaup karla 1. Hugh Symonds Bretl. 15,37,6 2. Erl. Þorsteinss. UMF Stj. 16,10,2 3. Halldór Matthiass. KA 16,18,0 Þrístökk. 1. Alexej Piskulin Sovétr. 16,63 2. Michail Segai Sovétr. 15,93 3. Friðrik Þ. óskarss. 1R 14,83 4. Heigi Hauksson UBK 14,17 Stangarstökk 1. KarlWestUBK 4,10 2. Valbjörn Þorlákss. Á 4,00 3. Hafst. Jóhanness. UBK 3,60 Kringlukast karla 1. Erl. Valdimarss. tR 57,42 2. óskar Jakobsson 1R 49,46 3. Hreinn Halldórss. HSS 47,70 4. Elias Sveinsson ÍR 43,40 Kúluvarp karla 1. Rimantas Plunge Sovétr. 18,82 2. Hreinn Haildórss. HSS 18,18 3. Óskar Jakobsson ÍR 14,69 100 m hlaup kvenna 1. Ingunn Einarsd. 1R 12,7 2.-3. Erna Guðmundsd. A 13,0 Petra Ziethen V-Þýzkal. 13,0 4. Ásta Gunnlaugsd. tR 13,3 400 m hlaup kvenna 1. Ingunn Einarsd. tR 59,0 (isl.m.) 2. Svandis Sigurðard. KR 62,2 3. Dagný Pétursd. tR 69,4 4x100 m boðhl. kvenna 1. SveitÁrmanns 50,3 2. Sveit V-Þýskal. 50,5 3. SveittR 52,7 Hástökk kvenna 1. Lára Sveinsdóttir A 1,55 2. Björk Eiríksdóttir ÍR 1,55 3. Lára Halldórsdóttir FH 1,50 Agúst Asgeirsson náði góðum árangri I 1500 m hlaupinu. Hann háði harða baráttu við Norðmanninn Arne Hovde, en varð að láta undan á siðustu metrunum. Timi Agústar i hlaupinu lofar góðu um betri árang- ur i sumar. 0 Fimmtudagur 11, júlí 1974

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.